Wednesday, June 27, 2007

Whats new pussycat?

Finnst ég skulda bloggfærslu þannig að þessi er kannski pínu löng, sorry

Það hefur verið mikið um að vera hér hjá okkur. Ég er að vinna á fullu sem er í raun fínt en er þó að fara í smá sumarfrí næstu tvær vikurnar. Næst á dagskrá hjá okkur er að fara til Samsö en þar verður haldið brúðkaup á laugardaginn. Ég fór einmitt í kjólaleiðangur í seinustu viku og endaði í H&M en þar var úrvalið eiginlega alltof mikið þannig að ég endaði með þrjá kjóla sem ég fílaði og ákvað að kaupa þá alla haha! Þeir kostuðu samt innan við 500 DK sem er fáránlega ódýrt. Við munum sofa í tjaldi á Samsö svo við vonum að veðrið verði bærilegt en núna seinustu dagana hefur veðrið verið ömurlegt, rigning og rok!. Svo á þriðjudaginn munum við fara á Hróaskelduhátíðina góðu :) Alltaf þegar ég ætla að sofa í tjaldi kemur rigning þannig að það er alveg ljóst hvernig veðrið verður ! Allaveg þetta verður geggjað gaman og ég hlakka svakalega til.

Það helsta í fréttum er að við Frank fórum á Modest Mouse tónleikana í gær en þeir voru alveg hrikalega góðir. Þeir fengu fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistartímariti hérna sem er ekki slæmt. Það var ótrúlegur kraftur í þeim en þeir eru sex manns í hljómsveitinni og eru með allskonar hljóðfæri, þar á meðal tvö sett trommur, trompet, selló, bongótrommur,harmonikku, banjó plús allt þetta venjulega. Söngurinn er líka náttúrulega einn af þeirra bestu þáttum. Þetta voru rosalega litlir tónleikar en við vorum í mesta lagi 1000 manns þrátt fyrir að það hafi verið uppselt. Maður nær einhvernveginn að njóta tónlistarinnar betur á svona tónleikum. Það einasta sem ég get sett út á þessa tónleika var að þeir klúðruðu uppáhaldslaginu mínu, Float on, sem var pínu svekkelsi en what ever ég skemmti mér vel.

Við fórum reyndar á aðeins "rafrænni" tónleika á laugardaginn en við skelltum okkur á Chokolade Fabriken sem er frekar cool staður sem er skiptur upp í nokkrar hæðir með mismunandi tónlistarstefnum. Í kjallaranum eru alltaf frekar undergroundlegir tónleikar, sumir rosalega lélegir en aðrir cool en það er samt alltaf gaman að tékka á þeim. Á laugardaginn voru þrír raftónlistarmenn að spila, einn frá Bandaríkjunum, einn frá Þýskalandi og einn frá Danmörku. Við vorum nánast einu áhorfendurnir þannig að við sátum svo bara og spjölluðum við þetta fólk sem var mjög áhugavert. Einnig fengum við fjóra ókeypis bjóra sem skaðabætur fyrir mannleysið ! geggjað :) Áhugaverðasta framkoman var án ef frá þýsku stelpunni en hún var íklædd búningi sem hún hafði sjálf hannað og saumað, þetta var nokkurskonar glamúr ofurhetju búningur sem hún klæddi sig svo úr. Frekar fyndið en mjög töff líka. Danska stelpan var líka fyndin en hún kallar sig Esther Lauder og tók til dæmis Erotica eftir Madonnu en breytti textanum svo að hann var: Get your hand right off of my body. ok hljómar ekki fyndið núna, you had to be there. Svo eyddum við restinni af kvöldinu í að spjalla við tvo gaura frá Nýja Sjálandi sem var líka frekar áhugavert. Ég tala yfirleitt aldrei við ókunnuga hérna í DK því það tíðkast ekki en Frank var alveg æstur í að tala við fólk sem var svo fínt því þá var ísinn brotinn.

Jæja nú er nóg komið!

Ég mun svo að sjálfsögðu setja inn frekar fréttir af okkur á næstunni

Friday, June 15, 2007

Winter-birthday-Ålborg-Skagen

Hi there,

I've made a soundslide with pictures from our winter, my birthday and our great summer trip to Ålborg visiting Eydís, Óli and the kids. So turn on your speakers and click here

Have a nice summer :-)

Frank

Wednesday, June 13, 2007

Sweet sommer

Álaborgarferðin góða :

