Wednesday, December 17, 2008

Jólasvindlarinn

Ég og Frank gerðumst sek um jólasvindl í gær! Ég keypti jólagjöf handa Frank (Trivial pursuit, deluxe útgáfan) og svo leiddist okkar eitthvað yfir imbanum og mér fannst kjörið að leyfa steggnum að opna pakkan sinn svo við gætum spilað. Hann vissi hvort sem er hvað hann myndi fá, því þetta var það eina sem hann vildi hehe. Við spiluðum svo allt kvöldið sem var mun meira kósý en að sitja aðgerðarlaus í sófanum eins og alltaf. Maður á líka að hugsa um að gjafirnar eiga að gefa gleði og styrkja böndin. Ég var líka að segja við Frank um daginn að það væri gaman að eiga okkar eigin jólavenjur. Þegar ég hugsa tilbaka þá hef ég bara upplifað frábær jól með minni fjölsyldu og maður festir góðar tilfinningar og minningar við vissa hluti sem maður gerir alltaf, eins og að drekka Malt og Appelsín og hafa seríur í gluggunum. Oft eru þetta litlir hlutir sem gera samt ótrúlega mikið fyrir mann því þeir rifja upp spenninginn frá því maður var lítill. Mér varð hugsað til þess að mamma og pabbi kveikja alltaf á útikertum og setja fyrir utan húsið okkar um jólin og gamlárskvöld, það finnst mér voða kósý og hátíðlegur siður.

Ætli siðir okkar Franks séu þá ekki bara jólasvindl fyrir jólin þar sem við erum að reyna að hafa það kósy áður en jólin skella á og við erum mjög fjarri hvort öðru ! :)

Næst þegar ég skrifa verð ég líklegast á Íslandinu góða...
Sjáumst!!

Thursday, December 11, 2008

Jule

Er hægt að sakna fólks fyrirfram?? Ég get náttúruleg ekki beðið eftir að komast til Íslands um jólin og hafa það gott með familíunni EN finnst svo leiðinlegt að geta ekki haft Frank minn með. Er bara farin að sakna hans þó við séum séum saman og verðum það þangað til ég fer. Það er ekki alltaf auðvelt að vera í svona blönduðu sambandi get ég segja ykkur. Höfum aðeins tvisvar verið saman um jól af þeim fjórum árum sem við höfum verið saman. Væl og kvart og kvein.

Er annars bara búin á því á líkama á sál eftir þetta blessaða próf. Gat varla sofnað í gær því ég pældi svo mikið í hvað ég hefði getað gert öðruvísi í þessu helv prófi. Svo er bara að drífa sig í að byrja á næsta...er það hægt!?

Svo er brjálað að gera í félagslífinu þangað til ég fer heim. Er að fara að hitta tengdó á morgun en við ætlum að skoða miðbæinn og fallegu ljósin. Á laugardaginn er ég að fara í ekta julefrokost með fullt af Dönum og reyndar einni íslenskri stelpu :) Athra vinkona mín var svo að bjóða mér í trúlofunarveislu á laugardaginn sem er á sama tíma og julefrokostinn :( Ég er geggjað svekkt. Þetta er alvöru arabísk trúlofunarveisla sem aðeins er fyrir konur. Ég hefði sko alveg verið til í að fá að vera með í því. Örugglega fullt af geggjuðum mat og gotteríi. Athra var svekkt að ég gat ekki komist en við erum búnar að ákveða að ég fái að sjá myndirnar og svo ætlar hún að kenna mér allt um allar hefðirnar í kringum trúlofun og brúðkaup. Á sunnudag er ég svo að fara í julehygge hjá Nicole vinkonu minni. Það lítur því ekki út fyrir að ég sé að fara að gera mikið í þessari ritgerðarelsku á næstunni!

Í gær var mjög huggulegur dagur. Ég skilaði ritgerðinni á hádegi og hitti allan íslenska hópinn. Við fórum svo niður í bæ og "hugguðum" okkur með góðum mat og bjór á kaffihúsi. Ég fór svo í klippingu strax á eftir. Ég náði svo að eyða fullt af peningi í bænum, kreppa hvað?? Keypti mér jólaföt og snyrtidót. Fékk næstum blæðandi magasár af samviskubiti. Frank leist voða vel á þetta allt saman þegar ég hélt tískusýninguna fyrir hann um kvöldið og þá minnkaði magasárið aðeins hehe.

Í dag er varla hægt að sjá húsin hér í kring fyrir þoku og grámyglu sem er EKKI hressandi.

Hafið það gott elskurnar!!

Saturday, November 29, 2008

Er að drukkna!

Er alveg að drukkna þessa dagana. Er að skrifa stóra erfiða ritgerð og hamaðist eins og brjálæðingur alla vikuna en náði þó bara 5 blaðsíðum (af 20 ath!), úff. Svo er að skella á vikupróf á mánudaginn sem þýðir að ég þarf að byrja á nýrri ritgerð sem á að vera 12 blaðsíður. Svo þegar því er lokið verður maraþonsprettur að klára blessuðu ritgerðina áður en ég fer heim þann 19. desember. Fólk fær líklegast bara eitthvað sætt úr næstu bensínstöð í jólagjöf frá mér hehe. Guð, var búin að gleyma jólakortunum, veit ekki hvort maður nái þeim líka, jeminn. Svo fer maður líklegast í jólaköttinn með hár sem var seinast klippt í júní og föt sem voru keypt á seinasta ári eða eitthvað. Voða á maður bágst stundum! haha.

Gunni, Nína og Axel komu og kíktu í heimsókn í gær og gistu hjá okkur. Það var æði að dreyfa huganum aðeins og hitta þau. Alltaf mikil gleði í kringum þau og núna eintóm hamingja í þokkabót eftir að Axel bættist í hópinn. Hann er yndislegur!! Rosalega sorgleg tilhugsun að ég sé að verða þrítug á næsta ári og enn barnlaus :( Vonandi koma þessi kríli til mín einn góðan veðurdag ;)

Annars er margt að gerast hjá mér þessa dagana sem veldur miklum pælingum og gerir einbeitinguna erfiðari. Segi ekki mikið um það núna nema að það sé frekar líklegt að ég muni vera á Íslandi í nokkra mánuði eftir áramótin. Mitt líf er aldrei einfalt það er alveg á hreinu!!

Knús

Wednesday, November 19, 2008

læknuð læknafælni og fleira í þeim dúr...

Það var geggjað gaman að hitta stúlkurnar mínar í sálfræðinni um helgina. Auðvitað gat ég ekki hamið mig og skellti mér á tjúttið og endaði á hommabarnum Blender og dansaði allt kvöldið. Eignaðist homma aðdáendahóp sem fannst ég æði og slógust nánast um að dansa við mig hehe ekki leiðinlegt það ;)

Ég hef verið þekkt fyrir að vera með netta læknafælni og vill helst ekki fara til slíkra þó lífið liggi við (hmm ætli ég hafi fengið þetta með móðumjólkinni hehe). Fór annars í krabbameinsskoðun í fyrsta skiptið í Danmörku og var að sjálfsögðu ekki alveg róleg yfir því. Ekki vildi betur en að þegar læknirinn kallaði nafnið mitt upp og ég stökk af stað varð læknirinn mjög skrítinn í framan og sagði nafnið mitt nokkrum sinnum og var bara eitt spurningamerki þegar ég sagði alltaf bara já það er ég! Ég er nefnilega bara svo vön því að fólk segi nafnið mitt á mjög undarlegan hátt og segi því alltaf bara já við hverju sem er sem byrjar á k eða Ch. Eftir smá vandræði kom svo í ljós að ég gat ekki verið "Christian" þar sem ég er stelpa !! haha ég var ekkert að hlusta á nafnið og var bara búin að ákveða að ég væri næst. Aumingja læknirinn var nett miður sín yfir þessu en ég tók þessu létt. Læknirinn minn er annars bara frábær!! Hann var geggjað næs og talaði við mig en ekki niður til mín og útskýrði allt mjög vel þannig að skoðunin sjálf var ótrúlega aflsöppuð. Held bara að ég sé komin yfir þessa fælni mína :) Svo er hann ungur og nútímalegur og mjög hreinskilinn. Hann "mælti" til dæmis með að ég gæti fengið bólusetningu fyrir móðurlífskrabbameini sem er ótrúlega dýrt (3500 danskar krónur) og dugar bara í ca 5-7 ár en sagði mér svo sitt persónulega álit á þessari bólusetningu.

Þrátt fyrir að það sé brjálað að gera hjá mér verð ég að sinna vinnunni minni en svo hugsa ég líka að það er pínu gott að hafa góða afsökun fyrir því að taka sér pásu frá bókunum. Ég er til dæmis að fara að vinna núna á eftir og ætla að vera þar nánast í allan dag. Er búin að lofa að gera vinnuna mína sem er að vera með einhverfa stráknum og svo ætla ég líka að þrífa húsið fyrir fjölskylduna sem er samt í raun ekki vinnan mín heldur annarar stelpu sem er í praktík. Á næstu önn verð ég svo í praktík þannig að ég vona að hún hjálp mér í staðinn hehe.

Er annars voða holl þessa dagana og farin að kaupa meira lífrænt ræktað og vörur án ilmefna og þess háttar. Maður þarf líka að hugsa um umhverfið sitt sem maður er að menga alla daga. Hef tekið eftir því að ég hef minna samviskubit þegar ég hendi rusli núna því það er fullt af ávaxtarusli í staðinn fyrir pizzukössum og plastdollum og öðrum umbúðum. Vonandi held ég bara áfram á þessari línu! Held ég geri það þar sem ég farin að sjá smá árangur og hef lést pínu og er ekki jafn hrikalega útblásin lengur :)

Er farið að hlakka brjálæðislega til jólanna!! Já það verður æði að vera í faðmi minna nánustu og njóta alls þess sem Ísland hefur að bjóða :)

Thursday, November 13, 2008

lífið og tilveran í Dk

Nennið mitt er eitthvað lítið þessa dagana, er að verða þessi bloggari sem bloggar sífellt sjaldnar. Er nú samt alveg að gera fullt skemmtilegt með skemmtilegu fólki :) Ég og Árni erum orðin "lærdómsteymi" , getum varla lært án þess að hafa hvort annað til að fara í pásur. Frank og Árni eru líka mjög svipaðar týpur og þar sem það eru ekki margir strákar í sálfræðinni eru þeir voða fegnir að hafa hvorn annan á sálfræði hittingum. Talandi um hittinga er ég að fara á einn slíkan á laugardaginn þar sem við stúlkur í sálfræðinni ætlum að hittast og ÉTA! Ég ætla að taka með mér heitan rétt mmm (brýt reglurnar hvort sem er alltaf um helgar! og reglur eru til þess að brjóta þær , er þaggi?). Svo eru margar vikur framundan fullar af jólamat og sukki en Dönum finnst ekki leiðinlegt að nota jólin sem afsökun fyrir því að troða í sig óhollustu og áfengum drykkjum sem er nú ekkert svo leiðnilegt hehe. Okkur er boðið í julefrokost hjá vinapari okkar og svo er bara mér boðið í pæju afmælispartý næstu helgi. Svo koma mjög líklega mörg fjölskyldu julefrokost tilboð þegar líða fer að jólum.

