Thursday, January 31, 2008

Smá kvikmyndaumfjöllun

Ætla aðeins að tjá mig um Inland Empire sem ég sá í gær. Ég veit ekki einu sinni hvort maður geti kallað þetta "kvikmynd" í hinum hefðbundna skilningi því hún passar engann veginn inn í þá formúlu. Mér fannst allan tíman að ég væri á Aros listasafninu að horfa á svokallað vídeóverk því þetta var svo mikil "tjáning" sem oft var erfitt að skilja almennilega. Eitt er þó víst að það voru margar sterkar tilfinningar í þessu "verki" og þær komust alveg til skila. Það eru mörg lög sem hægt væri að kryfja en ég held ég ætli mér ekki að fara út í það hér, en ef einhverjum langar að spjalla við mig seinna þá væri ég sko til í að heyra annara túlkun. Mér fannst áhugavert hvernig David Lynch blandar tíma, rúmi og persónum saman, það getur verið erfitt að fylgjast með hver er hvað og hvenær. Allavegana segi ég eins og Sóley að þessi mynd er algjörlega þess virði að sjá og það er must að sjá hana alla, því ef maður sér ekki endirinn er hún ónýt. Endirinn er í raun ótrúlega happy happy Hollywood endir hehe.
Það voru samt alveg þrjár manneskjur (af tíu) sem létu sig hverfa úr bíósalnum áður en myndin var á enda. Þetta er ekkert léttmeti og tekur alveg þrjá tíma. Mæli samt með því að fólk sem hefur áhuga á að sjá eitthvað öðruvísi sjái þessa mynd því þetta er listaverk.

Wednesday, January 30, 2008

Iðjuleysinginn

Ég er svo vel uppalin að iðjuleysið sem mig hrjáir er farið að breyst í risastórt samviskubit sem er farið að naga mig inn að beini. Ég hef alveg nóg að gera svosem en það er bara af því að ég er hérna heima allan daginn að mér finnst eins og ég sé ekki að gera neitt. Úff það er erfitt að vera þessi týpa! Skólinn byrjar í næstu viku og þá verður sko alveg meira en nóg að gera hjá mér og stressið á örugglega eftir að ná tökum á manni nokkrum sinnum yfir önnina svo það er kærkomið að hafa rólega stund núna til að undirbúa sig vel og byrja að lesa. Held þetta blogg sé meira ætlað mér en ykkur hehe.

Ég og Frank erum að fara í bíó í kvöld með "international vinahópnum" okkar sem er alveg frábært fólk :) Við ætum að sjá Inland Empire eftir David Lynch sem verður örugglega lífsreynsla útaf fyrir sig. Skrifa kannski um myndina á morgun en einhvern annan dag.








Seinasta helgi var líka mjög skemmtileg en ég hélt partý fyrir íslensku sálfræðipæjurnar og svo fór ég í afmæli til danskrar stelpu á sunnudagskvöldinu, en hún er hluti af "international hópnum" en ég þekkti hana ekkert sérstaklega vel þannig að það hentaði vel að ég var sú eina sem mætti á réttum tíma þannig að við áttum mjög djúp og skemmtilegar samræður. Hún er 37 ára og ekkert lík neinum sem ég þekki amk. Gaman að kynnast öðruvísi fólki.

Sólrún mín : Til hamingju með afmælið stelpa :)

ANNAÐ : sá svo skemmtilega frétt á netinu um Danskar konur sem voru að mótmæla því að þær mættu ekki vera berar að ofan í sundi. Má það heima á Íslandi?
Er það bara ok þegar það er sumar og sól?

Thursday, January 24, 2008

Óréttlæti!!

