Sunday, December 24, 2006

Gleðileg jól !!!

Hafið það sem allra best í kvöld í faðmi fjölskyldu og ástvina :)

Stórt knús

Kristrún og Frank í Núpó :)

Thursday, December 21, 2006

Þá er stundin runnin upp

Dagurinn í dag var pínu skrítinn þar sem hann var síðasti vinnudagurinn minn!! Nú er ég laus undan þessu rugli...jei. Kannski verð ég rosalega desperate og vinn þarna sem afleysing á næsta ári en ég held varla að ég nenni því. Flest ungafólkið er að flýgja núna og á okkur dynja dauðvona fólk sem þar á mikilli ummönnun að halda þannig að það verður rosalega þarna um jólin og í janúar. Við erum 6 eða 7 að hætta núna og svo bætast sífellt fleiri við sem tala um að þeir vilji hætta. Yfirmaðurinn minn kvaddi mig ekki einu sinni í dag því hún mundi alveg örugglega ekki eftir því að ég væri að hætta, það segir mjög mikið um hana og skipulagið þarna. jæja nóg um það!!

Erum búin að pakka og ganga frá því sem þarf að ganga frá þannig að við ættum að ná að vera tilbúin til brottfarar klukkan 11 í fyrramálið þegar lestin okkar keyrir okkur til köben. Plönin eru nett breytt en það er brjálað veður þarna heima eins og þið vitið væntanlega og sóley og palli treysta sér ekki í óveðrið á laugardaginn þannig að þau ætla að keyra snemma í fyrramálið. Njalli var svo sætur að bjóða okkur far með honum og bróður hans þannig að við erum rosalega fegin og ánægð með það. Sóley var líka mjög sæt í sér og bauð okkur að gista í íbúðinni þeirra sem er alveg geggjað :) Takk fyrir það!! Ég vona bara að lestinni seinki ekki mikið og að flugið okkar standist líka, þá verð ég ánægð.

Vonandi eru allir búnir með mesta jólastressið og eru að detta í rólegheita jóla gírinn :)

Tuesday, December 19, 2006

Wally

Þá erum við orðin kjarnafjölskylda sem samanstendur af tveimur fullorðnum og einum merði !! Já það er eitthvað sem býr inni í veggjunum okkar (sem eru þakið á húsinu) og við höldum að það sé husmår sem er einhversslags mörður. Við höfum ákveðið að kalla hann "Wally" þar sem hann býr inni í veggjunum. Tvisvar sinnum höfum við heyrt mjög greinlega verið að "krafsa" í vegginn að innan í fyrstu tvö skiptin var það þar sem við sofum...úhe! Ég gerði Frank svo gráhærðan (ef hann hefði hár) þegar ég þóttist sjá Wally fyrir aftan sófann og Frank stökk upp og var svo allur sveittur og stressaður.

Var að reyna að troða jólagjöfunum og fötunum mínum í ferðatöskuna mína sem mér finnst vera mjög stór en það er alls ekki pláss fyrir þetta allt saman. Ég og Frank erum reyndar búin að svindla geggjað mikið og opna nokkrar jólagjafir því við nennum ekki að taka allt með. Mér fannst reyndar eins og að ég væri að kúka á kirkjugólf því það var svona "þetta er rangt!!" tilfinning inni í mér EN það er alltaf gaman að opna gjafir þannig að þessi vonda tilfinning breyttist í pakkagleði :)

Sjáumst!

Monday, December 18, 2006

Mind-blowing drawings

Check out these 3D chalk drawings. The artist is called Julian Beever, and his drawings are amazing.

frank

Thursday, December 14, 2006

Jólin koma

Þá er frídagur númer tvö brátt á enda og ég er næstum búin að gera allt sem gera þarf áður en ég og Frank komum til Íslands. Við erum reyndar í smá klípu því við þurfum að sjálfsögðu að taka allar gjafirnar handa þeim heima og svo allar gjafirnar sem við fáum frá fjölskyldunni hérna. Það er í raun ekki sérstaklega gáfulegt að taka þetta allt með en samt finnst mér vera synd að opna pakkana fyrir jólin. Maður ætti kannski að opna þyngstu pakkana og taka þá léttu með? Við fljúgum með icelandexpress og þeir eru mjög strangir á yfirvigtina þannig að maður þarf að passa sig því þetta gæti orðið dýrt spaug.

Ég missti mig aðeins í gær og keypti mér jólaskó og gallabuxur, er annars búin að kaupa mér jóladress. Það er svo gaman að fá að missa sig í búðunum hehe :) Núna er ég búin að kaupa allar gjafir og keypti svo jólakort í dag. Ég er með blendnar tilfinningar gagnvart jólakortunum, langar eiginlega bara að senda þeim sem ekki búa á landinu og ég mun ekki hitta um jólin og svo bara kyssa og knúsa þá sem ég veit að ég mun hitta yfir jól og áramót...veit annars ekki hvað ég geri því ég hef mjög mjög lítinn tíma þangað til ég flýg heim og svo verð ég líklegast komin til Akureyrar seinnipartinn á Þorláksmessu. Ég vona að fólk verði ekki reitt við mig ef ég sendi þeim ekki kort!!

Já nú er íslenskan mín officially léleg!! Var á kaffihúsi með Evu minni í dag og ég ætlaði að segja lauslát en sagði í staðinn látlaus!!! Fannst eitthvað furðulegt við orðið en var samt ekki að fatta hvað ég hafði sagt hahaha.

Hlakka annars ROSALEGA til að hitta alla heima á Íslandi !! : )

Monday, December 11, 2006

A lot of shit

Jæja þá er orðið pínu langt síðan ég "spoke out" hérna á vefnum. Er bara svo útkeyrð eftir vinnudaginn að ég meika ekki meira. Núna er til dæmis líknardeildin yfirfull þannig að fólk er sent heim til að deyja þannig að við hjá heimahlynningunni þurfum að sjá um fólk í þann tíma sem það hefur eftir. Yfirleitt er fólk rúmliggjandi og mjög mjög veikt og fjölskyldan gerir sitt besta til að hjálpa til og vill gera miklu meira en þau í raun geta, að sjálfsögðu. Mér finnst þetta frekar erfitt þar sem amma mín er með krabbamein og hin amma mín lést einnig úr krabbameini og svo á ég einn frænda sem er bara um tvítugt sem er mjög veikur af hvítblæði og svo er systir ömmu minnar (í föðurfjölskylduna) líka veik og komin á líknardeild. Svona er lífið og maður þarf að sætta sig við ýmisslegt.

Á fimmtudaginn seinasta fékk ég svo bréf frá háskólanum hérna í Aarhus þar sem fram kemur að ég kemst EKKI inn í skólann!! fokking hálfvitar!! sorry en þegar ég talaði við námsráðgjafann þá sagði hún mér að ef ég kæmist inn í skólann þyrfti ég að byrja á því að taka tvö ba fög sem eru víst ekki kennd á Íslandi. Svo skrifa þeir mér að ástæðan fyrir því að ég komist ekki inn sé að ég hafi ekki tekið þessi sömu tvö ba fög sem þeir töluðu um að ég ætti að taka ef ég kæmist inn!! helló hvar er lógíkin í því???? Ég held reyndar að ástæðan sé einhver önnur og mig grunar að það sé vegna þess að ég sé frá Íslandi því ég hef talað við tvær stelpur sem eru í skólanum og þær segja að það sé einhver mórall gagnvart Íslendingunum og þeir vilja greinilega ekki fá okkur inn. Allavega þá get ég semsagt tekið þessa tvo kúrsa ef ég vill en það gæti tekið mig 2 ár!! Og ég þarf að borga um 40 þús íslenskar fyrir það. Annað fagið er semsagt kennt núna á næstu önn og svo er hinn kúrsinn bara kannski kenndur á önninni þar á eftir.
Virkilega skemmtilegt þar sem ég get heldur ekki fengið neina vinnu sem passar við mína menntun!! Veit núna ekki hvað ég er að gera í þessu tækifæralausa landi?? Á reyndar besta kærasta í heimi :) jæja núi sjáum við bara til hvað ég geri. Kannski getið þið vinkonurnar hjálpað mér við ákvörðunartökuna þegar ég hitti ykkur um jólin, sem er ansi bráðlega :) jeijj :)

Hlakkar ógeðslega til að koma heim og hitta alla og bara slappa af án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vinnunni, bara lúxus...þangað til ég þarf svo að ákveðja framtíðina hehe.

Hafið það gott

Saturday, December 09, 2006

New old pictures

We have a new gallery for our pictures............. click the word after word

Monday, December 04, 2006

We play for both teams...

So we took one of these tests that can tell you how and what you are. (Otherwise you would have no way of finding out.) Anyway, it turns out that we are half'n'half. I'm glad we took this test, because I've been having my doubts. Especially with the tender breasts and split ends that have been troubling me lately. But here we have it - fitty fitty:

You Are 50% Boyish and 50% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch. Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them. You're just you. You don't try to be what people expect you to be.


Frankrún

Thursday, November 30, 2006

Músíkk

Er búin að vera að tékka á músíkk í dag og langar að vita hvort það sé komið eitthvað gott frá Íslandi ?? Getur einhver sagt mér það??

Mæli með Mikael Simpson sem er danskur tónlistarmaður sem spilar poppaða raftónlist á dönsku http://www.mikaelsimpson.dk/. Ég keypti til dæmis almbúmið hans í rafrænu formi á netinu sem er frekar sniðugt og borgaði um 1000 ísl kr fyrir það. Beck er búinn að gefa út nýtt albúm og maður getur að meira að segja hlustað á nokkur lög á heimasíðunni hans http://www.beck.com/ sem mér finnst cool, svo er hann bara svo sætur strákurinn!! Ég líka mjög spennt fyrir nýja albúminu hans Damien Rice og hef óskað mér það í jólagjöf.

Annars eyddi ég deginum (eftir að ég kom heim úr vinnunni) í að horfa á GusGus myndbönd en þau eru með fullt af mynböndum á heimsasíðunni sinni sem er skemmtilegt http://www.gusgus.com/. Maður fær nett flashback að horfa á sum videoin :) Svo er ég farin að sjá ýmsa hluti eins og íslenska tónlist í nýju ljósi þar sem ég er komin í allt aðra menningu hérna og finnst við Íslendingar ansi flippaðir oft á tíðum !! hehe.

Hvað eruð þið annars að hlusta á þarna úti??

Wednesday, November 29, 2006

Sjokkerandi fréttir

Ég er bara í nettu sjokki því fréttirnar hérna hafa verið svo svakalegar. Fyrst kom frétt um að maður hafði fundið nýfætt barn fyrir utan sumbústaðinn sinn en móðirin hefur ekki látið í sér heyra en barnið virðist vera heilbrigt. Svo kom frétt um að maður hafði orðið fyrir flutningabíl og svo keyrðu um það bil 15 bílar yfir líkið af honum því fólk hélt að hann væri dýr!! Frekar mikið ógeðfellt. Svo nú í dag sá ég að í gær hafði ung móðir með þrjú börn verið á leið út úr strætó þegar bílstjórinn lokaði hurðinni á barnavagninn sem hún var með þannig að barnið dróst með strætónum 16 metra og kastaðist svo úr vagninum og móðirin horfði ráðalaus á og var viss um að barnið hennar væri látið því það grét ekki eða sagði neitt. Hann var reyndar fullkomlega heilbrigður fyrir utan ljótar skrámur í andliti. Í sumar skeði nákvæmlega það sama fyrir unga móður sem var að koma úr lest með barnavagn og það barn dróst 1500 metra með lestinni en lestar keyra mikið hraðar en stætóar þannig að það var bara kraftaverk að það barn lifði af. úff úff.

Það virðist vera að bílstjórar almennt séu of stressaðir til að líta í kringum sig og athuga hvað er að gerast. Er þetta ekki pínu rosalegt??

læt þetta nægja í bili !!

Friday, November 24, 2006

The Calming Doll



Æi sorry er í gømlu tølvunni okkar en tad eru engir íslenskir stafir hérna!! Ég á mjøg dáleidandi kærasta en hann hefur tann hæfileika ad "dáleida" mig á kvøldin tegar ég á erfitt med ad fara ad sofa. Hann notar semsagt bara røddina og segir mér ad slappa af í fyrst fótunum og svo færir hann sig upp allan líkamann og ég held ad ég hafi verid vid tad ad sofna tegar hann koma ad mjødmunum. Mér datt svo í hug ad hann gæti nú kannski hagnast á tessum hæfileikum sínum og vid gætum framleitt einhvers lags bangsa eda brúdu sem talar á róandi hátt. Tad gætu svo verid mismunandi stillingar fyrir mismunandi tækifæri t.d ef einhver er í hjartasorg tá gæti vélmennid sagt øllu réttu ordin sem madur vill heyra eins og ad madur sé fallegur og gódur og ad "hinn rétti" sé bara handan vid hornid og svo framvegis. Gód hugmynd ekki satt?? Vélmenndi gæti svo haft hita inni í sér tannig ad tad væri notalegt ad halla sér uppad tví og svo væri bara hægt ad bæta vid allskonar svona smáatridum. Kannski er nú tegar búid ad búa til svona sjúkt tæki ?? Hef amk séd ad tad eru til svona kynlífs dúkkur sem eru sjúklega raunverulegar, frekar ógedfellt tad.

Vid erum annars ad fara á Kashmir tónleika í kvøld :) http://www.kashmir.dk/news/latest/ Teir eru geggjadir og vid fengum ókeypis mida en einn midi kostar 230 DK sem er næstum 3000 islkr. Á morgun førum vid svo til Horsens i Julefrokost og svo á Sunnudaginn førum vid í afmæli til systur Franks tannig ad tad er nóg ad gera. Ég á svo frí á mánudaginn líka tannig ad tetta verdur løng og gód helgi !!

Góda Helgi til ykkar allra tarna úti !!!


