Thursday, November 30, 2006

Músíkk

Er búin að vera að tékka á músíkk í dag og langar að vita hvort það sé komið eitthvað gott frá Íslandi ?? Getur einhver sagt mér það??

Mæli með Mikael Simpson sem er danskur tónlistarmaður sem spilar poppaða raftónlist á dönsku http://www.mikaelsimpson.dk/. Ég keypti til dæmis almbúmið hans í rafrænu formi á netinu sem er frekar sniðugt og borgaði um 1000 ísl kr fyrir það. Beck er búinn að gefa út nýtt albúm og maður getur að meira að segja hlustað á nokkur lög á heimasíðunni hans http://www.beck.com/ sem mér finnst cool, svo er hann bara svo sætur strákurinn!! Ég líka mjög spennt fyrir nýja albúminu hans Damien Rice og hef óskað mér það í jólagjöf.

Annars eyddi ég deginum (eftir að ég kom heim úr vinnunni) í að horfa á GusGus myndbönd en þau eru með fullt af mynböndum á heimsasíðunni sinni sem er skemmtilegt http://www.gusgus.com/. Maður fær nett flashback að horfa á sum videoin :) Svo er ég farin að sjá ýmsa hluti eins og íslenska tónlist í nýju ljósi þar sem ég er komin í allt aðra menningu hérna og finnst við Íslendingar ansi flippaðir oft á tíðum !! hehe.

Hvað eruð þið annars að hlusta á þarna úti??

Wednesday, November 29, 2006

Sjokkerandi fréttir

Ég er bara í nettu sjokki því fréttirnar hérna hafa verið svo svakalegar. Fyrst kom frétt um að maður hafði fundið nýfætt barn fyrir utan sumbústaðinn sinn en móðirin hefur ekki látið í sér heyra en barnið virðist vera heilbrigt. Svo kom frétt um að maður hafði orðið fyrir flutningabíl og svo keyrðu um það bil 15 bílar yfir líkið af honum því fólk hélt að hann væri dýr!! Frekar mikið ógeðfellt. Svo nú í dag sá ég að í gær hafði ung móðir með þrjú börn verið á leið út úr strætó þegar bílstjórinn lokaði hurðinni á barnavagninn sem hún var með þannig að barnið dróst með strætónum 16 metra og kastaðist svo úr vagninum og móðirin horfði ráðalaus á og var viss um að barnið hennar væri látið því það grét ekki eða sagði neitt. Hann var reyndar fullkomlega heilbrigður fyrir utan ljótar skrámur í andliti. Í sumar skeði nákvæmlega það sama fyrir unga móður sem var að koma úr lest með barnavagn og það barn dróst 1500 metra með lestinni en lestar keyra mikið hraðar en stætóar þannig að það var bara kraftaverk að það barn lifði af. úff úff.

Það virðist vera að bílstjórar almennt séu of stressaðir til að líta í kringum sig og athuga hvað er að gerast. Er þetta ekki pínu rosalegt??

læt þetta nægja í bili !!

Friday, November 24, 2006

The Calming Doll



Æi sorry er í gømlu tølvunni okkar en tad eru engir íslenskir stafir hérna!! Ég á mjøg dáleidandi kærasta en hann hefur tann hæfileika ad "dáleida" mig á kvøldin tegar ég á erfitt med ad fara ad sofa. Hann notar semsagt bara røddina og segir mér ad slappa af í fyrst fótunum og svo færir hann sig upp allan líkamann og ég held ad ég hafi verid vid tad ad sofna tegar hann koma ad mjødmunum. Mér datt svo í hug ad hann gæti nú kannski hagnast á tessum hæfileikum sínum og vid gætum framleitt einhvers lags bangsa eda brúdu sem talar á róandi hátt. Tad gætu svo verid mismunandi stillingar fyrir mismunandi tækifæri t.d ef einhver er í hjartasorg tá gæti vélmennid sagt øllu réttu ordin sem madur vill heyra eins og ad madur sé fallegur og gódur og ad "hinn rétti" sé bara handan vid hornid og svo framvegis. Gód hugmynd ekki satt?? Vélmenndi gæti svo haft hita inni í sér tannig ad tad væri notalegt ad halla sér uppad tví og svo væri bara hægt ad bæta vid allskonar svona smáatridum. Kannski er nú tegar búid ad búa til svona sjúkt tæki ?? Hef amk séd ad tad eru til svona kynlífs dúkkur sem eru sjúklega raunverulegar, frekar ógedfellt tad.

