Wednesday, February 28, 2007

Things can only get better

Já nú er Matlock kominn á dagskrá!! Nú er árið officiallay 1992 !! Hér er sko Dawsons Creek, Beverly hills, Baywatch, Columbo (sem er allra elsti þátturinn), Friends, Darma og Greg, Martin Lawrence, Fresh Prince of Belair og Mad about you. Þetta eru allt mjög gamlir þættir og misgóðir.

Sá annars í gær í fréttunum að nú er komið nýtt próf fyrir þá útlendinga sem sækja um danskan ríkisborgararétt og það er víst svo erfitt að talað er um að mjög margir muni falla á því og að "gamlir" Danir geti ekki einu sinni svarað þessum spurningum. Dæmi um spurningar er til dæmis, sem mér fannst áhugavert, : Hvenær slitu Íslendingar sig frá Danmörku og urðu sjálfstæðir? Hver leikstýrði "Olsen Banden" myndunum? Einn ónefndur Dani á heimilinu gat til dæmis ekki svarað fyrstu spurningunni rétt hehe, nefni engin nöfn! Hvað hefur svona páfagauksþekking nokkuð með að vera Dani að gera?? Mér finnst þetta skítt og finnst ekki skrítið að það var Dansk Folkeparti sem kom þessu próf en það er "rasista" flokkurinn hérna.

Tuesday, February 27, 2007

Quality stuff

Akkúrat núna er Baywatch á einni stöðinni, Beverly Hills á annari og Turtles á þriðju!! Vá!!Og by they way þá er ég að tala um byrjunina á Baywatch þar sem gellurnar eru ennþá bara með "lítil" brjóst. Þetta kallar maður gæði, eins gott að hægt sé að ná sér í þætti og myndir á netinu.

já hlutirnir ganga fínt hérna hjá okkur í rusl og snjó borginni (ruslakarlarnir hafa ekki verið á stjái í um fjórar eða fimm vikur). Í dag braust sólin fram sem var yndislegt en í gær sá maður ekki á milli húsa fyrir grárri þoku. Helgin var mjög skemmtileg en við fórum á Mikael Simspon tónleikana sem voru mjög góðir þrátt fyrir að við þurftum að standa nokkuð langt frá sviðinu vegna fólksfjölda. Á laugardagsköldið elduðum við svo Fashanana sem heppnaði að mínu mati mjög vel en Frank fannst þeir eitthvað "lifurlegir", hvað sem það nú þýðir. Sem meðlæti borðuðum við Waldorfsalat og bakaðar kartöflur. Við borðuðum svo íslenskar vatnsdeigsbollur í eftirrétt (takk Eydís) og svo var að sjálfsögðu harðfiskur, íslenskt nammi, mexíko og piparostur á boðstóðlunum mmm. Danirnir voru mjög hrifinir af namminu og ostinum en gáfu ekki mikið fyrir fiskinn sem var ágætt fyrir Frank þar sem hann vill helst bara borða hann einn hehe.

Ég var svo í skólanum í dag að læra með bekkjarvinkonunni sem ég sagði ykkur frá í seinasta pistli. Hún talaði MJÖG mikið og ég fékk nú ekki að koma miklu að enda var hún "aðeins" betri í að ræða málin en ég hehe. Held ég hafi samt grætt helling af þessu, við ætlum svo víst að hittast aftur seinna.

Gaman að vera byrjuð að gera eitthvað :)

Friday, February 23, 2007

Hvítur heimur

Já nú er loksins kominn vetur og snjór um nánast allt land, sumsstaðar mjög mikið af honum að meira að segja. Þetta er voðalega kósý og næs og það er fyndið að sjá hvernig fólk bregst við þessu. Í gær sá ég í fréttunum skemmtilega "sögu" um fólk sem hafði verið veðurteppt á hraðbrautinni og neyðst til að sofa í bílunum sínum eða, eins og margir gerðu, eyða nóttinni á bensínstöð. Þetta fannst okkur Frank hljóma pínu spennandi og kósy en það var talað um að um nóttina hefði verið um 35 manns inni á lítilli bensínstöð. Það væri nú ágætis söguþráður fyrir skemmtilega bíómynd, eða hvað?? hehe.