Sunday, November 19, 2006

A long, but untrue story

........so I was thinking. It's been a really long time since my last post. I don't know, maybe the blog and I just drifted apart, like a pair of ducks where one, probably the mail duck, is too close to a waterfall and the other one is safely nesting in a bush nearby. Yeah, that's exactly how the blog and I drifted apart, come to think of it. But here I am again. I'm back, Blog, hjúkkit!

So what's been going on since I fell down a waterfall and nearly drowned, but was miraculously saved by a pack of nice beavers who were building a dam out of branches and also man-made waste, such as plastic bags and dildos, false teeths, and those scary dolls that close their eyes when you tilt them violently.

Well, Ive gone through a dramatic cosmic makeover for one thing. Apparently, it all happened when the beavers saved me. All deprived of oxygen and bruised from the sharp rocks, I was taken in to recuperate in the company of nature's own engineers. When I was coming in and out of consciousness because of a strong fever from the infected bruises, I distinctly recall a certain chanting going on. It was a soothing, encouraging, and almost angelical chant from several voices that all had nasty lisps:

Be nithe to nathure, Thrank!
Uthe the proper methodth of dithpothal, suth ath the thorting of garbathe
Thiow nathure the rethpect it detherveth - it ith the reathon you are here...ere.......er.......e (echoing out in a dramatic, epiphany-kind-of-way)

So to shorten a long story, thanks to a group of lovable rodents, I see it as my task to advocate that we, as humans, the masters of the univers, show nature its due respect.

Hej Hej!

Frank

Friday, November 17, 2006

Líf mitt í litlum bitum


Framhald...
Myndin var ótrúlega góð!! Mæli eindregið með henni og sérstaklega fyrir þá sem eru fyrir stjórnmál, það er til dæmis mjög oft vitnað í Lenin og Marx og fleiri í húmorísku samhengi. Það er í raun gert pínu grín að socialismanum á sama tíma og skuggahliðar hans eru sýndar á realískan hátt. Myndin fjallar einnig um nokkra mjög áhugaverða karaktera sem berjast fyrir að "finna" sjálfan sig, ástina og frelsið. Vil annars ekki segja meira fyrir ykkur sem ætlið að sjá myndina sjálf.

Andlitslyfting
Seinast þegar ég fór í klippingu fékk klippingakonan mín þá hugmynd að plokka Mikka Mús hárin mín, þið sem þekkið mig vel vitið alveg hvað ég er að tala um og hversu mikla angist þessi örfáu hár hafa valdið mér. Það heppnaðist svona vel að núna er ég sjálf farin að plokka og það er alls ekki svo vont eins og ég bjóst við. Andlitið á mér virðist strax lengra og ég get gert meira við hárið á mér :) Gaman þegar maður fær svona auðveldar lausnir upp í hendurnar á sér!

Vinnuhelgi
Er annars að fara að vinna alla helgina sem mér finnst bara ágætt þar sem ég nenni ekki neinu öðru. Það er ótrúlega mikil pressa að eiga bara frí aðra hverja helgi því þá finnst mér að ég verði að gera eitthvað alveg sértstaklega skemmtilegt, úff. Var í rosa vondu skapi um daginn því mér fannst ég bara alls ekki vera að nýta tímann. Svona hugsunarháttur á eftir að gera mig geðveika þannig að ég ætla bara að slappa geggjað mikið af um helgina og vinna.

Matur
Annars er ég að verða þreytt á að Frank "ríði rækjum" í eldhúsinu og ætla að taka til minna ráða og hef þarmeð "pantað" eldhúsið næsta þriðjudag en þá fær minn maður ekki að stíga fæti inn í þetta yndæla horn okkkar. Ég hef verið að skoða uppskriftir á netinu og ætla líklegast að skella mér á eina með fiski. Ég horfi voða mikið á Rachel Ray þessa dagana og það fær mig líka til að elda meira því hún lætur þetta allt líta svo auðveldlega út því hún býr aðeins til auðvelda rétti sem tekur stuttan tíma að búa til .

By the way...
Djöfull er þýska geðveikt cool tungumál...sexy sexy...call mer crazy!

Tuesday, November 14, 2006

Þýskt þema

Ég er að fara í bíó í kvöld með báðum þýsku vinkonunum mínum en við ætlum að sjá þýska mynd sem heitir Das Leben der Anderen eða á dönsku De andres liv http://www.deandresliv.dk/deandresliv/. Myndin gerist í Austur Berlín árið 1984 og meira veit ég ekki því ég elska að láta koma mér á óvart. Sinikka frænka hans Frank er búin að sjá hana tvisvar sinnum í bíó sem þýðir að hún hlýtur að vera góð því það er ógeðslega dýrt að fara í bíó hérna í Danmörku. Tine önnur stelpanna sem ég ætla að hitta er nýflutt í hverfið mitt og bíóið er akkúrat mitt á milli okkar, það tekur 3 mín að labba, þannig að það var tilvalið að skella okkur í bíó.

Er í fríi í dag og er að taka íbúðina í gegn eins og svo oft áður á frídegi. Sólin skín en það er alltaf gott veður þegar ég á frí og svo hrikalega ömurlegt veður þegar ég er að vinna.

Ef ég held áfram með rasisma umræðuna þá vil ég svara kommentinu hennar Sólrúnar um að jú að múslimarnir verða fyrir miklu áreiti hérna í Danmörku. Ég sé í sjónvarpinu næstum því á hverjum degi fréttir af því að fótboltabullur ráðist á útlendinga eða kalli þá niðrandi nöfnum eins og "perker" sem er mjög neikvætt. Sá svo þátt um einn mjög sætan strák sem á litla kjörbúð í litlum bæ en fær ekki að hafa hana í friði því það er alltaf verið að henda brjóta rúðurnar og fleira í þeim dúr þannig að hann neyðist til að búa í kjörbúðinni. Lögreglan hefur ekki gert neitt til að hjálpa honum og hann var við að gefast upp á búðinni en þá tóku bæjarbúar sig til og söfnuðust saman fyrir framan búðina hans til að mótmæla kynþáttahatri. Mér fannst það frekar cool.

Málið hérna í Aarhus er að það er því miður búið að myndast "gettó" hérna þar sem er búið að koma öllum "útlendingum" fyrir í einni kös sem er ekki svo gott og þar eru mörg vandamál. Þar er til dæmis grunnskóli með 100% börn af etnískum bakgrunni. Þannig myndast svo ólíkir hópar og þá myndast togstreita, hef sko lesið um þetta í sálfræðinni. Ef hóparnir gætu unnið saman og sameinast myndi ferlið verða auðveldara en það er erfitt þegar þetta er svona aðskilið. Fréttir um æresdrab eru svo ekki að hjálpa ímyndinni þeirra. Fyrir þá ryðguðu í dönskunni þá er æresdrab þegar fjölskyldan vinnur saman í að drepa konur því þær giftust röngum manni og lögðu skömm á fjölskylduna.

Thursday, November 09, 2006

Rasismi

Leiðindamál...

Anna talar um rasmisma á Íslandi á blogginu sínu, www.annatobba.blogspot.com, ég vil hinsvegar tala um rasisma á mínum vinnustað hérna í Danmörku. Ég vinn nefnilega
með nokkrum útlendingum og er einn slíkur og hef séð að ekki er allt með felldu í þeim málunum. Ein af þeim er kona sem er frá Brasilíu og hefur unnið þarna í 12 ár og hún segir að það hafi verið hrikalega erfitt sem útlendingur. Fólk hefur til dæmis nánast lagt hana í einelti af þeirri ástæðu að hún talar "lélega" dönsku. Oft oft hefur hún farið heim úr vinnunni með tárin í augunum og lofað að fara aldrei aftur í vinnuna og bara liðið rosalega illa. Bara núna fyrir hálfum mánuði kom hún til mín í uppnámi því hún hafði séð fjóra af samstarfsólki okkar standa í hóp og hlægja og gera grín að dönskunni hennar!!. Hún vildi ekki segja mér hverjir akkúrat þetta voru en fór svo og ræddi málin við yfirmann okkar og hún sagði að þetta væri algengt vandamál og gaf henni nokkra bæklinga um svona mál. Hvað er annars hægt að gera í svona málum? Þessi kona segir að málin hafi aðeins batnað eftir að fleiri útlendingar fóru að vinna þarna og hún var ekki sú eina.

Tuesday, November 07, 2006

Helgin


Föstudagur

Við skelltum okkur á RECession tónlistarhátíðina. Við fórum fyrst á stað sem heitir Lynfabrikken sem er svona listamannastaður, mjög cool og cosy. Þar spilaði hljómsveit frá Kaupmannahöfn sem heitir Harpcore og samanstendur af tveimur stórum hörpum og gaur á tölvu. Önnur stelpnanna sem spilaði hörpu var mjög fyndin og talaði mjög mikið um nútímadellur eins og numerology og fleira í þeim dúrnum. Tónlistin var líka mjög cool án þess að vera alvarleg á neinn hátt. Áhorfendur voru í dauðari kantinum eins og svo oft áður hérna í Danmörku, allir að drepast úr feimni eða kurteisi eða einhverju sem ég get ekki alveg útskýrt. Svo spilaði gaur frá Englandi og svo spilaði og svo dönsk stelpa sem enginn nennti að hlusta á þrátt fyrir að hún væri alls ekki slæm. Við fórum svo á aðal rokkstaðinn hérna en hann var næstum tómur!! Enn dauður bær! by the way þá var útgáfudagur á nýja jólabjórnum sem er víst ægilegt event þannig að fólk var greinilega annars staðar að smakka bjór. Svo fórum við á aðra fabrik en hún heitir Chokolade fabrikken, gott nafn! Þar var hiphop og dauðapopp hehe. frekar fyndið en það var einhver hljómsveit frá Bandaríkjunum sem spilaði fáránlega blöndu af dauðarokki og poppi, söngvarinn var til dæmis svona poppútgáfa af Marilyn Manson, skelfing!

Laugardagur

Enn meiri tónlist! En við skelltum okkur til Randers til að sjá tónleika á vegum Rosa- þar sem Frank vinnur. Þar voru nokkrar danskar hljómsveitir af ýmsum toga, t.d rokk, rapp, reggea, popp og fleira sem spiluðu með DR bigband. Við vorum pínu skeptísk hvernig þetta myndi passa saman en þetta var ótrúlega vel heppnað :) Fólk sat við borð með kertaljósum á og steminingin var einhvernveginn virkilega góð. Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á eina sem heitir Natasha en hún vann reggea keppni á Jamaica, það var ótrúlegt hvað hún passaði vel við svona bigband tónlist. Svo var hún með tvær "dillur" á sviðinu og maður varð bara svona glaður að hlusta á þær. Ég frétti svo reyndar eftir á að hún hefði verið rosalega skökk !! haha. Svo fór ég bara heim eftir tónleikana og var hin rólegasta.

Sunnudagur

Fórum í afmælisveislu til Horsens en mamma Franks átti afmæli um daginn og bauð okkur öllum að í smá veislu. Mjög næs og góður endir á góðri helgi.

Nóg í bili

Bless allesammen

Wednesday, November 01, 2006

Snjór og kuldi/ huggulegheit

hæ!! Vaknaði afslöppuð og útsofin eldsnemma í dag :) Yndislegt !
Sá mér til mikillar undrunar að það er snjókoma úti!! Fannst ég þá vera hrikalega heppin því ég er í fríi í dag og á morgun!! Næs ;) Er samt að hugsa um að skella mér í BILKA og tékka á ýmsu, t.d moonboots hand Bjarmakrúttinu. Sit því bara hérna í myrkrinu (Frank sefur) , vafin inn í teppi með tölvuna í fanginu, Næs ;) Það er reyndar pínu bögg hérna í íbúðinni okkar að við erum bara með rafmagnsofna sem ég held að sé rosalega dýrt þannig að við getum ekki kyndað eins grimmt og ég vildi og er vön að heiman þar sem hitinn "vex á trjánum".

Var að lesa á blogginu hennar Tinnu um daginn að hún var að velta fyrir sér hvenær hún varð fullorðin. Mér finnst þetta mjög áhugavert umræðuefni því mér finnst ég vera að verða svo fullorðin en á pínu sorglegan hátt. Væri til dæmis til í að segja spennandi sögur af sjálfri mér en í staðinn tala ég bara um vinnuna og líkurnar á því að komast inn í háskólann. Er það að vera fullorðinn eitthvað svona líffræðilegt í bland við félagslegt?? Þarf maður að ganga í gegnum eitthvað til að vera fullorðinn eða er nóg að vera komin með hár á bringuna ? (Ég er sko ekki með hár á bringunni hehe). Held nefnilega að þetta sé eitthvað sem er mjög misjafnt eftir menningu landa, ekki satt Sólrún? Sumstaðar þarftu að ganga í gegnum vígsluathöfn og á öðrum stöðum er það gifting. Í okkar menningu erum við meira einstaklingshyggjuð og finnst að hver og einn megi gera eins og hann/hún vill sem er bara gott en þá pælir maður pínu í því hvort sumir séu þá í raun aldrei "fullorðnir" því þeir velja annan lífstíl en það sem flokkast sem fullorðinn?. Auðvitað er maður fullorðinn eftir vissan aldur en ég er nú bara að pæla svona hreint félagslega. Allavega hlakkar mig til að byrja aftur í skóla, ef ég kemst inn, og spá og spekúlera í hinum og þessum málum. Sakna þess núna, þrátt fyrir að ég hafi verið komin með ógeð í fyrra.

jæja im going to spare you with more thought for now...

