Friday, May 30, 2008

Little miss sunshine

Það er sumar og það er sól :)

Hef verið mjög þreytt og með hausverk alla dagana í þessari viku, þarf greinilega að venjast hitanum og sólinni. Er samt ekkert að kvarta þetta er yndislegt!! Í dag er frábær föstudagur sem ég byrjaði á því að fara á morgunverðarhlaðborð niðrí bæ með þremur frábærum dönskum stelpum. Við skemmtum okkur konunglega! Mikið hlegið þó að ýmis há pólitísk málefni væru rædd inni á milli brandaranna. Svo fórum við aðeins í búðir og ég keypti bara gjafir handa öðrum en ekkert handa sjálfri mér.
Er að fara í afmælisboð í kvöld til hennar Kiddu vinkonu minnar úr sálfræðinni og ég býst við að allar íslensku sálfræðiskvísurnar verði á svæðinu líka. Annars kynntist ég þeim mun betur seinustu helgi eftir að hafa djammað með þeim tvö kvöld í röð. Fórum á Mugison tónleika og svo var haldið heljarinnar júróvijón partý kvöldið eftir sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Var þó aðeins lengur úti en ég hafði ætlað mér, sem er nú bara dæmigert fyrir mig, þannig að ég var nett þreytt.
Væri alveg til í að vera byrjuð að vinna í staðinn fyrir að þurfa að hanga í skólanum þangað til í lok júlí. Það er samt fínt að geta ráðið sér sjálfur og legið úti í sólbaði með bækurnar ef manni langar. Þetta er hálfgert lúxus líf stundum ;)

Ætla annars að tékk betur á íslensku fréttunum því ég vil heyra meira um þennan blessaða jarðskjálfta frá í gær. Reyndi að sjá vefsjónvarp á Rúv í gær en það lá niðri, kannski vegna álags.

knús

Wednesday, May 21, 2008

Minningar frá Hróaskeldu

Tékkið á þessu!! Þetta er vídeó frá hátíðinni í fyrra, reyndar missti ég af þessu en þetta er bara smá dæmi til þess að sýna ykkur hvernig stemningin er þarna. Þið þurfið að klikka á linkinn sem heitir : nøgenløb.

http://www.dr.dk/Musik/RoskildeFestival/Artikler/player.htm#top

Rock on!

Monday, May 19, 2008

Tónlistin í lífi mínu

Er með nokkur góð albúm á mp3 spilaranum mínum sem eru öll tengd tölum: Third með Portishead, No. 8 með Caroline Henderson (djass) og 23 með Blonde Redhead. Finnst Third alveg geðveikislega gott albúm og mæli eindregið með því að fólk næli sér í það. Ég hef alltaf verið Portishead aðdáandi og bjóst pínu við að þau kæmu með eitthvað gamalt og gott en varð skemmtilega hissa á nýju tónlistinni þeirra. Keypti mér annars tvo íslenska geisladiska í Fríhöfninni: Bloodgroup, A sticky situation. Þau eru að fara að spila á Roskilde hátíðinni í sumar og því fínt að hita sig upp fyrir það ;) Svo keypti ég næstum tíu ára gamlann Emilíana Torrini disk sem heitir Love in the time of science. Hann mjög mikið í anda 1995-2000 áranna en mjög góður. Hún er náttúrulega ein af bestu söngkonum Íslands og synd að hún sendi ekki meira frá sér.

Pirr pirr um helgina en ég þurfi náttúrulega að hanga fyrir framan tölvuna og reyna að kreista úr mér gæða texta fyrir ritgerðina mína. Það var erfitt að einbeita sér því fólk var syngjandi fullt á götum úti alla helgina, já það er komið sumar!! Svo vaknaði ég upp í smá sjokki klukkan 6 á sunnudagsmorgninum við að einhver var að reyna að komast inn í íbúðina okkar!! Ég varð frekar skelkuð en tók því rólega því hurðin okkar er mjög furðuleg og oft fattar fólk ekki að þetta sé íbúð hehe. Held að nágranninn okkar hafi verið með næturgest sem var eitthvað að villast. Samt klikkað óþægilegt. Svo þegar ég loksins dröslaðist á lappir, sem var alltof seint, byrjaði nágranninn að spila Metallica í botni! jeij ! Náði samt að gera eitthvað smá um helgina og Frank var svo sætur að fara yfir þetta fyrir mig, reyndar vistuðust ekki breytingar sem hann gerði í seinasta kafla ritgerðinnarinnar sem var helvíti pirrandi.

Hlakkar til að vera búin með þetta! Á þá reyndar ennþá eftir að klára að skrifa aðra ritgerð og svo byrja ég í nýjum áfnga þann 4.júní. Á því fullt fullt eftir.

Friday, May 16, 2008

Looong time

Það er aldeilis langt síðan ég hef skrifað fréttir héðan!! Ferðin til Íslands gekk alveg rosalega vel og er ég mjög ánægð með að hafa farið. Nú hef ég kvatt elsku ömmu mína almennilega, hef bæði fengið að vera leið yfir því að hún sé farin og fengið að rifja upp skemmtilegar minningar um hana og hlæja mig máttlausa. Hún var alveg einstök! Ég varð reyndar nett veik þegar ég kom heim og hef verið með hor í nös alla vikuna. Er annars bara sveitt í vikuprófi þessa dagana. Er alveg að verða búin en ég á að skila á þriðjudaginn. Ég er þekkt fyrir að vera léleg á endasprettinum þannig að ég þarf að herða mig aðeins á morgun. Fór í smá göngutúr áðan og það eru ALLIR að djamma sniff sniff, fólk úti á svölum eða bara með gluggana opna. Sumir voru reyndar pissandi í plöntur og þess háttar sem ég öfundaði kannski ekkert rosalega en annars er mikil partý stemning hérna í hverfinu og mikill sumarfílingur. Það er búið vera alveg geggjað gott veður sem ég hef náð að njóta með því að hafa gluggana mína opna. Voaðlega á maður alltaf erfitt þegar maður er í prófum! haha.

Annars var alveg æðislegt að hitta allar vinkonurnar á Íslandi :) Gaman að geta talað girl talk ! Soffía er líka besti gestgjafinn í heiminum og hún og Jóhann eru alveg hrikalega góð í að búa til geggjaðan mat. Takk fyrir mig elskurnar :)