Monday, July 31, 2006

Myndir



Svo nennti ég að setja inn myndir af húsinu "okkar" í Lystrup og þegar við fengum gestina í heimsókn. Það er svo ein mynd þarna af tónleikum sem við vorum á sem voru í raun ekkert spes en ágætis afþreying ! Svo er ein mynd af kirsuberjunum sem vaxa á trjánum allt í kringum húsið í Lystrup, geggjað ! Allaveg þá nennti ég ekki að skrifa við hverja mynd en vona að þið getið greint á milli andlita og svona, þrátt fyrir léleg myndgæði !!

Tvær góðar helgar :)

Eftir langa vinnutörn fékk ég frí tvær helgar í röð!

Fríhelgi númer eitt :
Katrín systir, Eiríkur, Bjarmi og Birta komu ásamt Hrund, Gulla og börnunum þeirra Anítu og Andra í heimsókn til okkar Franks í Lystrup. Það var hrikalega gaman að fá þau og við skemmtum okkur mjög vel saman. Við fórum til dæmis í Djurs Sommerland sem er risastór og flottur skemmtigarður hérna í Árósum. Þar getur maður meðal annars farið í allskonar tæki eins og í tívolíi en þessi garður hefur allskonar vatnstæki, maður getur siglt í bátum og farið í rússíbana og hringekjur sem spúa vatni og þess háttar. Svo er stór hluti vatnagarður þar sem maður getur rent sér í risa rennibrautum og farið í vatnsslag í vatnskastala og rennt sér á slöngum niður flóð og margt fleira gaman. Okkur Frank fannst langtum skemmtilegast í vatnsgarðinum enda of hrædd til að fara í rússíbanana hehe litlu gellurnar Aníta og Birta María (þær eru báðar þriggja ára) voru sko ekki hræddar og prófuðu hrikalegasta rússíbanann í garðinum. Við Frank spiluðum minigolf og fórum í nokkur tæki og vorum svo bara að missa okkur í vatnsgarðinum. Það var rosalega gaman að fara inn í vatnskastalann og allt í einu var fullt af ókunnugu fólki (bæði fullorðnir og börn) að reyna að skjóta á þig vatni ! Við vorum hrikalega hissa í fyrstu en svo vorum við sko alveg með á nótunum og helltum til dæmis stórri fötu af vatni yfir lítinn strák hehe.
Á kvöldin grilluðum við svo úti og borðum öll saman þrátt fyrir að við værum jú tíu mannst, geggjað að hafa svona stórt hús í láni :) Við eyddum svo heilum degi í búðum og það var sko ekkert smá sem var verslað á krakkana enda er H&M kjörinn staður fyrir þessháttar!

Fríhelgi númer tvö:

Við Frank skelltum okkur til Horsens og hittum foreldra hans þau Jytte og Max. Þaðan keyrðum við til Løveparken en það er stór og flottur dýragarður. Fyrst keyrir maður í gegnum garðinn og kíkkar á allskonar dýr í gegnum rúðurnar. Svo getur maður labbað um og skoðað önnur dýr. Mér fannst alltof heitt til að sitja inni í bíl þennan daginn en það er jú hitabylgja hérna! Svo voru dýrin ekki sjáanleg því þau voru náttúrulega bara að fela sig í skugganum. Flottustu dýrin voru aparnir og górillurnar. Aparnir voru svo sætir!! Svo voru nokkrir litlir ungar sem mig langaði bara að taka með mér heim hehe. Tengdó var svo að sjálfsögðu með madpakke sem er nesti en það er eitthvað alveg hrikalega danskt. Við settumst niður í skugga og gæddum okkur á smörrebröd og drukkum gos. Á sunnudeginum fór Frank upp í sveit að klippa niður risaillgresi með pabba sínum en eins og þið vitið þá dó afi hans fyrir ekki svo löngu en hann átti bóndagarð sem á að selja núna og því vildu Frank og pabbi hans gera fínt í kringum húsin. Ég og tengdó fórum á markað þar sem fólk kemur og selur allskonar hluti og svo eru dýr til sölu. Við sáum fullt af flottu dóti en það var alveg í dýrara kantinum eða bara eitthvað rusl. Ég keypti þó frekar flott glös á mjög góðu verði og svo keypti ég vasa en ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er með vasa fetish! ég á svona 5 vasa sem eru allir mismunandi en mér finnst þeir bara svo flottir, sérstaklega ef þeir eru gerðir úr lituðu gleri. Helgin átti að vera blaut með þrumum og eldingum en var bara hrikalega heit í staðinn og ég brann pínu á öxlunum og handleggjunum en er núna kominn með góðan brúnan lit.

Afsakið bloggleysið en ég hef bara verið svoo þreytt og löt að ég hef ekki nennt að skrifa neitt!! sorry!
núna ætti ég þó að vera búin að bæta upp, er þaggi?

