Sunday, October 29, 2006

Makeover Madness

Er orðin heilaþvegin á þáttum eins og " tíu árum yngri á tíu dögum" og " Extreme makeover" en við erum því miður bara með 3 sjónvarpsstöðvar og ein af þeim er svona "stelpustöð" og þeir sýna amk 3 eða 4 makeover þætti á dag! Ég fór því að hugsa um þessa afdrifaríku línu sem flokkar konur niður í "fyrir" og "eftir". Ég man að þegar ég var yngri sá ég þessar myndir bara í tímaritum og DV en núna er þetta endalaust í andlitinu á manni. Ég er farin að sjá að ég er komin yfir í "fyrir" flokkinn. Ég held samt að ég sé ósköp venjuleg stelpa á mínum aldri. Er eðlilegt að þessi blessaða lína liggi svo lágt?? Hver er eiginlega þarna hinumegin? Getur maður í alvöru verið þarna megin án þess að hafa fengið einhverja aðstoð frá læknavísindunum ? Skiptir það einhverju máli hvorumegin maður liggur? Ef maður detttur yfir í "fyrir" flokkinn kemst maður þá nokkurntímann fyrir í "eftir" hópinn?
Svo er alltaf talað um að fólk vilji bara vera jafn fallegt að utan sem það er að innan. Það meikar ekkert sens!! Skiptir útlitið semsagt meira máli en persónuleikinn?? kannski er þetta fólk svona næs akkúrat af því að það lítur út eins og það gerir. Mér finnst sorglegt að allir þurfi að vera eins og að fólk geti ekki lifað lífinu til fullnustu bara af því að það lítur "öðruvísi" út. Það eru samt svo margar rannsóknir sem sýna að þeir sem eru fallegir eru taldir gáfaðri og eru yfirleitt betur metnir en þeir sem teljast ófríðir. Er bara þreytt á þessum kröfum sem hanga yfir manni og fær mann til að fá samviskubit yfir engu.

Hver er það samt sem ákveður hvernig við eigum að líta út? Af hverju þurfa konur að vera svona gerfilegar? Ég held að þetta sé í raun allt vegna mjög árangursríkra markaðssetningar á fegurðarvörum og fegurðar aðgerðum . Manni er í raun seld hugmyndin að maður eigi ekki að líta "venjulega" út. Er þreytt á þessu öllu saman!! Finnst gaman að líta vel út en finnst samt eins og ég geti í raun aldrei náð þessu takmarki að líta eins vel út og ég "gæti".

Hvað finnst ykur?

3 comments:

Anonymous said...

Heyr heyr!!!

Anonymous said...

Hæ hæ ætlaði bara að varpa smá kveðju, hlakka voða til að sjá þig um jólin. Hvenær er komudagur?? Er sko alveg meira en til í tjill hvenær sem er (nenni ekkert voða mikið á djammið sko... ekkert stuð í að þvælast með bumbu í svoleiðis).

Alveg endalaust sammála þér með þessa útlitsdýrkun... þetta er alveg fyndið, sjálf fitnaði ég nú alveg töluvert við að eignast Kristján Loga (og þau kíló hafa ekkert böggað mig sérstaklega!). Og það er alveg hellingur af fólki sem gengur upp að mér og segir "jæja ætlar þú nú ekki að fara að gera eitthvað í þínum "málum"!! "Þú hefur nú bara bætt svolítið vel á þig" og þar fram eftir götunum ! Halló.. er ekki allt í lagi!! Hvað kemur fólki það við hvernig maður lítur út... og nóta bene - ég er ennþá sama manneskan og ég var fyrir 15 kílóum síðan!! Ég er ekki útlit mitt, ég er manneskan að innan!!! og hana nú!!

úff ... sorry þetta átti nú bara að vera svona hæ komment... en þurfti greinilega að losa mig við þetta hehehe ;)
Knús elskan og farðu vel með þig, hlakka til að sjá þig,
Vera Bumbulína.

Anonymous said...

haha takk vera! Mig hlakkar til að sjá þig og bumbuna þína :) Sorry þessi færsla kom tvisvar inn, ég hélt nefnilega að hún myndi ekkert koma inn því það var error á Blogspot. jæja skiptir ekki.