Sunday, October 29, 2006

Makeover Madness

Er orðin heilaþvegin á þáttum eins og " tíu árum yngri á tíu dögum" og " Extreme makeover" en við erum því miður bara með 3 sjónvarpsstöðvar og ein af þeim er svona "stelpustöð" og þeir sýna amk 3 eða 4 makeover þætti á dag! Ég fór því að hugsa um þessa afdrifaríku línu sem flokkar konur niður í "fyrir" og "eftir". Ég man að þegar ég var yngri sá ég þessar myndir bara í tímaritum og DV en núna er þetta endalaust í andlitinu á manni. Ég er farin að sjá að ég er komin yfir í "fyrir" flokkinn. Ég held samt að ég sé ósköp venjuleg stelpa á mínum aldri. Er eðlilegt að þessi blessaða lína liggi svo lágt?? Hver er eiginlega þarna hinumegin? Getur maður í alvöru verið þarna megin án þess að hafa fengið einhverja aðstoð frá læknavísindunum ? Skiptir það einhverju máli hvorumegin maður liggur? Ef maður detttur yfir í "fyrir" flokkinn kemst maður þá nokkurntímann fyrir í "eftir" hópinn?
Svo er alltaf talað um að fólk vilji bara vera jafn fallegt að utan sem það er að innan. Það meikar ekkert sens!! Skiptir útlitið semsagt meira máli en persónuleikinn?? kannski er þetta fólk svona næs akkúrat af því að það lítur út eins og það gerir. Mér finnst sorglegt að allir þurfi að vera eins og að fólk geti ekki lifað lífinu til fullnustu bara af því að það lítur "öðruvísi" út. Það eru samt svo margar rannsóknir sem sýna að þeir sem eru fallegir eru taldir gáfaðri og eru yfirleitt betur metnir en þeir sem teljast ófríðir. Er bara þreytt á þessum kröfum sem hanga yfir manni og fær mann til að fá samviskubit yfir engu.

Hver er það samt sem ákveður hvernig við eigum að líta út? Af hverju þurfa konur að vera svona gerfilegar? Ég held að þetta sé í raun allt vegna mjög árangursríkra markaðssetningar á fegurðarvörum og fegurðar aðgerðum . Manni er í raun seld hugmyndin að maður eigi ekki að líta "venjulega" út. Er þreytt á þessu öllu saman!! Finnst gaman að líta vel út en finnst samt eins og ég geti í raun aldrei náð þessu takmarki að líta eins vel út og ég "gæti".

Hvað finnst ykur?

Friday, October 27, 2006

Black magic

já þegar talað er um storm heima þá tekur maður því sem alvöru en eins og kom fram hér í umræðunni á fyrri færslunni er standardinn einhver annar hérna. Ég klæddi mig eins og ég veit ekki hvað með húfu, stóran trefil og í brettaúlpu og mætti svo í vinnuna og þá var skellihlegið að mér því ég var víst "pökkuð inn". Það var frekar heitt í 16 stiga hita og vindurinn var frekar sterkur en ekkert rosalega, ég átti amk ekki erfitt með að hjóla á milli gamlingja. Ég fékk annars góð viðbrögð frá fólki í vinnunni í sambandi við hárið og Lasse sem er strákur sem ég vinn með fannst þetta fyndið mál og kallaði mig til dæmis "blacky" og fannst ég nett kinky með þetta hár. Frank er glaður með þetta en ég er samt mjög ósátt og er búin að ákveða að skella mér í ljós við fyrsta tækifæri og vonast til að allar skaðlegu bylgjurnar nái að dempa litinn.

Langar bara að djamma í kvöld en verð að bíða þangað til næstu helgi! Hlakkar til að hætta í þessari vinnu og vera frjáls um helgar. Auðvitað langar mig miklu meira að gera eitthvað þar sem ég veit að ég get það ekki, týpískt hehe. Var að kaupa nýju plötuna hans Mikael Simpson á netinu en hún heitir "Stille og Uroligt" og er mjög cool. Við erum með geggjað internet sem downloadar á hraða ljóssins :)

Ætla að halda áfram að hlusta á góða tónlist, drekkar kók/bjór og borða nammi! (Er eiginlega farin að sötra bjór á hverju kvöldi, held það séu einhver dönsk áhrif).

Góða helgi

Thursday, October 26, 2006

Nú er það svart!

Big Big mistake!

Talandi um hár og hárgreiðslur þá tókst mér að eyðileggja mitt hár í dag :( Ég keypti mér nefnilega háralit sem heitir brun og bjóst við að hárið yrði þarafleiðandi brúnt! Nei það varð SVART!!! arrrg og ég sem þoli ekki gervilegt svart hár! Hvað get ég svo gert?? Er einhver með góð ráð? Ég þarf amk að skella mér í ljós því ég er eins og bleikt svín með þetta svarta hár því ég er ekki þekkt fyrir mikinn brúnan lit í andlitinu. Annars átti ég góðan dag enda var ég í frí. Reyndar eyddi ég deginum í að gera hreint á heimilinu og þvo þvott en það getur verið alveg hreint ágætis afslöppun ef maður er með góða tónlist á fóninum. Það er svo gott að horfa á Ruv á netinu og fá smá flashback frá Íslandi og svo getur maður verið með í samræðunum á Thestelps síðunni sem er gaman :)

Ég komst í eitthvað rosalegt djammstuð í dag og langar bara að hlusta á einhverja cool tónlist á cool stað með góðan drykk í hönd. Því miður þarf ég að vinna alla helgina og því miður eru ekki margir cool staðir hér með cool tónlist, langt í frá. Við erum annars að fara á tónleika í Randers næstu helgi þanni að þá verður stuð. Við þurfum svo reyndar að skella okkur til Horsens daginn eftir og halda upp á afmælið hennar Jytte tengdó sem verður kannski eitthvað minna sniðugt eftir langar djammnótt. Ég vona bara að ég verði ekki neydd til að vinna en maður veit aldrei hvað þetta pakk tekur upp á. Ég fékk reyndar spurningalista í dag sem á að prófa ánægju okkar starfsmannana þar sem ég lét alla reiði og biturleika fossa út og svaraði mjög neikvætt. Sagði til dæmis að ég hugsaði stanslaust um að hætta og finna mér aðra vinnu.

Á morgun verður stormur hérna í Danmörku þannig að það verður spennandi að sjá hvernig mér tekst að hjóla á milli gamlingjanna minna.

Takk kærlega fyrir góðar móttökur :) Það er geggjað að geta skrifað á síðuna því ég fæ jú aldrei tækifæri til að tjá mig á mínu eigin tungumáli, er reyndar orðin eitthvað riðguð og rugla mikið dönsku og íslensku. Sagði til dæmis já í vinnunni um daginn sem vakti mikla kátínu.

Tuesday, October 24, 2006

shitty day...En erum komin með internet!!!



Hæ gleði gleði!! Internetið er komið í hús :)
Ég átti reyndar ömurlegan dag, var á túr, hjólið punkterað, hellirigning og svo gekk allt á afturfótunum í vinnunni. Var þó bara nokkuð sátt við lífið í dag þar sem ég vissi að ég gæti farið heim og skrifað blogg! Viðurkenni alveg að ég er háð því að geta verið í sambandi við umheiminn og hvað er að gerast hjá öllum vinkonunum á Íslandinu góða. Já og svo fann ég Kitkat í töskunni minni sem ég hafði ekki haft tíma til að borða í dag og hafði þarmeð gleymt, nammi namm ;)

Mig dreymdi skrítinn draum í gær en mig dreymdi bæði Soffíu og Ásdísi en þær voru báðar með glænýja klippingu. Ásdís var með geðveikt flott ´60 hár en Soffía var með rosalega ljótt stutt hár, svo sá ég myndirnar hennar Ásdísar í gær og viti menn gellan bara komin með geggjaða greiðslu! Vona að Soffía sé þó ekki með eins hár og í draumnum því það var ekki gott! hehe skondið.

Frank er svo í Köben núna að fylgjast með tónleikum í tónleikaröð sem heitir TRAX en það er frekar sniðugt verkefni þar sem ýmsar danskar hljómsveitir spila tónleika á stöðum sem hafa haft áhrif á meðlimina, t.d grunnskólinn þeirra eða fyrsti barinn sem þau spiluðu á eða eitthvað álíka. Í kvöld eru tónleikarnir svo á geggjað flottu safni sem heitir Glyptoteket, er ekki viss með stafsetninguna en það er í eigu Carlsberg. Við vorum einmitt á þessu safni þegar við vorum í Köben seinast, mæli eindregið með því og mig minnir að það sé alltaf frítt inn á miðvikudögum.

Þið sem verðið á Íslandi um jólin endilega komið með einhverjar hugmyndir að einhverju sem við getum gert! Gætum við til dæmis hist og djammað saman á Akureyri? hvar gætum við t.d hist? Mig langar rosalega að nýta tímann sem allra best og hitta alla eins mikið og ég get. Í sambandi við að vera í Reykjavík veit ég ekki alveg hvað við gerum því ég veit ekki hvar við gætum gist. Mig langar samt rosalega að vera þar í einhverja daga, kannski áður en ég fer út aftur. Soffía kemur þú ekkert til Akureyrar um jólin? Mig langar svo að sjá þig með kúluna ! Sóley ef þú lest þetta endilega láttu mig vita hvar þú verður um jólin, mig langar svo að hitta þig líka :)

Verð svo að fara að taka myndir af nýju íbúðinni okkar og setja hérna inn!

Gott að vera komin tilbaka!

Nú get ég til dæmis skypast með þeim sem langar :)

Tuesday, October 17, 2006

Hreinræktud bloggfærsla

Hef ekki nennt ad skrifa mikid hérna tví midur en vid bídum enntá eftir ad fá internetid, danir eru stundum frekar rólegir tegar kemur ad svona málum!

Helgin var dásamleg og ég er alveg hreint endurnærd! Thøkk sé Eydísi, Òla og krøkkunum teirra. Ég og Frank skelltum okkur nefnilega í smá ferlalag til Ålborg um helgina. Adal sportid var ad borda sem mest og smakka allskyns gæda bjóra sem fást ekki á Íslandinu góda. Vid fengum svo íslenskan mat sem gefur sko orku en vid fengum hinn klassiska rétt sodinn fisk og heimabakad rúgbraud :) Var ekki búin ad átta mig á hvad ég hef saknad ýsunnar mikid mmm. Einnig fékk ég Cheerios sem er víst bannad hér á landi en ég var alveg hooked á tví í svo mørg ár. Tad er líka stundum naudsynlegt ad komast i burtu frá øllu og bara gleyma vinnunni og øllum áhyggjunum og stressinu. Vinnan er farin ad batna núna en ég held ad vid høfum nád hápunkti hér um daginn tegar amk tvær stelpur grétu vegna álags og svo um helgina tegar 8 manns sem áttu annars helgarfrí voru neyddir til ad vinna, by the way tá má madur ekki segja nei ef madur er pålagt sem tad heitir. Ég var svo heppin ad fá frí og komast í burtu! àtti svo ad vera í fríi líka í gær en var bedin um ad vinna sem ég samtykkti bara af tví ad ég veit ad ég fæ helgarfrí aftur næstu helgi, bara vegna mistaka reyndar hehe.

Ég er ad koma heim um jólin og á flug tann 22.des og flýg svo til DK aftur tann 10. janúar. Virkilega langt og gott frí en ég ætla semsagt ad segja upp í vinnunni og stinga af til Íslands og njóta mín tar :) Veit svo ekkert hvad gerist eftir tad!! Er bara alltaf ad halda í vonina ad ég komist inn í Háskólann en madur veit svosem aldrei. Ef ekki verd ég ad byrja ad leita mér ad einhverju ødru. Tad versta er bara ad Frank verdur líklegast líka atvinnulaus í janúar sem er ekki spes fyrir fjárhaginn. Hann kemur med til íslands en flýgur til baka tann 3.jan tannig ad ég fæ smá alone time lika.

Nenni ekki meiru hérna á tessu leidinlega bókasafni!

sakna íslands og ykkar allra !!

Thursday, September 28, 2006

Lífid er vinna

hæ hæ

Afsakid mig hvad ég er løt ad skrifa nuna, er bara of treytt til ad hjola alla leid nidur á bokasafn eftir vinnu til ad skrifa. Langar samt alltaf til ad skrifa eitthvad en hef ekki orkuna til tess. Vinnan min er semsagt alveg ad drepa mig og mig langar bara ad hætta en ætla samt ekki ad gefast upp alveg strax. Malid er bara ad ALLIR eru veikir og hafa verid tad i svona einn og halfan manud og "velferdarikid" Danmørk er sko ekki ad eyda einni kronu meira i gamla lidid en teir turfa sem tydir ad tad ma ekki kalla inn auka folk heldur eigum vid hin bara ad vinna a vid trja !! alvel ømurlegt og svo fær madur ekkert i stadinn. Svo á ad skera nidur 119 miljonir DK og hvad gerist tá?? Er bara fegin ad ég er hér bara i stuttan tima, samt fjora manudi i vidbot ef eg kemst i skolann og ef ekki ta verd eg ad finna mer eitthvad annad sem verdur erfitt tar sem a ad segja upp heilum helling af folki a næstunni. Geggjad!!
Annars gengur rosalega vel i vinnunni og gamla folkid er mjøg hrifid af mér og ég fæ alltaf auka plus i kladdan fyrir ad vera fra islandi tannig ad tad ma segja ad tad se svona øfugsnuinn rasismi hehe!! Teir allra erfidustu og surustu eru ordnir vinir minir og einn bad i gær um ad eg væri hans fasti hjemmehjælper tvi hann vill hafa mig sem mest! gaman ad vera vinsæll hja teim eldri ;) Samstarfsmennirnir eru samt ekkert rosalega spennandi og vid náum einhvern veginn ekkert ad kynnast tar sem vid eydum næstum tvi engum tima saman.

Ætti ad reyna ad vera bjartsynari á sjalfan afmælisdaginn !! Ég á amk yndislegan kærasta sem gerir lif mitt yndisslegt :) Vid erum lika ótrulega hamingjusøm i nyju ibudinni okkar sem er svo kosy og bjørt:) Ég fer brádum ad setja inn myndir af herlegheitunum.