Skólinn gengur lala og vinnan gengur rosa vel þannig að allir eru glaðir í Herluf Trolles Gade :)

Friday, October 31, 2008

Fyndið...

Strax daginn eftir seinustu færslu varð maginn hrikalega góður og hefur haldið sér þannig síðan :) Er því ennþá á heilsufæðinu og hef það gott!!

Ég hélt svo nettan fyrirlestur í dag í skólanum sem gekk bara vel. Ég varð reyndar frekar pissed off því við eigum að halda fyrirlestur sem endist í ca 45 mín með umræðunum en stelpurnar sem voru á undan mér töluðu í tvo fokking klukkutíma! Svo höfðum við bara hálftíma til að tala og við þurftum að sleppa pásunni til að fá smá extra tíma. Kennarinn getur alveg misst sig í að leyfa fólki að halda áfram og áfram og áfram. pirr pirr. Er geggjað stressuð, bara mánuður í stóra prófið mitt og svo þarf ég líka að vera búin að skrifa 20 blaðsíðna ritgerð fyrir 19.desember gúlp. Er samt að deyja úr tilhlökkun að fara heim um jólin! :) Finnst laaangt síðan ég var á Eyrinni góðu síðast.
Ég var svo rosa "heppin" í gær og fékk yfirdráttinn minn frá Nýja Landsbankanum en það eru mjög margir í veseni sem eru hjá öðrum bönkum. Get ég því tekið því rólega og keypt í matinn með góðri samvisku hehe. Það er sko ekkert sældarlíf að vera námsmaður í útlöndum í dag.

Ætlaði nú bara að láta heyrast aðeins í mér...þarf að finna einhverja afsökun því ég þarf að þrífa bælið mitt og nenni því barasta ekkert! Þið þekkið þetta eflaust ;)

Tuesday, October 28, 2008

Prump

Er ennþá lifandi eftir sjö stranga daga á heilsumatarræði!! Er þó reyndar búin að "svindla" nokkrum sinnum en tel það part af prógramminu ;) Það tekur mig um hálf tíma að borða morgunmat á morgnana. Ég þarf by the way að borða haug af ávöxtum til að verða södd þannig að ég stend sveitt inní eldhúsi og flysja fjall af ávöxtum svo þegar því er loksins lokið þarf að borða fjallið og það tekur sinn tíma. Svo er það að kaupa allt þetta heilsufæði því ávextir eru jú ekki ferksir endalaust og svona. Það versta af öllu er að ég er að drepast í maganum og er með geggjað loft í maganum!! Þetta átti að hjálpa maganum mínum sem er alltaf í tómu rugli en heilsufæðið virðist fara illa í mig. Veit ekki hvort ég eigi að gefast upp eða þrauka aðeins áfram. well well.

Er mjög stolt af karlmanninum á heimilinu en hann er orðinn alvöru Safari-maður :) Hann byrjaði í nýju vinnunni í dag og kom heim fullur af sögum af hinum ýmsu dýrum. Vandamálið að komast fram og tilbaka í vinnuna er leyst því hann getur fengið far með amk tveimur samstarfsmönnum sínum sem er þvílíkur léttir. Ég held að þetta eigi eftir að vera rosa spennandi vinna :) Svo veit maður náttúrlega ekkert hvort maður fái einhverja aura frá kúpu landinu góða þannig að það er gott að geta lifað af Safari hetjunni ;)

Saturday, October 25, 2008

Fallegur haustdagur

Í dag er fallegt og þar sem það er laugardagsmorgunn og ég vöknuð snemma er eitthvað svo rólegt hérna og ljúft. Ég sit með fulla skál af ávöxtum og gæði mér á mmm. Er byrjuð á heilsumataræði til að reyna koma smá skipulagi á meltinguna. Keypti mér bók með 8 vikna heilsuátaki. Í þessari bók er til dæmis mælt með að maður borði bara ávexti fyrstu fjóra klukkutímana eftir að maður vaknar til þess að gefa manni hámarks orku því ávextir eru auðmeltanlegir og svo að maður hafi fullt af góðum ensímum til að brjóta þá fæðu sem svo kemur restina af deginum. Svo er farið eftir kenningum um sýru og basískan mat en maður má víst bara fá 1/3 af sýru matnum á móti 2/3 af basíska matnum yfir daginn. Og maður má ekki blanda þeim saman eins og flest allir sem ég þekki gera á hverju kvöldi þegar fólk borðar kjöt og kartöflur saman. Samkvæmt þessari bók þarf maður mismunandi meltingarensím til að brjóta niður þessar mismunandi fæðutegundir og ef maður er með bæði ensím í gangi á sama tíma þá geta þau truflað hvort annað sem þýðir að það hægist svakalega mikið á meltingunni og kjötið situr fast allt að 20 tímum og byrjar að mygla. Þetta þekki ég af eigin reynslu og er því nánast alveg hætt að borða rautt kjöt og held mig bara við fuglana góðu. Eníveis þá er þetta bara afskaplega sniðugt og skemmtilegt því það eru milljón frábærar og mjög auðveldar uppskriftir í þessari bók sem þýðir að við Frank þurfum ekkert að spá í því lengur. Það eina sem við þurfum að gera er að borga morðfjár fyrir allt grænmetið og ávextina! vó hvað það er miklu dýrara að borða hollt en óhollt hehe en margborgar sig samt ;)

Við vorum ekki í sama heilsupakkanum seinustu helgi þegar við buðum tveimur sálfræðinemum til okkar og drukkum bjór og fórum í bæinn á tjúttið. Það var reyndar ógeðslega gaman en ég var amk ekki vöknuð snemma og farin að borða ávexti um níuleytið daginn eftir hehe.

Í gær hittum við vin okkar og nágranna sem er heitir Árni og kærustuna hans Natalie en hún er hérna í heimsókn en hún býr á Íslandi. Það var mjög kósý að sitja og drekka kaffi með þeim. Helgin fer í vinnu hjá okkur báðum en Frank er að byrja að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa fullt og koma með fullt af sniðugum hugmyndum. Ég er að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og þarf að undirbúa það plús að ég þarf að fara að byrja á 20 blaðsíðna ritgerð. Og á morgun er ég líklegast að fara að vinna. Nóg að gera semsagt!

Kreppa kreppa!! Hvernig væri að myndum fara að taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst, það er rosalegt að vera námsmaður þessa dagana!! Fegin að það er bara ég sem er að taka þessi blessuðu námslán en ekki Frank.

Góða helgi

Sunday, October 19, 2008

Myndir frá spa

http://www.facebook.com/album.php?aid=59188&l=12edb&id=544211433

Tékkið á þessu ef þið eruð ekki feisbúkkarar!

Kreppa hvað?

Vá hvað ég skulda mikið blogg!! Veit náttúrulega ekkert hvort það sé einhver yfirleitt að lesa þetta blogg lengur hehe. Það hefur margt gerst síðan síðast þannig að ég ætla að romsa því út og sjá svo til hvort ég setji inn myndir eða skelli þeim kannski bara á facebookið mitt. Varúð þetta blogg er montrassablogg dauðans!!

Seinasta helgi var geggjuð dekur helgi sem ég mun aldrei gleyma og mun líklegast aldrei toppa. Við fórum til Vejle á Spa hótel með fjölskyldunni hans Frank. Þegar við komum fengum við öll smá sjokk yfir því hvað þetta var geggjað flott hótel og nútímalegt. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem hótelið er í litlum skógi við fjörðinn þannig að maður getur farið í allskonar göngutúra í fallegri náttúru. Við komum á föstudagskvöldi og byrjuðum á að skoða herbergin okkar áður en við fórum í mat. Ég var alveg orðlaus yfir gæðunum þarna, þegar við komum inn blasti við Bang&Olufsen flatskjár og á honum stóð "Velkominn Frank steffensen" (eitthvað gleymdist að setja nafnið mitt inn þarna hehe). Rúmin voru rosa góð Hastens rúm sem eru búin að vera mjög mikið í tísku og öll húsgögn bara mjög flott og nútímaleg. Við fengum svo fjögurra rétta máltíð með nýju víni fyrir hvern rétt. Skrítið að sitja við borð þar sem allir eru með fimm glös og haug af hnífapörum. Það kemur alltaf upp í mér þessi "Im not worthy" tilfinning í svona aðstæðum haha. Maturinn var geggjað góður en ég er bara ekki vön að sitja í marga klukkutíma og borða fjóra mismunandi rétti og var því frekar ónýt í maganaum alla helgina (við fengum svona máltíðir bæði kvöldin). Á laugardeginum fór ég með systrum hans Frank í spa dekur á meðan restin af fjölskyldunni fór að spila golf. Þetta er ekkert smá flott spa og fullt af góðri afslöppun þarna. Hægt var að fara í allskonar mismunandi sauna, fótaböð, sturtur, sundlaugar plús allt annað sem hægt var að borga sérstaklega fyrir eins og nudd og andlitshreinsanir. Það sem slóg mest í gegn hjá fjölskyldunni hans Frank var heitur pottur úti. Vá hvað þeim fannst það geggjað. Ég var frekar lítið impressed þar sem annar hver maður er með svona heima hjá sér á Íslandi og vatnið er alls ekki jafn heitt eins og heima. Held að systir hans Frank ætli að kaupa sér svona því hún var alveg sjúk í þetta. Eftir alltof margar góðar máltíðir fórum við svo í göngutúr niður að vatninu á sunnudeginum í sólskinsveðri. Ríka fólkið á rosa flott hús þarna og fína báta sem maður gat horft á og öfundast út í hehe. Þó svo að þetta hafi allt saman verið æðislegt þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim til sín þvó svo að maður geti ekki staðið uppréttur í svefnherberginu og fleira í þeim dúr ;)

Góðar fréttir!!! Frank er kominn með nýja vinnu :) Hann er að fara að vinna í Ree Park sem er safari dýragarður rétt hjá Ebeltoft. Hann verður nýji upplýsingafulltrúinn þeirra. Eini ókosturinn er að þetta er langt í burtu og Frank þarf að taka bílpróf og kaupa bíl til að komast þangað því samgöngurnar eru mjög lélegar á þessu svæði. Við erum því mjög ánægð þessa dagana. Í tilefni þess skelltum við okkur á tjúttið á föstudagskvöldið með nokkrum góðum úr sálfræðinni. Algjörir snillingar þetta fólk sem ég er með í skóla.

Ég er hrikalega léleg við að setja inn myndir á þetta blogg og ætla því bara að skella myndum inn á facebook og setja svo link hérna inn fyrir þá sem ekki eru komnir svo langt að skrá sig á facebook hehe.

