Friday, October 31, 2008

Fyndið...

Strax daginn eftir seinustu færslu varð maginn hrikalega góður og hefur haldið sér þannig síðan :) Er því ennþá á heilsufæðinu og hef það gott!!

Ég hélt svo nettan fyrirlestur í dag í skólanum sem gekk bara vel. Ég varð reyndar frekar pissed off því við eigum að halda fyrirlestur sem endist í ca 45 mín með umræðunum en stelpurnar sem voru á undan mér töluðu í tvo fokking klukkutíma! Svo höfðum við bara hálftíma til að tala og við þurftum að sleppa pásunni til að fá smá extra tíma. Kennarinn getur alveg misst sig í að leyfa fólki að halda áfram og áfram og áfram. pirr pirr. Er geggjað stressuð, bara mánuður í stóra prófið mitt og svo þarf ég líka að vera búin að skrifa 20 blaðsíðna ritgerð fyrir 19.desember gúlp. Er samt að deyja úr tilhlökkun að fara heim um jólin! :) Finnst laaangt síðan ég var á Eyrinni góðu síðast.
Ég var svo rosa "heppin" í gær og fékk yfirdráttinn minn frá Nýja Landsbankanum en það eru mjög margir í veseni sem eru hjá öðrum bönkum. Get ég því tekið því rólega og keypt í matinn með góðri samvisku hehe. Það er sko ekkert sældarlíf að vera námsmaður í útlöndum í dag.

Ætlaði nú bara að láta heyrast aðeins í mér...þarf að finna einhverja afsökun því ég þarf að þrífa bælið mitt og nenni því barasta ekkert! Þið þekkið þetta eflaust ;)

Tuesday, October 28, 2008

Prump

Er ennþá lifandi eftir sjö stranga daga á heilsumatarræði!! Er þó reyndar búin að "svindla" nokkrum sinnum en tel það part af prógramminu ;) Það tekur mig um hálf tíma að borða morgunmat á morgnana. Ég þarf by the way að borða haug af ávöxtum til að verða södd þannig að ég stend sveitt inní eldhúsi og flysja fjall af ávöxtum svo þegar því er loksins lokið þarf að borða fjallið og það tekur sinn tíma. Svo er það að kaupa allt þetta heilsufæði því ávextir eru jú ekki ferksir endalaust og svona. Það versta af öllu er að ég er að drepast í maganum og er með geggjað loft í maganum!! Þetta átti að hjálpa maganum mínum sem er alltaf í tómu rugli en heilsufæðið virðist fara illa í mig. Veit ekki hvort ég eigi að gefast upp eða þrauka aðeins áfram. well well.

Er mjög stolt af karlmanninum á heimilinu en hann er orðinn alvöru Safari-maður :) Hann byrjaði í nýju vinnunni í dag og kom heim fullur af sögum af hinum ýmsu dýrum. Vandamálið að komast fram og tilbaka í vinnuna er leyst því hann getur fengið far með amk tveimur samstarfsmönnum sínum sem er þvílíkur léttir. Ég held að þetta eigi eftir að vera rosa spennandi vinna :) Svo veit maður náttúrlega ekkert hvort maður fái einhverja aura frá kúpu landinu góða þannig að það er gott að geta lifað af Safari hetjunni ;)

Saturday, October 25, 2008

Fallegur haustdagur

Í dag er fallegt og þar sem það er laugardagsmorgunn og ég vöknuð snemma er eitthvað svo rólegt hérna og ljúft. Ég sit með fulla skál af ávöxtum og gæði mér á mmm. Er byrjuð á heilsumataræði til að reyna koma smá skipulagi á meltinguna. Keypti mér bók með 8 vikna heilsuátaki. Í þessari bók er til dæmis mælt með að maður borði bara ávexti fyrstu fjóra klukkutímana eftir að maður vaknar til þess að gefa manni hámarks orku því ávextir eru auðmeltanlegir og svo að maður hafi fullt af góðum ensímum til að brjóta þá fæðu sem svo kemur restina af deginum. Svo er farið eftir kenningum um sýru og basískan mat en maður má víst bara fá 1/3 af sýru matnum á móti 2/3 af basíska matnum yfir daginn. Og maður má ekki blanda þeim saman eins og flest allir sem ég þekki gera á hverju kvöldi þegar fólk borðar kjöt og kartöflur saman. Samkvæmt þessari bók þarf maður mismunandi meltingarensím til að brjóta niður þessar mismunandi fæðutegundir og ef maður er með bæði ensím í gangi á sama tíma þá geta þau truflað hvort annað sem þýðir að það hægist svakalega mikið á meltingunni og kjötið situr fast allt að 20 tímum og byrjar að mygla. Þetta þekki ég af eigin reynslu og er því nánast alveg hætt að borða rautt kjöt og held mig bara við fuglana góðu. Eníveis þá er þetta bara afskaplega sniðugt og skemmtilegt því það eru milljón frábærar og mjög auðveldar uppskriftir í þessari bók sem þýðir að við Frank þurfum ekkert að spá í því lengur. Það eina sem við þurfum að gera er að borga morðfjár fyrir allt grænmetið og ávextina! vó hvað það er miklu dýrara að borða hollt en óhollt hehe en margborgar sig samt ;)

Við vorum ekki í sama heilsupakkanum seinustu helgi þegar við buðum tveimur sálfræðinemum til okkar og drukkum bjór og fórum í bæinn á tjúttið. Það var reyndar ógeðslega gaman en ég var amk ekki vöknuð snemma og farin að borða ávexti um níuleytið daginn eftir hehe.