Er búin ad jafna mig í munninum og ætla aldrei aftur i IKEA hehe nei bara grin. Er bara misheppnud stundum.

Fannst geggjad ad fá afmælis sms frá mismunandi løndum í dag: Íslandi, Danmørku, Englandi og Svíthjód :) Takk fyrir tad :) Ég á greinilega mjøg international vini!

kys og kærlighed til jer allesammen :)

Thursday, September 14, 2006

Blódugt dømubindi!

Heil og sæl !!

Já tad er ansi langt sídan sídast og margt drifid á mína daga, sumt gott annad slæmt.
Vid erum flutt sem er algjørt ædi!! Íbúdin er algjør draumur og vid sofum eins og steinar, fyrir utan tær nætur tegar ég vakna kl fjøgur og get ekki sofid meira !! Nágrannarnir eru næs og vid tekkjum tá næstum alla. Vid erum ad koma okkur fyrir og tad er pínu erfitt og okkur vantar húsgøgn. Ég skodadi svo nokkrar týpur af veggfódri í dag og leist vel á, vid megum reyndar ekki líma tad á vegginn en vid vorum ad hugsa um ad hefta tad, eda finnst ykkur tad léleg hugmynd?

Ég lenti svo í fáránlegu slysi seinasta føstudag. Ég og Frank fórum med strætó í IKEA og keyptum eitthvad smottery tar á medal járn tvottakørfu med loki sem er med stóru járn handfangi á. Ég bar kørfuna frá stræó og heim en hún var full af bjórgløsum og eldføstu móti og aloe vera pløntu. Tegar vid erum vid tad ad koma heim til okkar kemur tessi líka vindhvida og feykir lokinu af kørfunni og beint í andlitid á mér! Tegar ég finn heitt blód streyma úr munninum á mér kastaég kørfunni frá mér og brýt helminginn af bjórgløsunum en Frank øskrar fuck! og hleypur í hringi og fattar ekkert hvad hefur gerst. Tegar hann fattar tad fer hann í tad ad reyna ad stoppa blódid og tad eina sem ég var med var innlegg sem ég svo nota hehe. Svo kom reyndar gømul kona og lánadi okkur bréf og baudst til ad skutla okkur eda ad hringja i dóttur sína sem er læknir en vid aftøkkudum tad. Ég var semsagt med stokkbólgna efri vør og stórt sár í tannholdinu og svo var mér illt í annari framtønninni. Vid tøludum vid vagtlækni og hann sagdi okkur ad vera ekkert ad koma á slysastofuna og reyna frekar ad skola munninn med sótthreinsandi. Allavega tá tarf ég víst ad passa vel upp á tannholdid tví tad er audvelt ad fá sýkingu í sárid.

Ég sendi svo háskóla umsóknina mína í gær og er ánægd med ad tad sé búid, tarf bara ad bída í 3 til 4 mánudi eftir svari ! jeij.

Er ágætlega sátt vid lífid og tilveruna og lofa ad reyna ad skrifa hérna vid tækifæri. Vid fengum ad vita í gær ad vid gætum fengid internet en vid vitum ekki enntá hvenær tad verdur. Hlakkar bara til ad geta verid meira á netinu og jafnvel ad skypast adeinst meira. Mig langar til dæmis ógedslega ad heyra í Soffíu minni óléttu og heyra hvernig gengur og svo Ásdísi minni Spánarfara.

Kyss og knús

Wednesday, August 30, 2006

Farvel for now

Seinast þegar ég skrifaði langan og góðan pistil hérna klikkaði tölvan og allt strokaðist út þannig að ég hef ekki nennt að skrifa síðan!

Flutningarnir miklu byrja svo núna á laugardaginn en eftir það verð ég víst ekki í netsambandi lengur en gaurinn sem á íbúðina pantaði breiðband fyrir löngu síðan en það tekur víst bara svo langan tíma fyrir þetta lið að redda þessu!! Veit ekki hvenær við fáum internetið þannig að það gæti verið að það verði einhver þurrð hérna á síðunni minni.

Er annars bara búin að vera busy í vinnunn því það eru allir búnir að vera veikir sem sökkar og svo hef ég þurft að þrífa mjög ósmekkleg typpi og rassa sem er nýtt fyrir mér! hlakkar mikið til að vera flutt og að fá viku sumarfrí! :) ...þrátt fyrir að sumarið sé í rauninni búið. Við ætlum að fara til Kaupmannahafnar og hitta mömmu og pabba en þau eru semsagt að fara á Rolling Stones tónleikana í Horsens á sunnudaginn. Við ætlum svo að hanga með gleðipinnunum Gunna og Nínu en þau eru búin að kaupa íbúð og hafa því oláss fyrir okkur :)

gleði gleði!!

kyss kyss

Monday, August 21, 2006

Takk og hitt&þetta

Fékk lítinn pakka í dag frá Soffíu minni sætu :) Ég bað hana um að senda leiðinlega pappíra fyrir umsóknina um háskólann en fékk íslenskt súkkulaði með :) !! Ekkert smá gaman!! Takk fyrir það Soffía mín:)

Horfði á A little trip to heaven í gærkveldi og fannst rosalega skrítið að sjá blönduna af amerískri "hollywood mynd" og íslenskri fjölskyldudrama. Rosalega flott mynd en mér fannst þó eitthvað vanta upp á söguþráðinn. Var rosalega stolt í röðinni í Blockbuster þegar ég heyrði að stelpurnar á undan mér voru að leigja sér Voksne mennesker sem er jú íslensk snilldarmynd. Fór að spá hvernig hægt væri að búa til svona hollywood mynd heima á klakanum og komst að því að það hlýtur að vera spurning um peninga þar sem Baltasar Kormákur er giftur með verulega ríkri konu þá er það einmitt hann sem getur fjármagnað svona mynd. Hann er reyndar frekar hæfileikaríku að mínu mati þannig að þetta passar gott saman og frábært að þetta sé hægt í svona litlu landi og ég býst við að þetti gefi okkur virðingu frá öðrum löndum.

Voandi hættir bráðum að rigna !!

Hilsen

Friday, August 18, 2006

Langaði bara aðeins að sýna eina mynd af frekar flottum vegg í götunni við hliðina á okkar. Ég hata reyndar máva því þeir eru að gera mig GEÐVEIKA!! frekar fyndið að þessi mynd akkúrat í þessari götu því við erum nánast við sjóinn og allt fullt af þessum helvítis fuglum .

Það var rosalega gaman hjá okkur Frank í gær á litlu tónlistarhátíðinni sem heitir Oppenheimers eftermiddag. Tónlistin var reyndar bara svona lala en stemingin var góð. Ég hitti svo vini mína úr dönskuskólanum og það var gaman að þekkja svona marga allt í einu, 6 manns á sama kvöldinu hehe. Maður er nefnilega ekki vanur því að hitta fólk sem maður þekkir! Við hittum líka Peter og Louise en við vorum með þeim allt kvöldið sem var næs. Mér finnst dönsk tónlist ekkert sérstaklega góð en núna eru margar hljómsveitir með sama sándið en það er svona Björk/Múm/Sigurrósar sánd sem mér finnst pínu ófrumlegt en hef samt nett gaman af því að hlusta á það á tónleikum. Mér finnst reyndar ein dönsk hljómsveit algjör snilld en það er Jomi massage sem verður brátt útgefin heima á Íslandi, mæli með því að þið tékkið á henni. Þá er helgin að ganga í garð og ég þarf að vinna en ég fæ ekki frí fyrr en á miðvikudaginn. jeijjj!

Góða helgi :)

Thursday, August 17, 2006

Afslöppun


Svona ætla ég að hafa það í dag! Ég á frí og ætla að chilla. Veðrið er geggjað fallegt en það hefur verið grátt og blautt seinustu vikuna. Í dag er svo lítil tónlistarhátíð sem við ætlum að kíkja á saman með vinum okkar þannig að það verður ekki leiðinlegt að eiga frí :)

Kyss kyss

Monday, August 14, 2006

Helgin

Himmelbjerget

Við Frank, úff allar mínar setningar byrja á "við Frank", skelltum okkur til Horsens á föstudaginn eftir vinnu. Við fengum góðan mat og slöppuðum svo af um kvöldið, það er reyndar pínu ömmu og afa stemning þarna heim hjá Frank þar sem foreldrar Frank eru bæði komin á eftirlaun hehe þannig að það var t.d horft á heimildaþátt um neðansjávardýralíf.
Við vorum svo neidd á fætur kl hálf átta á laugardagsmorgninum, by the way var ég hrikalega fúl yfir því þar sem ég fær frí aðra hverja helgi og langar þá að njóta þess að liggja bara í rúminu. Við fórum svo með bíl til Silkeborg og þaðan fórum við svo í rosa fína bátsferð á báti sem var byggður í kringum 1860 og er stýrður af kolum. Nú hef ég semsagt séð hvar ríka fólkið hérna í Danmörku býr, t.d kallinn sem á Rúmfatalagerinn (Jysk). Flest húsin voru geðveikt stór og svo var svona boathouse við vatnið og svo að sjálfsögðu amk einn bátur. Þessi bátahús eru reyndar rosalega sæt. Eitt húsið sem við sáum er næstum 800 fermetrar en það er einhver ríkur fótboltagaur sem á það. Þar sem það var laugardagur voru margir bjórþyrstir á svæðinu og við sáum hóp af gaurum og nokkrir af þeim voru í kajökum en aðrir stóðu bara og voru greinlega á leið í kajakana. Þegar við sigldum framhjá moonaði einn þeirra okkur og einni sekúndu seinna kom geðveikt stór alda frá bátnum okkar og fleygði einum af þeim, sem var bara í venjulegum fötum, beint í vatnið hehe. Við sigldum svo að Himmelbjerget og klifum það sem glæsibrag. Þegar við vorum svo á leið til baka byrjað bara að hellirigna og það hefur ekki hætt síðan og það er ekkert grín þegar það byrjar að rigna hérna í Danmörku. Við borðuðum svo á frekar fínu og eldgömlu hóteli sem er bara veitingastaður núna.

Vinkonur

Í dag fékk ég þrjú mail frá þremur góðum vinkonum Sóleyju, Soffíu og Önnu :) Ekki slæmt það!! Takk stelpur!! Þetta með háskólamálin er náttúrulega fáránlegt og er í rauninni eitthvað nýtt hérna í háskólanum því fyrir bara tveimur árum síðar gat maður komist léttilega inn með íslenska ba gráðu en núna er víst allt gert til að reyna að losna við okkur. Mér heyrðist á studievejlederen þegar ég talaði við hana í 2005 að þau væru þreytt á að íslendingarnir væru lélegir í dönsku en það hefur ekkert með ba kúrsana að gera. Mér heyrðist á stelpunum sem ég var með í ba náminu heima og eru í skólanum hérna að þær hefðu gert mál úr þessu í fyrra því þær fengu strax neitun og svo neiddust þeir víst til að leyfa þeim að taka 2 ba kúrsa sem þær gerðu. Ég ætla að reyna að sæja um og sjá svo til hvað ég geri eftir það, nenni varla að gera mál úr þessu og færi þá bara í einhvern annan og betri skóla, t.d í USA. Æi vitiði samt hvað ég er orðin þreytt á því að vera í námi, ég nenni ekki stressinu og fátæktinni og öllu þessu veseni en langar að sjálfsögðu ekki að vera hjemmehjælper forever. Danmörk virðist bara ekki hafa svo margar góða mögulega fyrir mig, því miður.

Við keyptum okkur svo myndavél í gær í Bilka sem var algjör horror en myndavélin er geggjuð og Frank lék sér að henni í allan gærdag hehe, við þurfum bara að kaupa minniskort og þá getum við farið að taka fullt af myndum :) Þetta er annars Panasonic Lumix með Leica linsu.

læt þetta gott heita í bili !! pínu langt í dag kannski, sorry myfriends

Wednesday, August 09, 2006

Sundlaugarþrá
Ég sakna þess alveg hrikalega að liggja úti í sundlaug og láta vatnið leika um mig. Hérna í Aarhus til dæmis er aðeins ein útisundlaug, hér búa by the wya 300.000 manns! Í gær átti ég frí og veðrið var alveg geggjað gott þannig að ég ákvað að skella mér í þessa sundlaug því ég hafði heyrt að það væri frítt í hana núna. Það tók sinn tíma að finna þessa blessuðu laug og svo þegar ég kom á staðinn var hún lokuð!! Svo sá ég að það var miði sem á stóð að útilaugin væri opin á daginn milli 12 og 18 en allt annað væri lokað þannig að ég ákvað að skella mér þá bara um fimm með Frank þegar hann væri búinn í vinnunni. Þegar við komum á svæðið um fimm leytið þá var fólk í lauginn að hafa gaman en sundlaugin var samt sem áður lokuð!! AFTUR! Stelpan sem virtist vera að vinna þarna inna við læsta hliðið sagði að þau væru alveg lokuð þangað til á mánudaginn hmmm hvað var þá allt þetta fólk að gera þarna?? Við vorum mjög svekkt en gerðum gott úr þessum ágætis göngutúr en sundlaugin er í raun ekki langt frá okkur og svo er hverfið virkilega flott og kósý þannig að við kíkkuðum bara á flottar byggingar og litlar og sætar búðir.