Hafið það gott þrátt fyrir kreppu

Monday, September 29, 2008

Afmæli


Jæja þá er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað á þetta blessaða blogg mitt, það er að meira að segja svo langt síðan að ég er ekki lengur 28 ára heldur 29 ára!!! Til hamingju til mín og systur minnar Katrínar sem var svo heppin að fæðast sama dag og ég hehe. Takk kærlega fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar góðu vinir :) Voða á ég marga góða vini!! Rík tík.

Ég ákvað að halda afmælisveislu sem vatt "aðeins" upp á sig og endaði með að vera að risastóru afmælispartýi með um tuttugu manns sem hepnnaðist samt nánast fullkomlega. Það eina sem klikkaði var að það var ekki nóg matur handa þeim sem komu of seint (alltof seint).



Við vorum annars með brauðrétti á matseðlinum ásamt salati og snittum. Í forrdrykk bjuggum við til ávaxta kokteil (smoothie style). Þetta slóg allt saman í gegn hjá fólki. Þeir sem voru að sjá íbúðina okkar í fyrsta skiptið voru alveg dolfallnir yfir hversu flott þeim fannst hún og hversu góðan smekk þeim fannst ég hafa, reyndar sagði einn vinur minn að honum hefði aldrei grunað að ég hefði svona góðan smekk haha, frábært hrós!!

Gestirnir voru bæði Danir og Íslendingar og allir voru að sjálfsögðu góðir vinir. Ég fékk svo rosa flottar gjafir sem ég á eftir að njóta lengi :) Takk fyrir mig!! :)






Friday, September 12, 2008

Hið ljúfa skólalíf

To be continued frá seinasta bloggi ...

Ég fór í atvinnuviðtalið sem ég talaði um (Aflastningsordningen) og bjóst við nettu spjalli en þetta viðtal var alveg öfugt við það. Ég var yfirheyrð um ýmis atriði í klukkutíma og korter. Þar sem ég bjóst ekki við þessu varð ég frekar stressuð þannig að danskan fór pínu í rugl en ég náði nú samt að segja frá öllum kostunum mínum, hvaða reynslu ég hef og hvað ég hef lært af henni og hvernig ég get notað hana í þessu starfi. Konunni leist mjög vel á mig og sagði að mamma stráksins myndi elska mig og þær aðferðir sem ég talaði um að ég hafi notað á börnin sem ég hef unnið með. Nú bíð ég bara eftir að mamman hringi í mig og bjóði mér að koma og hitta þau. Hugmyndin er svo að hún verði yfirmaðurinn minn þannig að ég þarf að semja við hana hvenær ég vinn og þess háttar.

Dagurinn í dag var mjög langur en skemmtilegur. Ég byrjaði daginn á að fara í fyrsta tímann í valáfanganum mínum sem heitir ungdomspsykologi og fjallar um unglingsárin. Þessi tími var mjög áhugaverður og ég var sett í hóp með þremur öðrum Íslendingum sem var skemmtilegt. Kennarinn minn bauð mér svo að fá lánaða bók sem hann á og ég fór með honum á skrifstofuna hans og við áttum mjög skemmtilegt spjall um áfengisneyslu Dana og Íslendinga. Reglurnar hérna í Danmörku eru alveg fáránlegar en aldurstakmarkið fyrir að kaupa áfengi er 16 en 18 ef maður ætlar að kaupa sígarettur! Mér finnst þetta vera eitthvað frekar öfugsnúið.
Svo eftir skólann fór ég og hitti nýju Íslendingana en í dag var stór fredagsbar sem þýðir að það var búið að girða af stórt svæði þar sem búið var að setja upp stórt tónleikatjald. Þegar ég svo komst að því að það kostaði heilan helling til að komast inn ákvað ég bara að sjá til sem endaði svo með að ég og vinkona mín og tvíburasystir hennar sem er hérna í heimsókn fórum niður í bæ og hittum aðrar stelpur þar, fleiri bættust svo í hópinn þannig að þetta var allt mjög næs. Við drukkum smá bjór og höfðum það huggulegt. Svo ákváðum við að reyna að gera gott úr þessum fredagsbar og fara þangað aftur en þá var komin sú allra lengsta röð sem ég hef á ævi minni séð! Held við hefðum þurft að bíða í allvegana klukkutíma til að komast inn þannig að ég gafst upp og fór heim í staðinn enda drullukalt úti. Núna er ég undir sæng, skrifandi blogg og horfandi á lélega rómantíska gamanmynd í sjónvarpinu, alein heima :) kósý.

Tuesday, September 09, 2008

Festugen og fleira

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan seinast þegar ég bloggaði. Festugen er á enda og við áttum marga mjög skemmtilega daga fulla af afþreygingu og góðri stemningu. Við náðum til dæmis að lokka tengdó frá Horsens. Við sýndum þeim allar skemmtilegu göturnar sem eru nú skreyttar með flottu og oft pólitísku graffiti, við sötruðum bjór, borðuðm grískan mat, sátum á kaffihúsi og kíktum á listasýningar. Seinustu helgi hittum við svo Brynhildi og Jens en þau eru einnig íslensk/dönsk blanda. Við fórum á kínverk/japanskan veitingastað þar sem ég sneyddi Sushi mmm. Seinna um kvöldið fórum við svo niður á bryggju og horfðum á geðsjúklega fyndna, sænska, pönk-sirkus sýningu þar sem einn af þessum flippuðu Svíjum setti músagildru á bæði tunguna á sér og "vininn" sinn hehe. Semsagt frekar crasy sýning en góð skemmtun. Eftir sýninguna fórum við Frank svo á mjög nett pöbbarölt áður en við röltum heim sem var cosý.

Ég er svo byrjuð í skólanum og búin að ljósrita mörg hundruð blaðsíður sem ég á svo eftir að lesa! gúlp. Ég held mig alltaf við KKK hópana mína en núna á ég tvo. Þegar ég var í pædagogisk psykologi var ég alltaf með Karen Marie og Kamilla sem eru dönsku vinkonurnar og svo núna samanstendur KKK grúppan af mér, Karenu og Kristínu og svo er reyndar Kristbjörg bæst í K hópinn þannig að við erum orðnar KKKK vó! Annars eru margir Íslendingar með okkur í klinisk psykologi sem ég á eftir að kynnast betur. Það verður amk nóg að gera á þessari önn og ég er strax nett stressuð en hlakkar líka fullt til :)

Í seinustu viku sendi ég svo umsókn um að vera liðveisla fyrir börn og unglinga með fötlun og svo var hringt í mig strax daginn eftir. Mér líst mjög vel á konuna sem ég talaði við og er að fara á fund með henni á morgun. Ég gæti því verið búin að eignast mitt eigið "barn" á morgun. Hann er reyndar 16 ára þannig að hann er svosem ekkert barn lengur. Hann er víst algjör sjarmör og dúlla, þannig að mig hlakkar pínu til að hitta hann og fjölskylduna hans. Þau voru mjög spennt að heyra að ég væri Íslendingur því þau búa í Trige þar sem mjög margir Íslendingar búa og stráknum langar mjög mikið til að læra íslensku því hann er mjög góður í tungumálum. Hann er með einhverfu greiningu en ég hef mest unnið með ADHD börnum þannig að ég mun læra fullt, fullt af þessu. Held það sé frábært að vera í svona vinnu með skólanum því maður lærir svo mikið "verklegt" á móti öllum kenningunum.


Við viljum annars óska Heiðu Hannesdóttur vinkonu minni og manni hennar honum Guðmundi innilega til hamingju með fallega soninn sem fæddist þeim þann 5.september og ber nafnið Kristófer Dagur :) Góður árangur!

Saturday, August 30, 2008

Sumarið á enda

Þá er ég hætt að vinna á hóteli djöfulsins, gæti skrifað endalaust um hversu ömurlegt þetta hótel er en nenni ekki að eyða orku í það. Mæli allavega ekki með því!!

Nú er þessum kafla lokið og nú byrjar nýr kafli sem heitir klínísk sálfræði og valáfangi og vonandi einhver skemmtileg vinna með :)

Í gær opnaði Festugen hérna í Aarhus en það er skemmtileg menningarvika sem er stútfull af allskyns uppákomum og list. Við kíktum út í gærkveldi og sáum lifandi tónlist og fleira skemmtileg og enduðum svo í "óperuhúsinu" en það er eitthvað það mest cool sem ég hef séð. Ungir listamenn hafa byggt lítinn bæ og lítið svið sem þeir kalla óperuhúsið. Þetta er allt byggt úr litlum spýtum bara eins og í gamla daga þegar maður hamaðist við að byggja sér skúr á hverju sumri. Það er líka einhvern veginn stemningin þarna því þetta er allt eitthvað svo krúttleg með rólum og blómum og krúttlegum bekkjum að sitja á. Svo er líka mjög cool grafiti á byggingunum þannig að þetta er mjög mikið "youth". Þó svo að sumrinu sé lokið þá skín sólin skært og hitastigið á víst að fara upp í 24 gráður!! vei.

Annars vill ég segja TIL HAMINGJU til Gunna og Nínu en þau eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni sem fékk nafnið Axel Þór Gunnarsson og er bara sætastur :)

Wednesday, August 20, 2008

Girls just wanna have fun!

Nú er að verða ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna. Vinnan er strax farin að pirra mig svakalega en ég ætla samt að reyna að halda þetta út þangað til 29. ágúst þegar Gunni og Nína ætla að koma að heimsækja okkur :)
Ég átti frábæran dag í gær en vinkona mín hún Hrefna var að útskrifast úr kandídatsnáminu og er nú sálfræðingur og strax komin með mjög spennandi vinnu á Íslandi. Við drukkum smá freyðivín og fórum svo út að borða á indverskum veitingastað. Maturinn var fínn miðað við hvað hann var ódýr og við skemmtum okkur vel. Síðan kíktum við á kaffihús við ána og sátum úti í alltof miklum hita, ekki það að það hafi verið heitt úti heldur var kveikt á hiturunum sem voru alveg að svæfa okkur allar.







Ég var kvefuð og mjög þreytt í gær og ákvað því að vera í fríi í dag líka en það er ekkert vagtaplan í vinnunni en ég lét þó vinkonu mína vita að ég kæmi ekki. Svo í morgun hringir yfirmaðurinn minn alveg brjáluð. Hún er bara svo óskipulögð og hafði ekki útbúið neitt plan fyrir vikuna og svo mættu bara tveir í vinnunna!!haha gott á hana!! Þoli ekki að vinna undir svona óskipulögðu fólki. Allavega ætla ég samt að vera í fríi í dag. Veðrið sökkar en ég ætla bara að dúlla mér hérna heima. Sá aðeins af Ísland-Pólland handboltaleiknum þar sem Íslendingarnir unnu :) Gaman þegar OKKUR gengur vel!