Er búin að vera hérna í Danmörku í tvö og hálft ár og er búin að vera að vinna mest allan tímann. Var því að vonast til að ég ætti rétt á að fá SU þar sem ég neyðist til að fara í framhaldsnám þar sem það er ÓMÖGULEGT að fá vinnu þar sem ég er BARA með Ba gráðu. Fékk svo að vita í dag að ég má ekki fá SU því vinnan mín var ekki beint tengd náminu sem ég er að fara í!!!! Auðvitað sótti ég um og reyndi allt hvað ég gat til að fá vinnu sem tengdist sálfræði náminu mínu, en ekki hvað, en svo er mér refsað fyrir þetta heimska kerfi með því að neita mér um bætur :(

Skítaland!!!

Ætla þokkalega að flýgja héðan þegar ég er búin með námið mitt eftir ca tvö ár.

Monday, January 21, 2008

Helgin okkar

Skilaði af mér ritgerðinni á föstudaginn og er fegin en samt er stress í mallanum því ég er ekki viss um að þetta hafi verið nógu góð ritgerð, vonandi samt. Helgin var róleg og góð, ég og Frank höfðum það svakalega huggulegt og borðuðum góðan mat, fórum í göngutúr niður í bæ til að sjá flott listaverk, horfðum á tvær góðar bíómyndir á nýju tölvunni okkar og svo í gær fórum við í afmæli til vinkonu okkar Brynhildar. Hún er íslensk/ensk stelpa sem ég kynntist í dönskunáminu og svo komu líka grísk stelpa úr dönskunáminu sem er gift Dana og barnið þeirra og þýskur strákur og danska konan hans. Brynhildur er líka gift Dana þannig að við erum öll í sömu sporunum hehe. Við fengum alveg frábæran mat og svo voru náttúrulega allir dáleiddir yfir litlu Irina sem er bara níu mánaða krútt. Það var mikið hlegið og mörg málefni rædd niður í kjölin, t.d hver munurinn er á mold og sandi sem er mjög mikilvægt að hafa bakvið eyrað. Svo var okkur boðið í afmæli aftur næstu helgi með sama fólkinu þannig að það verður frábært :)

Á föstudaginn eftir að ég var búin að skila prófinu skellti ég mér niður í bæ á útsölurnar!! Missti mig þokkalega því það var allt svo fáránleg ódýrt. Keypti mér til dæmis frekar dýr nærföt sem kostu barasta ekkert og afgreiðslukonan hló að meira að segja smá þegar hún sagði mér hvað ég ætti að borga henni fyrir fjórar brækur og brjóstahaldara, 126 DKK.
Við erum annars bara rosalega ánægð með litlu tölvuna okkar og Frank reif sig eldsnemma á fætur um helgina til að leika sér í henni hehe. Í gömlu tölvunni okkar koma til dæmis media player upp svona ca 15 sinnum á mínútu og "spólaði" til baka á þeim heimasíðum sem maður var á, geggjað pirrandi en núna er maður bara rólegur. Reyndar er nett erfitt að vera rólegur í dag því það er verið að bora í vegginn okkar en það byrjaði einmitt klukkan átta í morgun! jeij.

Svo er ég í smá pásu núna en skólinn byrjar ekki fyrr en í febrúar, er búin að vera að kíkja á kúrsana sem ég er að fara í og fæ alveg geggjað stress, vá! Ætla því bara að fara að redda mér bókunum bráðlega og byrja að lesa! Kvíðir líka fyrir hópavinnunni þegar maður þarf að virka gáfulegur á dönsku shit! jæja bíðum og sjáum !