Bjór!!
Einu sinni drakk ég bjór um það bil einu sinni í viku og þá var kannski drukkið allt frá 3 til 6 bjórum eða jafnvel ennmeira. Nú er tíðin önnur og ég drekk aldrei svo marga bjóra á sama kvöldi en drekk líklega alveg jafn marga bjóra á viku. Ég bara elska að fá mér einn kannski tvo bjóra á kvöldin, það er líka svo auðvelt að fara út í búð og kaupa sér bjór rétt eins og maður kaupir sér gos. Ég og Frank kaupum oft bjór og nammi í staðinn fyrir gos og nammi hehe. Í seinustu viku var ég ein heima á fimmtudagskvöldið og ákvað að hafa það huggulegt þannig að ég skaust út í Seven Eleven og keypti mér eitt stykki KitKat og einn Tuborg í gleri, stelpan sem afgreiddi mig þótti þetta skemmtileg blanda og sagði að nú vantaði mig bara tjald og þá væri komin útihátíð ! :)

Háskólamál
Ég nýtti fríið í gær til að spjalla með studievejleder í háskólanum í gær. Hún sagði að ég þyrfti að safna saman öllum mögulegum og ómögulegum upplýsingum um ba námið mitt frá Íslandi svo þau gætu reynt að bera það saman við ba námið hérna. Og ef ég er heppin þá geta þeir sagt mér að mig vanti kannski bara einn eða tvo kúrsa sem ég hef tækifæri á að taka núna í febrúar, ef ég er óheppin kemst ég ekki inn í skólann. Vandamálið er að ég hef bara frest til 15. september og ég þarf líka að flytja og er í 100% vinnu þannig að ég er eiginlega mjög stressuð og veit ekki hvort þetta tekst hjá mér. Finnst það bara sökka að maður geti ekki komist inn í háskólann hérna með íslenska ba gráðu. Sjáum til !

Er annars nett slöpp í dag og með ægilegan kláða í húðinni eftir að hafa verið í sólinni í gær, helvítis sólarexem! Vonandi er ég ekki að verða veik því ég á frí um helgina og við ætlum að fara í einhverja netta fjölskylduferð með tengdó og systrum hans Frank "uppá" Himmelbjerget. Kannski náum við að taka einhverja myndir af því sem hægt væri að skella hérna inn, aldrei að vita ;)

Sunday, August 06, 2006

Sumar

Sumarið er bara alveg ótrúlegt hérna í Danmörku! Það er ótrúlegt hvað það getur verið gott veður hérna, það rigndi aðeins í vikunni en núna í dag og í gær var geggjað veður. Þessi helgi var mín vinnuhelgi en þar sem ég vinn bara til klukkan þrjú þá getur maður alveg notið veðursins þrátt fyrir að vera að vinna.

Í gær fórum við Frank á eitthvað sem heitir Stella Polaris sem er svona "útidiskótek" á háskólasvæðinu. Þarna voru mjög margir að njóta sólarinnar og chill out tónlistar en það voru djar að spila tónlist fyrir almenninginn. Það fyndna var að meirihlutinn af fólkinu þarna var með lítil börn þannig að það var góð og róleg stemning og allir að sötra bjór eða aðra kælandi drykki. Við Frank sötruðum tvo bjóra og létum það gott heita, samt mjög huggulegt og góð hugmynd.
Í dag fórum við á ströndina eftir vinnu en það var pínu eins og að vera síld í dós því það voru ógeðslega margir þarna að flatmaga í sólinni. Það var fyndið að sjá að sumir þarna voru alveg skjanna hvítir! Hvernig er það hægt í þessu veðri?? Jafnvel ég er komin með smá lit! ...Reyndar ekki í andlitið frekar en fyrridaginn hehe.

Ég verð að viðurkenna að þó ég eigi besta kærasta í heimi þá sakna ég rosalega að hanga með stelpum og vera "vinkona" en svona er það að vera langt langt í burtu frá öllu góðu vinkonunum sínum. Það er líka svekkjandi þegar ein af mínum allra bestu vinkonum er með barn í maganum og á eftir að taka stakkaskiptum á stuttum tíma að maður getur ekki verið með í því svona "live". púhú! jæja hættum að kvarta! Það er annars bara yndislegt að búa hérna í góða veðrinu núna þannig að ég ætti ekki að kvarta svona. Held þið skiljið hvað ég meina.


Yfir og út í bili...love and peace

Monday, July 31, 2006

Myndir



Svo nennti ég að setja inn myndir af húsinu "okkar" í Lystrup og þegar við fengum gestina í heimsókn. Það er svo ein mynd þarna af tónleikum sem við vorum á sem voru í raun ekkert spes en ágætis afþreying ! Svo er ein mynd af kirsuberjunum sem vaxa á trjánum allt í kringum húsið í Lystrup, geggjað ! Allaveg þá nennti ég ekki að skrifa við hverja mynd en vona að þið getið greint á milli andlita og svona, þrátt fyrir léleg myndgæði !!

Tvær góðar helgar :)

Eftir langa vinnutörn fékk ég frí tvær helgar í röð!

Fríhelgi númer eitt :
Katrín systir, Eiríkur, Bjarmi og Birta komu ásamt Hrund, Gulla og börnunum þeirra Anítu og Andra í heimsókn til okkar Franks í Lystrup. Það var hrikalega gaman að fá þau og við skemmtum okkur mjög vel saman. Við fórum til dæmis í Djurs Sommerland sem er risastór og flottur skemmtigarður hérna í Árósum. Þar getur maður meðal annars farið í allskonar tæki eins og í tívolíi en þessi garður hefur allskonar vatnstæki, maður getur siglt í bátum og farið í rússíbana og hringekjur sem spúa vatni og þess háttar. Svo er stór hluti vatnagarður þar sem maður getur rent sér í risa rennibrautum og farið í vatnsslag í vatnskastala og rennt sér á slöngum niður flóð og margt fleira gaman. Okkur Frank fannst langtum skemmtilegast í vatnsgarðinum enda of hrædd til að fara í rússíbanana hehe litlu gellurnar Aníta og Birta María (þær eru báðar þriggja ára) voru sko ekki hræddar og prófuðu hrikalegasta rússíbanann í garðinum. Við Frank spiluðum minigolf og fórum í nokkur tæki og vorum svo bara að missa okkur í vatnsgarðinum. Það var rosalega gaman að fara inn í vatnskastalann og allt í einu var fullt af ókunnugu fólki (bæði fullorðnir og börn) að reyna að skjóta á þig vatni ! Við vorum hrikalega hissa í fyrstu en svo vorum við sko alveg með á nótunum og helltum til dæmis stórri fötu af vatni yfir lítinn strák hehe.
Á kvöldin grilluðum við svo úti og borðum öll saman þrátt fyrir að við værum jú tíu mannst, geggjað að hafa svona stórt hús í láni :) Við eyddum svo heilum degi í búðum og það var sko ekkert smá sem var verslað á krakkana enda er H&M kjörinn staður fyrir þessháttar!

Fríhelgi númer tvö:

Við Frank skelltum okkur til Horsens og hittum foreldra hans þau Jytte og Max. Þaðan keyrðum við til Løveparken en það er stór og flottur dýragarður. Fyrst keyrir maður í gegnum garðinn og kíkkar á allskonar dýr í gegnum rúðurnar. Svo getur maður labbað um og skoðað önnur dýr. Mér fannst alltof heitt til að sitja inni í bíl þennan daginn en það er jú hitabylgja hérna! Svo voru dýrin ekki sjáanleg því þau voru náttúrulega bara að fela sig í skugganum. Flottustu dýrin voru aparnir og górillurnar. Aparnir voru svo sætir!! Svo voru nokkrir litlir ungar sem mig langaði bara að taka með mér heim hehe. Tengdó var svo að sjálfsögðu með madpakke sem er nesti en það er eitthvað alveg hrikalega danskt. Við settumst niður í skugga og gæddum okkur á smörrebröd og drukkum gos. Á sunnudeginum fór Frank upp í sveit að klippa niður risaillgresi með pabba sínum en eins og þið vitið þá dó afi hans fyrir ekki svo löngu en hann átti bóndagarð sem á að selja núna og því vildu Frank og pabbi hans gera fínt í kringum húsin. Ég og tengdó fórum á markað þar sem fólk kemur og selur allskonar hluti og svo eru dýr til sölu. Við sáum fullt af flottu dóti en það var alveg í dýrara kantinum eða bara eitthvað rusl. Ég keypti þó frekar flott glös á mjög góðu verði og svo keypti ég vasa en ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er með vasa fetish! ég á svona 5 vasa sem eru allir mismunandi en mér finnst þeir bara svo flottir, sérstaklega ef þeir eru gerðir úr lituðu gleri. Helgin átti að vera blaut með þrumum og eldingum en var bara hrikalega heit í staðinn og ég brann pínu á öxlunum og handleggjunum en er núna kominn með góðan brúnan lit.

Afsakið bloggleysið en ég hef bara verið svoo þreytt og löt að ég hef ekki nennt að skrifa neitt!! sorry!
núna ætti ég þó að vera búin að bæta upp, er þaggi?

Thursday, July 20, 2006

Innantóm þvæla


hæ allir!! Er ekki hætt að blogga! ó nei er bara búin að vera upptekin í vinnu og svefnleysi af völdum of mikillar þagnar hehe. Ákvað að bæta upp langa pásu með einhverju bulli, hef nefnilega ekki svo mikið að segja þessa dagana en mun líklega koma með gott og almennilegt blogg með nokkrum myndum á næstunni því Katrín systir er í Danmörku núna og mun heimsækja okkur Frank um helgina!! :)

Ákvað að skella inn gamalli mynd af húsinu í Herluf Trolles gade sem við erum að fara að flytja inn í AFTUR þann 1.september. Í þetta skiptið munum við flytja upp á efstu hæðina þar sem sést lítill þakgluggi, voða kósy ;) já okkar stigagangur er semsagt vinstri hurðin og gluggin þeim megin bara svo þetta sé alveg kristal tært.

Við Frank erum í sveitinni sem er yndislegt fyrir utan mjög mikið svefnleysi. Í byrjun vaknað ég semsagt alltaf á slaginu fjögur og gat svo ekki sofnað aftur, held það hafi verið út af því að maður þarf að labba niður stiga til að pissa og svo upp aftur og þegar í rúmið er komið er maður glaðvaknaður og byrjar svo að telja niður þangað til maður þarf að vakna en það er jú ansi snemma sem ég þarf að dröslast á lappir. Svo þegar ég var farin að getað sofið þá byrjaði strætóinn minn að fokka í mér þannig að ég þarf núna alltaf að vakna rétt fyrir sex til að athuga hvort strætóinn minn keyri á réttum tíma eða hvort ég þurfi að taka næsta strætó á undan. Er bara pirruð yfir þessu! Við erum nefnilega svo rosalega langt frá bænum en það tekum um hálftíma að keyra í bæinn með strætó og um 40 mín að hjóla sem ég nenni bara ómögulega þar sem ég hjóla allan daginn í vinnunni.
Við erum með stóran garð og þrjá útiketti þannig að ég finn ekki fyrir ofnæmi og þetta er bara svo huggulegt, ég er búin að taka nokkrar myndir af húsinu en nenni ekki að setja þær inn alveg strax en þær koma síða og ég lofa því.

Hafið það sem allra allra best þarna úti

Thursday, July 06, 2006

Sumarkvíði


Ég hef semsagt komist að því að Íslendingar þjást yfirleitt af sumar eða sólkvíða. Hann lýsir sér þannig að ef það sést aðeins til sólar ÞARF maður að nýta það. Þá þarf að fara út og kaupa ís eða eitthvað álíka. Ef bara er setið heima þá byggist upp samviskubit og ef maður er fastur í vinnu þá fær maður svona afbrýðissemistilfinningu eins og maður sé að missa af einhverju spennandi.

Ég held að þetta sé vegna ýmissa áhrifa, til dæmis frá fjölmiðlum sem tala ekki um annað ef sólin skína pínu lítið og svo sýna þeir myndir af fólki hálfnöktu í sundlaugunum og svo allt fólkið á Austurvelli að sleikja ís eða drekka kaldann öl. Þetta er viss áróður myndi ég segja. Það er einnig einhver brúnku dýrkun í gangi á okkar tímum og brúnka er yfirleitt eitthvað sem maður þarf að borga mikið af peningum fyrir en þegar sólin skín þá er maður að græða alveg rosalega ef manni tekst að fá "ókeypis" brúnku. Landið okkar er líka þannig að það eru kannski bara tveir, þrír dagar á ári sem ná 20 gráðunum og þá má maður ekki missa af þeim. Flestir bíða átekta allt árið eftir að sumarið komi loksins og eru því orðnir ansi spenntir þegar það loksins gerist að hitinn stígur.

Þar af leiðandi finnst okkur Íslendingum erfitt að halda aftur að okkur þegar sólin skín á meðan fólk frá Grikklandi eða öðrum heitum löndum finnst það bara almenn skynsemi að forðast sólina þar sem hún er jú mjög skaðleg.

Ég er núna að verða komin yfir þennan kvíða þar sem það er ógeðslega heitt hérna og mig langar bara að komast í burtu frá þessu helvíti. Hef samt tekið eftir þessu hjá sjálfri mér og öðrum Íslendingum sem ég þekki.

Núna er ég algjört Zombie vegna svefnleysis af völdum fótboltabullna og miklum hita. Fæ frí um helgina og mun þá sofa og sofa.

Tuesday, July 04, 2006

Bekkurinn minn :)






Þarna er fólkið mitt úr dönskuskólanum! Konurnar í hvítu kápunum eru kennararnir okkar þær Bente og Birgit, eðal konur. Svo frá vinstri er kennarinn minn Bente (DK) Brynhildur (ísl/Engl), Tine (Þýsk), Ég, einhver stelpa sem var ekki í bekknum, Nicole(Þýsk), Athra (Írak). Neðri röð frá vinstri : Einhver stelpa ekki úr bekknum, Birgit kennarinn (DK) og svo krúttið hún Noriko (Japan) sem seldi mér sófann góða. Það vantar reyndar mjög marga á myndina, bæði þá sem ekki komu með í ferðina og þá sem voru ekki akkúrat á svæðinu þegar myndin var tekin.


