Friday, November 17, 2006

Líf mitt í litlum bitum


Framhald...
Myndin var ótrúlega góð!! Mæli eindregið með henni og sérstaklega fyrir þá sem eru fyrir stjórnmál, það er til dæmis mjög oft vitnað í Lenin og Marx og fleiri í húmorísku samhengi. Það er í raun gert pínu grín að socialismanum á sama tíma og skuggahliðar hans eru sýndar á realískan hátt. Myndin fjallar einnig um nokkra mjög áhugaverða karaktera sem berjast fyrir að "finna" sjálfan sig, ástina og frelsið. Vil annars ekki segja meira fyrir ykkur sem ætlið að sjá myndina sjálf.

Andlitslyfting
Seinast þegar ég fór í klippingu fékk klippingakonan mín þá hugmynd að plokka Mikka Mús hárin mín, þið sem þekkið mig vel vitið alveg hvað ég er að tala um og hversu mikla angist þessi örfáu hár hafa valdið mér. Það heppnaðist svona vel að núna er ég sjálf farin að plokka og það er alls ekki svo vont eins og ég bjóst við. Andlitið á mér virðist strax lengra og ég get gert meira við hárið á mér :) Gaman þegar maður fær svona auðveldar lausnir upp í hendurnar á sér!

Vinnuhelgi
Er annars að fara að vinna alla helgina sem mér finnst bara ágætt þar sem ég nenni ekki neinu öðru. Það er ótrúlega mikil pressa að eiga bara frí aðra hverja helgi því þá finnst mér að ég verði að gera eitthvað alveg sértstaklega skemmtilegt, úff. Var í rosa vondu skapi um daginn því mér fannst ég bara alls ekki vera að nýta tímann. Svona hugsunarháttur á eftir að gera mig geðveika þannig að ég ætla bara að slappa geggjað mikið af um helgina og vinna.

Matur
Annars er ég að verða þreytt á að Frank "ríði rækjum" í eldhúsinu og ætla að taka til minna ráða og hef þarmeð "pantað" eldhúsið næsta þriðjudag en þá fær minn maður ekki að stíga fæti inn í þetta yndæla horn okkkar. Ég hef verið að skoða uppskriftir á netinu og ætla líklegast að skella mér á eina með fiski. Ég horfi voða mikið á Rachel Ray þessa dagana og það fær mig líka til að elda meira því hún lætur þetta allt líta svo auðveldlega út því hún býr aðeins til auðvelda rétti sem tekur stuttan tíma að búa til .

By the way...
Djöfull er þýska geðveikt cool tungumál...sexy sexy...call mer crazy!

4 comments:

Anonymous said...

já ég er alveg sammála þér með þýskuna mér hefur alltaf fundist þýska töff tungumál. Það eru hinsvegar flestir ekki sammála mér. Vona að þú hafir það gott bara og eldir eitthvað rosa gott handa Frank svo að hann leyfi þér að elda smá líka hehe...

Anonymous said...

Er þetta eitthvað danskt að "ríða rækjum"??? Ég bara spyr..

Anonymous said...

heyrðu Rachel Ray er einmitt á skjá einum klukkan 5 á ísl.. fínn tími að wind down eftir vinnu með RR...
hlakka til að sjá þig á landinu hvíta..

Anonymous said...

hehe það er ótrúlega vinsælt að ríða rækjum hér á landi hehe... en yfirleitt ræður fólk ríkjum en að ríða rækjum hljómar bara miklu skemmtilegra.
Rachel Ray er hérna klukkan 15 sem er akkúrat þegar ég kem heim úr vinnunni og oftar en ekki ligg ég í sófanum og fylgist með :)