Wednesday, September 26, 2007

Kaos í Fitness world

Þegar ég kem til Íslands lendi ég á Keflavíkurflugvelli og mun eyða nokkrum góðum dögum í borginni, hversu lengi fer svo bara eftir því hvernig ég ætla að fragta sjálfri mér norður. Einhver á norðurleið? Langar allavega að hafa góðan tíma með Soffíu og Elí, Ásdísi og Önnu Þorbjörgu og öðrum góðum. Ég á til dæmis töluvert af fjölskyldumeðlimum þarna sem maður hittir ekki oft sem ég gæti alveg hugsað mér að hafa samband við.

Fór í ræktina í dag EFTIR vinnu sem ég hélt að væri rosalega erfitt þar sem vinnan mín er mjög líkamlega erfið oft á tíðum. Jú ég hafði í raun rétt fyrir mér því ég átti erfitt með að komas mér í gang en svo þegar ég varð heit þá gekk þetta allt mjög vel. Reyndar var einn risa ókostur en þessi rækt er glæný og í dag var bara troðfullt af fólki sem er rosalega pirrandi. Ég hitti svo stelpu sem ég þekki sem tókst að móðga mig nett og svo hjólaði ég heim en Danir á reiðhjólum er stundum algjör killer en ef maður er nett hægfara eða ekki alveg með á nótunum er bara öskrað á mann og það gerðist einmitt í dag á leiðinni heim. Ég var því einhvern veginn andlega útkeyrð þegar ég kom heim og sat því bara stjörf yfir Friends. Reyndar hresstist ég svo eftir að hafa borðað gott lasagne og horft á Desperate houswives :)

Knúsí mús!!

Bráðum verð ég svo stödd í Köben !! jeijjj hlakkar til!

Wednesday, September 19, 2007

Kæra Ísland

Ég sný til baka til þín mitt kæra land. Verð á litlu ævintýraeyjunni frá 6.okt til 27.okt!!!! Allir skemmtilegir vinir og vandamenn mega vera í sambandi ;) Ég hlakka mikið til að sjá alla en kannski mest nýja mannfólkið þá Elí Smára og Róbert Braga og knúsa þá smá því ég hef ALDREI hitt þá! Seinast þegar ég var á landinu voru þetta bara stórir magar hehe. Annars er amma mín mín veik og ég vil eyða tíma með henni á meðan ég hef tækifæri á því þannig að þetta verður kannski pínu erfið dvöl líka. Lífið er víst blanda af ýmsu súru og sætu og maður hefur ekki svo mikla stjórn á vissum hlutum þannig að maður verður bara að læra að lifa með þeim.

Ég varð smá pissed off í dag þegar ég opnaði emailið mitt og sá að verðið á flugi til Íslands er helmingi ódýrara en þegar ég keypti miðann bara fyrir 2 dögum :( Alltaf er ég svona óheppin eitthvað!!

Annað : Hafið þið einhvern tímann sett veskið ykkar í ískápinn?? Ég hef gert það og í dag þegar ég kom heim úr vinnunni og hafði klætt mig úr jakkanum og skónum byrjaði ég að klæða mig úr buxunum??? hahahaha. Er þetta bara ég eða skeður svona fyrir ykkur líka? Frank fann veskið mitt í ísskápnum en ég hafði ekki einu sinni áttað mig á því sjálf hehe. Annars held ég að allir hafi einhvern tímann hent einhverju í rusladallinn sem í raun átti að fara í ísskápinn og svo verið á leiðinni að setja ruslið í ísskápinn , ekki rétt?

Á afmælisdaginn minn þann 28.sept ætlum við Frank að fara til höfuðborgar Danmerkur!! Við höfum pantað farið og gistingu og allt. Við ætlum að eyða afmælisdeginum mínum með henni Sólrúnu minni en hún verður í borginni þann daginn. Jeijj. Annars ætlum við að fara á Arken sem er víst mjög flott listasafn, út að borða og hitta vini. Þetta verður væntanlega yndisleg helgi.

Annars er lífið bara vinna og skóli þessa dagana en mér finnst pínu eins og ég eigi ekkert frí því þegar ég er ekki að vinna "ætti" ég að vera að læra eða gera eitthvað uppbyggilegt. Ég er byrjuð í ræktinni sem er mjög gott og mig hlakkar geggjað til að vera í þessari rækt en hún er glæný og mjög flott.

nóg í bili og afsakið hvað ég er búin að vera löt við að blogga!!