Skóladagur númer tvö í gær og óvenjulega margir mættu á svæðið miðað við að veðrið var frekar slæmt. Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og núna kynntist ég stelpu sem heitir Karen Marie. Hún er mjög fín en pínu frek þannig að ég þarf kannski að passa mig á að láta hana ekki vaða yfir mig á skítugum skónum hehe. Við (eða hún) ákváðum að hittast í næstu viku og læra saman sem er rosalega gott fyrir mig, þá neyðist ég til að lesa efnið þannig að ég geti líka rætt það af viti á dönsku!! Ég er reyndar miklu betri en ég gerði ráð fyrir og ég fæ að meira að segja hrós frá þessum nýju "vinkonum".

Námsefnið er misskemmtilegt og núna er námsefnið mjög skemmtilegt þar sem ég er að læra eitthvað alveg nýtt, finnst þetta samt varla vera sálfræði. Ég er til dæmis búin að læra allt um Fordism, Toyotaism og Mcdonaldization. Ég fékk reyndar pínu áfall í gær þegar kennarinn talaði um Freud og persónleikakenningarnar eins og það væri heilagur sannleikur !! Ég var nefnilega í heilum áfanga heima á Íslandi sem fjallaði bara um hvað þessar kenningar væru lélega byggðar og þá sérstaklega Freuds kenningar sem eru náttúrulega út í hött. Þetta dróg alveg heilmikið úr áreiðanleika kennararns ! Hann er reyndar kannski örfáum árum eldri en ég eða jafngamall þannig að hann er svosem engin hetja í mínum augum þó hann virðist voða fínn gaur.

Við vorum að fá ókeypis miða á geggjaða tónleika með Mikael Simpson !! :) Jeijj gaman!! hlakkar til!! Á morgun ætlum við svo að bjóða Peter og Louise í mat en við eigum 3 fasana í ísskápnum, held að þessir fugla séu eitthvað tengdir rjúpum en er alls ekki viss.

Góða helgi

Friday, February 16, 2007

Fyndnar myndir

Snillingurinn hún Sólrún :) Rakst á tessa mynd hérna í kvøld og fanns hún svo fyndin og lýsandi fyrir Sólrúnu. Sakna tín :)

Svo tessi af raudhærdu systkinunum! Einnig mjøg lýsandi mynd :) Sætust!!