Við stöndum á ströndinn í Skagen sem er nyrsti oddur Danmerkur þar sem tvö höf skella saman, Skagerak og Kattegat. Mjög margir sjómenn hafa látist þarna því sjórinn er mjög kröftugur og svo nær oddurinn langt út í sjó og mörg skip strönduðu á honum.

Nú verð ég óð í að setja myndir hérna inn því það er bara svo einfalt!

Allaveg áttum við mjög mjög góðan dag í dag á ströndinni og ég er bara nokkuð rauð og sælleg :) Langar reyndar ekkert í vinnuna á morgun. Ég fæ svo frí aftur um helgina og get bara ekki beðið þó það sé spáð þrumum og eldingum og leiðinlegu veðri. Ég og Frank munum líklega færa okkur yfir til Lystrup í sveitasæluna um helgina og hafa það huggulegt þar í þrjár vikur.

Monday, July 03, 2006

Hún á afmæli í dag :)



Þá er ég eins árs dani í dag :)

Ég flutti til Danmerkur fyrir akkúrat ári síðan. Ég lenti einmitt í lestinni með öllum Hróarskelduheimförunum og það var sko ekki gaman, illa lyktandi og fullt lið hehe. Það var vel tekið á móti mér þegar kom á leiðarenda var komið og mér hefur liðið afskaplega vel hérna hjá mínum heittelskaða ;)

Við áttum svo tveggja ára afmæli á laugardaginn en við hittumst einmitt á Hróarskeldu árið 2004 þó við vorum reyndar ekki verið par fyrr en seinna í mánuðinum. Í tilefni þessara daga fórum við út að borða á grískum veitingastað sem var by the way frekar sleecy en maturinn var góður og við skemmtum okkur vel. Nú er smá pása og Frank er að vinna að greininni sinni um frönsku tónlistarhátíðina en þegar hann er búinn með það viljum við kíkja út í eins og einn öl eða svo :) Við eigum bæði frí á morgun og ætlum að nýta daginn vel á ströndinni :) Hlakkar til!


Over and out my friends

p.s Hvernig set ég mynd hérna inn í textann? Þarf ég að hafa myndina staðsetta á internetinu áður en ég get sett hana inn hérna? Anna þú ert sérfræðingurinn!

Sunday, July 02, 2006

Heimilid okkar til næstu tveggja ára

Vid Frank erum nú búin ad segja upp íbúdinni okkar hérna vid ána!! jeijj. Erum komin med nóg af hávada og veseni. Til dæmis akkúrat núna er ég med sjónvarpid gjørsamlega í botni tví ég er ad reyna ad horfa á fréttirnar en tad eru einhverjir ameríkanar á fylleríi fyrir utan húsid okkar og shit hvad teir hafa hátt, vid erum samt bara ad tala um 5 til 6 manns!! Núna er kaffihúsid fyrir nedan búid ad færa út kvíarnar og hefur bord og stóla úti um helgar langt fram á nótt, sem er jú beint fyrir utan íbúdina okkar. Bara stemning!

Nýja íbúdin er semsagt takíbúdin í húsinu sem vid bjuggum í seinasta sumar. Ìbúdin er mjøg cool og cosy. Tetta er bara eitt stórt rými en tad er svo lítid svefnloft tar sem vid myndum sofa, tar er til dæmis litill gluggi tannig ad madur getur fengid ferskt loft á nóttunni. Ùtsýnid er gott, reyndar bara yfir byggingar en sólin skín inn sem gerir íbúdina bjarta og flotta. Vid fáum svo ný teppi ádur en vid flytjum inn. Okkur hlakkar bara svo til ad flytja til baka, tetta hverfi er svo yndislegt, til dæmis fórum vid oft í gøngutúra á kvøldin í skóginum sem er bara eina mín frá húsinu. Tetta er líka bara hentugt tví ég vinn jú í Trøjborg og mun til dæmis heimsækja gamlingja í gøtunum í kringum húsid okkar.

Helgin
Var ein heima og tetta var fyrsta vinnuhelgin mín. Mér fannst tetta ganga ágætlega trátt fyrir byrjunarørdugleika, tad er erfitt ad vera ný og ekki dønsk tví madur kemur inn á heimili tar sem madur hefur aldrei verid ádur og á ad gera allskona mismunandi verkefni og tarf tar af leidandi ad spyrja um allt sem tekur tíma og svo ádur en madur veit af er madur á eftir áætlun og adrir gamlingjar ad bída eftir manni og sumir fá ekki morgunmat fyrr en um hálf ellefu leytid! Mikid stress stundum!
Svo á ég frí á tridjudaginn og um helgina, núna er steikjandi hiti og ég er ordinn allt í lagi brún. Er ad hugsa um ad skella mér á the beach á frídaginn tví tad á ad rigna um helgina.

Ég og Frank flytjum svo til Lystrup næstu helgi og munum eyda næstu 3 vikum tar í sveitastælunni :) (erum ad passa hús frænda hans).

Katrín og familien koma svo 18. júlí og ætla ad gera eitthvad skemmtilegt hérna í Danmørku. Hlakkar til ad sjá tau aftur!! :)

Kyss kyss

Wednesday, June 28, 2006

Ýmsar óþarfa upplýsingar ykkur til gagns og gamans

Þægindi
Í dag fengum við tveggja manna sófa! Þetta er svartu leðursófi sem er þægilegt að sitja/liggja í, ók ef maður ætlar að liggja þá er það með lappirnar út úr en hey allavega er það hægt. Frank er nefnilega mikið fyrir að liggja og horfa á sjónvarpið, það er eitthvað sem ég get ekki gert, kannski af því að ég er með gleddur.

Listin að laumast...
Já nú er ég komin með nokkrar góða aðferðir til að laumast...jú þegar maður býr hér í miðbænum er það lífsnauðsynlegt að kunna að laumast...alveg satt! Málið er að fólk er alltaf að biðja mann um að kaupa hitt og þetta eða að styrkja fátæk börn og þess háttar. Þetta byrjar allt á Store torv þar sem vel klætt, yfir þrítugt fólk stendur og bíður eftir að nappa fólk sem lítur út fyrir að eiga peninga, held þetta sé eitthvað bankatengt...allavega er ég, fátæka stelpan, aldrei stoppuð...sem betur fer! Svo á lille torv eru tvær þrjár manneskjur á tvítugsaldri að biðja um styrki til góðgerðarmála, þar þarf sko að passa sig því maður er hundeltur! Sumir eru að meira að segja mjög aggresívir og gefast ekki upp þrátt fyrir að maður segi nei. Ef maður sér þau þá verður maður að labba mjög hratt eða hlaupa þegar þau snúa baki í mann, þegar maður er svo kominn þar sem þau geta séð manna þá verður maður að ganga eðlilega og ALDREI horfa í áttina til þeirra og ALDREI horfa í augun á þeim!! Þá vitið þið það! Svo eru líka fleiri svona"betlarar" á brúnni sem er byrjunin á Strikinu og ég og Frank köllum brúna þar af leiðandi The Brigde of pressure.

Monday, June 26, 2006

Andstæður

Stundum er lífið svo litríkt, einn daginn er sól og sumar og maður fær "slæmar" fréttir og svo daginn eftir er hellirigning og maður fær Góðar fréttir !

Við fengum semsagt símtal frá Julie sem er stelpan sem á íbúðina sem okkur langar svo að fá aftur. Hún sagði að það væri laus íbúð í húsinu og við gætum flutt inn 1. september. Þetta er risíbúð sem er víst mjög flott og mjög kósý. Hún er reyndar bara 55 fermetrar en það er amk stærra en það sem við höfum núna. Stærsti ókosturinn er að þetta er jú bara eitt rými, mig langar svolítið til að getað lokað að mér þegar ég fer að sofa og Frank langar að gera eitthvað annað. Við ætlum að reyna að fá að kíkja á hana mjög bráðlega því við þurfum svo að segja þessari sem við erum í núna upp.

Kaupa kaupa...
Ég gerð reyfarkaup í dag en ég kíkti í Genbrugsen sem er búð með notuðu dóti til styrktar einhverju góðu málefni. Ég keypti geggjað flottan vasa með gati í miðjunni og hann kostaði bara 25 danskar krónur! Svo keypti ég geggjað flotta hvíta tösku sem er by the way Esprit og gaf bara 30 danskar krónur fyrir :) Það er alltaf svo fullnægjandi að gera fá flotta hluti sem eru næstum ókeypis.

Ó Reykjavík mín fagra borg
Horfði á fréttir Ruv á netinu í gær og fékk hrikalega heimþrá, eða Reykjavíkur þrá. Það er eitthvað svo rosalega rómantískt og aðlaðandi við þessa lágreistu borg þrátt fyrir endalausa rigningardaga, stress og traffík. Ég get bara ekki að því gert...ég elska þessa borg! Það er heldur ekkert skrítið þar sem amma og afi bjuggu þar þegar ég var lítil og nú búa bestu vinirnir þar, já þú líka Ásdís þrátt fyrir rótleysi þessa stundina ;)

Sunday, June 25, 2006

Hiti og sviti

Dagurinn í dag byrjaði sem grár og gugginn sunnudagur, en svo allt í einu byrjaði sólin að skína og vá hvað það er heitt!
Ég og Frank þrifum hátt og lágt hérna í kotinu okkar og skelltum okkur svo í göngutúr í Trjöjborg sem er gamla hverfið okkar. Það hittum við fyrrverandi nágranna okkar sem við spjölluðum aðeins við. Þið munið kannski eftir því að stelpan sem leigði okkur íbúðina í Tröjborg var búin að bjóða okkur að fá íbúðina aftur þegar hún flytti úr henni. Við komumst svo að því í dag að hún er búin að lofa kærustu bróður síns íbúðina!! Við erum því bara á reiti númer eitt og vitum ekki neitt hvað við viljum gera. Það er bara ömurlegt að geta aldrei sofið almennilega á nóttunni fyrir hávaða og því viljum við gjarnan finna eitthvað nýtt. Ég er svo mikil draumórakona að mig langar bara til að kaupa íbúð en vóhó það er bara ómögulegt hérna í Aarhus!! Já það er verra en heima í Reykjavík! 50-60 fermertrar kosta í kringum tvær danskar miljónir sem er um 25 íslenskar miljónir! Hver hefur efni á því???

Ef við svo bara snúum okkur að skemmtilegri fréttum þá fékk litli frændinn nafnið Gabríel Esra!

Jæja þá byrjar ein önnur vinnuvikan á morgun og Frank fer svo til Frakklands næstu helgi til að skrifa um tónlistarhátíð þar í landi. Ég verð að vinna þá helgina þannig að það passar fínt.

Vonandi er veðrið farið að skána þarna heima á klakanum!
kyss kyss

Thursday, June 22, 2006

Internationality

Þessi vika hefur verið ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað hérna í Danmörku. Ég byrjaði að vinna á mánudaginn seinasta og mun svo hafa frí um helgina. Ég uppgötvaði til dæmis að það eru mjög margir praktískir hlutir sem ég er frekar léleg í. Til dæmis að búa til vel útlítandi smörrebröd, búa til kaffi og hvernig maður býr til koldskaal sem er reyndar eitthvað mjög danskt held ég og frekar ógeðfellt. Það gengur fínt að tala dönsku og allir gamlingjarnir skilja mig vel og ég skil þá líka, vandinn er í rauninni þegar ég tala við ungu stelpurnar sem eru kringum 20 ára, úff orðin bara slefast úr munninum á þeim og ég bara skil stundum ekkert hvað þær eru að segja!! Það gerir það að verkum að ég virka örugglega frekar kuldaleg og leiðinleg því ég er ekki mikið að reyna að kynnast þeim. Ég er samt alveg búin að kynnast nokkrum af þeim, sérstaklega einni sem er mjög fín, en er það er samt pínu erfitt stundum að tala við þær.

Talandi um dönsku þá er ég officially búin með Sprogcentret en ég tók munnlegt próf í morgun sem gekk alveg hrikalega illa en á einhvern furðulegan hátt fékk ég tíu! Er mjög ánægð með það :) Bekkurinn hittist svo í kvöld á kaffihúsi og höfðum það gott saman. Mér fannst rosalega gaman og við kvöddumst svo því nánast allir í bekknum mínum eru að fara að ferðast allt sumarið, sniff sniff aumingja ég þarf að vinna allt sumarið, er geggjað abbó! Sumir eru að meira að segja að ferðast til fleiri en eins lands. Við erum samt búin að ákveða að halda sambandi og hafa einhvers konar "saumklúbb" og Noriko er búin að ákveða að byrja á því að sauma tösku hehe held hún sé að taka þetta aðeins of bókstaflega hehe.

Vildi bara sýna smá lit hérna !!

Sunday, June 18, 2006

Fréttabréf

Vikan
Þá er sumarfríið mitt á enda. Tók mér eina launalausa viku í sumarfrí og nú er seinasti dagurinn sniff sniff. Er annars búin að hafa það “rigtig godt” með mömmu og pabba en þau komu til mín fyrir akkúrat viku síðan. Þau voru náttúrulega mjög heppin með veður en það var ekki undir 20 gráðunum á meðan þau voru hér og einn daginn fór hitinn upp í 30 gráður og pabbi minn ætlaði bara að bráðna! Hehe gamlir Íslendingar venjast hægt þessum hita. Það var að sjálfsögðu dekrað við mann með allskonar nammi, gosi, rauðvíni, bjór, fötum og svo var allt gert hreint og fínt fyrir mann.
Núna eru þau farin og ég sakna þeirra strax, það er alltaf erfitt að segja bless.

Sjálfstæðir Íslendingar
Í gær 17. júní fékk ég svo nýjan frænda : ) Siggi bróðir og Heiða kærastan hans fengu sitt annað barn í gær, algjör snilldar afmælisdagur að mínu mati, alltaf frí á afmælisdaginn. Dagurinn er góður og drengurinn verður að öllum líkindum afar sjálfstæður. Hæ hó jibbí jeijj!!