Vid erum annars ad fara á Kashmir tónleika í kvøld :) http://www.kashmir.dk/news/latest/ Teir eru geggjadir og vid fengum ókeypis mida en einn midi kostar 230 DK sem er næstum 3000 islkr. Á morgun førum vid svo til Horsens i Julefrokost og svo á Sunnudaginn førum vid í afmæli til systur Franks tannig ad tad er nóg ad gera. Ég á svo frí á mánudaginn líka tannig ad tetta verdur løng og gód helgi !!

Góda Helgi til ykkar allra tarna úti !!!


Sunday, November 19, 2006

A long, but untrue story

........so I was thinking. It's been a really long time since my last post. I don't know, maybe the blog and I just drifted apart, like a pair of ducks where one, probably the mail duck, is too close to a waterfall and the other one is safely nesting in a bush nearby. Yeah, that's exactly how the blog and I drifted apart, come to think of it. But here I am again. I'm back, Blog, hjúkkit!

So what's been going on since I fell down a waterfall and nearly drowned, but was miraculously saved by a pack of nice beavers who were building a dam out of branches and also man-made waste, such as plastic bags and dildos, false teeths, and those scary dolls that close their eyes when you tilt them violently.

Well, Ive gone through a dramatic cosmic makeover for one thing. Apparently, it all happened when the beavers saved me. All deprived of oxygen and bruised from the sharp rocks, I was taken in to recuperate in the company of nature's own engineers. When I was coming in and out of consciousness because of a strong fever from the infected bruises, I distinctly recall a certain chanting going on. It was a soothing, encouraging, and almost angelical chant from several voices that all had nasty lisps:

Be nithe to nathure, Thrank!
Uthe the proper methodth of dithpothal, suth ath the thorting of garbathe
Thiow nathure the rethpect it detherveth - it ith the reathon you are here...ere.......er.......e (echoing out in a dramatic, epiphany-kind-of-way)

So to shorten a long story, thanks to a group of lovable rodents, I see it as my task to advocate that we, as humans, the masters of the univers, show nature its due respect.

Hej Hej!

Frank

Friday, November 17, 2006

Líf mitt í litlum bitum


Framhald...
Myndin var ótrúlega góð!! Mæli eindregið með henni og sérstaklega fyrir þá sem eru fyrir stjórnmál, það er til dæmis mjög oft vitnað í Lenin og Marx og fleiri í húmorísku samhengi. Það er í raun gert pínu grín að socialismanum á sama tíma og skuggahliðar hans eru sýndar á realískan hátt. Myndin fjallar einnig um nokkra mjög áhugaverða karaktera sem berjast fyrir að "finna" sjálfan sig, ástina og frelsið. Vil annars ekki segja meira fyrir ykkur sem ætlið að sjá myndina sjálf.

Andlitslyfting
Seinast þegar ég fór í klippingu fékk klippingakonan mín þá hugmynd að plokka Mikka Mús hárin mín, þið sem þekkið mig vel vitið alveg hvað ég er að tala um og hversu mikla angist þessi örfáu hár hafa valdið mér. Það heppnaðist svona vel að núna er ég sjálf farin að plokka og það er alls ekki svo vont eins og ég bjóst við. Andlitið á mér virðist strax lengra og ég get gert meira við hárið á mér :) Gaman þegar maður fær svona auðveldar lausnir upp í hendurnar á sér!

Vinnuhelgi
Er annars að fara að vinna alla helgina sem mér finnst bara ágætt þar sem ég nenni ekki neinu öðru. Það er ótrúlega mikil pressa að eiga bara frí aðra hverja helgi því þá finnst mér að ég verði að gera eitthvað alveg sértstaklega skemmtilegt, úff. Var í rosa vondu skapi um daginn því mér fannst ég bara alls ekki vera að nýta tímann. Svona hugsunarháttur á eftir að gera mig geðveika þannig að ég ætla bara að slappa geggjað mikið af um helgina og vinna.

Matur
Annars er ég að verða þreytt á að Frank "ríði rækjum" í eldhúsinu og ætla að taka til minna ráða og hef þarmeð "pantað" eldhúsið næsta þriðjudag en þá fær minn maður ekki að stíga fæti inn í þetta yndæla horn okkkar. Ég hef verið að skoða uppskriftir á netinu og ætla líklegast að skella mér á eina með fiski. Ég horfi voða mikið á Rachel Ray þessa dagana og það fær mig líka til að elda meira því hún lætur þetta allt líta svo auðveldlega út því hún býr aðeins til auðvelda rétti sem tekur stuttan tíma að búa til .

By the way...
Djöfull er þýska geðveikt cool tungumál...sexy sexy...call mer crazy!

