Wednesday, November 14, 2007

Ljótleikinn og fáránleikinn

Heimurinn er ansi ljótur stundum og fréttirnar geta sjokkerað. Held reyndar ekki að heimurinn sé mikið verri en hann var í gamla daga, held frekar að nú sé mun meira skrifað því fjölmiðlarnir eru orðnir svo margir og stórir. Ég las í dag um 12 ára strák í USA sem hélt því fram að hann væri misnotaður af afa sínum og frænda sem hann bjó með. Í ljós kom þó að þessi 12 ára strákur var í raun 29 ára gamall kynferðisafbrotamaður sem vildi láta "misnota" sig. Afinn og frændinn voru í raun ekkert skyldir þessum manni heldur voru sjálfir þekktir kynferðisafbrotamenn sem kynntust þessum "strák" á netinu gripu tækifærið þegar "strákurinn" bað um að fá að búa heima hjá þeim. Þessir kynferðisafbrotamenn voru æfir yfir þessum svikum þegar þetta komst upp. hahaha svona er lífið öfugt og fáránlegt stundum.

Önnur frétt sem er ofarlega á huga er frá Álaborg hér í Danmörku og fjallar um eitthvað sem virðist vera að aukast allsstaðar í heiminum. 15 ára strákur réðst á saklausan mann og barði hann til dauða og það sem var enn verra var að eftir að hann hafði drepið manninn dró hann líkið 15 til 20 metra í að átt að ljósi því hann vildi filma manninn með gsm símanum sínum! Svo eru þessi kellingatímarit að lifa á svona sögum og framan á einu helsta kellingatímaritinu hérna er mynd af þessum strák og svo er fyrirsögnin "foreldrar hans elska hann ennþá" en svo það sem er svo það súrrealistísk er að næsta fyrirsögn er "10 leiðir til að grennast fyrir jólin" og eitthvað í þá áttina! Þvílík fréttamennska!

Nenni varla að tala um að nú er búið að kjósa og ríkisstjórnin hélt velli sem er fáránlegt miðað við öll sviknu loforðin og niðurskurðinn á seinasta ári. Held að Danir séu nett heimskir, eða amk með voðalega lélegt minni!

Thursday, November 08, 2007

Er í fýlu


Grunur minn um að ég mætti ekki kjósa í þingkosningunum hérna var staðfestur í dag þegar Frank fékk sent kosningakortið sitt með póstinum og ég fékk ekki neitt :( Kannski er ég voða frek að finnast ég mætti kjósa en mér finnst samt bara að þegar maður vinnur og býr í landi að maður eigi rétt á að hafa áhrif á samfélagið sitt. Er það ekki liður í að aðlagast samfélaginu að vilja taka þátt?? Finnst þetta asnalegt og er þess vegna í fýlu :(

Sunday, November 04, 2007

Working girl

Þá er ég búin að koma mér í góðan mínus og þarf víst að fara að hysja upp um mig buxurnar og er því farin að vinna á fullu. Já ég er ennþá að skeina gömlum krumpuðum rössum. Þetta eru reyndar nánast allt yndælir rassar þannig að það er svosem ekkert svo slæmt. Er ekki pínu spes að koma í vinnuna eftir langt frí og byrja á því að spyrja :" hver er dáinn?" Það var reyndar sem betur fer enginn dáinn en samt haha. Það er samt bara svo gaman að gæjast inn í allt annan heim sem er samt sami heimur og við búum í í dag. Jæja fyrir þá sem ekki vita er ég að koma heim til Íslands AFTUR sem er ástæðan fyrir mínusnum og dagsetning er 16.des til 3.jan!!

Allavega er að verða ansi jólalegt hérna þar sem búðirnar eru að fyllast af jóladrasli, kvíði svo bara fyrir að fólk fari að spila jólalög! Ég hata jólalög! Finnst þetta nú fullsnemmt. Minnir mig bara á allt sem ég þarf að gera fyrir jól, gúlp. Held að margir hafa það eins og ég.

Gleðilega jólaauglýsingatörn!