Næsta vika
Er að byrja að vinna á morgun, úff kvíður aðeins fyrir því ! Þarf reyndar ekki að gera svo mikið sjálf því fyrstu vikuna mun ég fylgjast með annari vinna. Ég þarf að taka mjög vel eftir því svo þarf ég að gera þetta allt alein. Mér kvíður í raun bara fyrir því að tala hallærislega dönsku og geta kannski ekki spurgt um allt sem ég vil spyrja um. Ég er reyndar alltaf að verða betri í dönskunni og var að meira að segja hæst í bekknum í skriflega lokaprófinu, fékk 13 í lesskilningi og 10 í skriflegri dönsku og var sú eina með 13 sem samsvarar 10 heima. Ég er svo að fara í munnlegt próf á fimmtudaginn og kvíðir fyrir því.
Það er svo búið að bjóða okkur í Sankt Hans partý á föstudaginn, held það sé kallað jónsmessa heima. Við ætlum að fara til vinar Franks sem býr í litlu húsi fyrir utan Horsens en hann býr þar með kærustunni sinni og dóttur þeirra sem er um það bil 9 eða 10 mánaða. Það verður kveikt bál því það er hefð að brenna nornir á þessum degi, veit samt ekki alveg hvernig þetta fer allt saman fram. Þetta verður örugglega næs og kósý.

Saturday, June 17, 2006

Volapyk

A good friend of a friend of mine once told me about a nice trip to anywhere one of someone's good friends had had. Whoever this story might be about probably had a great time, but I'm not going to get into that right now.

Warm milk and rain drops keep falling on my head. Guess it's time to fix the hole in the roof and scare off a lactating cow or two......

Everthing is bliss...............bye bye

Frank

Thursday, June 08, 2006

SPOT

Workwise, last week was crazy. Never have I been quite as busy. Finishing up organising the SPOT Festival felt like someone blindfolded me, spun me around, only to set me free in a really difficult maze. (I'm a dramaking, I know)

Yet at last......redemption:

Musicwise, last weekend was amazing. The festival went extremely well. 104 bands played showcases on 9 different stages in Århus. Hundreds of international and Danish industry people were being pampered with one cool concert after the other. And I spent the daytime handling 9 seminars with all kinds of topics related to music.

Here are a couple of bands Kristrun and I saw:

Jomi Massage - Danish indie rock [truly rocking woman power, a surprisingly cool drummer, and very inventive guitar riffs by a crazy guitarist]

Mugison - maybe this guy doesn't need further intro. His concert was mindblowing - he had a band with him this time. So it was much more rocking than usual. And you can't beat his charm!

Under Byen - Eight-piece Danish band - the lead singers poems are enhanced and complemented by theatrical compositions, rock elements, synthy soundscapes and very beautiful visuals in the background.
(The sad bit about the concert was that the concert hall was so packed that Kristrun and I couldnt go take a piss during the concert because then we wouldn't have a chance to get back in. It totally fucked up my concentration - next time I'm
bringing a bucket!)

It was very nice to see that the project I have been working on for six months was a complete success. Everyone I talked to, Danish as well as international press, music promoters and whoever were impressed by the festival.

So stop by next year - I recommend it!

Frank

Wednesday, May 31, 2006

Testosterón

Er full af karlhórmun núna, sit hérna og horfi á fótbolta með bjór í annari og hnetur í hinni!! Þarf ekki á neinni kynskiptiaðgerð að halda, er samasem komin með það sem þarf til að kallast karlmaður! hehe. Já annars eru Danmörk og Frakkland að keppa um leðurtuðruna, vá hversu leiðinlegt getur þetta samt verið? Núna skil ég af hverju maður þarf á bjór að halda þegar maður horfi á slíkt sjónvarpsefni, verð þó að segja að það eru margir nokkuð myndarlegir svartir karlmenn í franska liðinu hehe eitthvað fyrir suma hehe.

Tónlist

Er að fara að upplifa svooo mikið af tónlist næstu dagana! Er að fara á Spot festivalið hérna í Aarhus en það stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags með um 200 böndum. Ég ætla til dæmis að sjá snillingana í Jomi Massage og Anna Ternheim sem Frank er algjörlega ástfanginn af þessa dagan, er við það að verða afbrýðisöm! Já og Anna hún er frá Svíþjóð ;) Tjékkit át.
Svo á þriðjudaginn þann 7.maí förum við á Depeche Mode!!!!!!!!! Vá hvað mig hlakkar til :) Við erum búin að eiga miðana í mjög mjög langan tíma og vorum næstum búin að gleyma þeim haha þetta er næstum eins og að finna jólagjöf í júní eða að finna peninga á gömlum bankareikningi sem þú varst búin að gleyma.

Lífið
Er annars að hætta á föstudaginn í skúringunum, sem er vonandi lok skúringaferilsins míns, ever. Er annars búin að fara á námskeið í hvernig maður þvær sér um hendurnar og hvernig maður þvær gömul typpi og gamlar buddur. Var annars eini útlendingurinn á svæðinu og fannst ég eitthvað öðruvísi og var því hrikalega lítil í mér og feimin. Reyndar kíkti strákur inn í stofuna í svona fimm mínútur og var hann mjög svartur, svo heyrði ég tvær konur tala mjög fallega um hann en þá hafði hann víst heillað alla upp úr skónum með afrískum söng og dansi en hann er víst frá Ghana. Vonandi eru einhverjir útlendingar í mínum hópi en við munum koma til með að vinna í hópum og ég er í hópi númer fjögur. Held reyndar að það sé einn strákur í mínum hópi sem er sjaldséð í þessum geira þannig að það verða fleiri minnihlutahópa mennesker þarna.

jæja það nennir örugglega enginn nema Anna að lesa allt þetta blogg, Frank er að skamma mig fyrir að skrifa of langar færslur. Hvað finnst ykkur? ætti ég að stytta þetta og skrifa oftar?

love y'all

Tuesday, May 30, 2006

Friday, May 26, 2006

Friends

Þá er ég aldeilis búin að vera umvafin yndisslegu fólki sem ég kalla vini mína :) Held það sé betra en allar sálfræðimeðferðir og lýtaaðgerðir hehe.
Um seinustu helgi skrapp ég til Álaborgar í heimsókn til Eydísar og Óla og barnanna þeirra Ólivers og Iðunnar. Þetta var innilega næs helgi og ég vil bara þakka þeim kærlega fyrir það ! Við borðuðum steik með Bernaissósu, mikið af bakaraíis brauði, drukkum rauðvín og borðuðum osta, horfðum á Eurovision og fórum í smá verslunarleiðangur í bænum og tókum langan göngutúr í hverfinu þeirra, hehe það er alveg nett freakshow að ganga um hverfið þeirra, allt fullt öryrkjum og skrítnu fólki. Þau eru definately of sæt fyrir þetta hverfi hehe.

Núna er ég komin í langt helgarfrí!! Í gær var helgidagur hérna og í dag er vuggestuen lokuð því það eru margir sem vilja bara vera í fríi lengur þannig að ég fæ auka frídag :) Gunni og Nína komu til okkar í miðvikudagskvöldið og fóru svo núna rétt áðan. Við vorum með rauðvín og ostapartý fyrir þau þegar þau komu og svo skelltum við okkur á djammið. Það var reyndar lokað á bestu stöðunum en við fórum á sleecy bar í kjallara og hittum aðra vini okkar og dönsuðum og drukkum geggjað ódýran bjór! Gaman gaman! Í gær var svo bara sofið lengi og horft á sjónvarpið og um kvöldið fórum við á pool stað sem heitir Sharks og spiluðum nokkra leiki. Ég er by the way geggjað léleg í pool en er núna aðeins minna léleg. Ég og Nína spiluðum svo þythokkí sem var helvíti skemmtilegt bara og ég var ansi góð hehe. Nína er annars mjög góður pool spilari og vann mig og er virkilega góður sigurvegari því ég er svo tapsár, en það er allt í lagi að tapa gegn henni! Eftir poolið var svo horft á Family Guy the movie og mikið hlegið og spjallað. Frank þurfti svo að fara að vinna í dag og ég og Gunni og Nína kíktum aðeins í bæinn en svo tóku þau lestina til Horsens en foreldrar Nínu búa þar. Ég og Frank förum svo til Horsens í dag en afi hans Frank lést á miðvikudaginn þannig að við förum á jarðarför á morgun.

Elska Ally McBeal!!

Friday, May 19, 2006

Home Alone

haha já þetta er algjör klisja en ég er ein heima og Home alone er í sjónvarpinu í kvöld!!
Mér líður eins og unglingi sem er einn heima því Frank eldar alltaf góðan og hollan mat handa mér en núna kem ég heim og það er barasta enginn matur á borðinu!? Sit núna á brókinni með magann fullan af falafel og Coke lime light, sem er hrikalega góður drykkur, og bíð eftir að The ring, japanska útgáfan, byrji.
Ég er algjör sjónvarpsfíkill þannig að ég vil bara segja nokkur orð um hvað ég sá áðan í sjónvarpinu. Mér finnst japanir algjörir snillingar og vildi óska að ég gæti farið til japan og lært aðeins meira um þeirra menningu, sá áðan þátt með japönskum leikskólabörnum og þau voru svooo sæt! Strákarnir voru í bláðum treyjum en stelpurnar bleikum. Þau borða mat með prjónum og í lok dags eru þau keyrð heim í bleikum Hello kitty strætó!! haha !
Noriko vinkona mín er líka alveg yndisleg stelpa og ég fíla hana mjög vel, er að hugsa um að biðja hana um að kenna mér að búa til Sushi. Við spurðum hana í dag hvernig kökur þau borðuðu í japan og hún sagði að þau borðuðu kökur sem eru búnar til úr baunum, og svo eru hrísgrjón sem hafa verið stöppuð sett utan um baunirnar sem eru í kúlu. Hljómar rosalega hollt en svo hafa þau auðvitað líka allskonar evrópskar kökur. Annars er Noriko mjög sætt nafn sem þýðir hamingjusamt stúlkubarn en öll japönsk nöfn sem enda á ko þýða barn, t.d Yoko.

Spurningin hér í færslunni á unda er frá munnlegu prófi í dönsku en þá á maður að rökræða á dönsku við annan nemenda hvað manni finnst og af hverju. Nema hvað að þetta er mjög vestræn spurning og það eru margir sem þekkja ekki þetta fólk, til dæmis þekkti stelpa sem er frá Póllandi í bekknum mínum ekki Picasso, Mandela né Bill Gates, en að sjálfsögðu þekkti hún Lenin. Mér finnst Bill Gates og Nelson Mandela stand upp úr!

Arigato

Hinn vesæli heimur

Var að enda við að horfa á heimildarþátt um klósetthreinsara í Indlandi, þeir "ósnertanlegu" kallast þeir því það er fólk sem fæðist "óhreint" því það gerði eitthvað slæmt af sér í fyrra lífi og skal því taka út "refsingu" í þessu lífi. Hef refsingu í gæsalöppum því þetta er í raun ekki sama skilgreining og í sálfræði því í sálfræði er refsing eitthvað sem fær mann til að hætta að gera eitthvað en þetta fólk veit náttúrulega aldrei hvað það gerði af sér í fyrra lífi og á því pínu erfitt með að hætta því. Þessi klósett eru í raun bara afmarkað svæði þar sem fólk kúkar og pissar á jörðina, síðan þarf þetta fólk að hreinsa skítinn og koma honum á ruslahaugana. Þar sem ríka fólkið býr er klóak en þá er samt fólk sem vinnur við að hreinsa skítinn upp úr klóakrörunum því það er ódýrara en að kaupa einfaldar vélar til þess. Að sjálfsögðu hafa þau ekki hanska eða grímur eða neitt þannig og margir þjást af niðurgangi og ógleði vegna vinnunar. Ímyndið ykkur að hreinsa skít með berum höndum allan daginn!!
Það er samt ekki versti parturinn af vinnunni því þetta fólk er ekkert í samfélaginu og enginn ber virðingu fyrir þeim og margir banna þeim að koma nálægt sér. Þetta veldur því svo að margir karlmenn verða þunglyndir og byrja að drekka og lemja konurnar sínar sem gerir fjölskylduna enn verr setta.
Það er bara ótrúlegt að sjá svona þegar við erum að drepast úr einstaklingshyggju hérna og ég kvarta og kveina yfir því að skúra gólf og finnst það frekar lágkúrulegt en sé núna að það er bara háklassa vinna miðað við hvað margir þurfa lifa við.

Frank fór til Brighton í gær á tónlistarhátíð, hann fær þetta alveg frítt í boði vinnunnar og fær að tala viðtöl við frægar danskar hljómsveitir sem spila þarna. Ég er því ein heima og finnst það nokkuð huggulegt bara.
Fékk gesti í gær en Brynhildur, íslensk stelpa úr bekknum, og kærastinn hennar Jens sem er dani og Noriku sem er japönsk stelpa líka úr bekknum komu til mín að horfa á Eurovison. Það var rosalega gaman og við hlógum allan tímann og gátum alveg misst okkur yfir hári og búningum og fleiru og Brynhildur bjó til allskonar kenningar um hvað þyrfti til að vinna. Til dæmis ef söngvarinn lítur ekki út, er til dæmis aðeins of feitur, þá þarf að hafa dansara sem eru nánast naktir og líta mjög vel út. Allavega mikið svekkelsi að Silvía sæta var púuð!! þvílíkir dónar!! held þau séu bara abbó og reið út í hana. Hvað haldið þið? Mér fannst þau bara hrikalega flott og Silvía mjög barbie -leg, meira en venjulega og þetta var alveg nett Aqua, vissuð þið að Aqua er dönsk hljómsveit??
Er að fara til Eydísar og Óla í Álaborg á morgun og hlakkar rosalega til :) Held það verði mjög gaman þrátt fyrir að við höfum kannski ekki verið í miklu sambandi seinustu árin. Það spillir svo ekki að hún á tvö mjög mjög sæt börn sem verður gaman að fá að knúsa aðeins ;)

Ætlaði nú samt ekki að drepa ykkur úr leiðindum með mjög löngum pistli ...þið getið líka bara valið úr það sem þið nennið að lesa!!

