Wednesday, April 30, 2008

Öll vandamál leyst

Úff vaknaði í nótt með kvíðahnút í maganum yfir þessu veseni á mér. Amma hefur greinilega tosað í einhverja spotta því núna eru öll vandamál leyst á einu bretti :) Anna mín var svo ótrúlega sæt að bjóða mér litlu sætu íbúðina sína um helgina. Takk Anna þú ert best! Svo kíkti ég á flugfelag.is og viti menn allt í einu var ódýrt flug á sunnudeginum sem er fullkomið því þá get ég verið aðeins með my homegirls Ásdísi og Soffíu gells. Nú get ég vonandi andað léttar og jafnvel notið þess pínu að hitta fólkið mitt heima.

Vesen með far

Er að spá hvort einhver viti um far fyrir mig norður um helgina??? Vantar far norður því ég er í rauninni ekki með neina gistingu fyrir sunnan og vill komast norður sem fyst. Endilega látið mig vita ef þið heyrið eitthvað.

knús

Monday, April 28, 2008

Jarðarför

Pantaði mér flug til Íslands í dag en því miður er ég ekki að fara í frí. Amma mín hún Auður dó um helgina eftir langa baráttu við krabbamein. Ég ætla að fara heim til að kveðja hana í hinsta sinn. Þetta verður engin skemmtiferð en það verður þó mjög gott að fá að vera með fjölskyldunni á svona stundu og styðja hvort annað. Ég flýg til Íslands á föstudaginn og svo heim aftur sunnudaginn 11.maí. Það væri náttúrulega yndislegt að nota tækifærið og hitta einhverja af vinunum. Soffía og Ásdís hafið samband við mig og látið mig vita hvort það sé séns á hittingi á föstudagskvöldið eða á laugardaginn. Ég á eftir að finna stað til að sofa og far heim þannig að það er ekki komin fast plan.

við sem sjáumst, sjáumst!

knús

Tuesday, April 15, 2008

Bland í poka

Takk kærlega fyrir skemmtileg comment sæturnar mínar :)
Ég á að vera að skrifa verkefni en ákvað að það væri örugglega skemmtilegra að skrifa bara smá blogg í staðinn hehe, er nefnilega ekki alveg jafn sleip í að skrifa á dönsku eins og ég þóttist vera þannig að þetta gengur pínu hægt plús að ég er frekar óþolinmóð kona (stundum). Hér er kalt en fallegt, sólin skín og fuglarnir syngja og fólk talar um að nú sér vorið loksins komið. Mér finnst árstíðirnar reyndar alltaf skrítnar hérna þegar maður kemur frá "Det kolde nord" því núna er í raun sumar á íslenskum mælikvarða og vorið var í byrjun febrúar ca. Þetta er amk allt afstætt.

Ég er allt í einu kominn með gríðarlega heimþrá og langar heim að knúsa börnin mín (já ég "Á" þessi börn ;) ). Dreymdi í nótt alveg ótrúlega yndislegan lítin strák sem ég átti að passa og það gekk svona rosalega vel :) Enyways þá var að ég átta mig á því að ég hef ekki verið á Íslandi að sumri til síðan 2004!! Það eru fjögur ár síðan, ég er yfirleitt á landinu um jólin þegar myrkrið og kuldinn ráða ríkjum. Svo eru vinir og fjölskyldumeðlimirnir eitthvað farnir að pressa á mig að koma. Sumir að meira að segja farnir að hafa áhyggjur af því HVORT ég muni nokkru sinni flytja aftur til Íslands. Ég ætla ekki að lofa neinu en innst inni í hjartanu þá vil ég heim en er ekki tilbúin til þess alveg strax. Langar að vera hérna í nokkur ár í viðbót og sigra Danmörku hehe. Nei segi svona.

Helgin var annars hrikalega leiðinleg!! Frank veikur og "Skúli Fúli" í heimsókn hehe þið vitið hvernig það er þegar karlmenn eru veikir. Allavega var hann hundveikur með hita og flensu. Ég hékk hérna í pínu litlu íbúðinni í gríðarlegum hita en Frank skrúaði upp hitann því hann var alltaf annaðhvort blautur af svita eða skjálfandi úr kulda. Núna situr spurningin eftir "Af hverju fór ég ekki eitthvað út?! Jæja svona er þetta og það kemur önnur helgi eftir þessa.

Er pirruð út í kóngafjölskylduna hérna sem var að fá launahækkun á meðan leikskólakennarar og annað ummönnunarstarfsfólk fer í verkfall á morgun til að fá aðeins meira í skítalaun. Til dæmis fær drottningin um hálfa milljón danskar krónur fyrir hvern dag sem húnn vinnur!! Jóakim prins er að fara að giftast franskri konu og hann ætlar víst að gefa henni launahækkunina sína sem nemur 70 þús dönskum krónum á mánuði sem er um milljón íslenskar krónur. Hún fær svo danskan ríkisborgararétt um leið og þau eru gift og fer því fremst í röðina hjá útlendingaeftirlitinu þar sem ég veit ekki hvað margir hafa setið og beðið í mörg ár eftir að fá ríkisborgararétt.
Þoli ekki svona óréttlæti!!