Ég fékk frí föst, laug og sun og við fórum til Álaborgar. Það var ÆÐI ! Við fengum besta veður ársins og höfðum það ótrúlega gott. Það var drukkinn í skaldur bjór og Cider allaleið frá Svíþjóð! Kassagítarinn var notaður óspart en nokkur gömul góð drykkjulög fengu að fjúka í sumarblíðunni þegar líða fór á kveld og nágrannarnir dáleiddust af hljómfagri röddu Óla og buðu okkur að koma yfir til þeirra og syngja með þeim. Mikið glens og gaman þar! Það besta við að drekka áfengi í svona gríðarlegum hita er að maður svitnar öllu út í gegnum húðina þannig að maður þarf ekki að pissa eins mikið OG það besta er að maður verður alls ekkert þunnur! Ókosturinn er svo að maður þarf að drekka ansi mikið og svo angar maður eins og unglingaherbergi, það er sko versta lykt sem til er!
Börnin voru bæði falleg og ljúf eins og alltaf og Frank kom þvílíkt á óvart með ýmsum pabbatrixum, held barasta að hann sé sniðinn í pabbahlutverkið þó hann vilji ekki viðurkenna það hehe.
Við fórum í ævintýraferð til Skagen sem er rosalega krúttlegur og fallegur bær, pínu eins og dúkkubær með fullt af flottum og pínulitlum húsum. Þetta er reyndar túristabær sem er víst tómur á veturnar. Það var varla Dani á ferð þarna því bærinn var yfirfullur af blindfullum, en mjög glöðum, Svíjum og Norðmönnum. Við nutum okkar bara á ströndinni og kældum okkur niður í sjónum, sumir amk hehe en ég er pínu hrædd við öll dýrin í sjónum þannig að ég lá bara á teppinu og sólaði mig. Við urðum að sjálfsögðu öll mjög brún og rauð en það eru víst litir sumarsins! Það ætti í raun að vera rauður og brúnn fáni í tilefni þess. Dagurinn fór reyndar næstum í vaskinn vegna örðuleika í lestarkerfinu sem er alltaf í tómu rugli á sumrin en því var svo reddað sem betur fer en það fór langur tími í að bíða og vona. Fall er fararheil var okkar mottó:)
"Vegna veðurs" var svo áætlaðri dýragarðsferð aflýst því við gátum barasta ekki hætt að "hugga okkur" úti á pallinum þeirra Óla og Eydísar sem er mjög stór og næs og svo var lítil uppblásin sundlaug sem maður gat dýft heitum tánum í kalt vatn. Við eyddum miklum tíma þar í sólinni sem var alveg rosalega gott og ég fékk smá lit á hvítu húðina mína jeijj. Frank varð reyndar veikur og svo gleymdi ég tannburstanum mínum og var svo vitlaus að fá hans lánaðan og varð auðvitað veik líka. Við erum semsagt bæði lyktar og bragðskynslaus núna og full af hori, namm!

Ætla að reyna að henda inn myndum á morgun en Frank liggur í rúminu núna og er að deyja úr slappleika.

Kyss kyss

Thursday, June 07, 2007

Sumarið er hér

Verð að viðurkenna að það er komin viss bloggleti í mig, það er kannski því sólin skín og manni langar bara að nota tímann til að njóta sín á meðan á þessari blíðu stendur. Í dag var ég búin í vinnunni klukkan tvö og svo klukkan þrjú skelltum við okkur í skóginn með teppi, gos, bjór, súkkulaði og apríkósur. Huggulegt! Eftir afslöppun og einn lítinn bjór steinsofnaði ég og brann nett á bakinu.

Það eina sem mér finnst bara svo pirrandi við þetta veður er að ég á aldrei nein sumardress því maður hefur nú ekki þurft að kaupa mikið af stuttermabolum og þess háttar þegar maður bjó á Íslandi. Ég sakna til dæmis Topshop en það er ekki nein Topshop búð hérna sem er bara skandall. Ég kíkti nú samt á heimasíðuna þeirra í dag og vá!! Stundum fær maður bara algjört ógeð á öllum þessum H&M vörum því það eru allir í þessu alls staðar og svo eru gæðin oft frekar lítil í þessum pjötlum, enda það ódýrasta sem hægt er að finna hér. Væri til í eitthvað svipað sem hefur aðeins meira edge og ekki allir eiga og þá er Topshop tilvalið. Kannski maður splæsi í sig einhverju af heimasíðunni þeirra er reyndar nett blönk núna þar sem ég hef ekki fengið neitt útborgað ennþá. Ég er nýbúin að fá smá yfirdrátt á kortið mitt sem er fyrsta skiptið sem ég skulda peninga hérna í Danmörk sem er nú alveg ágætt finnst mér þar sem ég er búin að búa hérna í tvö ár. já já mín vandamál eru sko bara lúxusvandamál sem þið eruð öruglega að gera grín að í huganum núna !! haha er það ekki?

Erum svo að fara til Álaborgar á morgun sem er bara æðislegt og okkur hlakkar rosalega til að hitta Óla og Eydísi og þeirra yndislegu börn. Við ætlum að reyna að tékka á einhverju menningarlegu en það er ekki alveg ákveðið hvað það verður. Það eina sem er á hreinu er að veðrið á eftir að leika við okkur og við munum örugglega sötra bjór og borða grillmat :) Það er yndislegt að vera í Danmörku á sumrin :)