Love to all!!

Ein spurning :
Hver er af eftirtöldum hefur haft mestu áhrif á 20.öldina að ykkar mati? :
Vladimir Lenin, Bill Gates,Nelson Mandela, Pablo Picasso eða Bítlarnir?

Monday, May 15, 2006

Sex on the beach...Sleep on the beach

Þá er ein stór og góð helgi á enda. Helgin byrjaði á föstudaginn en það var frídagur, Den store bededag. Ég og Frank skruppum á Moesgaard ströndina sem er mjög falleg strönd, lágum og sóluðum okkur meiripart dags. Þegar við vorum á leiðinni heim í strætó ákváðum við svo að kíkja á sæt dýr en við ströndina er opinn garður með fullt af dýrum sem kallast víst rádýr (rådyr) sem eru svona litlir og sætir bambar sem ganga lausir og maður getur gefið þeim gulrætur, epli eða brauð. Þessi dýr eru mjög gæf og maður getur klappað þeim á meðan maður gefur þeim. Veðrið var by the way alveg frábært og dagurinn var svo fullkomnaður með uppáhaldsmatnum mínum og svo kíktum við á Kaffi Viggo og ég fékk mér Sex on the beach og Frank fékk sér bjór, bara næs :)
Laugardagurinn var alveg frábær, við fórum í 16 ára afmælisboð til frænda franks og þar hittum við alla familíuna. Ég og Frank flýttum okkur svo heim því við vildum fara á elektronika tónleika á Musik caféen sem við gerðum og það var alveg geðveikt cool tónlist og allir á dansgólfinu. Við sáum einn gaur sem var flottasti dansari sem ég hef séð, hann var án gríns bara cool. Við hittum svo Silviu og Mariu sem eru norskar og mjög skemmtilegar stelpur, önnur vinnur á Musik caféen en hin með Frank á Rosa. Ég komst að því að ég skil norsku!! ég talaði dönsku og þær norsku og við skildum hvor aðra! Eftir tónleikana byrjuðum við að spjalla við einn af dj unum og hann og nokkrir aðrir ætluðu að fara á svona "leynilega" tónleika á ströndinni sem við vorum á, á föstudeginum. Við fórum fyrst í flotta íbúð sem var innréttuð sem tvö stúdío þar sem tveir gaurar búa til elektró tónlist, vil ekki skilgreina það mikið frekar. Síðan fórum við með leigubíl á ströndina og þurftum svo að labba geggjað langt til að komast að tónleikunum og ég var mjög þreytt og grumpy og vildi í rauninni bara fara heim að sofa. Þessir tónleikar voru samt eitt það svalast sem ég hef orðið vitni að. Hörð og sveitt elektró tónlist inni í skógi við strönd og allir í svona hippafíling sitjandi við bál eða bara að missa sig í dansi. ég var hrikalega þreytt og sofnaði í fanginu á Frank og vaknaði þegar sólin kom upp um fimm leytið. Þá löbbuðum við til baka og gátum séða sólina hækka og hækka sem Frank fannst falleg og rómantískt en ég var bara grumpy og hann mátti ekki einu sinni halda utan um mig hehe. Okkur var svo skítkalt þegar við komum heim og sváfum í fötum.

Ég setti svo inn myndir frá Íslands ferðinni, það vantar reyndar ca helminginn en ég set það inn seinna í öðrum link. Ég setti svo inn link með uppáhalds second hand búiðinni minni, KK Special, heimasíðan þeirra er líka svo flott!

bless í bili

Thursday, May 11, 2006

Music for the masses

For the past 5 months, I've been working for a music organisation in Århus, translating articles, press releases and what not.

But ive also been busting my hump, my hump, my lovely lit....hmm, making translations of band profiles for the annual SPOT Festival in Århus. It's the 12th of its kind, and more than 100 bands are playing. As the name indicates, the festival's objective is to spot new talents, promote them, and generally function as a meeting point for the music industry, and of course for music fans.

So if you are planning on visiting Århus from the 1.-3. of June, consider yourself introduced to a cool event, one which is bound to give you a good experience!
Check out the website>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> www.spotfestival.dk

Tell your friends, parents, neighbours, golfing buddies, or stamp collectors' union!

Later......

Frank

Monday, May 08, 2006

Komin með vinnu!!

Þá er gellan búin að næla sér í starf í Danmörku :) Þetta er heimahlynning hjá gömlu fólki í Trøjborg sem er gamla hverfið mitt og hverfið sem ég elska mest. Ég fór í atvinnuviðtal á föstudaginn og fannst það ganga ágætlega og mér fannst yfirmennirnir mínir mjög yndælir og jákvæðir. Þeim fannst ég tala góða dönsku og voru mjög ánægðar með að ég væri með ba í sálfræði. Það hjálpði mikið að ég þekki hverfið mjög vel og að ég get byrjað bráðlega. Ég fæ að fara á námskeið þannig að þrátt fyrir litla reynslu fæ ég tækifæri á að læra allt það mikilvægasta áður en ég byrja að vinna. Ég er samt pínu stressuð að byrja í nýrri vinnu og þurfa að segja hinni upp og allt það en það er bara ég !

Danmörk er bara yndisleg þessa dagana og sólin skín stanslaust og það er alltaf um 20 stiga hiti og maður verður bara glaður og hamingjusamur.
Endilega kommenta á færslurnar hans Frank, honum langaði svo að fá smá umræður í gang en nú heldur hann að enginn vilji taka þátt og er pínu svekktur.

Í dag mun ég svo leika sjúkling fyrir frænku mína sem er að læra tandteknik þannig að ég fæ að leggjast í stólinn og gapa í næstum tvo tíma, jeijj hehe.

seeja leiter alitgeiters

Saturday, May 06, 2006

Life is simple

Today we bought a big fucking mattress. It's the electric kind that self-inflates by use of a motor: Brilliant! I'm dazzled by how clever it is, a sincerely inspiring invention, just like the wheel or spaceships.

We are going to get drunk tonight, just Kristrún, myself, and the mattress. It's going to be so much fun. Not many people know this, but self-inflating mattresses are delightful social beings who can boost the atmosphere at any party.

Life is so simple when you have a self-inflating mattress. Yesterday was complex, and what-is-the-world-coming-to thoughts took over. But it's been an inspiring Saturday, just me and the mattress.........oh, and Kristrún.

Have a nice weekend!

Frank

Friday, May 05, 2006

An afternoon of tolerance

Today we went to see an event in the middle of Aarhus. Several Danish authors, musicians and other cultural figures took part in celebrating and promoting tolerance, broad-mindedness and joy. Inspiring words soared over a crowd of a couple of thousand people, as the people on stage introduced their views on what has been going on in Denmark ever since a fistful of cartoonists chose to speak out in living (blasphemic?) colour.

Kim Larsen still knows how to keep his idealistic convictions fertile. It seemed like the artists on stage certainly did know how to speak out against a situation that got out of hand. But what struck me was that apart from a young rapper called Ali Kazim, all the artists were 40+. Artists that probably remember how to speak out and rock the vote; maybe they know how to because they grew up in a time where your tongue could move mountains.

I came home and found myself idealizing the 60'-70's revolutionairy state of mind, apart from the acid-induced one. Because it seems to me that what we are entertained by today, e.g. rock bands that give us loads of good experiences, has been refined and cultivated in their form by a time where protesting and speaking out was the norm rather than the exception.

I think we can learn a lot in these turbulent times by what fueled the protesters of the past.
It seems like all the bad things are on everyone's lips, but often their tongues don't seem to move some of the mountains that stand in the way of a more just and peaceful world.

What is missing today? Are we spoiled?

Tell me what you think


Frank

Wednesday, May 03, 2006

Pure torture!

For the last couple of days, I've been thinking that I haven't really written anything for this blog. But that's over now, because today I sincerely need to express my utmost frustration with what is going on at work. Right now my colleagues and I have to sit through a load of bullshit music that is being played by a bunch of people from a music organisation having a meeting in the room next to our office. To illustrate the sheer crappiness of the music, try to imagine what would happen if Sade had a musical baby with Lionel Richie/ Michael Bolton. It gives me goose bumps for all the wrong reasons..........

Frank

Tuesday, May 02, 2006

Framtíðin

Nú hef ég hugsað mikið um framtíðina og mér finnst mjög erfitt allt í einu að ákveða hvað ég á að gera. Ég er búin að vera að velt fyrir mér að fara í háskólann hérna og taka lokaárin í sálfræðinni og verða svo "alvöru" sálfræðingur.
Ég hef samt verið mjög tvístígandi í þeim málum og hringdi til dæmis í ungan íslenskan sálfræðing sem býr og vinnur hér á Jótlandi og lærði í háskólanum hérna í Árósum til að fá meiri innsýn inn í þetta mál. Hann var mjög hjálpsamur og það var gaman að tala við hann. Hann segir að námið sé í raun mjög frábrugðið því heima og maður þarf að læra að hugsa á annan hátt og læra "nýtt tungumál" ofan á það danska. Í BA náminu heima lærir maður að vera hlutlægur í einu og öllu og er refsað harkalega ef maður notar "ég" eða orð sem gætu gefið eitthvað í skyn eða ýkt þær niðurstöður sem þú kynnir í textanum. Hérna þarf maður að hafa sína ályktun eða álit á viðfanginu sem er eitthvað rosalega nýtt en það útskýrist af því að þegar maður er sálfræðingur þá þarf maður að byggja greiningu sína á sínu faglega áliti og þá þarf að byrja að nota " hvað manni finnst". Hann sagði líka að þegar maður er svo loksins orðinn sálfræðingur þarf maður að fara út á land að vinna því það eru nánast engir möguleikar hérna í Árósum fyrr en maður hefur almennilega reynslu. Hann gaf mér líka ráðleggingar um hvernig best er að sækja um vinnu og það er að fara á staðinn og tala við fólk, sem er eitthvað sem ég hef heyrt áður. Það er bara erfitt að safna kjarki til að gera það þar sem maður talar "5ára" dönsku og er feiminn og allt það. Maður er líka orðinn vist hlédrægur eftir BA námið og ekki vanur að þurf að "selja sig".
Allavega þá hef ég verið að reyna að finna út hvenær fresturinn rennur út fyrir næstu önn í háskólanum því það stóð um daginn að það væri í byrjun júní en svo fór ég upp í skóla í gær og það gat enginn sagt mér neitt og þau áttu ekki einu sinni umsókanreyðublöð. Svo hringdi Frank í dag og komst að því að fresturinn rann út 15 .mars en vanalega er það júní en þau breyttu reglunum en gátu ekki svarað hvenær þau breyttu þeim!??? Þetta er náttúrulega bara stórfurðulegt!!

Allavega þá má halda áfram að reyna að finna einhverja vinnu í þessum ómögulega bæ!!

Þetta blogg er tileinkað móður minni ef henni tekst að opna þessa síður og lesa hana hehe ;)

Saturday, April 29, 2006

Burrito night out

Við áttum alveg frábært föstudagskvöld. Við fórum á Mexíkóskan veitingastað og pöntuðum okkur guacamole og nachos í forrétt og burritos og rauðvín í aðalrétt. Mér fannst ég vera komin til útlanda því þetta var eitthvað svo original staður og svo var alveg sjóðandi heitt þarna inni sem bætti ennþá við stemninguna. En ég veit þetta er klisja en mexikóskur matur er allur eins fyrir utan "skelina" sem maturinn er borinn fram í. Maður verðu alveg rínglaður að velja á milli, enchiladas, burritos og tortillia, úff. Ég var samt hrikalega ánægð með matinn og þjónustan var alveg eins og gerist best. Eftir að við höfðum borðað kíktum við á barinn við hliðina á sem heitir Fatter Eskil en þar er oft lifandi tónlist og við fórum næstum því á tónleika hehe já það var semsagt eitthvað band að spila, frekar melankolíska tónlist, og við gátum ekki ákveðið hvort við ættum að borga okkur inn eða bara standa fyrir utan hehe. Ákváðum í staðinn að taka smá næstum því pöbbarölt og kíktum á nokkra staði en settumst ekki niður né pöntuðum drykki. Ódýr og góð leið til að skemmta sér vel og passa budduna á sama tíma og rúsínan í pølseendanum er svo að maður verður ekkert timbraður og getur átt góðan laugardag án samviskubits tjing tjing.
Þegar við komum heim, by the way þá tók um það bil tvær mínútur að labba á veitingastaðinn og ca 15 mín að rölta á milli bara, var Terminator 2 í sjónvarpinu og að sjálfsögðu horfðum við á hana. Þetta er alveg ótrúlega vel gerð mynd og maður er í raun hissa hversu langt tæknin var komin á þessum tíma, þetta var jú hvað 1992 eða eitthvað þannig. Söguþráðurinn er líka frekar cool og boðskapurinn nokkuð góður en aumingja Arnold nær að gera myndina hlægilega því hann er svo hlægilegur. Partýtrickið hans Frank er til dæmis ein lína úr myndinni sem er alveg ótrúlega fyndin, ég ætla ekki að hafa það eftir og skemma fyrir honum en næst þegar þið hittið hann biðjið hann um Arnold eftirhermuna hehe.
Nú þurfum við að skella okkur í bæinn og kaupa afmælisgjöf handa systur Frank en við erum að fara í sunnudagsafmælisboð til hennar á morgun í Horsens (já orðið er komið frá enska orðinu horses því það voru hestasamkomur í þessum bæ í gamla daga).

Lifið heil og sæl

Góða helgi !!!