Thursday, July 20, 2006

Innantóm þvæla


hæ allir!! Er ekki hætt að blogga! ó nei er bara búin að vera upptekin í vinnu og svefnleysi af völdum of mikillar þagnar hehe. Ákvað að bæta upp langa pásu með einhverju bulli, hef nefnilega ekki svo mikið að segja þessa dagana en mun líklega koma með gott og almennilegt blogg með nokkrum myndum á næstunni því Katrín systir er í Danmörku núna og mun heimsækja okkur Frank um helgina!! :)

Ákvað að skella inn gamalli mynd af húsinu í Herluf Trolles gade sem við erum að fara að flytja inn í AFTUR þann 1.september. Í þetta skiptið munum við flytja upp á efstu hæðina þar sem sést lítill þakgluggi, voða kósy ;) já okkar stigagangur er semsagt vinstri hurðin og gluggin þeim megin bara svo þetta sé alveg kristal tært.

Við Frank erum í sveitinni sem er yndislegt fyrir utan mjög mikið svefnleysi. Í byrjun vaknað ég semsagt alltaf á slaginu fjögur og gat svo ekki sofnað aftur, held það hafi verið út af því að maður þarf að labba niður stiga til að pissa og svo upp aftur og þegar í rúmið er komið er maður glaðvaknaður og byrjar svo að telja niður þangað til maður þarf að vakna en það er jú ansi snemma sem ég þarf að dröslast á lappir. Svo þegar ég var farin að getað sofið þá byrjaði strætóinn minn að fokka í mér þannig að ég þarf núna alltaf að vakna rétt fyrir sex til að athuga hvort strætóinn minn keyri á réttum tíma eða hvort ég þurfi að taka næsta strætó á undan. Er bara pirruð yfir þessu! Við erum nefnilega svo rosalega langt frá bænum en það tekum um hálftíma að keyra í bæinn með strætó og um 40 mín að hjóla sem ég nenni bara ómögulega þar sem ég hjóla allan daginn í vinnunni.
Við erum með stóran garð og þrjá útiketti þannig að ég finn ekki fyrir ofnæmi og þetta er bara svo huggulegt, ég er búin að taka nokkrar myndir af húsinu en nenni ekki að setja þær inn alveg strax en þær koma síða og ég lofa því.

Hafið það sem allra allra best þarna úti

Thursday, July 06, 2006

Sumarkvíði


Ég hef semsagt komist að því að Íslendingar þjást yfirleitt af sumar eða sólkvíða. Hann lýsir sér þannig að ef það sést aðeins til sólar ÞARF maður að nýta það. Þá þarf að fara út og kaupa ís eða eitthvað álíka. Ef bara er setið heima þá byggist upp samviskubit og ef maður er fastur í vinnu þá fær maður svona afbrýðissemistilfinningu eins og maður sé að missa af einhverju spennandi.

Ég held að þetta sé vegna ýmissa áhrifa, til dæmis frá fjölmiðlum sem tala ekki um annað ef sólin skína pínu lítið og svo sýna þeir myndir af fólki hálfnöktu í sundlaugunum og svo allt fólkið á Austurvelli að sleikja ís eða drekka kaldann öl. Þetta er viss áróður myndi ég segja. Það er einnig einhver brúnku dýrkun í gangi á okkar tímum og brúnka er yfirleitt eitthvað sem maður þarf að borga mikið af peningum fyrir en þegar sólin skín þá er maður að græða alveg rosalega ef manni tekst að fá "ókeypis" brúnku. Landið okkar er líka þannig að það eru kannski bara tveir, þrír dagar á ári sem ná 20 gráðunum og þá má maður ekki missa af þeim. Flestir bíða átekta allt árið eftir að sumarið komi loksins og eru því orðnir ansi spenntir þegar það loksins gerist að hitinn stígur.

Þar af leiðandi finnst okkur Íslendingum erfitt að halda aftur að okkur þegar sólin skín á meðan fólk frá Grikklandi eða öðrum heitum löndum finnst það bara almenn skynsemi að forðast sólina þar sem hún er jú mjög skaðleg.

Ég er núna að verða komin yfir þennan kvíða þar sem það er ógeðslega heitt hérna og mig langar bara að komast í burtu frá þessu helvíti. Hef samt tekið eftir þessu hjá sjálfri mér og öðrum Íslendingum sem ég þekki.

Núna er ég algjört Zombie vegna svefnleysis af völdum fótboltabullna og miklum hita. Fæ frí um helgina og mun þá sofa og sofa.

Tuesday, July 04, 2006

Bekkurinn minn :)






Þarna er fólkið mitt úr dönskuskólanum! Konurnar í hvítu kápunum eru kennararnir okkar þær Bente og Birgit, eðal konur. Svo frá vinstri er kennarinn minn Bente (DK) Brynhildur (ísl/Engl), Tine (Þýsk), Ég, einhver stelpa sem var ekki í bekknum, Nicole(Þýsk), Athra (Írak). Neðri röð frá vinstri : Einhver stelpa ekki úr bekknum, Birgit kennarinn (DK) og svo krúttið hún Noriko (Japan) sem seldi mér sófann góða. Það vantar reyndar mjög marga á myndina, bæði þá sem ekki komu með í ferðina og þá sem voru ekki akkúrat á svæðinu þegar myndin var tekin.