Friday, August 08, 2008

Maid in Aarhus

Takk kærlega fyrir allan stuðninginn kæru vinir :)

Mér tókst að næla mér í smá vinnu og byrjaði í gær. Ég er nýja þernan á Hotel Royal !! http://www.hotelroyal.dk/index.asp?PageID=Gallery . Ekki kannski sú vinna sem mér hefur dreymt um í mörg ár en vinna er vinna. Ég elska að nota líkamann og skilja heilann eftir heima og njóta þess að svitna fyrir aurunum. Hótelið er það allra flottasta sem ég hef séð sem skemmir ekki fyrir. Um helgina mun Eric Clapton gista hjá okkur og í fyrra gisti Madonna hjá okkur og fékk að eiga eitt málverkanna í herberginu hennar en hótelið er fullt af mjög flottum málverkum bæði gömlum og nýjum. Svo til að toppa það þá er lyftan í hótelinu sú elsta í Aarhus... Top that!! Já og ég má ráða hvenær ég vinn. Það besta er að ég er að vinna með tveimur íslenskum stelpum úr sálfræðinni þannig að það er sko nóg að spjalla um á meðan klósettin eru þrifin og skipt er á rúmfötum. Svo eru reyndar hundrað og einn ókostur sem ég ætla ekki að nefna eða hugsa um því ég er bara svo fegin að vera ekki í fríi lengur jeminn hvað það er erfitt að gera ekki neitt allan daginn úff.


Nýjasta verkefnið mitt er að læra að sauma. Þau verkfæri sem ég hef til að hjálpa mér er saumavélin mín hún Major Fancy (jebs actual name!) og svo Burda blað sem ég keypti á Glerártorgi um jólin...Good luck. Ég ætla að sauma rosa flott pils en á erfitt með að byrja. Er búin að kaupa efnið sem er rosalega flott ullarefni frá Armani en það er efnabúð niðrí bæ sem kaupir afganga frá Armani, Prada og fleirum. Málið er svo bara að efnið er of flott til að ég þori að klippa það! Er komin með sniðið og allt það en þori varla að byrja að klippa því hvað ef ég eyðilegg þetta dýrindis efni?? Plús að ég fatta ekki alveg hvernig ég á að sauma þetta blessaða pils því Burda er algjörlega óskiljanlegt fyrir manneskju eins og mig og Frank með sína ba gráðu í ensku er alveg jafn skilningssljór og ég. Verð bara að fá mér einn eða tvo bjóra og sjá til hvort kæruleysið hjálpi mér ekki pínu hí hí.

Sólin skín og það er föstudagur þannig að ég skellti mér í H&M og keypti mér flotta skyrtu á útsölu og svo glænýjan og flottan fjólubláan kjól :) Frank er svo að elda uppálhaldsmatinn minn sem er Mexicano style mmm.

Góða helgi

Saturday, August 02, 2008

Bölvað VESEN

Þó að sólin skíni þá leikur lífið alls ekkert við okkur Frank þessa dagana. Hann er núna officially atvinnulaus enn einu sinni og ég er líka búinn að missa þá vinnu sem mér hafði verið lofað fyrir ágúst. Þannig er mál með vexti að ég hafði samband við gamla vinnustaðinn minn heimahlynninguna (fyrir löngu síðan)og spurði hvort þeim vantaði einhvern til að leysa af í ágúst og jú ég fékk nokkrar vaktir sem svo breyttust í fleiri vaktir og endaði með að ég samþykkti að vinna fjórar helgar plús nokkra virka daga. Kellingin var samt alltaf að reyna að fá mig til að samþykkja að vinna áfram um helgar með skólanum en ég vill það ekki því mig langar að vinna með börnum og ætla mér að sækja um að vera liðveisla eða aðstoðarmanneskja á stofnun fyrir börn með ADHD og einhverfu. Hún var mjög ágeng og ég endaði með að samþykkja að taka einhverjar helgar ef ég vissi að ég hefði ekki of mikið að gera. Næsta dag hringir hún svo og segir að yfir- yfirmaðurinn segi að ég verði að lofa að taka aðra eða þriðju hverju helgi ef ég vilji koma og vinna hjá þeim. Ég sagði nei við því og er því búin að missa sumarvinnuna mína!! Hún hefði kannski getað druslast til að segja eitthvað fyrir tveimur mánuðum og þá hefði ég væntanlega sótt um að vinna annars staðar í ágúst og ég býst við að flestir séu búnir að ráða fyrir mánuðinn. GREAT!!

Reyndar er þessi heimahlynning stýrð af djöflinum sjálfum og kannski bara ágætt að vera ekkert að vinna fyrir hann! Núna er svo bara málið fyrir mig að skrá mig á vikar skrifstofu sem eru skrifstofur fyrir þá sem vilja hlaupa í skarðið hér og þar. Þetta er mest svona verksmiðjuvinna, lagervinna og þess háttar.
Ég er búin að finna auglýsingu þar sem er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna með börnum með ADHD og einhverfu 8 til 10 tímar á viku sem ætti að vera fullkomið með skólanum. Ég ætla að sækja um það og vona það besta!
Þessi vonda reynsla af vinnumarkaðnum hérna fær mann til að langa heim strax eftir útskrift. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga jedúddamía!

Saturday, July 26, 2008

Arhusian Tropic


Þá er sumarfríið officially búið og við komin aftur í íbúðina okkar í Tröjborg. Ég verð að segja að ég kann bara ágætlega við mig í skordýrafrírri íbúð hehe. Ég er nefnilega fóbísk þegar það kemur að því að búa með silfurskottum. Í húsinu í Lystrup var allt morandi í þessu helvíti á neðri hæðinni og ég fékk alveg gæsahúð lengst uppí rassgat!! Ég sakna reyndar litlu loðboltanna minna en við vorum að passa tvo útiketti. Það er algjör snilld fyrir fólk eins og mig sem er með massívt kattarofnæmi því kettirnir eru úti og alla daga og fá matinn sinn úti. Svo þegar manni langar að hanga aðeins með köttunum situr maður bara úti í sólbaði og þeir liggja við hliðina á manni og ætlast ekkert til þess að fá klapp eða knús (vilja það í raun ekki). Fannst svo sætt þegar þeir eltu mig út um allt bara til vera nálægt manni :) Dúllur!




Veðrið er rosalega gott þessa dagana og við ætlum að skella okkur á ströndina í dag. Ég varð reyndar svaðalega þreytt og svimaði helling í gær og steinrotaðist á sófanum þegar við komum heim. Er greinilega ekki alveg nógu vön þessum hita.






Ég er full af áhyggjum því ég fékk algjört sjokk um daginn þegar ég fékk fyrstu útborgunina frá Lín. OMG!! Það er náttúrulega bara geðveiki að vera í námi og fá námslán í íslenskum krónum. sveiattan. Ég sá að ég hef verið að fá um 300 þús á önn þegar ég tók ba heima á klakanum en núna kostar ein önn 630 þús!!! Vá hvað ég hata að skulda og þetta er eina lánið sem ég hef nokkru sinni tekið. Er því sveitt að reyna að finna aðrar leiðir. Er að hugsa um að vinna eins og fífl með skólanum í vetur og sjá hvort mér takist að halda mig frá þessu helvíti. Hvað getur maður annars gert?? Ef ég og Frank værum búin að vera gift í tvö ár gæti ég bara lagst á spenann eins og aðrir Danir en því miður er það ekki í myndinni.







Friday, July 18, 2008

Afslöppun í Lystrup

Við erum búin að vera hérna í sveitasælunni í Lystrup frá því á sunnudaginn, þetta er alveg geggjað næs :) Í staðinn fyrir að kúldrast í pínu litlu íbúðinni okkar í Tröjborg erum við komin í risastórt einbýlishús hérna í Lystrup. Það er geggjað að geta farið á fætur á undan Frank og geta leyft sér að hlusta á útvarpið og gera ýmislegt sem myndi venjulega pirra Frank og halda fyrir honum vöku. Það er ekki alltaf gott fyrir sambandið að búa í bara einu herbergi hehe.

Við höfum brallað ýmislsegt eftir að við komum hingað. Við erum til dæmis búin að fá tengdó í heimsókn sem var rosalega gaman. Við fórum að skoða rústir af eldgamalli höll sem er á lítilli eyju í lítilli vík. Svo fórum við í Randers Regnskov að skoða öll flottu og skemmtilegu dýrin þar. Ég fékk samt nett sjokk þegar ég kom inn í Afríku deildina því við fórum beint að skoða skrítna fiska. Allt í einu voru þessir fiskar, sem eru by the way geggjað ljótir og næstum jafn ljótir og silfurskottur, að reyna að borða á mér lappirnar!! Vá hvað það var creepy!! Þeir komu uppúr á sillu sem var alveg við lappirnar á mér og voru að reyna að ná bita af mér. Svo kemur einhver strákur sem er guide þarna með skál með mat handa þessum fiskum og það eina sem ég sé að mjög langur rottuhali. Þegar hann svo kom nær sáum við risastóra dauða rottu og fullt af litlum músum. Við erum svo að tala um að þessir fiskar átu þessi dýr bara í einum munnbita. OJJJJ ég var drullu hrædd og með geggjaða gæsahúð eftir þetta. Frank fannst það mjög sætt því það gerist ótrúlega sjaldan að ég verði hrædd. Vill þó taka fram að ég var aldrei í neinni hættu þarna hehe. Svo í Asíu deildinni voru sætustu apar í heimi! Þeir eru pínulitlir og með risastór brún augu og andlit sem er ótrúlega líkt manneskju andliti. Ég gæti annars haldið áfram endalaust um þennan regnskóg þarna því það var svo gaman að skoða þetta. Mæli með því fyrir alla sem hafa tækifæri á!

Í gær fórum við í rosalega langan göngutúr alla leið út í IKEA (8 km) sem ég kalla stundum í huganum the city of big bellies því það eru jú allir óléttir þarna haha. Við keyptum einhverja nokkra hluti og borðuðum IKEA mat.
Um helgina ætlum við að fara á Aros safnið sem er núna með flotta sýningum með allskonar flottum tónlistarmyndböndum þar á meðal nýtt Björk myndband sem er í þrívídd. Einnig var hugmyndin að fara jafnvel í bíó.

knús og saknaðarkveðjur

Friday, July 11, 2008

Afmælisdagar


Á meðan á Hróaskeldu stóð átti ég hvorki meira né minna en tvö afmæli! Ég og Frank hittumst á þessum sama stað fyrir fjórum árum síðan , 1.júlí 2004, og áttum við því afmæli :)Ég var búin að steingleyma því þegar Frank óskar mér allt í einu til hamingju með afmælið. Dagurinn var geggjað skemmtilegur en Frank fór á kostum í spurninglaleik sem haldinn var á Skyline barnum á B svæðinu. Við vorum ekki kölluð upp þegar úrslitin voru tilkynnt en Hrönn var sú eina sem tók eftir að við vorum með jafn mörg stig og liðið sem vann! Við fengum því öll ókeypis bjór og voða fína Jack Daniels boli :) Töff!