Monday, September 10, 2007

Post weekend

Fredagsbarinn var góður fyrir utan að ég og Frank misstum okkur aðeins í kappdrykkju þar sem við höfum bæði verði samasem edrú allt sumarið hehe. Vinkona mín var tekin af lögguni þetta kvöld þar sem hún hjólaði heim í annarlegu ástandi án ljósa! Þessi fredagsbar er semsagt þannig að þegar skólanum líkur á föstudögum er settur upp bar í kaffiteríunni og ótrúlega ódýr bjór skenktur fram á kvöld. Við fórum eftir barinn í einkapartí í svaka flottri íbúð þar sem allir voru voða fínir sálfræðinemar.

Laugardagurinn fór í þreytur, þynnku og þrif, ekki góð blanda! En þannig var mál með vexti að allt fór úrskeiðis. Fyrst tókst heilli kókflösku að renna úr höndunum á mér (var nýbúin að bera á mig lotion sko)og gólfið okkar (sem er by the way teppalagt) og Verner Panton stóllinn okkar urðu kókblaut og ég fékk ekki eins mikið kók og ég þarfnaðist þennan dag sem var tragískt. Það tók MIKIÐ á að þrífa þetta allt saman en það heppnaðist þó mjög vel. Síðan sáum við að þar sem við höfðum lagt ruslapoka frá deginum áður var kominn geggjaður blettur, það er svona "Síðuskóla" dúkur á gólfinu okkar í eldhúsinu og við gerðum allt til að ná blettinum af sem endaði með að við aflituðum gólfið pínu í kringum hann! Til að útskýra af hverjum við söfnum rusli í íbúðinni okkar vil ég benda á að ruslakarlarnir hérna eru ekkert smá prímadonnur sem ekki taka ruslið okkar ef: 1. ruslatunnan snýr öfugt 2. Ef tunnan er svo full að ekki er hægt að loka henni 3. Ef það er pínu snjór fyrir framan tunnan og svo framvegis.

Sunnudagurinn var mjög ferskur dagur en við skelltum okkur í geggjað langan hjólatúr og komum við í "öðrum heimi" en við fórum í hinn fræga Bazar West en það er arabamarkaðurinn í bænum. Þar var hægt að kaupa ljótasta skran sem ég hef nokkru sinni á ævi minni séð, jessúss. Við erum að tala um hilluvís af plasblómum og rósóttum kaffibollum og fleira í þeim dúrnum. Ég og Frank löbbuðum flissandi í gegnum nokkrar búðir þarna en skömmuðumst okkar svo og ákváðum að kíkka á matinn í stðainn en þetta er víst mjög góður grænmetis og kjöt markaður. Við vorum ekki með neina peninga á okkur þannig að við keyptum ekkert í þetta skiptið en ætlum að hjóla þangað aftur seinna og kaupa eitthvað gómsætt í matinn.

Jæja eins og svo oft áður varð pistillinn minn alltof langur, sorry about that!

later!

Thursday, September 06, 2007

School is cool

Á morgun byrja ég í skólanum :)!! Þá fæ ég aldeilis að læra um sálfræði frá algjörlega nýjum sjónarhóli. Þessi áfangi er nefnilega mjög existentialískur og póstmódernískur og langt frá því að vera vísindalegur eins og allir aðrir áfangar sem ég hef tekið á Íslandinu góða. Ég hlakka til að sitja og fræðast um eitthvað nýtt þó mig gruni að ég muni fyllast pirringi og jafnvel viðbjóði á þessu bla bla sem Danir eru svo þekktir fyrir, þeir eru nefnilega ekkert rosalega "konkrít" í sínum fræðum stundum ef þið skiljið hvað ég meina??. Allavega þá þekki ég einn íslenskan strák sem verður í þessum áfanga sem þýðir að ég verð ekki ein! jeijj. Hann er í BA náminu hérna og á bæði konu og börn eins og svo margir "sannir Íslendingar" hehe.
Ég hef svo heimtað frí um helgina og ætla að byrja djammið strax á morgun en ég ætla að fara með íslensku gellunum á fyrsta "fredagsbarinn" minn sem er bar (í skólanum!) sem er mjög ódýr og er opinn á föstudögum frá 14 til 20. Ég er í tíma til 14 þannig að það passar vel að fara beint á barinn til að skola út öllu bullinu hehe. Hlakkar til ! Svo er svona "menningarnótt" hérna sem er reyndar heil vika þannig að það er um nóg að velja um helgina :) Segi jafnvel eitthvað meira frá því síðar.

Góða helgi og skemmtið ykkur endilega vel!!