Wednesday, October 31, 2007

Aarhus baby

Nú sit ég í sófanum mínum í Herluf Trolles gade, Aarhus, Danmörku sem þýðir að ég er ekki lengur á Íslandi. Það var ólýsanlega gott að vera í löngu frí sem var fullt af hittingum með vinum og vandamönnum, vá hvað maður er endurnærður og glaður frá toppi til táar. Það fyrsta sem gerði svo þegar ég kom til landsins var að fara í afmæli tengdarmóður minnar sem var næs því það var öll familían samankomin og tók vel á móti mér.

Ég er í miklum rólegheitum núna þar sem það er ekki þörf á mér vinnunni fyrr en um helgina, þetta er fínt því ég get reynt að lesa allt það sem ég hef ekki verið að lesa en hefði átt að lesa fyrir langa löngu. Það sem ég er að lesa núna er ágætlega skemmtilegt þar sem ég var í nútímafræði í háskólanum á Akureyri og lærði allt um nútímann eða modernity en er svo að lesa um post modernity núna en í pínu öðru samhengi. Alltaf gaman þegar maður getur hengt nýja þekkingu á gamla. Það er líka undarlegt, á góðan hátt, að velta sér upp úr þeim tíma sem maður lifir í því þá sér maður hvað hann er í rauninni frábrugðinn fortíðinni en samt ekki ??

Ég og Frank erum bara í góðum gír og í gær skárum við út grasker og bjuggum til graskerssúpu, ok Halloween er í dag en við "héldum uppá" það í gær. Á morgun fer Frank að vinna sem lærlingur þannig að ég verð að venjast því að hann komi ekki heim fyrr en seinni part dags.

Annars vil ég bara þakka öllum sem ég hitti á Íslandi fyrir að hafa gert dvöl mína þar að frábærri minngu sem ég get hlýjað mér við á köldum löngum vetrardegi hérna í Danmörku.

knús

Saturday, October 20, 2007

Ísland

Þá er ég búin að vera hér á litlu sætu íseyjunni í hálfan mánuð og á því bara eina viku eftir :(
Alltaf þegar ég hef veri hérna í smá tíma skil ég barasta ekkert hvað ég er að gera í Danmörku því það er svo gott að vera í sínu eigin heimalandi. Það kemur alltaf upp í hugann orðatiltækið "fiskur á þurru landi" þegar ég hugsa um það hvernig mér líður stundum í DK miðað við að vera hérna. Ég átta mig á því þegar ég kem hingað hvað það er notalegt að geta tjáð sig óheft og finnast maður vera í sama hópi og allir aðrir. Þetta er ómetanleg tilfinning og ég vorkenni þeim sem þurfa að flýgja heimalönd sín vegna stríðs og fátæktar því þessa tilfinningu er erfitt að fá aftur þó maður hafi búið lengi í sama landinu, það er jú bara eitt heimaland :) Ekki misskilja mig, ég hef það ótrúlega gott í Danmörku og hef sjaldan verið jafn hamingjusöm og þar. Ég á yndislegan kærasta sem er líka besti vinur minn og svo skemmtilega vini og fjölskyldu sem gerir allt fyrir mig.
Ég kem reyndar fljótlega aftur til Íslands en ég býst við að koma um jólin !! :)

Þá er bara að nota tímann sem eftir er til að hitta allt skemmtilega fólkið á Akureyri !!

Knús Kristrún

p.s veit einhver um far fyrir mig suður???

Saturday, October 06, 2007

Billund-Keflavík

Þá er dagurinn runninn upp! Ég er á leið heim til Íslands :)

Hlakkar til !

Við förum til Horsens eftir smá og svo ætla tengdó að skutla mér á flugvöllin í Billund sem er bara um klukkutíma akstur, í staðinn fyrir að fara allaleið til Kaupmannahafnar sem tekur alltaf allavega 3 tíma. Ég er því róleg yfir þessu öllu saman en oft er ég mjög stressuð þegar ég þarf að taka lestina til Kastrup því það er sko aldrei hægt að treysta þessu lestarkerfi hérna, plús að ferðalagið styttist þónokkuð!!


