Monday, April 30, 2007

Monday, April 23, 2007

Kaupmannahafnar skemmtun

Helgin er þá afstaðin og niðurstaðan er að hún var SKEMMTILEG!
Ásdís er náttúrulega bara skemmtileg þannig að ekki var við öðru að búast en að það yrði mikið tjúttað og hlegið í þessari ferð :)
Það sem stóð helst upp úr er að nú er skilgreining mín á "fín og flottheitum" pínu brengluð hehe. Við fórum til dæmis á svalasta veitingastað sem ég hef farið á þar sem ALLT var fancy, líka klósettin og vatnið! (borguðum til dæmis 2000 íslenskar krónur fyrir flösku af japönsku vatni! haha). Vodafone veislan var líka fancy á furðulegan "tjaldsæðaklósetta" hátt. Flottheitin byrjuðu þegar við sigldum framhjá höll drottningarinn og óperuhúsinu fræga til að komast á litla eyju þar sem húsnæðið var. Þegar á staðinn var kominn minnkuðu flottheitin aðeins þegar við sáum salinn en ég held að þetta sé gamalt bátahús. Svo voru mikil flottheit í matnum og þjónustunni þarna mmm geðveikt góður matur sem við fengum. Flottheitin breyttust í hallæri þegar þvagblaðran kallaði því klósettin þarna voru bara ósmekkleg, án hita eða heits vatns og speglarnir voru bara svona camping plastspeglar þannig að erfitt var að lappa upp á lookið sem ég tók eftir að pirraði marga. Hótelið sem Vodafone fólkið var á var líka mjög fancy og flott að mínu mati. Ég gisti hinsvegar hjá Gunna og Nínu í Nørrebro sem langt frá því að vera fancy en ég fékk að vita frá einum gömlum leigubílsstjóra að hann væri þaðan en hafi aldrei mátt tala með Nørrebro dialekt því það þótti ekki fínt.

Allavega þá var gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk því ég hitti gamla og góða vini og eignaðist svo nokkra nýja vini. Sumir voru næs, aðrið skemmtilegir og svo voru nokkrir bara nett ruglaðir haha.

Var mjög þreytt í morgun eftir lítin svefn um helgina en ég og Frank fórum á fætur um sex í morgun til að skúra (við skúrum einu sinni í viku á skrifstofu) en svo ætluðum við þokkalega að fara heim og leggja okkur en svo klukkan sjö þegar ég var nýbyrjuð að ryksuga hringdi leikskólinn minn og bað mig að koma að vinna! Ég hresstist reyndar við að fara í vinnuna en var pínu slapparaleg þegar ég kom svo heim. Veðrið var geðveikt gott og ég var að deyja úr hita í sólinni, leiðinlegt að það hafi ekki verið svona gott um helgina.

Vonandi sé ég Ásdísi eða aðra af mínum góðu vinum frá Íslandi sem allra allra fyrst því ég sakna þeirra SVO mikið. Ég er svo við tölvuna þannig að ef einhverjum langar að spjalla á msn eða skype þá má bara láta vita ;) Njalli er samt víst á leiðinni á Hróa þannig að við munum amk hittast í júlí :)

sorry hvað þetta er langt, hefði getið verið svo miklu lengra samt!

Take care

Thursday, April 19, 2007

hæ hó jibbí jeijj

Tilhlökkun og spenningur eru réttu orðin til að lýsa því hvernig mér líður núna :) Finnst ég lifa skemmtilegu lífi því á morgun er það Kaupmannahöfn!!!! Það verður sko gaman að hitta Ásdísi mína og að sjálfsögðu Gunna og Nínu. Ég mun blanda mér í hóp starfsmanna Vodafone og skemmta mér með þeim um helgina. Á morgun er planið að fara í búðir og svo að slappa af á svaka flottum japönskum veitingastað, ég elska að borða japanskan mat :) Svo á laugardaginn er árshátíð Vodafone þar sem ég verð maki Ásdísar minnar en mig grunar að þetta verði svaka flott og skemmtilegt. Núna er vandamálið bara hvaða föt maður á að taka með og svona.
Jeijj hlakkar til að tala íslensku ALLA helgina, það hefur ekki gerst síðan um jólin. Afsakið ef ég er orðin léleg í þessu ananars undurfagra móðurmáli okkar.