Fyrsti skóladagurinn og kerfishatur

Fyrsti skóladagurinn

Í gær var fyrsti dagurinn minn í háskólanum! Ég mætti tímanlega að sjálfsögðu, þegar maður gengur inn í skólann er maður strax kominn inn í kaffiteríuna og þar var allt fullt af fólki sem ég þekkti ekki og fannst það kannski pínu scary en svo kom stelpa til mín og fór að spyrja mig hvar stofan okkar væri og svona og við fórum að spjalla og þá kemur í ljós að við vorum í sömu sporum en hún tók sína ba gráðu í London og þarf því að taka þessi tvö skítafög eins og ég. Við vorum líka þær einu sem vorum mættar tímanlega og sátum aleinar í risastórri stofu. Svo fór ég að litast um í kringum mig , eftir að fólkið loksins mætti, og sá strák sem heitir Haukur sem var með mér í sálfræðinni á Íslandi (ekki á sama ári og ég samt) og svo sá ég líka danska stelpu sem var með mér í bekk en ég man að hún var alltaf frekar skrítin þannig að ég þekki hana ekkert. Ég og nýja vinkonan Kamilla sátum svo bara og töluðum illa um skólann og þennan kúrs og fífluðumst allan tímann sem var gaman! Ég og Haukur töluðum svo saman og ákváðum að vera í sambandi og jafnvel að læra saman. Ég komst svo að því að fólk nennir ekkert að kaupa bækurnar hérna því það er svo auðvelt og ódýrt að ljósrita heila klabbið þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu kolólöglegt! Ég fór í dag að ljósrita og þar hitti ég svo rosa næs stelpu sem kenndi mér þvílíkt góða tækni við að ljósrita þannig að ég get ljósritað fjórar síður á eitt blað, nokkuð gott! Ég keypti samt eina bók þar sem mér finnst pínu gróft að stela heilu bókunum!
Kerfishatur
Svo langar mig smá að koma út pirringi gagnvart "kerfinu" hérna!! Þannig er að maður þarf alveg sjálfur að hugsa um skattinn sinn hérna í DK, ekkert dekur eins og heima þar sem þetta er bara automatískt. Ég hef semsagt lent í því þrisvar sinnum hérna að það eru dregin af mér 60% í skatt sem er ekkert smá! Svo hefur verið þvílíkt vesen að fá peningana til baka og maður er sakaður um að hafa ekki skilað skattkorti og ég veit ekki hvað þrátt fyrir að þetta pakk hefur týnt amk tveimur skattkortum og nú síðast þá sagði gellan bara að það væri ekki nauðsynlegt því að þau væru búin að fá upplýsingarnar sendar. Nema hvað að í síðustu viku fer ég að tala við pakkið á skrifstofunni þar sem ég vann og þar hringir hún svo í aðra skrifstofu sem sér um þessi mál og hún segir að ég fái peningana tilbaka. Ég bíð og bíð en ekkert gerist og hringi svo í kellinguna á þessari launaskrifstofu en hún segir þá bara að hún muni ekkert eftir því hvað hún hafi átt að gera fyrir mig og sitji svo bara með skattkortið mitt fyrir framan sig og viti ekki neitt!! halló!! svo sagði hún að þýddi ekkert að senda henni skattkortið án þess að hafa miða á því eða eitthvað því hún borgaði sko um 600 manns laun og gæti sko ekki munað svona!! vó ok þetta var semsagt allt mér að kenna!Hún reyndi svo að sannfæra mig um að ef hún myndi senda mér peningana tilbaka myndi ég lenda í miklum vandræðum hjá skattinum og eitthvað svona rugl en það var augljóst að hún nennti bara ekkert að gera þetta fyrir mig. Pirringur!! hálfvitar!! Svo átti ég að vera löngu búin að fá orlofið mitt en hún hafði að sjálfsögðu gleymt því helv kellingin. Sá í sjónvarpinu að annar hver starfsmaður hjá ríkinu fái vitlaust borgað því þau eru svo léleg þarna á þessum blessuðu skrifstofum. Sumir áttu um miljón ísl kr inni hjá þeim! vó!
Til hamingju ef þú nenntir að lesa þennan pistil :)

Wednesday, February 14, 2007

Hversdagslífið og listin

Þá er letilífið brátt á enda! Á morgun byrjar skólinn og ég var í skráð á afleysingalista hjá leikskóla í Brabrand (gettóið) þar sem öll börnin eru tvítyngd og múslímsk. Ég er því spennt að byrja á einhverju nýju. Ásdís kemur svo til Kaupmannahafnar í apríl og planið er að ég fari þangað og tjútti með henni :)
Álaborgarferðin var yndisleg og við slöppuðum vel af og höfðum það virkilega gott saman. Börnin tvö Iðunn og Óliver voru svo þæg og góð að maður varð alveg barnasjúkur hehe. Það var svo frábært að geta talað íslensku og geta verið maður "sjálfur" í nokkra daga ef þið fattið hvað ég meina, það er nefnilega svo erfitt að vera eins og maður er vanur að vera þegar maður þarf alltaf að tjá sig á öðrum tungumálum en sínu eigin móðurmáli. Allavega er ég mun bjartsýnari og hressari en ég var áður en ég skrapp til Álaborgarinn. Það er samt pínu leiðinlegt að Eydís og co ætla að flytja aftur heim til Íslands í júní, þá verðum við bara að hitta þau þar. Ætla svo að passa Hildi Líf litlu frænku mína en foreldrar hennar ætla að skella sér á Þorrablótið hérna í Aarhus næstu helgi þannig að ég er greinilega Þorrablótsbarnapíjan :) Gaman að því!!

