Thursday, November 09, 2006

Rasismi

Leiðindamál...

Anna talar um rasmisma á Íslandi á blogginu sínu, www.annatobba.blogspot.com, ég vil hinsvegar tala um rasisma á mínum vinnustað hérna í Danmörku. Ég vinn nefnilega
með nokkrum útlendingum og er einn slíkur og hef séð að ekki er allt með felldu í þeim málunum. Ein af þeim er kona sem er frá Brasilíu og hefur unnið þarna í 12 ár og hún segir að það hafi verið hrikalega erfitt sem útlendingur. Fólk hefur til dæmis nánast lagt hana í einelti af þeirri ástæðu að hún talar "lélega" dönsku. Oft oft hefur hún farið heim úr vinnunni með tárin í augunum og lofað að fara aldrei aftur í vinnuna og bara liðið rosalega illa. Bara núna fyrir hálfum mánuði kom hún til mín í uppnámi því hún hafði séð fjóra af samstarfsólki okkar standa í hóp og hlægja og gera grín að dönskunni hennar!!. Hún vildi ekki segja mér hverjir akkúrat þetta voru en fór svo og ræddi málin við yfirmann okkar og hún sagði að þetta væri algengt vandamál og gaf henni nokkra bæklinga um svona mál. Hvað er annars hægt að gera í svona málum? Þessi kona segir að málin hafi aðeins batnað eftir að fleiri útlendingar fóru að vinna þarna og hún var ekki sú eina.

1 comment:

Anonymous said...

Eg veit, danir eru rasistar (eg veit, alveg bannad ad alhaefa um heila tjod, en samt...). Og imyndum okkur hvernig tad er ad koma fra odrum menningarheimi til danmerkur, ef islenskar stelpur, nanast eins og danir, finna fyrir fordomum!! Eg byd ekki i tad ad vera muslimi i danmorku!