Verð ekki með myndavélina með mér því Frank fer í skírnarveislu um helgina og mun hafa hana. En Ásdís mun taka myndir og setja á sína síðu.

Góða helgi og hafið það gott

Wednesday, April 11, 2007

Elsku gettó leikskólinn minn

Er byrjuð að vinna aftur en þetta er samt seinasta vikan mín, furðulegt. Ég væri alveg til í að vera þarna eitthvað lengur en það er víst ekki í myndinni því það er búið að fylla í stöðuna mína. Ætla samt að vona að ég fái kannski að leysa eitthvað af í sumar, aldrei að vita. Börnin eru til dæmis búin að læra nafnið mitt sem tók vel á fyrir suma, reyndar heiti ég mörgum mismunandi nöfnum eins og til dæmis, Ixtrun, Kristin, Kriss, Kristhil og svo Kristrun sem er nú næst mínu upprunulega nafni hehe.

Gettóið er alltaf í upplausn hérna en um páskana var til dæmis brotist inn í leikskólann sem er bara við hliðina á okkar FJÓRUM sinnum en talið er að um sé að ræða 15 ára stráka sem léku sér að því að eyðileggja og stela. Lögreglan virðist ekki geta gert neitt því þessir krakkar eru svo ungir og ekki fá þessar fjölskyldur hjálp frá hinu opinbera. Þegar löggan kemur keyrandi þá kasta þeir bara steinum og drasli í bílana. Fyrir ekki svo löngu var hópur af unglingsstrákum sem brenndu til dæmis geymslur í flestum blokkunum þarna og þegar lögreglan svo að lokum komst að því hverjir þetta voru var lítið hægt að gera þannig að tekið var á það frábæra ráð að setja fjölskyldur þessara stráka á götuna. En by the way þá eru flestar fjölskyldurnar með mjög mörg börn og til dæmis var ein mamman einstæð móðir og með 7 börn. Fyrir um mánuði síðan var til dæmis ráðist á konu beint fyrir framan leikskólann minn en talað var um að þarna væru tveir unglispiltar að verki sem rændu konuna og spörkuðu víst í hausinn á henni. Við sáum því miður ekki þegar þetta gerðist en þetta var um hábjartan daginn. Fyrir mér er þetta óskiljanlegt því mér finnst allir svo yndælir og frábærir á leikskólanum, bæði starfsfólk og foreldrar. Þetta sýnir bara og sannar að það er ekki hollt að hafa svona gettó, held að allir tapi á því. Börnin eru til dæmis svo langt frá því að vita eitthvað um danska menningu og þau muna ekki einu sinni hvað landið heitir sem þú búa í sem er frekar fyndið, þau búa bara í Gellerup.

Smá statistik um Gellerup en 44% af íbúunum eru börn undir 18 ára aldri en venjulega hérna í Danmörku er talan um 20%. Ég er ekki með tölur en ég veit að margir hafa enga vinnu og tala lélega dönsku og hafa ekki svo mörg tækifæri. Bara sú staðreynd að konurnar bera slæðu minnkar möugleika þeirra á að fá vinnu. Margir hafa barist í stríði og eru því illa farnir á sál og líkama. Það eru margar ástæður fyrir því að börn þessa fólks ná ekki að spjara sig vel í þessu samfélagi. Nú eru nýjar tölur sem sýna að þessi börn detta út úr menntakerfinu og virðast ekki standa sig vel. Þetta er slæm þróun og alvarleg og mér finnst lélegt að ekki sé gert meira til að aðlaga þau og hjálpa þeim. Það virðist sem það sé alltaf verið að reyna að losna við þau og margir þjást af kvíða því þeir vita aldrei hvort þeir fái að vera hérna eða hvort þeir verði sendir heim í opinn dauðann eða amk fátækt og erfiðleika. Ég þekki það frá minni vinkonu sem er frá Bagdad en hún fær til dæmis alltaf bara tímabundið leyfi til búa hér sem er eitt ár, ætli þeir séu að vonast til að ástandið batni það mikið að hægt sé að flytja heim eftir ár?? Hún á til dæmis ekki vegabréf og má því ekki ferðast út fyrir Danmörku en hún þarf að fara til Írak til að fá nýtt sem mér finnst furðulegt.