Hinn afmælisdagurinn var svo að ég flutti til Danmerku 3.júlí 2005 sem þýðir að ég er þriggja ára Dani ;) Ég hélt semsagt ekkert sérstaklega upp á hann og minntist í raun ekki á hann við neinn.


Varúð væminn pistill í aðsigi! Ég lá andvaka í gær og hugsaði um hvað ég er ennþá skotin í honum Frank mínum. Ég bý í landi sem mig langar í rauninni ekkert rosalega mikið að búa í og er í námi sem mér finnst ekkert voðalega skemmtilegt en læt mig hafa það því mig langar að vera með honum Frank mínum og hafa möguleika á að fá vinnu í þessu landi í framtíðinni ef ég verð eitthvað hérna áfram. Við erum reyndar búin að ákveða að Aarhus er ekki framtíðarpleisið og langar að skoða aðra möguleika þegar ég er búin með námið. Svo eftir að Frank slóg í gegn hjá íslensku strákunum á Hróa þá er hann töluvert jákvæðari á að flytja þangað jafnvel ;) Allavega er alltaf bara svo næs og gaman hjá okkur sama hvar við erum. Í kvöld byrjar Frank í sumarfríi og við ætlum að dúllast eitthvað saman tvær næstu vikurnar sem verður örugglega hrikalega næs :)


OG Ofurtöffarinn hann Bjarmi Már Eiríksson er þriggja ára í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með það :)

Tuesday, July 08, 2008

Maraþon parý

Er komin heim frá Roskilde Festivalen!!

Þetta var rosalegasta og lengsta partý sem ég hef nokkru sinni upplifað, enda orðin nett veik. Ævintýrið byrjaði fyrir rúmri viku síðan en við mættum á svæðið seinnipart mánudags. Við tjölduðum í "götunni" við hliðina á Hrönn og Jóni og vorum með nánast alla dagana. Svo bættust við hópur af Íslendingum sem þau þekkja sem við héngum með. Þau voru svona líka hrikalega skemmtileg eins og Íslendingum sæmir ;) Fyrir forvitna heita þau: Rut, Haddi, Guggi, Doddi og Einsi. Við eigum líka flottar myndir af þeim.

Fyrsta kvöldið var rólegt en við fórum í Hróaskeldu bíó á spennandi spænska mynd og gæddum okkur á poppi. Veðrið var geðveikt gott alla dagana þannig að á daginn var sólin sleikt og bjórinn teygaður. Þó að sjálf hátíðin byrji ekki fyrr en á fimmtudeginum þá er tónlist alveg frá því hátíðin opnar á sunnudeginum. Við sáum nokkur skemmtileg bönd eins og Slagsmålsklubben, When saints go machine, Casiokids og íslensku grúppuna Bloodgroup sem stóð algjörlega uppúr. Söngkonan er gella dauðans og getur sungið mjög vel þrátt fyrir mikil hopp og dans á sviðinu. Ég hef aldrei áður upplifað Hróaskeldu í góðu veðri þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og mjög spennandi. Það er mjög gaman að mæta snemma á hátíðina ef það er gott veður og djamma og chilla áður en tónlistarstressið byrjar. Ég skemmti mér konunglega!!

Sjálf hátíðin var svo opnuð á fimmtudeginum og Radiohead spiluðu um kvöldið, VÁ hvað það var geðveikt! Ég vissi að þeir væru góðir því þeir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg, mörg ár en ég vissi ekki að þeir væru svona rosalega góðir á tónleikum. Bestu tónleikar sem ég hef verið á. Stemningin á tónleikunum var líka ótrúlega sérstök því allir urðu bara svo glaðir og maður sá fólk faðma hvort annað þó það þekktist ekki neitt og allir voru með væmið bros á vör :)

Föstudagurinn var sá dagur sem ég og Frank sáum flesta tónleika, alls átta tónleika, stress! Ég ætla svosem ekkert að dæma alla en bara taka það sem stóð uppúr. Band of horses og Goldfrapp voru þær hljómsveitir sem mig hlakkaði mest til að sjá. Raunin varð svo að þetta voru líka bestu tónleikar dagsins. Söngvarinn í Band og horses er bara svo mikið krútt og yndislegur og tónlistin mjög falleg. Frank varð mjög hrifinn af Goldfrapp en hann þekkti þau ekkert mjög vel fyrir hátíðina. Það var líka rosalega gaman að fylgjast með Nick Cave í Michael Jackson jakkanum sínum með pornóstar lookið sitt þylja perralega texta: Get it on og ohh yeahhh haha. The Streets voru góðir og létu áhorfendurna gera allskonar kúnstir eins og: faðma hvorn annan og fara úr að ofan og setjast niður. Kvöldið var svo endað á tónleikum sem byrjuðu klukkan þrjú um nóttina með sænskum gaur sem kallar sig Familjen. Það var fáránlega skemmtilegt og ég setti met í að hoppa og dansa eins og villingur. Það þurfti að stoppa tónleikana í smá stund því sumir hoppuðu of mikið og þótti öryggisvörðunum það vera hættulegt.

Laugardagurinn var of heitur og maður sá að fólk var að verða ansi þreytt og þegar sólin faldi sig bakvið ský heyrðust þvílík fagnaðarlæti frá fólki hehe. Það sem stóð uppúr á þessum degi var Efterklang, Judas Preist fyrir að vera eighties töffari, Neil Young og að sjálfsögðu Chemical Brothers. Ég lét mig hafa að vera á Efterklang þrátt fyrir að þeir væru inni í lokuðu tjaldi þar sem allt allt of margir áhorfendur voru samankomnir og súrefnið af skornum skammti. Frank flúði. Chemical bræðurnir létu mig svo setja enn eitt metið í hoppi og skoppi enda var mér svaðalega illt í fótunum og kálfunum daginn eftir.

Sunnudagurinn var "þreytti fara heim dagurinn" og því sáum við bara eina tónleika og það var með Tina Dickow en það var skítsæm, hún er voða sæt og syngur fallega en tónlistin hennar er frekar boring. Frank þurfti að fara í vinnuna í gær þannig að við urðum að vera komin heim fyrir kvöldið.

Ég var skelfilega þreytt þegar heim var komið og lá rotuð í tólf tíma. Er svo með eitthvað rosalegt kvef akkúrat núna þannig að ég er bara fegin að vera ekkert að vinna. Frank fer svo aftur í sumarfrí á föstudaginn. Planið var að fara til Íslands en við eigum bara ekki pening fyrir því akkúrat núna því flugfarið er alveg í hámarki. Ef það kemur tilboð bráðlega skellum við okkur.

Hef annars fullt af sögum frá Hróaskeldu sem ég læt bíða aðeins og já fullt af myndum. Veit ekki alveg hvað ég geri við þær. Set þær kannski bara á Facebook.

Saturday, June 21, 2008

Sumaralbúm



Smá makeup tilraun...Frank spurði hvort ég væri að reyna að líta út eins og gleðikona þegar hann kom heim og fann mig svona hahaha.










Kvölmaturinn eldaður í skóginum á mjög heitum og góðum degi









Skógurinn góði-Riis skov









Sjálfari af gellunni á leiðinni í bæinn með karlmanninum á heimilinu. Ferðinni var heitið á besta kokteilbar bæjarins þar sem Mango daquiry var sötraður.












Frank að ganga frá þvotti...Africa style!!















Frank að spegla sig í ástinni sinni











Aarhus á fallegum degi, huggulegheit við ána











Moi fyrir framan Aros listasafnið-Sumarfílingur

Friday, June 20, 2008

Roskilde listinn!!

Hér kemur listinn með þeim hljómsveitum sem okkur LANGAR að sjá en svo er spurning hvað maður svo nær að sjá. Þessi listi er ekki tæmandi og ekki í neinni sérstakri röð.

Radiohead
Chemical brothers
Bloodgroup
Goldfrapp
Duffy
Dub tractor and opiate
Band of horses
Hot chip
Efterklang
The Freudian slip
josé Gonsález
Grinderman
Jomi Massage
Judas Priest
MGMT
Mugison
Slayer
The Streets
Teitur
Veto
Neil Young
CocoRosie
Beyrdyman
Familjen
Jay Z
Mogwai
Gnarls Barkley

Sé reyndar á planinu að það verður erfitt að ná ÖLLU enda er sumt bara kannski. Svo væri gaman að sjá eitthvað alveg nýtt.

ROCK ON!

Wednesday, June 18, 2008

Djass og klínísk dagbók

Þá er skólinn hafinn á ný og mér fannst á fólki eins og það væri ekki að meika að byrja aftur eftir svona langan tíma í fríi (eina og hálfa viku). Allavega voru nokkrir sem skráðu sig á mætingalistann og létu sig svo hverfa. Ég var nett þreytt enda eitthvað hálf kvefuð og slöpp eftir kaffihúsaferðina mína í gær. Sat með tveimur ofurskvísum á úti kaffihúsi við sýkið og veðrið var eitthvað óákveðið þannig að við vorum sveittar við að klæða okkur í og úr. Ég fékk því að vera bara sjúklingur í dag en aðra daga hef ég nánast alltaf verið bæði sjúklingur og þerapisti (ekki á sama tíma samt hehe!). Við erum í psykodynamiskri meðferð núna sem er að mínu mati mjög mikið bull og frekar erfitt að nota í meðferð. Við remdumst því í allan dag við að fá fram einhverjar varnarhætti og leyndan kvíða hehe og ég var eini sjúklingurinn sem sýndi smá leyndan kvíða hehe.

Sit núna og hef það huggulegt, Frank farinn að spila pool og ég ein heima í höllinni hlustandi á jass og skrifandi í klínisku dagbókina mína. Við eigum að skrifa hvað við höfum lært eftir hvern dag í okkar eigin dagbók sem er bara fyrir okkur. Finnst mjög gott að hreinsa hugsann þannig. Ætlaði að tala við Sóleyju skvís á skype en við fórum eitthvað framhja hvor annari þannig að við verðum bara að reyna aftur annan dag.

Var í Roskilde bolnum mínum í dag í skólanum og fannst ég töffari!! Hlakkar til að tjútta með Hrönn og fleiri góðum ;) Set kannski inn smá lista með þeim hljómsveitum sem mig langar að sjá og heyra á Hróanum góða.

Takk fyrir að lesa bloggið mitt!! Endilega að kvitta fyrir ykkur...það er svo gaman!

