Tuesday, November 07, 2006

Helgin


Föstudagur

Við skelltum okkur á RECession tónlistarhátíðina. Við fórum fyrst á stað sem heitir Lynfabrikken sem er svona listamannastaður, mjög cool og cosy. Þar spilaði hljómsveit frá Kaupmannahöfn sem heitir Harpcore og samanstendur af tveimur stórum hörpum og gaur á tölvu. Önnur stelpnanna sem spilaði hörpu var mjög fyndin og talaði mjög mikið um nútímadellur eins og numerology og fleira í þeim dúrnum. Tónlistin var líka mjög cool án þess að vera alvarleg á neinn hátt. Áhorfendur voru í dauðari kantinum eins og svo oft áður hérna í Danmörku, allir að drepast úr feimni eða kurteisi eða einhverju sem ég get ekki alveg útskýrt. Svo spilaði gaur frá Englandi og svo spilaði og svo dönsk stelpa sem enginn nennti að hlusta á þrátt fyrir að hún væri alls ekki slæm. Við fórum svo á aðal rokkstaðinn hérna en hann var næstum tómur!! Enn dauður bær! by the way þá var útgáfudagur á nýja jólabjórnum sem er víst ægilegt event þannig að fólk var greinilega annars staðar að smakka bjór. Svo fórum við á aðra fabrik en hún heitir Chokolade fabrikken, gott nafn! Þar var hiphop og dauðapopp hehe. frekar fyndið en það var einhver hljómsveit frá Bandaríkjunum sem spilaði fáránlega blöndu af dauðarokki og poppi, söngvarinn var til dæmis svona poppútgáfa af Marilyn Manson, skelfing!

Laugardagur

Enn meiri tónlist! En við skelltum okkur til Randers til að sjá tónleika á vegum Rosa- þar sem Frank vinnur. Þar voru nokkrar danskar hljómsveitir af ýmsum toga, t.d rokk, rapp, reggea, popp og fleira sem spiluðu með DR bigband. Við vorum pínu skeptísk hvernig þetta myndi passa saman en þetta var ótrúlega vel heppnað :) Fólk sat við borð með kertaljósum á og steminingin var einhvernveginn virkilega góð. Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á eina sem heitir Natasha en hún vann reggea keppni á Jamaica, það var ótrúlegt hvað hún passaði vel við svona bigband tónlist. Svo var hún með tvær "dillur" á sviðinu og maður varð bara svona glaður að hlusta á þær. Ég frétti svo reyndar eftir á að hún hefði verið rosalega skökk !! haha. Svo fór ég bara heim eftir tónleikana og var hin rólegasta.

Sunnudagur

Fórum í afmælisveislu til Horsens en mamma Franks átti afmæli um daginn og bauð okkur öllum að í smá veislu. Mjög næs og góður endir á góðri helgi.

Nóg í bili

Bless allesammen

8 comments:

Anonymous said...

Mér finnst hárið á þér mjög flott svona dökkt þetta fer þér mjög vel stelpa. Þú lítur rosalega vel út :). Ég er nærri farin að telja niður þangað til þú kemur.

Anonymous said...

Sammála Ásdísi, mjög flott look í gangi hjá þér. Hverning væri að þið Frank kæmuð í heimsókn bráðum, vorum að fá stóra sendingu af harðfiski :) Svo mætti skoða það að búa til laufabrauð !??
Kveðja

Anonymous said...

ógisslega flott stelpa!!! Reyndar eins og alltaf:) Blái kjóllinn ótrúlega flottur! Fíla hárið þitt eins og síðustu ræðumenn hérna;) Ég á sko líka fullt af harðfiski hérna tíhí svona ef það fær þig til að koma í heimsókn til mín;) Ok..það er sennilega aðeins styttra að kíkja til eydísar og co;)knús og kram frá sviss

Frankrún said...

haha takk stelpur :)Þið eruð bara sætar í ykkur :)
Ohh mig langar bara að heimsækja ykkur allar saman!! með eða án harðfisks!! Mig langaði aðeins að monta mig af kjólunum mínum því ég er nýlega búin að kaupa mér allt í allt fjóra kjóla! Ég var svo í einum mjög flottum á sunnudeginum en nennti ekki að taka mynd af honum.
Eydís mér líst vel á hugmyndina um laufabrauð, við ættum að skoða desember því ég þarf að vinna næstu tvær helgar og svo næstu tvær helgar eftir það þarf ég að mæta í julefrokost í Horsens.

Anonymous said...

Segi það sama, finnst þú algjör rock chick með dökka hárið...very cool, gaman að sjá myndir af þér og ykkur skötuhjúum...þið eruð svo sæt :-)

Anna Þorbjörg said...

Alltaf gaman af því að kaupa sér kjóla, það þekki ég! En þú ert algjör pæja!
Svona til að svara kommenti þínu á bloggið mitt þá ertu alltaf velkomin til Stokkólms, það er gæðaborg alveg hreint!
Er annars að fara til Sólrúnar í London á morgun, jibbíjei :)

Anonymous said...

Þú ert náttúrulega bara algjör skutla!! hlakka til að sjá þig á klakanum.. og ef það stoðar eitthvað þá á ég líka harðfisk en það sem meira er ég get útvegað íslenskt nammi moahahahha.. (geðveikur hlátur)hljómar svona eins og ég sé sælgætisdíler ahha.. knús og kossar

Anonymous said...

hej. hvornår kommer du så til København? á ekkert að kíkja í heimsókn til Köben fyrir jólin. Var að horfa á þátt í dag með Selmu Blair og varð þá auðvitað strax hugsað til þín. vona að ég sjái þig sem fyrst.