Paul McCarthy er listamaður sem ég varð nokkuð hrifin af í dag en við fórum og sáum sýningu eftir hann á ARos, sem er geggjað flott listasafn hérna í Aarhus og mæli með að allir sem eiga leið í gegnum borgina kíki þar inn. Þessi sýning er samt ekki fyrir viðkvæma en þar er mikið um perraskap, ofbeldi og nekt. Hann er frá LA og gerir grín að og hæðir amerískan popp kúltúr og notar til dæmis mjög mikið mæjónes og tómatsósu (þá yfirleitt sem blóð eða líkamsvessar). Hann gerir grín að Michael Jackson, Disney, Pirates of the Caribbean, Barbie, jólasveininum, Mad og fleiri sem allir þekkja úr popp kúlturnum. Mörg verkin voru mjög gróf og margir gátu ekki horft á, til dæmis er eitt videoverk þar sem hann stígur berfættur á brotinni majóneskrukku og annað þar sem hann situr nakinn og hrækir á typpið á sér. Mér fannst þetta cool, fyndin og skemmtileg sýning sem ég mæli með. http://www.aros.dk/

Friday, February 09, 2007

Ålborg here i come :)

Seinustu helgi vorum við í Horsens sem er sunnan við Aarhus en þessa helgina ætlum við að fara í hina áttina eða í norður og heimsækja ofurfjölskylduna þar, Eydísi, Óla og börn. Plönin eru semsagt að hafa það GOTT og borða og drekka MIKIÐ hehe. Annars ætlum við svo að gerast ábyrgt fólk á laugardagskvöldið og passa litla fólkið á meðan foreldrarnir skella sér á Þorrablót. Frank getur þá talað dönsku við Óliver og Óliver getur svarað á íslensku, hlakkar til að sjá hvernig sú tilraun gengur :)
Gaman Gaman!!

Góða helgi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Thursday, February 08, 2007

Góður dagur

Í dag skín sólin og ég fékk pakka senda frá Svíþjóð :) Gaman! Sit núna og hlusta á gæða tónlist frá Íslandi en Jón hennar Hrannar var svo sætur í sér að skrifa alveg haug af góðri tónlist og senda mér fra Sverige!! TAKK!!!!
Ég og Frank ætlum að spila badminton klukkan tvö í dag sem er gaman en svo þurfum við líka að skúra en það er okkar eina skilduverk vikunnar, erum algjörir rónar ! Skólinn byrjar í næstu viku og vonandi fer þá eitthvað skemmtilegt að gerast í mínu litlausa lífi.

Hafið það sem allra best kæru vinir og vandamenn!!

Tuesday, February 06, 2007

Skandall!!

Í seinustu viku sá ég heimildarþátt um stórt kynferðisbrotamál sem átti sér stað hérna í Danmörku sem hefur valdið miklum usla því svo virðist sem að hægt hefði verið að koma í veg fyrir meirihlutann af misnotkuninni ef brugðist hefði verið rétt við, eða bara brugðist við yfirleitt. Foreldrarnir voru báðir með alvarlega geðsjúkdóma og faðirinn byrjaði snemma að misþyrma eiginkonu sinni og seldi hana meðal annars til vændis en hún átti vinkonu sem hjálpaði henni að flýgja frá honum en skildi dætur sínar tvær eftir hjá honum. Hann fór þá að misnota þær kynferðislega(en var jafnvel byrjaður áður) en yfirvöld höfðu sterkan grun um hvað væri í gangi og næsta skref var að fjarlægja börnin frá heimilinu en þá bregður faðirinn á það ráð að flytja með börnin í annað sveitarfélag sem gerði ekkert í málinu. Önnur dóttirin var svo seld til fjórtán mismunandi manna en hún var bara níu eða tíu ára gömul. Allir mennirnir hafa fengið dóm en þeir voru frekar vægir að mínu mati en mjög þungir í samanburði við íslenska dóma. Ég sá svo viðtal við einn af gerningsmönnunum og hann gat ekki útskýrt hvernig hann gat gert þetta og hans líf er til dæmis eyðilagt en hann þarf að sitja inni í tvö ár og hefur misst vinnuna og fjölskylduna, börnin tekin af honum og konan hans liggur inni á geðdeild.
Sá svo í dag á netinu viðtölin við þá sem bjuggu á Breiðuvík sem börn og fylltist viðbjóði og finnst að íslenska ríkið ætti að skammast sín og refsa þeim sem brutu af sér í því máli og reyna svo að læra af mistökunum og hafa mun meira eftirlit með svona stofnunum. Mér finnst þetta rosalega stórt mál og alvarlegt og mun stærra en þetta hérna í Danmörku. skandall!!

Friday, February 02, 2007

Dagur í lífi Kristrúnar