Tuesday, November 14, 2006

Þýskt þema

Ég er að fara í bíó í kvöld með báðum þýsku vinkonunum mínum en við ætlum að sjá þýska mynd sem heitir Das Leben der Anderen eða á dönsku De andres liv http://www.deandresliv.dk/deandresliv/. Myndin gerist í Austur Berlín árið 1984 og meira veit ég ekki því ég elska að láta koma mér á óvart. Sinikka frænka hans Frank er búin að sjá hana tvisvar sinnum í bíó sem þýðir að hún hlýtur að vera góð því það er ógeðslega dýrt að fara í bíó hérna í Danmörku. Tine önnur stelpanna sem ég ætla að hitta er nýflutt í hverfið mitt og bíóið er akkúrat mitt á milli okkar, það tekur 3 mín að labba, þannig að það var tilvalið að skella okkur í bíó.

Er í fríi í dag og er að taka íbúðina í gegn eins og svo oft áður á frídegi. Sólin skín en það er alltaf gott veður þegar ég á frí og svo hrikalega ömurlegt veður þegar ég er að vinna.

Ef ég held áfram með rasisma umræðuna þá vil ég svara kommentinu hennar Sólrúnar um að jú að múslimarnir verða fyrir miklu áreiti hérna í Danmörku. Ég sé í sjónvarpinu næstum því á hverjum degi fréttir af því að fótboltabullur ráðist á útlendinga eða kalli þá niðrandi nöfnum eins og "perker" sem er mjög neikvætt. Sá svo þátt um einn mjög sætan strák sem á litla kjörbúð í litlum bæ en fær ekki að hafa hana í friði því það er alltaf verið að henda brjóta rúðurnar og fleira í þeim dúr þannig að hann neyðist til að búa í kjörbúðinni. Lögreglan hefur ekki gert neitt til að hjálpa honum og hann var við að gefast upp á búðinni en þá tóku bæjarbúar sig til og söfnuðust saman fyrir framan búðina hans til að mótmæla kynþáttahatri. Mér fannst það frekar cool.

Málið hérna í Aarhus er að það er því miður búið að myndast "gettó" hérna þar sem er búið að koma öllum "útlendingum" fyrir í einni kös sem er ekki svo gott og þar eru mörg vandamál. Þar er til dæmis grunnskóli með 100% börn af etnískum bakgrunni. Þannig myndast svo ólíkir hópar og þá myndast togstreita, hef sko lesið um þetta í sálfræðinni. Ef hóparnir gætu unnið saman og sameinast myndi ferlið verða auðveldara en það er erfitt þegar þetta er svona aðskilið. Fréttir um æresdrab eru svo ekki að hjálpa ímyndinni þeirra. Fyrir þá ryðguðu í dönskunni þá er æresdrab þegar fjölskyldan vinnur saman í að drepa konur því þær giftust röngum manni og lögðu skömm á fjölskylduna.

Thursday, November 09, 2006

Rasismi

Leiðindamál...

Anna talar um rasmisma á Íslandi á blogginu sínu, www.annatobba.blogspot.com, ég vil hinsvegar tala um rasisma á mínum vinnustað hérna í Danmörku. Ég vinn nefnilega
með nokkrum útlendingum og er einn slíkur og hef séð að ekki er allt með felldu í þeim málunum. Ein af þeim er kona sem er frá Brasilíu og hefur unnið þarna í 12 ár og hún segir að það hafi verið hrikalega erfitt sem útlendingur. Fólk hefur til dæmis nánast lagt hana í einelti af þeirri ástæðu að hún talar "lélega" dönsku. Oft oft hefur hún farið heim úr vinnunni með tárin í augunum og lofað að fara aldrei aftur í vinnuna og bara liðið rosalega illa. Bara núna fyrir hálfum mánuði kom hún til mín í uppnámi því hún hafði séð fjóra af samstarfsólki okkar standa í hóp og hlægja og gera grín að dönskunni hennar!!. Hún vildi ekki segja mér hverjir akkúrat þetta voru en fór svo og ræddi málin við yfirmann okkar og hún sagði að þetta væri algengt vandamál og gaf henni nokkra bæklinga um svona mál. Hvað er annars hægt að gera í svona málum? Þessi kona segir að málin hafi aðeins batnað eftir að fleiri útlendingar fóru að vinna þarna og hún var ekki sú eina.