OK ég gæti haldið áfram að eilífu í þessum málaflokki!!!

Wednesday, April 04, 2007

Alanis Morrisette er svölust

Kíkið á þetta

Góðar fjárfestingar

Núna á ég :

Kjól hannaðan af Madonnu sjálfri
2 miða á Hróaskelduhátíðina miklu (handa mér og Frank)
Súkkulaði páskaegg, reyndar bara danskt Bonbon egg

= Nokkuð montin og ánægð í dag hehe

Tuesday, April 03, 2007

Páskafríið hafið

Er komin í kærkomið lestrarfrí!! Ég var bara ráðin í einn mánuð á leikskólanum og nú er sá tími á enda en ég mun þrátt fyrir það vinna í næstu viku. Núna vakna ég samt sem áður snemma og sit á rassgatinu þangað til að mér er illt því ég er komin svo langt eftir á í lestrinum því ég hef varla opnað bók í mánuð. Málið er að mikið af þessu efni er svo hrikalega leiðinlegt og svo skín sólin allan daginn núna og þá er eitthvað svo erfitt að einbeita sér.

Á föstudaginn var virkilega gaman í vinnunni en við fórum með gríslingana okkar í smá ferðalag, en leikskólinn á sína eigin rútu sem er ekkert smá næs. Við keyrðum í um það bil klukkutíma og gengum svo í hálftíma sem var mjög erfitt fyrir minnstu fæturnar. Við skoðuðum mjög flottar leyfar af gamalli höll sem var reist á lítilli vík þannig að hægt var að verjast sjóárásum. Börnin voru svo glöð og hlupu og klifruðu um allt en ég og ein önnur sem ég vinn með vorum alveg með kúkinn í buxunum af hræðslu því þau voru svo frökk. Ein mjög lítil stelpa datt svo á hausinn og lenti skuggalega nálægt múrsteini, úff. Á leiðinni til baka voru þrjú börn orðin mjög þreytt og vildu bara halda í höndina á mér og við drógumst aftur úr og svo endaði þetta þannig að ég gat bara haldið í höndina á tveimur börnum í einu og svo lagðist þriðja barnið í jörðina og öskraði og grenjaði og ég reyndi bara að hunsa og halda áfram en svo endaði þetta alltaf með að ég þurfti að fara til baka og sækja grátandi barn og svona gekk þetta alla leiðina!! Þau skiptust semsagt á að henda sér í jörðina og ég var við að missa gleðina í restina því það var svo heitt. Allavega þá var þetta skemmtileg ferð og börnin sváfu ÖLL í rútunni á leiðinni til baka :).

Laugardagurinn var fullkominn en ég og Frank sváfum lengi og löbbuðum svo niður í bæ þar sem við keyptum okkur föt og fórum svo á kaffihús og borðuðum tapas mmmm. Við keyptum smá gotterí og lögðum okkur svo í veðurblíðunni á grasið í litlum garði. Eftir að hafa kíkt í Fréttablaðið-Nyhedsavisen komumst við svo að því að við gátum farið á myndlistarsýningu í húsi rétt hjá sem kostaði bara túkall (dk). Það var mjög svöl sýning með ungum listamönnum og þar á meðal einni íslenskri stelpu en Frank sá strax að þetta var íslenskur listamður því þetta var stórt og flott málverk af íslenskri náttúru. Eftir það versluðum við okkur Sushi í kvöldmatinn og komum svo við í Blockbuster og leigðum Borat en við vorum ekki ennþá búin að sjá hana. Kvöldið var svo bara næs og kósý en Borat er náttúrulega bara snilldin ein, ég heimtaði að meira að segja að sjá nektarglímuna tvisvar því hún var svo fyndin haha.

Já svona getur lífið verið yndislegt!! :)