Wednesday, December 17, 2008

Jólasvindlarinn

Ég og Frank gerðumst sek um jólasvindl í gær! Ég keypti jólagjöf handa Frank (Trivial pursuit, deluxe útgáfan) og svo leiddist okkar eitthvað yfir imbanum og mér fannst kjörið að leyfa steggnum að opna pakkan sinn svo við gætum spilað. Hann vissi hvort sem er hvað hann myndi fá, því þetta var það eina sem hann vildi hehe. Við spiluðum svo allt kvöldið sem var mun meira kósý en að sitja aðgerðarlaus í sófanum eins og alltaf. Maður á líka að hugsa um að gjafirnar eiga að gefa gleði og styrkja böndin. Ég var líka að segja við Frank um daginn að það væri gaman að eiga okkar eigin jólavenjur. Þegar ég hugsa tilbaka þá hef ég bara upplifað frábær jól með minni fjölsyldu og maður festir góðar tilfinningar og minningar við vissa hluti sem maður gerir alltaf, eins og að drekka Malt og Appelsín og hafa seríur í gluggunum. Oft eru þetta litlir hlutir sem gera samt ótrúlega mikið fyrir mann því þeir rifja upp spenninginn frá því maður var lítill. Mér varð hugsað til þess að mamma og pabbi kveikja alltaf á útikertum og setja fyrir utan húsið okkar um jólin og gamlárskvöld, það finnst mér voða kósý og hátíðlegur siður.

Ætli siðir okkar Franks séu þá ekki bara jólasvindl fyrir jólin þar sem við erum að reyna að hafa það kósy áður en jólin skella á og við erum mjög fjarri hvort öðru ! :)

Næst þegar ég skrifa verð ég líklegast á Íslandinu góða...
Sjáumst!!

Thursday, December 11, 2008

Jule

Er hægt að sakna fólks fyrirfram?? Ég get náttúruleg ekki beðið eftir að komast til Íslands um jólin og hafa það gott með familíunni EN finnst svo leiðinlegt að geta ekki haft Frank minn með. Er bara farin að sakna hans þó við séum séum saman og verðum það þangað til ég fer. Það er ekki alltaf auðvelt að vera í svona blönduðu sambandi get ég segja ykkur. Höfum aðeins tvisvar verið saman um jól af þeim fjórum árum sem við höfum verið saman. Væl og kvart og kvein.

Er annars bara búin á því á líkama á sál eftir þetta blessaða próf. Gat varla sofnað í gær því ég pældi svo mikið í hvað ég hefði getað gert öðruvísi í þessu helv prófi. Svo er bara að drífa sig í að byrja á næsta...er það hægt!?

Svo er brjálað að gera í félagslífinu þangað til ég fer heim. Er að fara að hitta tengdó á morgun en við ætlum að skoða miðbæinn og fallegu ljósin. Á laugardaginn er ég að fara í ekta julefrokost með fullt af Dönum og reyndar einni íslenskri stelpu :) Athra vinkona mín var svo að bjóða mér í trúlofunarveislu á laugardaginn sem er á sama tíma og julefrokostinn :( Ég er geggjað svekkt. Þetta er alvöru arabísk trúlofunarveisla sem aðeins er fyrir konur. Ég hefði sko alveg verið til í að fá að vera með í því. Örugglega fullt af geggjuðum mat og gotteríi. Athra var svekkt að ég gat ekki komist en við erum búnar að ákveða að ég fái að sjá myndirnar og svo ætlar hún að kenna mér allt um allar hefðirnar í kringum trúlofun og brúðkaup. Á sunnudag er ég svo að fara í julehygge hjá Nicole vinkonu minni. Það lítur því ekki út fyrir að ég sé að fara að gera mikið í þessari ritgerðarelsku á næstunni!

Í gær var mjög huggulegur dagur. Ég skilaði ritgerðinni á hádegi og hitti allan íslenska hópinn. Við fórum svo niður í bæ og "hugguðum" okkur með góðum mat og bjór á kaffihúsi. Ég fór svo í klippingu strax á eftir. Ég náði svo að eyða fullt af peningi í bænum, kreppa hvað?? Keypti mér jólaföt og snyrtidót. Fékk næstum blæðandi magasár af samviskubiti. Frank leist voða vel á þetta allt saman þegar ég hélt tískusýninguna fyrir hann um kvöldið og þá minnkaði magasárið aðeins hehe.

Í dag er varla hægt að sjá húsin hér í kring fyrir þoku og grámyglu sem er EKKI hressandi.

Hafið það gott elskurnar!!