Tuesday, April 08, 2008

Nýjasta tækni og Vísindi

Helgin fór í að líta inn í framtíð tækni og vísinda og inn í fortíð tískunnar.
Ég og Frank fórum á sýningu þar sem hægt var að skoða og stundum prófa framsæknar tækninýjungar allstaðar úr heiminum. Japanirnir voru að sjálfsögðu með sína ótrúlegu súper tæknilegu en samt sem áður pínu barnlegu og krúttlegu hluti eins og til dæmis vélmenni sem hægt er að "interacta" við og augnskugga ljós. Það var reyndar pínu fyndið þegar strákurinn sem var að kynna vélmennið byrjaði að tala því hann var alveg ótrúlega lélegur í ensku og talaði eins og hann væri vélmenni, mér brá pínu og Frank þóttist skilja hann en aumingja strákurinn skildi ekkert af því sem Frank var að spyrja hann um. Það kom mér nett á óvart hvað sálfræði kom mikið við sögu í flestu. Það var mjög mikið um að fólk notaði annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað lögmál hegðunar eins og klassíska skilyrðingu. Til dæmis var teppi fyrir lítil börn í leikskólum, ef þau skríða eða ganga á því kvikna lítil ljós í teppinu og ef þau hafa of hátt slokkna ljósin. Það er dæmi um neikvæða refsingu. Svo var vél fyrir hundaeigendur sem vilja getað farið á ferðalög og skilið hundinn eftir heima án þess að hann drepist úr hungri. Það var lítil myndavél á matarskammtara sem er svo fjarstýrður í gegnum internetið. Þú getur séð hvort hundurinn borði og þegar maturinn er búinn seturu af stað matargjöf sem byrjar með lagi svo hundurinn viti að hann sé að fá mat. Það sem mér finnst flottast er selurinn, hann er frekar frægur, en það er lítið dýr sem hefur mannlega eiginleika. Þegar maður kveikir á honum þá "lærir" hann þá hegðun sem hann verður vitni að fyrstu 30 mínúturnar (minnir mig). Þannig að ef maður er mjög kelinn og góður þá hagar selurinn sér þannig en ef þú til dæmis er mjög aggressívur þá er selurinn það líka og getur til dæmis bitið. Þetta dýr er víst notað á elliheimilum í Japan og hefur reynst ótrúlega vel þó það hljómi rosalega óhuggulega. Gamalt fólk og sértaklega þeir sem eru komnir með elliglöp þykir ótrúlega gott að snerta hluti og eru líka mjög einmana þannig að það er tilvalið að þau hafi lítið dýr sem þau geta ekki skaðað á neinn hátt en fá alveg jafn mikla gleði af eins og það væri alvöru dýr.

Sunnudagurinn fór svo í fatabasar þar sem bæði var hægt að fá nýtt og notað. Ég varð nánast hálf geðveik því það var vægast sagt slegist um fötin þarna úff. Mér tókst þó að kaupa mér rosa sætan gallakjól sem mig hlakkar til að nota í sumar :) Ég keypti svo hálsfesti sem var líklegast keypt fyrir skít og kanel í Indlandi. Ég var þarna með tengdó og systrum hans frank, þær eru allar mjög mikið fyrir föt og gellulega hluti. Svo komu fréttaemenn og tóku viðtal við tengdó og tóku milljón myndir af henni og af því sem hún hafði keypt. Dagurinn var svo endaður á Pizza Hut sem var mjög svekkjandi því ég fæ mér alltaf Zorba pizzu heima á Pizza Hut en hér er það sko ekki á matseðlinum :(

Er annars að skrifa verkefni(próf)sem ég er næstum búin með, það er kannski ekki frásögu færandi nema að ég er að skrifa það á DÖNSKU úff það er nett erfitt en ég læt Frank lesa yfir þetta fyrir mig bráðlega.

Á morgun eru svo Blonde Redhead tónleikar!!Við(stelpur úr skólanum+Frank)ætlum að hittast á japönskum veitingastað sem heitir Soya og borða saman fyrir tónleikana. jeijj. Svo erum við kannski að fara í leikhús næstu helgi þannig að það er svosem alveg nóg af skemmtilegu dóti í gangi.

Wednesday, April 02, 2008

Janteloven

1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.
2. Þú skalt ekki halda að þú sért jöfn okkur hinum.
3.Þú skalt ekki halda að þú sért klárari en við hin.
4. Þú skalt ekki halda að þú sért betri en við hin.
5. Þú skalt ekki halda að þú sért meira en við hin.
6. Þú skalt ekki halda að þú getir nokkuð.
7. Þú skalt ekki hlægja að okkur.
8. Þú skalt ekki halda að nokkrum sé sama um þig.
9. Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur nokkurn hlut.

Mín eigin þýðing.

Þetta eru annars "lög"um hvernig maður á að haga sér hérna í Danmörku sem eru mjög umdeild. Það er þó oft minnst á þau og gott að vita út á hvað þetta gengur. Þetta er svona "við erum öll jöfn og ekki reyna að vera betri en neinn". Gæti verið ástæðan fyrir því að við Íslendingar virðumst svo góð með okkur hehe þar sem við hugsum alltaf "ég er MIKLU betri en þú"!! haha gaman að þessu.