Í gær hittum við vin okkar og nágranna sem er heitir Árni og kærustuna hans Natalie en hún er hérna í heimsókn en hún býr á Íslandi. Það var mjög kósý að sitja og drekka kaffi með þeim. Helgin fer í vinnu hjá okkur báðum en Frank er að byrja að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa fullt og koma með fullt af sniðugum hugmyndum. Ég er að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og þarf að undirbúa það plús að ég þarf að fara að byrja á 20 blaðsíðna ritgerð. Og á morgun er ég líklegast að fara að vinna. Nóg að gera semsagt!

Kreppa kreppa!! Hvernig væri að myndum fara að taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst, það er rosalegt að vera námsmaður þessa dagana!! Fegin að það er bara ég sem er að taka þessi blessuðu námslán en ekki Frank.

Góða helgi

Sunday, October 19, 2008

Myndir frá spa

http://www.facebook.com/album.php?aid=59188&l=12edb&id=544211433

Tékkið á þessu ef þið eruð ekki feisbúkkarar!

Kreppa hvað?

Vá hvað ég skulda mikið blogg!! Veit náttúrulega ekkert hvort það sé einhver yfirleitt að lesa þetta blogg lengur hehe. Það hefur margt gerst síðan síðast þannig að ég ætla að romsa því út og sjá svo til hvort ég setji inn myndir eða skelli þeim kannski bara á facebookið mitt. Varúð þetta blogg er montrassablogg dauðans!!

Seinasta helgi var geggjuð dekur helgi sem ég mun aldrei gleyma og mun líklegast aldrei toppa. Við fórum til Vejle á Spa hótel með fjölskyldunni hans Frank. Þegar við komum fengum við öll smá sjokk yfir því hvað þetta var geggjað flott hótel og nútímalegt. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem hótelið er í litlum skógi við fjörðinn þannig að maður getur farið í allskonar göngutúra í fallegri náttúru. Við komum á föstudagskvöldi og byrjuðum á að skoða herbergin okkar áður en við fórum í mat. Ég var alveg orðlaus yfir gæðunum þarna, þegar við komum inn blasti við Bang&Olufsen flatskjár og á honum stóð "Velkominn Frank steffensen" (eitthvað gleymdist að setja nafnið mitt inn þarna hehe). Rúmin voru rosa góð Hastens rúm sem eru búin að vera mjög mikið í tísku og öll húsgögn bara mjög flott og nútímaleg. Við fengum svo fjögurra rétta máltíð með nýju víni fyrir hvern rétt. Skrítið að sitja við borð þar sem allir eru með fimm glös og haug af hnífapörum. Það kemur alltaf upp í mér þessi "Im not worthy" tilfinning í svona aðstæðum haha. Maturinn var geggjað góður en ég er bara ekki vön að sitja í marga klukkutíma og borða fjóra mismunandi rétti og var því frekar ónýt í maganaum alla helgina (við fengum svona máltíðir bæði kvöldin). Á laugardeginum fór ég með systrum hans Frank í spa dekur á meðan restin af fjölskyldunni fór að spila golf. Þetta er ekkert smá flott spa og fullt af góðri afslöppun þarna. Hægt var að fara í allskonar mismunandi sauna, fótaböð, sturtur, sundlaugar plús allt annað sem hægt var að borga sérstaklega fyrir eins og nudd og andlitshreinsanir. Það sem slóg mest í gegn hjá fjölskyldunni hans Frank var heitur pottur úti. Vá hvað þeim fannst það geggjað. Ég var frekar lítið impressed þar sem annar hver maður er með svona heima hjá sér á Íslandi og vatnið er alls ekki jafn heitt eins og heima. Held að systir hans Frank ætli að kaupa sér svona því hún var alveg sjúk í þetta. Eftir alltof margar góðar máltíðir fórum við svo í göngutúr niður að vatninu á sunnudeginum í sólskinsveðri. Ríka fólkið á rosa flott hús þarna og fína báta sem maður gat horft á og öfundast út í hehe. Þó svo að þetta hafi allt saman verið æðislegt þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim til sín þvó svo að maður geti ekki staðið uppréttur í svefnherberginu og fleira í þeim dúr ;)

Góðar fréttir!!! Frank er kominn með nýja vinnu :) Hann er að fara að vinna í Ree Park sem er safari dýragarður rétt hjá Ebeltoft. Hann verður nýji upplýsingafulltrúinn þeirra. Eini ókosturinn er að þetta er langt í burtu og Frank þarf að taka bílpróf og kaupa bíl til að komast þangað því samgöngurnar eru mjög lélegar á þessu svæði. Við erum því mjög ánægð þessa dagana. Í tilefni þess skelltum við okkur á tjúttið á föstudagskvöldið með nokkrum góðum úr sálfræðinni. Algjörir snillingar þetta fólk sem ég er með í skóla.

Ég er hrikalega léleg við að setja inn myndir á þetta blogg og ætla því bara að skella myndum inn á facebook og setja svo link hérna inn fyrir þá sem ekki eru komnir svo langt að skrá sig á facebook hehe.

Hafið það gott þrátt fyrir kreppu