Við stöndum á ströndinn í Skagen sem er nyrsti oddur Danmerkur þar sem tvö höf skella saman, Skagerak og Kattegat. Mjög margir sjómenn hafa látist þarna því sjórinn er mjög kröftugur og svo nær oddurinn langt út í sjó og mörg skip strönduðu á honum.

Nú verð ég óð í að setja myndir hérna inn því það er bara svo einfalt!

Allaveg áttum við mjög mjög góðan dag í dag á ströndinni og ég er bara nokkuð rauð og sælleg :) Langar reyndar ekkert í vinnuna á morgun. Ég fæ svo frí aftur um helgina og get bara ekki beðið þó það sé spáð þrumum og eldingum og leiðinlegu veðri. Ég og Frank munum líklega færa okkur yfir til Lystrup í sveitasæluna um helgina og hafa það huggulegt þar í þrjár vikur.

Monday, July 03, 2006

Hún á afmæli í dag :)



Þá er ég eins árs dani í dag :)

Ég flutti til Danmerkur fyrir akkúrat ári síðan. Ég lenti einmitt í lestinni með öllum Hróarskelduheimförunum og það var sko ekki gaman, illa lyktandi og fullt lið hehe. Það var vel tekið á móti mér þegar kom á leiðarenda var komið og mér hefur liðið afskaplega vel hérna hjá mínum heittelskaða ;)

Við áttum svo tveggja ára afmæli á laugardaginn en við hittumst einmitt á Hróarskeldu árið 2004 þó við vorum reyndar ekki verið par fyrr en seinna í mánuðinum. Í tilefni þessara daga fórum við út að borða á grískum veitingastað sem var by the way frekar sleecy en maturinn var góður og við skemmtum okkur vel. Nú er smá pása og Frank er að vinna að greininni sinni um frönsku tónlistarhátíðina en þegar hann er búinn með það viljum við kíkja út í eins og einn öl eða svo :) Við eigum bæði frí á morgun og ætlum að nýta daginn vel á ströndinni :) Hlakkar til!


Over and out my friends

p.s Hvernig set ég mynd hérna inn í textann? Þarf ég að hafa myndina staðsetta á internetinu áður en ég get sett hana inn hérna? Anna þú ert sérfræðingurinn!

Sunday, July 02, 2006

Heimilid okkar til næstu tveggja ára

Vid Frank erum nú búin ad segja upp íbúdinni okkar hérna vid ána!! jeijj. Erum komin med nóg af hávada og veseni. Til dæmis akkúrat núna er ég med sjónvarpid gjørsamlega í botni tví ég er ad reyna ad horfa á fréttirnar en tad eru einhverjir ameríkanar á fylleríi fyrir utan húsid okkar og shit hvad teir hafa hátt, vid erum samt bara ad tala um 5 til 6 manns!! Núna er kaffihúsid fyrir nedan búid ad færa út kvíarnar og hefur bord og stóla úti um helgar langt fram á nótt, sem er jú beint fyrir utan íbúdina okkar. Bara stemning!

Nýja íbúdin er semsagt takíbúdin í húsinu sem vid bjuggum í seinasta sumar. Ìbúdin er mjøg cool og cosy. Tetta er bara eitt stórt rými en tad er svo lítid svefnloft tar sem vid myndum sofa, tar er til dæmis litill gluggi tannig ad madur getur fengid ferskt loft á nóttunni. Ùtsýnid er gott, reyndar bara yfir byggingar en sólin skín inn sem gerir íbúdina bjarta og flotta. Vid fáum svo ný teppi ádur en vid flytjum inn. Okkur hlakkar bara svo til ad flytja til baka, tetta hverfi er svo yndislegt, til dæmis fórum vid oft í gøngutúra á kvøldin í skóginum sem er bara eina mín frá húsinu. Tetta er líka bara hentugt tví ég vinn jú í Trøjborg og mun til dæmis heimsækja gamlingja í gøtunum í kringum húsid okkar.

Helgin
Var ein heima og tetta var fyrsta vinnuhelgin mín. Mér fannst tetta ganga ágætlega trátt fyrir byrjunarørdugleika, tad er erfitt ad vera ný og ekki dønsk tví madur kemur inn á heimili tar sem madur hefur aldrei verid ádur og á ad gera allskona mismunandi verkefni og tarf tar af leidandi ad spyrja um allt sem tekur tíma og svo ádur en madur veit af er madur á eftir áætlun og adrir gamlingjar ad bída eftir manni og sumir fá ekki morgunmat fyrr en um hálf ellefu leytid! Mikid stress stundum!
Svo á ég frí á tridjudaginn og um helgina, núna er steikjandi hiti og ég er ordinn allt í lagi brún. Er ad hugsa um ad skella mér á the beach á frídaginn tví tad á ad rigna um helgina.

Ég og Frank flytjum svo til Lystrup næstu helgi og munum eyda næstu 3 vikum tar í sveitastælunni :) (erum ad passa hús frænda hans).

Katrín og familien koma svo 18. júlí og ætla ad gera eitthvad skemmtilegt hérna í Danmørku. Hlakkar til ad sjá tau aftur!! :)

Kyss kyss