Wednesday, November 01, 2006

Snjór og kuldi/ huggulegheit

hæ!! Vaknaði afslöppuð og útsofin eldsnemma í dag :) Yndislegt !
Sá mér til mikillar undrunar að það er snjókoma úti!! Fannst ég þá vera hrikalega heppin því ég er í fríi í dag og á morgun!! Næs ;) Er samt að hugsa um að skella mér í BILKA og tékka á ýmsu, t.d moonboots hand Bjarmakrúttinu. Sit því bara hérna í myrkrinu (Frank sefur) , vafin inn í teppi með tölvuna í fanginu, Næs ;) Það er reyndar pínu bögg hérna í íbúðinni okkar að við erum bara með rafmagnsofna sem ég held að sé rosalega dýrt þannig að við getum ekki kyndað eins grimmt og ég vildi og er vön að heiman þar sem hitinn "vex á trjánum".

Var að lesa á blogginu hennar Tinnu um daginn að hún var að velta fyrir sér hvenær hún varð fullorðin. Mér finnst þetta mjög áhugavert umræðuefni því mér finnst ég vera að verða svo fullorðin en á pínu sorglegan hátt. Væri til dæmis til í að segja spennandi sögur af sjálfri mér en í staðinn tala ég bara um vinnuna og líkurnar á því að komast inn í háskólann. Er það að vera fullorðinn eitthvað svona líffræðilegt í bland við félagslegt?? Þarf maður að ganga í gegnum eitthvað til að vera fullorðinn eða er nóg að vera komin með hár á bringuna ? (Ég er sko ekki með hár á bringunni hehe). Held nefnilega að þetta sé eitthvað sem er mjög misjafnt eftir menningu landa, ekki satt Sólrún? Sumstaðar þarftu að ganga í gegnum vígsluathöfn og á öðrum stöðum er það gifting. Í okkar menningu erum við meira einstaklingshyggjuð og finnst að hver og einn megi gera eins og hann/hún vill sem er bara gott en þá pælir maður pínu í því hvort sumir séu þá í raun aldrei "fullorðnir" því þeir velja annan lífstíl en það sem flokkast sem fullorðinn?. Auðvitað er maður fullorðinn eftir vissan aldur en ég er nú bara að pæla svona hreint félagslega. Allavega hlakkar mig til að byrja aftur í skóla, ef ég kemst inn, og spá og spekúlera í hinum og þessum málum. Sakna þess núna, þrátt fyrir að ég hafi verið komin með ógeð í fyrra.

jæja im going to spare you with more thought for now...

2 comments:

Anonymous said...

Jú jú, mikið rétt, er ekki alltaf verið að segja að hinir og þessir fullorðnist aldrei? Þá er þetta greinilega tilvísun í lífstíl í okkar menningu. Er ekki annars líka oft litið á barneignir sem merki um að fullorðanst hjá okkur? Ohh hvað er gaman að vera með mannfræðimenntun og geta tjáð sig fjálglega um menningu. Gott að heyra að það er svona huggulegt hjá þér ;)bið að heilsa Frank

Anonymous said...

Ég veit samt alveg um fólk sem er búið að ganga í gegnum pakkan að vera foreldri og eignast barnabörn en hefur samt ekki fullorðnast, býst við því að sumir geri það aldrei. Ég tel mig vera fullorðna þar sem ég reyni að bera ábyrð og tel mig hugsa eins og fullorðna mannesku en. Mér finnst ég samt alveg geta lifað lífinu sem fullorðin manneskja. Finnst það vera bara jákvæður hlutur að vera fullorðin.