Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól til ykkar allra nær og fjær!!

Hafið það sem allra allra best dúllurnar mínar :)

Knús

Saturday, December 22, 2007

Jólaferðasaga löng

Ég er mætt á svæðið!(á Íslandið góða semsagt) . Ferðalagið var langt. Ég byrjaði á því að taka lestina til Kaupmannahafnar og fékk að gista hjá Gunna og Nínu. Þau héldu svo hrikalega skemmtilega "julehygge" ásamt Íslendingum sem þau þekkja og eru búsett í Kaupmannahöfn. Þó að ég hafi ekki þekkt þetta fólk þá var alveg hrikalega gaman. Nína bjó til glögg handa okkur og bakaði dýrindis smákökur mmmmm svo var spilað Buzz music quiz og Guitar hero. Einnig var þónokkuð magn af bjór teigður ljúflega.
Á sunnudeginum flaug ég svo til Keflavíkur. Það gekk reyndar ekki alveg snuðrulaust fyrir sig þar sem ég gat barasta ekki fundið vegabréfið mitt sem endaði svo með því að ég og Gunni vorum búin að opna stóru ferðatöskuna mína og vorum farin að rífa allt upp úr henni í check inn röðinni og fólk glápti eins og það fengi borgað að sjálfsögðu!! Þegar röðin var svo komin að mér var helv vegabréfið ekki komið í leitirnar og gellan í check inninu var geggjað fúl og sagði að ég yrði að hafa það. Ég sagði þá bara: "nú, þrátt fyrir að ég sé að fara til Íslands??" Það þaggaði niður í henni og hún tók ökuskírteininu mínu gildu. Jæja þá var náttúrulega allt dótið mitt í haug í ferðatöskunni minni en ég varð bara að flýta mér að loka henni og checka hana inn. Næsta vandamál var svo að komast í gegnum öryggishliðið en ég var með jólagjafirnar mínar í handfarangrinum, gjafirnar frá dönsku fjölskyldunni til mín, og ég vissi ekkert, að sjálfsögðu, hvað var í þeim! Ég fékk þá að vita að ég mætti ekki taka þær með og þurfti því að fara og tékka heila klabbið inn og helv fúla gellan var með eitthvað voða glott. Lendingin á Keflavík var ekkert voðalega skemmtileg því það var brjálað veður á þessu blessaða suðurlandi eins og svo oft áður en ég komst þó heilu og höldnu á íslenska jörð :)
Soffía sæta kom svo og sótti mig á Bsí og við áttum frábært kvöld saman en Ásdís bættist í hópinn. Ég flaug svo til Akureyrar á mánudagsmorgninum. Það gekk heldur ekki snuðrulaust fyrir sig! Það var klikkað löng röð í check innið og mikið stress. Ég spurði svo hvort ég mætti ekki taka eina tösku með mér sem handfarangur í vélina og fékk hið óvænta svar nei! Ég tékkaði því töskuna bara inn í flýti en þegar ég var sest inn í vélina mundi ég af hverju ég vildi taka töskuna með mér í vélina! Ég var með tvær óvarðar rauðvínsflöskur í töskunni plús allar greinarnar sem ég ætlaði að lesa um jólin, gúlp. Um leið og ég var lent tékkaði ég á töskunni og flöskurnar litu vel út. Þegar ég var svo komin heim setti ég svo töskunar bara inn í herbergi og sat svo í stofunni með mömmu. Mamma fór svo inn í herbergið mitt til að tékka á einhverju og varð heldur betur illt við þegar hún sá risa stóran rauðan poll á gólfinu. Þá hafði önnur flaskan hreinlega dottið í sundur og allt rauðvínið lak um allt. Ég náði að bjarga því mikilvægasta úr töskunni og setja á ofn. Lyktin í húsinu var vægast sagt alkaleg!

Nóg um ferðasögu í bili

Hittingur hjá Selmu í kvöld jeijj

Sjáumst :)

Sunday, December 02, 2007

Bloggidíblogg

Fólk bara farið að kvarta yfir bloggleysinu í mér sem er ánægjulegt ! :) Gaman að vita að einhver nenni að lesa bullið í manni ;)

Það eru jól í nánd og maður kominn í netta stemningu barasta! Ég hef samt ekki haft nægjanlegan tíma til að fara og kaupa gjafir en tókst þó með erfiðleikum að rífa mig upp úr sófanum í dag og fara niðrí bæ og kaupa tvær gjafir, húrra fyrir því. Við kíktum líka aðeins á jólamarkað arkitektanemenda sem var spenanndi enda mikið frumlegt og flott í boði þar. Ég keypti til dæmis flotta uppskriftabók af íslenskri stelpu sem ég var að kynnast sem heitir Guðrún Ragna. Við vorum einmitt í "julefrokost" saman í gær sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Fyrir þá sem ekki þekkja julefrokost er það át og drykkjuveisla sem stendur yfir langt fram á nótt. Það var pínu spes að vera ekki eini Íslendingurinn í partýinu en samt mjög, mjög næs. Já var næstum búin að gleyma að ég fór út á föstudagkvöldið með einni sem ég vinn með, kærastanum hennar og vinkonu sem var á aldur við mömmu hehe. Við fórum á alveg hrikalega hallærislegan bar og drukkum ljót, ódýr og bragðvond skot og að sjálfsögðu ódýran en mjög bragðgóðan jólabjór. Fólkið þarna var mjög "white trash" en það var samt stemning í þessu öllu saman. Ég fór heim snemma því ég þurfti að fara á fætur kl 6 á laugardaginn og fara í vinnuna en samt bara til klukkan 11 þannig að það var bara í gúddí.

Nú langar mig að taka góða jólahreingerningu og svo henda upp smá skrauti. Mér tókst reyndar að setja seríu upp í dag sem var stórt afrek. Ég á reyndar nánst ekkert jólaskraut og finnst erfitt að finna eitthvað sem ekki er rosa hallærislegt.

Er annars að fara í "julehygge" á þriðjudaginn með tveimur stelpum úr skólanum en við ætlum að borða "æbleskiver" og fleira sætt. Annars er ég rosa mikið að vinna, læra, svitna í ræktinni þannig að mér hefur vantað pínu að fara eitthvað út á djammið og hitta fólk og er því ánægð eftir þessa helgina :)