Tuesday, November 07, 2006

Helgin


Föstudagur

Við skelltum okkur á RECession tónlistarhátíðina. Við fórum fyrst á stað sem heitir Lynfabrikken sem er svona listamannastaður, mjög cool og cosy. Þar spilaði hljómsveit frá Kaupmannahöfn sem heitir Harpcore og samanstendur af tveimur stórum hörpum og gaur á tölvu. Önnur stelpnanna sem spilaði hörpu var mjög fyndin og talaði mjög mikið um nútímadellur eins og numerology og fleira í þeim dúrnum. Tónlistin var líka mjög cool án þess að vera alvarleg á neinn hátt. Áhorfendur voru í dauðari kantinum eins og svo oft áður hérna í Danmörku, allir að drepast úr feimni eða kurteisi eða einhverju sem ég get ekki alveg útskýrt. Svo spilaði gaur frá Englandi og svo spilaði og svo dönsk stelpa sem enginn nennti að hlusta á þrátt fyrir að hún væri alls ekki slæm. Við fórum svo á aðal rokkstaðinn hérna en hann var næstum tómur!! Enn dauður bær! by the way þá var útgáfudagur á nýja jólabjórnum sem er víst ægilegt event þannig að fólk var greinilega annars staðar að smakka bjór. Svo fórum við á aðra fabrik en hún heitir Chokolade fabrikken, gott nafn! Þar var hiphop og dauðapopp hehe. frekar fyndið en það var einhver hljómsveit frá Bandaríkjunum sem spilaði fáránlega blöndu af dauðarokki og poppi, söngvarinn var til dæmis svona poppútgáfa af Marilyn Manson, skelfing!

Laugardagur

Enn meiri tónlist! En við skelltum okkur til Randers til að sjá tónleika á vegum Rosa- þar sem Frank vinnur. Þar voru nokkrar danskar hljómsveitir af ýmsum toga, t.d rokk, rapp, reggea, popp og fleira sem spiluðu með DR bigband. Við vorum pínu skeptísk hvernig þetta myndi passa saman en þetta var ótrúlega vel heppnað :) Fólk sat við borð með kertaljósum á og steminingin var einhvernveginn virkilega góð. Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á eina sem heitir Natasha en hún vann reggea keppni á Jamaica, það var ótrúlegt hvað hún passaði vel við svona bigband tónlist. Svo var hún með tvær "dillur" á sviðinu og maður varð bara svona glaður að hlusta á þær. Ég frétti svo reyndar eftir á að hún hefði verið rosalega skökk !! haha. Svo fór ég bara heim eftir tónleikana og var hin rólegasta.

Sunnudagur

Fórum í afmælisveislu til Horsens en mamma Franks átti afmæli um daginn og bauð okkur öllum að í smá veislu. Mjög næs og góður endir á góðri helgi.

Nóg í bili

Bless allesammen

Wednesday, November 01, 2006

Snjór og kuldi/ huggulegheit

hæ!! Vaknaði afslöppuð og útsofin eldsnemma í dag :) Yndislegt !
Sá mér til mikillar undrunar að það er snjókoma úti!! Fannst ég þá vera hrikalega heppin því ég er í fríi í dag og á morgun!! Næs ;) Er samt að hugsa um að skella mér í BILKA og tékka á ýmsu, t.d moonboots hand Bjarmakrúttinu. Sit því bara hérna í myrkrinu (Frank sefur) , vafin inn í teppi með tölvuna í fanginu, Næs ;) Það er reyndar pínu bögg hérna í íbúðinni okkar að við erum bara með rafmagnsofna sem ég held að sé rosalega dýrt þannig að við getum ekki kyndað eins grimmt og ég vildi og er vön að heiman þar sem hitinn "vex á trjánum".

Var að lesa á blogginu hennar Tinnu um daginn að hún var að velta fyrir sér hvenær hún varð fullorðin. Mér finnst þetta mjög áhugavert umræðuefni því mér finnst ég vera að verða svo fullorðin en á pínu sorglegan hátt. Væri til dæmis til í að segja spennandi sögur af sjálfri mér en í staðinn tala ég bara um vinnuna og líkurnar á því að komast inn í háskólann. Er það að vera fullorðinn eitthvað svona líffræðilegt í bland við félagslegt?? Þarf maður að ganga í gegnum eitthvað til að vera fullorðinn eða er nóg að vera komin með hár á bringuna ? (Ég er sko ekki með hár á bringunni hehe). Held nefnilega að þetta sé eitthvað sem er mjög misjafnt eftir menningu landa, ekki satt Sólrún? Sumstaðar þarftu að ganga í gegnum vígsluathöfn og á öðrum stöðum er það gifting. Í okkar menningu erum við meira einstaklingshyggjuð og finnst að hver og einn megi gera eins og hann/hún vill sem er bara gott en þá pælir maður pínu í því hvort sumir séu þá í raun aldrei "fullorðnir" því þeir velja annan lífstíl en það sem flokkast sem fullorðinn?. Auðvitað er maður fullorðinn eftir vissan aldur en ég er nú bara að pæla svona hreint félagslega. Allavega hlakkar mig til að byrja aftur í skóla, ef ég kemst inn, og spá og spekúlera í hinum og þessum málum. Sakna þess núna, þrátt fyrir að ég hafi verið komin með ógeð í fyrra.

jæja im going to spare you with more thought for now...