Tuesday, June 10, 2008

Smá frí

Þá er ég komin í nett frí frá skólanum. Var að klára smá törn á laugardaginn. Er í áfanga þar sem við erum að æfa okkur í ýmsum aðferðum í samtalsmeðferð (veit ekki alveg hvað þetta kallast í ísl). Til dæmis erum við að "spegla" og búa til "samninga" fyrir þá sem það þekkja. Þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt en mjög erfitt. Við erum átta í mínum hópi og svo skiftum við okkur niður í tvo fjögurra manna hópa og svo æfum við okkur á hvort öðru. Við skiptumst á að vera þerapisti og klient og svo eru tveir "process konsulenter" sem eiga að fylgjast með ferlinu og kontaktinum á milli þerapistans og klientsins. Við fáum mismunandi verkefni fyrir hvern dag, eigum að æfa mismunandi tækni og eigum að díla við mismunandi viðfangsefni. Til dæmis áttum við að teikna mynd sem tengdist einhverju úr æsku okkar sem tengist svo einhverju í lífi okkar núna, ég teiknaði kvöldmatartíma með hele familien. Svo á laugardaginn áttum við að vinna með drauma sem var mjög sérstakt. Fólk fer í nettan "trans" á meðan það talar um drauminn sinn og allt verður eitthvað voðalega furðulegt hehe hljómar frekar fáránlegt en skemmtilegt. Það er samt ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í hlutina. Ég er búin að kynnast öllum í hópnum mínum rosalega vel enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Lenti reyndar í því einn daginn að vera í fjögurra manna hópi með þrem norðmönnum! Þá átti ég nett erfitt með að skilja og varð líka allt í einu rugluð í dönskunni og bað því um að við myndum breyta hópnum sem við gerðum. Norðmennirnir eru samt mjög skemmtilegir og ég er ánægð með að ná loksins að kynnast þeim en við erum búin að vera saman í tímum í allan vetur en ég hef aldrei talað við þau fyrr en núna. Það er æðislegt að vera með íslendingum í tímum en það er líka pínu slæmt því maður minglar nánast ekkert við danina.

Helgin var rosa fín en ég flýtti mér til Horsens strax eftir skóla og svo var haldið upp á afmælið hans Frank míns :) Hann grillað kjúlla og fleira gómsætt :) Á sunnudaginn átti svo frænka hans afmæli þannig að við skelltum okkur í "garden party" hjá henni þar sem ýmislegt var brallað: spilað víkingaspil, dúkkó, farið í kalda sundlaug ( ekki ég!!) og prófað svaka flott fjórhjól sem hún er nýlega búin að fá (hún er samt bara 7 ára). Hitinn var yfirþyrmandi og allir að deyja en ég enn meira því mér fannst greinilega sniðug hugmynd að fá allt í einu massíft grasofnæmi sem ég hef aldrei á ævi minni haft. Ég eyddi því stórum parti af veislunni á klósettinu hnerrandi og snýtandi mér, jeijj! Málið er að grasið er svo þurrt núna að það getur víst ollið miklu ofnæmi. Það er bannað að kveikja eld utan dyra því bara ein sígaretta getur brennt risastórt svæði.

Erum svo að fara í brúðkaup í Kaupmannahöfn á föstudaginn og svo brúðkaupsafmæli í Horsens á sunnudaginn :) Það verður næs.

Svo byrjar áfanginn minn aftur 18.júní og slúttar 21.júní en þá byrjar sumarfríið fyrir alvöru!

Monday, June 09, 2008

Smá dæmi máli mínu til stuðnings

http://monokultur.dk/2008/05/02/dansk-folkeparti-rammer-folkedybet/

Ef skrollað er aðeins niður má sjá þau plaköt sem eru dæmi um öfgafenginn anti múslímskan áróður Dansk Folkeparti. Það versta er að þeim tókst að koma í geng lögum sem banna dómurum að bera slæður og önnur trúarleg tákn. Næst á dagskrá er svo að banna slæður í skólum og öllum opinberum stofnunum! Það er augljóst hvert er verið að fara með þessu. Ef einhver nennir og skilur dönsku er líka hægt að lesa þetta blogg sem ég er að vitna í. Ég veit að það eru margir mjög ósammála mér en ég er bara svo þreytt á þessum áróðri sem er oft falin á bakvið allskonar önnur rök sem erfitt er að þræta fyrir eins og að dómari eigi að vera hlutlaus.

Yfirgengileg hræðsla

Ég ætla að verða pínu pólitísk núna... er að verða rosalega þreytt á því hvað fólk er alltaf hrætt við alla skapaða hluti og þá sérstaklega allt sem er framandi.
Ég bý í landi sem er matað með hræðsluáróðri 24/7 og er komin með algjöra gubbu. Arabarnir eru komnir til að yfirtaka okkur algjörlega. Ég bý í landi þar sem þriðji stærsti flokkurinn í ríkisstjórninni er anti múslímskur og breiðir hatursáróðri um Araba. Þeir munu koma á fót sharia lögum sem leyfa hálshöggvun og fleira í þeim dúr. Við verðum að banna fólki að ganga með slæður því það leyfir kúgun kvenna. Við munum tala arabísku eftir 20 ár. Við þurfum að reka fólk "heim" sem brýtur lögin þó að það sé fætt í þessu landi (Danmörku) eða amk alið upp hér frá barnsbeini þó að það þýði að fólk þurfi að flytja til Bagdad þar sem ríkir stríð sem við áttum þátt í að búa til. Allir glæpir í þessu landi eru framdir af Aröbum eða öðrum innflytjendum. Það er auðveldara að hafa svartan sauð sem hægt er að kenna um allt sem illa fer en að þurfa að takast á við vandamálin í eigin landi. Nú eru menn svo hissa á því að múslimar víðsvegar um heiminn séu reiðir út í Danmörku. Við erum nú að verða vitni að því að saklaust fólk er drepið í þeim tilgangi að sýna Danmörku hversu mikil reiðin er. Ekki gott mál!
Á heimasíðu danska Fréttablaðsins Nyhedsavisen getur maður lesið comment við hinum ýmsu fréttum og vá hvað fólk er rasískt! Það er sama hvað er verið að tala um þá fjalla commentin alltaf um hvað Arabar eru slæmir. Fáránlegt.

varð bara að fá þetta út úr mér! kem bráðum með meiri fréttir af sjálfri mér :)

Friday, May 30, 2008

Little miss sunshine

Það er sumar og það er sól :)

Hef verið mjög þreytt og með hausverk alla dagana í þessari viku, þarf greinilega að venjast hitanum og sólinni. Er samt ekkert að kvarta þetta er yndislegt!! Í dag er frábær föstudagur sem ég byrjaði á því að fara á morgunverðarhlaðborð niðrí bæ með þremur frábærum dönskum stelpum. Við skemmtum okkur konunglega! Mikið hlegið þó að ýmis há pólitísk málefni væru rædd inni á milli brandaranna. Svo fórum við aðeins í búðir og ég keypti bara gjafir handa öðrum en ekkert handa sjálfri mér.
Er að fara í afmælisboð í kvöld til hennar Kiddu vinkonu minnar úr sálfræðinni og ég býst við að allar íslensku sálfræðiskvísurnar verði á svæðinu líka. Annars kynntist ég þeim mun betur seinustu helgi eftir að hafa djammað með þeim tvö kvöld í röð. Fórum á Mugison tónleika og svo var haldið heljarinnar júróvijón partý kvöldið eftir sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Var þó aðeins lengur úti en ég hafði ætlað mér, sem er nú bara dæmigert fyrir mig, þannig að ég var nett þreytt.
Væri alveg til í að vera byrjuð að vinna í staðinn fyrir að þurfa að hanga í skólanum þangað til í lok júlí. Það er samt fínt að geta ráðið sér sjálfur og legið úti í sólbaði með bækurnar ef manni langar. Þetta er hálfgert lúxus líf stundum ;)

Ætla annars að tékk betur á íslensku fréttunum því ég vil heyra meira um þennan blessaða jarðskjálfta frá í gær. Reyndi að sjá vefsjónvarp á Rúv í gær en það lá niðri, kannski vegna álags.

knús

Wednesday, May 21, 2008

Minningar frá Hróaskeldu

Tékkið á þessu!! Þetta er vídeó frá hátíðinni í fyrra, reyndar missti ég af þessu en þetta er bara smá dæmi til þess að sýna ykkur hvernig stemningin er þarna. Þið þurfið að klikka á linkinn sem heitir : nøgenløb.

http://www.dr.dk/Musik/RoskildeFestival/Artikler/player.htm#top

Rock on!

Monday, May 19, 2008

Tónlistin í lífi mínu

Er með nokkur góð albúm á mp3 spilaranum mínum sem eru öll tengd tölum: Third með Portishead, No. 8 með Caroline Henderson (djass) og 23 með Blonde Redhead. Finnst Third alveg geðveikislega gott albúm og mæli eindregið með því að fólk næli sér í það. Ég hef alltaf verið Portishead aðdáandi og bjóst pínu við að þau kæmu með eitthvað gamalt og gott en varð skemmtilega hissa á nýju tónlistinni þeirra. Keypti mér annars tvo íslenska geisladiska í Fríhöfninni: Bloodgroup, A sticky situation. Þau eru að fara að spila á Roskilde hátíðinni í sumar og því fínt að hita sig upp fyrir það ;) Svo keypti ég næstum tíu ára gamlann Emilíana Torrini disk sem heitir Love in the time of science. Hann mjög mikið í anda 1995-2000 áranna en mjög góður. Hún er náttúrulega ein af bestu söngkonum Íslands og synd að hún sendi ekki meira frá sér.

Pirr pirr um helgina en ég þurfi náttúrulega að hanga fyrir framan tölvuna og reyna að kreista úr mér gæða texta fyrir ritgerðina mína. Það var erfitt að einbeita sér því fólk var syngjandi fullt á götum úti alla helgina, já það er komið sumar!! Svo vaknaði ég upp í smá sjokki klukkan 6 á sunnudagsmorgninum við að einhver var að reyna að komast inn í íbúðina okkar!! Ég varð frekar skelkuð en tók því rólega því hurðin okkar er mjög furðuleg og oft fattar fólk ekki að þetta sé íbúð hehe. Held að nágranninn okkar hafi verið með næturgest sem var eitthvað að villast. Samt klikkað óþægilegt. Svo þegar ég loksins dröslaðist á lappir, sem var alltof seint, byrjaði nágranninn að spila Metallica í botni! jeij ! Náði samt að gera eitthvað smá um helgina og Frank var svo sætur að fara yfir þetta fyrir mig, reyndar vistuðust ekki breytingar sem hann gerði í seinasta kafla ritgerðinnarinnar sem var helvíti pirrandi.

Hlakkar til að vera búin með þetta! Á þá reyndar ennþá eftir að klára að skrifa aðra ritgerð og svo byrja ég í nýjum áfnga þann 4.júní. Á því fullt fullt eftir.