Á fimmtudaginn fékk ég óvænta afmælisveislu en dönsku vinkonurnar þær Karen og Kamilla buðu mér í hrísgrjónargraut (þykir hið mesta lostæti í DK) svo bökuðu þær afmælisbollur og bjuggu til heitt kakó. Það voru fánar og kertaljós og ég fékk að meira að segja pakka ;) Ég tók flösku af uppáhaldsrauðvíninu mínu með og við sátum svo bara allt kvöldið og "hugguðum" okkur hehe. Mjög mjög næs!











Þið sem búið heima á Íslandi...við sjáumst!

knús

Tuesday, October 02, 2007

Afmælisferðalagið :)



þá er það ferðasagan! Varúð: Sagan er pínu löng.

Afmælisdagurinn byrjaði snemma en ég og Frank tókum lestina kl hálf níu um morguninn. Ferðin var ekki alveg áfallalaus en þannig er það alltaf þegar ég er í þessari blessuðu lest. Við vorum m.a skömmuð af gömlum "fasista" og svo héldum við í eitt augnablik að kviknað væri í lestinni. Við komumst þó á leiðarenda með smá seinkun. Við biðum svo eftir Sólrúnu á Raadhuspladsen og kíktum aðeins inn í ráðhúsið sem er afar snotur bygging og sérstaklega þennan dag þar sem rómantíkin lá í loftinu þar sem þar var gifting í fullum gangi. Við áttum virkilega góðan dag í miðbænum með Sólrúnu þar sem við sátum á kaffihúsum, horfðum á fólk, töluðum heilmikið, kíkkuðum í búðir og fleira í þeim dúrnum. Um kvöldið hittum við svo Gunna og Nínu og fórum ásamt Sólrúnu út að borða á rosa flottum indverskum veitingastað. Ég var mjög ánægð með matinn og þjónustuna þó að Gunni hafi pantað rétt númer 211 og fékk í staðinn tvö stykki af númer 11 hahaha. Hann var reyndar heppinn því réttur nr 11 var mjög bragðgóður þannig að við fengum að hjálpa honum við að klára nammnamm.


Eftir matinn var svo ferðinni heitið á frekar cool bar. Þar voru drukknir nokkrir bjórar og chillað í takt við reggea tónlist. Kvöldið endaði svo með kveðjustund en Sólrún þurfti snemma heim því á laugardeginum flaug hún til Afríku þar sem hún mun búa og vinna næsta árið. Spennandi!! Gangi þér vel Sólrún, þú átt eftir að rúlla þessu upp ;)


Laugardagurinn var mjög næs dagur en ég og Frank byrjuðum á því að sofa lengi lengi. Þegar við svo loksins dröttuðumst út í rigninguna fórum við í lítið ferðalag en okkur langaði að fara á Arken sem er flott listasafn lengst útí rassgati. Við þurftum að taka strætó og s lestar og svo gengum við 3km í grenjandi rigningu og ég í háhæluðum skóm jeijj. Allavega var þetta safn alveg þess virði!! Svaka cool sýning með ótrúlega flottum verkum, allt ungir listamenn með mjög nútímaleg verk sem voru mjög djúp og frumleg. Um kvöldið nenntum við ekki neinu djammi þannig að við skelltum okkur í bíó en við völdum að sjá Shrek sem er alveg ógeðslega fyndin.



Sunnudagsmorgun og sund. Ég hef aldrei áður verið hrifin af sundlaugum í Danmörku, yfirleitt er þær bara leiðinlega og kaldar. Í kaupmannahöfn er rosa flott laug (DGI Byen) bæði fyrir stóra sem smáa en það var þó stór meirihluti af litlu gerðinni. Ég tók eftir því að þarna voru margir Íslendingar með krílin sín í hópum að sjálfsögðu. Eftir sundferðina hittum við svo Gunna og Nínu og foreldra Gunna. Gunni var svo flottur á því að bjóða okkur öllum í hádegismat á veitingahúsi á Nyhavn. Takk fyrir það!

Við ákváðum svo að fara ekki með lestinni heim og tókum því rútuna/ferjuna heim! Mig langaði reyndar ekkert sérstaklega til að fara aftur heim því mér finnst Kaupmannahöfn töluvert meira spennandi en Aarhus sem er bara sveitabær.

Frábær helgi !!