Friday, May 16, 2008

Looong time

Það er aldeilis langt síðan ég hef skrifað fréttir héðan!! Ferðin til Íslands gekk alveg rosalega vel og er ég mjög ánægð með að hafa farið. Nú hef ég kvatt elsku ömmu mína almennilega, hef bæði fengið að vera leið yfir því að hún sé farin og fengið að rifja upp skemmtilegar minningar um hana og hlæja mig máttlausa. Hún var alveg einstök! Ég varð reyndar nett veik þegar ég kom heim og hef verið með hor í nös alla vikuna. Er annars bara sveitt í vikuprófi þessa dagana. Er alveg að verða búin en ég á að skila á þriðjudaginn. Ég er þekkt fyrir að vera léleg á endasprettinum þannig að ég þarf að herða mig aðeins á morgun. Fór í smá göngutúr áðan og það eru ALLIR að djamma sniff sniff, fólk úti á svölum eða bara með gluggana opna. Sumir voru reyndar pissandi í plöntur og þess háttar sem ég öfundaði kannski ekkert rosalega en annars er mikil partý stemning hérna í hverfinu og mikill sumarfílingur. Það er búið vera alveg geggjað gott veður sem ég hef náð að njóta með því að hafa gluggana mína opna. Voaðlega á maður alltaf erfitt þegar maður er í prófum! haha.

Annars var alveg æðislegt að hitta allar vinkonurnar á Íslandi :) Gaman að geta talað girl talk ! Soffía er líka besti gestgjafinn í heiminum og hún og Jóhann eru alveg hrikalega góð í að búa til geggjaðan mat. Takk fyrir mig elskurnar :)

Wednesday, April 30, 2008

Öll vandamál leyst

Úff vaknaði í nótt með kvíðahnút í maganum yfir þessu veseni á mér. Amma hefur greinilega tosað í einhverja spotta því núna eru öll vandamál leyst á einu bretti :) Anna mín var svo ótrúlega sæt að bjóða mér litlu sætu íbúðina sína um helgina. Takk Anna þú ert best! Svo kíkti ég á flugfelag.is og viti menn allt í einu var ódýrt flug á sunnudeginum sem er fullkomið því þá get ég verið aðeins með my homegirls Ásdísi og Soffíu gells. Nú get ég vonandi andað léttar og jafnvel notið þess pínu að hitta fólkið mitt heima.

Vesen með far

Er að spá hvort einhver viti um far fyrir mig norður um helgina??? Vantar far norður því ég er í rauninni ekki með neina gistingu fyrir sunnan og vill komast norður sem fyst. Endilega látið mig vita ef þið heyrið eitthvað.

knús

Monday, April 28, 2008

Jarðarför

Pantaði mér flug til Íslands í dag en því miður er ég ekki að fara í frí. Amma mín hún Auður dó um helgina eftir langa baráttu við krabbamein. Ég ætla að fara heim til að kveðja hana í hinsta sinn. Þetta verður engin skemmtiferð en það verður þó mjög gott að fá að vera með fjölskyldunni á svona stundu og styðja hvort annað. Ég flýg til Íslands á föstudaginn og svo heim aftur sunnudaginn 11.maí. Það væri náttúrulega yndislegt að nota tækifærið og hitta einhverja af vinunum. Soffía og Ásdís hafið samband við mig og látið mig vita hvort það sé séns á hittingi á föstudagskvöldið eða á laugardaginn. Ég á eftir að finna stað til að sofa og far heim þannig að það er ekki komin fast plan.

við sem sjáumst, sjáumst!

knús

Tuesday, April 15, 2008

Bland í poka

Takk kærlega fyrir skemmtileg comment sæturnar mínar :)
Ég á að vera að skrifa verkefni en ákvað að það væri örugglega skemmtilegra að skrifa bara smá blogg í staðinn hehe, er nefnilega ekki alveg jafn sleip í að skrifa á dönsku eins og ég þóttist vera þannig að þetta gengur pínu hægt plús að ég er frekar óþolinmóð kona (stundum). Hér er kalt en fallegt, sólin skín og fuglarnir syngja og fólk talar um að nú sér vorið loksins komið. Mér finnst árstíðirnar reyndar alltaf skrítnar hérna þegar maður kemur frá "Det kolde nord" því núna er í raun sumar á íslenskum mælikvarða og vorið var í byrjun febrúar ca. Þetta er amk allt afstætt.

Ég er allt í einu kominn með gríðarlega heimþrá og langar heim að knúsa börnin mín (já ég "Á" þessi börn ;) ). Dreymdi í nótt alveg ótrúlega yndislegan lítin strák sem ég átti að passa og það gekk svona rosalega vel :) Enyways þá var að ég átta mig á því að ég hef ekki verið á Íslandi að sumri til síðan 2004!! Það eru fjögur ár síðan, ég er yfirleitt á landinu um jólin þegar myrkrið og kuldinn ráða ríkjum. Svo eru vinir og fjölskyldumeðlimirnir eitthvað farnir að pressa á mig að koma. Sumir að meira að segja farnir að hafa áhyggjur af því HVORT ég muni nokkru sinni flytja aftur til Íslands. Ég ætla ekki að lofa neinu en innst inni í hjartanu þá vil ég heim en er ekki tilbúin til þess alveg strax. Langar að vera hérna í nokkur ár í viðbót og sigra Danmörku hehe. Nei segi svona.

Helgin var annars hrikalega leiðinleg!! Frank veikur og "Skúli Fúli" í heimsókn hehe þið vitið hvernig það er þegar karlmenn eru veikir. Allavega var hann hundveikur með hita og flensu. Ég hékk hérna í pínu litlu íbúðinni í gríðarlegum hita en Frank skrúaði upp hitann því hann var alltaf annaðhvort blautur af svita eða skjálfandi úr kulda. Núna situr spurningin eftir "Af hverju fór ég ekki eitthvað út?! Jæja svona er þetta og það kemur önnur helgi eftir þessa.

Er pirruð út í kóngafjölskylduna hérna sem var að fá launahækkun á meðan leikskólakennarar og annað ummönnunarstarfsfólk fer í verkfall á morgun til að fá aðeins meira í skítalaun. Til dæmis fær drottningin um hálfa milljón danskar krónur fyrir hvern dag sem húnn vinnur!! Jóakim prins er að fara að giftast franskri konu og hann ætlar víst að gefa henni launahækkunina sína sem nemur 70 þús dönskum krónum á mánuði sem er um milljón íslenskar krónur. Hún fær svo danskan ríkisborgararétt um leið og þau eru gift og fer því fremst í röðina hjá útlendingaeftirlitinu þar sem ég veit ekki hvað margir hafa setið og beðið í mörg ár eftir að fá ríkisborgararétt.
Þoli ekki svona óréttlæti!!

Tuesday, April 08, 2008

Nýjasta tækni og Vísindi

Helgin fór í að líta inn í framtíð tækni og vísinda og inn í fortíð tískunnar.
Ég og Frank fórum á sýningu þar sem hægt var að skoða og stundum prófa framsæknar tækninýjungar allstaðar úr heiminum. Japanirnir voru að sjálfsögðu með sína ótrúlegu súper tæknilegu en samt sem áður pínu barnlegu og krúttlegu hluti eins og til dæmis vélmenni sem hægt er að "interacta" við og augnskugga ljós. Það var reyndar pínu fyndið þegar strákurinn sem var að kynna vélmennið byrjaði að tala því hann var alveg ótrúlega lélegur í ensku og talaði eins og hann væri vélmenni, mér brá pínu og Frank þóttist skilja hann en aumingja strákurinn skildi ekkert af því sem Frank var að spyrja hann um. Það kom mér nett á óvart hvað sálfræði kom mikið við sögu í flestu. Það var mjög mikið um að fólk notaði annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað lögmál hegðunar eins og klassíska skilyrðingu. Til dæmis var teppi fyrir lítil börn í leikskólum, ef þau skríða eða ganga á því kvikna lítil ljós í teppinu og ef þau hafa of hátt slokkna ljósin. Það er dæmi um neikvæða refsingu. Svo var vél fyrir hundaeigendur sem vilja getað farið á ferðalög og skilið hundinn eftir heima án þess að hann drepist úr hungri. Það var lítil myndavél á matarskammtara sem er svo fjarstýrður í gegnum internetið. Þú getur séð hvort hundurinn borði og þegar maturinn er búinn seturu af stað matargjöf sem byrjar með lagi svo hundurinn viti að hann sé að fá mat. Það sem mér finnst flottast er selurinn, hann er frekar frægur, en það er lítið dýr sem hefur mannlega eiginleika. Þegar maður kveikir á honum þá "lærir" hann þá hegðun sem hann verður vitni að fyrstu 30 mínúturnar (minnir mig). Þannig að ef maður er mjög kelinn og góður þá hagar selurinn sér þannig en ef þú til dæmis er mjög aggressívur þá er selurinn það líka og getur til dæmis bitið. Þetta dýr er víst notað á elliheimilum í Japan og hefur reynst ótrúlega vel þó það hljómi rosalega óhuggulega. Gamalt fólk og sértaklega þeir sem eru komnir með elliglöp þykir ótrúlega gott að snerta hluti og eru líka mjög einmana þannig að það er tilvalið að þau hafi lítið dýr sem þau geta ekki skaðað á neinn hátt en fá alveg jafn mikla gleði af eins og það væri alvöru dýr.

Sunnudagurinn fór svo í fatabasar þar sem bæði var hægt að fá nýtt og notað. Ég varð nánast hálf geðveik því það var vægast sagt slegist um fötin þarna úff. Mér tókst þó að kaupa mér rosa sætan gallakjól sem mig hlakkar til að nota í sumar :) Ég keypti svo hálsfesti sem var líklegast keypt fyrir skít og kanel í Indlandi. Ég var þarna með tengdó og systrum hans frank, þær eru allar mjög mikið fyrir föt og gellulega hluti. Svo komu fréttaemenn og tóku viðtal við tengdó og tóku milljón myndir af henni og af því sem hún hafði keypt. Dagurinn var svo endaður á Pizza Hut sem var mjög svekkjandi því ég fæ mér alltaf Zorba pizzu heima á Pizza Hut en hér er það sko ekki á matseðlinum :(

Er annars að skrifa verkefni(próf)sem ég er næstum búin með, það er kannski ekki frásögu færandi nema að ég er að skrifa það á DÖNSKU úff það er nett erfitt en ég læt Frank lesa yfir þetta fyrir mig bráðlega.

Á morgun eru svo Blonde Redhead tónleikar!!Við(stelpur úr skólanum+Frank)ætlum að hittast á japönskum veitingastað sem heitir Soya og borða saman fyrir tónleikana. jeijj. Svo erum við kannski að fara í leikhús næstu helgi þannig að það er svosem alveg nóg af skemmtilegu dóti í gangi.

Wednesday, April 02, 2008

Janteloven

1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.
2. Þú skalt ekki halda að þú sért jöfn okkur hinum.
3.Þú skalt ekki halda að þú sért klárari en við hin.
4. Þú skalt ekki halda að þú sért betri en við hin.
5. Þú skalt ekki halda að þú sért meira en við hin.
6. Þú skalt ekki halda að þú getir nokkuð.
7. Þú skalt ekki hlægja að okkur.
8. Þú skalt ekki halda að nokkrum sé sama um þig.
9. Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur nokkurn hlut.

Mín eigin þýðing.

Þetta eru annars "lög"um hvernig maður á að haga sér hérna í Danmörku sem eru mjög umdeild. Það er þó oft minnst á þau og gott að vita út á hvað þetta gengur. Þetta er svona "við erum öll jöfn og ekki reyna að vera betri en neinn". Gæti verið ástæðan fyrir því að við Íslendingar virðumst svo góð með okkur hehe þar sem við hugsum alltaf "ég er MIKLU betri en þú"!! haha gaman að þessu.

Wednesday, March 26, 2008

Big white easter bunny?

So we went to Horsens for easter to visit my parents (they are not in the picture). But it turns out that some butcher in a small town outside Horsens keeps a bunch of kangaroos in his backyard. Yes, kangaroos in DK..... But what is even more freaky is the white and creepy-looking creature in the photo. It haunts my dreams at night.....(more than the animal that lives in our walls aka 'Wally').

Bæjó!

Thursday, March 20, 2008

Páskafríið

Afslöppun í páskafríinu þýðir að við gerum það sem okkur finnst skemmtilegast: Horfa á góðar bíómyndir, fara á söfn og kaffihús. Allt af ofangreindu var gert í gær! Fórum í Kunstbygningen og sáum rosalega flotta sýningu með "óþekktum" ungum listamönnum og aðra sýningu sem var mjög fyndin, athyglisverð og umfram allt pólitísk. Eftir það var farið á hinn ómenningarlega stað McDonalds og borðað rusl og svo farið á flottasta kaffihús Aarhus Kaffi Sigfried. Það er voða líkt Máli og Menningu því þetta er bókabúð með svaka kósý kaffihúsi þar sem maður getur setið og lesið bækur. Um kvöldið horfðum við á skemmtilega mynd sem ég man ekki hvað heitir og gerðumst svo kræf að þjófstarta páskaegginu ! namm namm.
Í dag verður svo farið til Horsens að heimsækja fjölskylduna hans Frank. Á föstudaginn langa munum við líklegast borða páskahádegismat að hætti dana. Á seinasta ári voru það bara mamma og pabbi Franks sem héldu uppi þeirri hefð að drekka snaps eða skot með matnum (það er hefð og ætlast til að allir taki þátt) því við hin vorum ekki í stuði fyrir skot um miðjan dag, sem endaði svo með að þau voru hálffull hehe mjög fyndið og mamma hans Frank sagði nokkrar fleygar setningar sem ég rifja upp við hvert tækifæri hehe.



Kakó án rjóma fyrir mig eins og venjulega

og espresso handa herranum ;)
Gleðilega páska!!



Monday, March 17, 2008

Happy day

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst seinasta tvíbbamyndin pínu Shining-leg hehe. "do you want to play with us forever and ever!" Samt krúttleg hehe.

Dagurinn í dag var betri en búist var við. Ég dröslaðist aðeins of seint á lappir og dreif mig í ræktina sem var yndislegt, núna er takmarkið mitt að hlaupa um 18 km á viku amk, plús smá lyftingar. Langar að fá unglega líkamann aftur! Þegar ég var búin að svitna eins og grís á hlaupabrettinu sá ég að ég var búin að fá sms frá Frank um að ég yrði að hringja í hann því hann væri með góðar fréttir. Daginn áður var hann búinn að segja mér að ég fengi eina krónu tilbaka frá skattinum en hafði svo kíkt betur á seðilinn (ég skil ekkert í svona seðlum sko) og sá að ég fæ um 7000 danskar krónur á morgun!! :) jeijjj! :) Núna er íslenska krónan í sögulegu lágmarki og ef ég myndi millifæra þessa peninga þá myndi ég fá tæpar 112 þúsund krónur! Ekki leiðinlegt. Svo þegar ég kom heim lá pakki til mín á borðinu :) Mamma og pabbi sendu mér og Frank páskaegg full af nammi mmmmm. Hlakkar til að kjamsa á þeim um páskana.....Er by the way komin í páskafrí !!

Okkar plan um páskana er að vera í Horsens frá fimmtudegi til laugardags og fara svo í party party til Kamillu vinkonu en hún varð 32 ára í dag. Langtímaplan hjá okkur eru fyrst Blonde Redhead tónleikar í apríl og svo Roskilde festival í sumar þar sem Radiohead munu spila. Vonandi koma samt einhverjir fleiri tónleikar inn í planið hjá okkur. Hrönn og Jón eru búin að kaupa miða á Roskilde þannig að það verður pottþétt gaman :)

Er í góðu skapi í dag og langaði að blogga...þið haldið örugglega að það sé alltaf rosa stuð hjá mér en það er bara af því að ég blogga bara þegar ég er í góðu skapi, aðra daga er ég Miss tuð hehe.

Sunday, March 16, 2008

Enn ein tvíbbamyndin


Ákvað að prófa að skanna sjálf inn litla sæta mynd af okkur systrunum þar sem við erum aðeins fínni en á hinni myndinni sem ég setti inn um daginn. Þarna er líka mjög greinilegt hvað við vorum voðalega feimnar litlar stúlkur.

Thursday, March 13, 2008

The mistery of the flying cake


Hitti vinkonu mína hana Katerina í dag yfir kaffibolla/tebolla sem var geggjað kósý. Við náum alltaf að tala um ótrúlegustu hluti og hlægja út í eitt. Í dag í miðjum samræðum kom fljúgandi kaka og lenti við hliðina á borðinu okkar ! Við kíktum upp og sáum þar svífandi, hissa haus sem horfði á okkur og kökuna. Það eru nefnilega svalir í mötuneytinu með borðum og þessi stelpa hafði greinilega óvart misst kökuna sína fram af svölunum og var svo heppin að hún lenti ekki á neinum. Það fyndna var reyndar að kakan var á servíettu og lenti á gólfinu eins og einhver hafi bara lagt hana þar til geymslu hehe. Við bjuggumst bara við að eigandi kökunnar kæmi að sækja hana en svo var ekki því það voru ansi mörg vitni af þessum vandræðalega atburði þannig að hún hefur greinlilega ekki þorað að koma og sækja blessuðu kökuna enda kannski ekki svo gyrnileg lengur. Svo kemur allt í einu einhver svaka töffari og spyr með ströngum tóni hvort þetta sé kakan okkar sem liggji þarna á góflinu, nei segjum við þá að sjáflsögðu og svo segir hann að hann vilji henda henni. Hann var greinilega pirraður á subbuskapnum í okkur þó að kakan lægi snyrtilega á servíettu á gólfinu hehe.


Rigning og rok og meiri rigning og rok er þemað í Aarhus í dag! Boring!

Thursday, March 06, 2008

Hið ljúfa líf

Það er ekki hægt að neita því að það er þónokkuð ljúft að vera námsmaður, maður ræður sér sjálfur og getur unnið heima við sem er huggulegt á rigningardegi. Ég hef átt mjög góða viku fulla af skemmtilegu fólki. Seinustu helgi fórum við til Horsens til að sjá hljómsveit spila sem vinur hans Frank er í. Það var mjög fínt að hitta "Horsens" fólkið þó að sumir séu með vissa smábæjar töffarastæla sem ég kannaðist við frá Akureyrinni minni, það er eitthvað smábæjar element sem spilar inn í þarna. Við fengum svo að leika við litlu börnin í fjölskyldunni hans Frank sem eru bara tvö en þau eru alveg yndisleg. Litli frændinn hann Nikolai er eins árs og alltaf glaður og hress og gaman að leika við, algjör dúlla semsagt.

Talandi um börn þá reiknaði ég út í gær að það eru sjö manns úr mínum nánasta vinahópi að fara að eiga barn á þessu ári!!! vá!! Þeir sem eru nýlega bæstir í hópinn eru töffararnir mínir þeir Njáll og Gunni :) ...eru samt ekki að fara að eiga það saman ! haha.

Ef ég held áfram að dásama líf mitt hehe þá fórum við svo beint frá krúttunum í Horsens til Aarhus í matarboð. Grísk vinkona mín og maðurinn hennar bauð okkur ásamt tveimur öðrum pörum í mat. Að sjálfsögðu fengum við ljúffengan grískan mat mmm. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og ég talaði dönsku, ensku og íslensku til skiftist! haha er að verða sleip í að hoppa á milli.

Er svo nett "þunn" í dag því ég og tvær danskar stelpur úr bekknum mínum (KKK grúppan) ákváðum að hafa ekta vídeo kvöld í gær með tilheyrandi "hollustu", hef ekki borðað svona mikið nammi, ís, snakk og gos síðan um jólin! Við leigðum tvær magnaðar en mjög, mjög ólíkar myndir. Fyrst horfðum við á mynd sem fjallar um ríkar miðaldra vestrænar konur sem fara til Haiti til að stunda kynlíf með mjög ungum mönnum, allt niður í 14 ára. Þetta var athyglisverð mynd sem var full af "eye openers". Síðan horfðum við á, bestu mynd ever sem ég hef séð amk 10 sinnum, Shining! Ég verð alltaf jafn hrædd þegar ég horfi á þessa mynd þó ég viti nákvæmlega hvað gerist næst sem segir manni hvað þessi mynd er mikil snilld. Myndin fjallar mjög mikið um samband sonar við föður en Stephen King hefur sjálfur sagt að hann hafi átt erfitt með að hemja sig við sín börn og stundum hafi hann jafnvel slegið þau. Annars er það ekki bara sagan sem er góð heldur er Kubrick bara snilldar leikstjóri. Shining hótelið til dæmis sviðsmynd frá a til ö sem er ótrúlegt. Hann gerði svo mikið úr myndatökunni að hann tók stóran hluta af myndinni sjálfur.


Ein stutt saga hér í endinn hehe. Birta María mín varð fimm ára um helgina og ég sendi henni pakka. Ég sendi gjöfina í Núpasíðuna því í pakkanum var líka gjöf til pabba þar sem ég skuldaði honum afmælisgjöf. Á laugardagskvöldið fékk ég svo sms frá gamla þar sem stóð : Gúmmíhanskarnir voru ekki til!! Ég hló en fattaði ekkert?? Svo þegar ég vaknaði daginn eftir rann upp fyrir mér að þegar ég fór að senda pakkan fór ég í búðina að versla hitt og þetta og þar á meðal gúmmíhanska og hafði skrifað innkaupsseðil sem ég hafði svo óvart sent með pakkanum!! haha.

Stal þessari mynd af Barnalandinu hennar Katrínar systur en hún skannaði nokkrar myndir af okkur systrunum frá því við vorum fimm ára, 1984 hehe. Erum við ekki sætar ? ;)