Wednesday, January 16, 2008

Ný tølva

Vantar reyndar íslenska stafi á tessa elsku!! Frank fór í gær og keypti nýja fartølvu en vid vorum ad verda gedveik á okkar gømlu, hún var eins og gamalemenni sem gleymir hinu og tessu og veit ekkert hvad er ad gerast. Frank reyndi ad laga hana og eyddi øllu af hardadisknum og svona en einhverra hluta vegna er diskurinn sem inniheldur øll mín gøgn horfinn á mjøg dularfullan hátt jeijj, akkúrat tegar mig vantar gømlu glósurnar mínar úr sálfrædinni. Ég vona bara ad vid munum einn daginn finna tetta, finnst tad samt ólíklegt :(
Er búin med ritgerdina mína og bíd bara eftir ad Frank fari yfir hana fyrir mig í kvøld tegar hann kemur heim. Vá hvad ég verd fegin ad losna vid tetta af bakinu á mér! Býst alls ekki vid ad fá góda einkunn heldur er takmarkid ad ná, komst reyndar ad tví í gær tegar vinkona mín úr skólanum hringdi í mig ad ég hef ekki hugmynd um hvada einkunn tad er haha, tad var verid ad breyta skalanum. Vona bara tad besta amk. Hef ekki frá neinu skemmtilegu ad segja, hef varla farid út úr húsi. Jú vid skruppum reyndar til Horsens á sunnudaginn til ad fagna eins árs afmæli litla frænda hans Franks honum Nikolai. Hann var bara sætur og í hverst skipti sem vid hlógum tá øskradi hann, bara svona til ad vera med. Ég baud honum svo ad kom med mér til Århus og vera barnid mitt og hann var mjøg spenntur tangad til hann var kominn í fangid á mér, jæja ætli madur verdi ekki bara ad búa til sitt eigid og hætta ad stela annara manna hehe. Takk fyrir kommentin ykkar hérna. Endilega ad halda áfram ad segja mér eitthvad skemmtilegt tví ég sakna ykkar!!
knús

Friday, January 11, 2008

Er komið nýtt ár??

Þá er að verða ansi langt síðan ég bloggaði. Hef frá ótrúlega mörgu að segja en það er eins og þá komi minnst á bloggið hjá manni! Ég átti virkilega yndislegan tíma á Íslandinu mínu. Vá hvað ég sakna landsins míns sem er svo fallegt en á sama tíma svo erfitt. Það var besta var án efa fjölskyldan mín sem ég átti mjög margar góðar stundir með. Það er svo frábært að vera partur af fjölskyldu og ég sakna þess. Maður getur alltaf bara hangið með þeim og talað um allt án þess að þurfa að vera formlegur á einn eða annan hátt sem mér finnst vera "frelsandi". Ég á að sjálfsögðu mín dönsku fjölskyldu en það verður aldrei eins og mín eigin.
Ég á fullt af frábærum og duglegum vinkonum sem eru barasta eins og útungunarvélar sumar hverjar hehe. Þær náði ég að hitta aðeins en alls ekki eins mikið og ég hefði viljað. Takk fyrir frábærar stundir elskurnar mínar!
Kaffi Karólína var minn samastaður þegar haldið var í bæinn í leit að bjór og öðru áfengu. Það var nett Cheers stemning þegar ég mætti á svæðið því það virtust ALLIR þekkja mig sem var eitthvað svo kósy, þangað til "litlu" vinir "litla" bróður míns byrjuðu að koma upp að mér og spurðu : hey ertu ekki systir hans stebba? Sætt í byrjun en varð ansi þreytt fyrir gömlu konuna.
Nú er ég hinsvegar í Danmörku og sit bara hérna heima allan daginn og ríf í hárið á mér! Ég er semsagt að reyna að setja saman ritgerð sem ég á að skila eftir akkúrat viku, gúlp. Virðist sitja og svitna allan daginn en næ einhvern veginn ekki að skrifa neitt af viti þó ég virðist vita hvað ég vilji segja. Enda svo bara í ræktinni í staðinn fyrir að gera eitthvað af viti því jólaspikið er ekki krúttlegt og það er gott að fá útrás á hlaupabrettinu.

Er ekkert að deyja úr gleði þessa dagana en hlakkar til að vera búin með þetta próf og geta farið að spá í einhverju allt öðru. Vonandi næ ég því smat því ef ekki kemst ég ekki inn í masterinn í febrúar.

Gleðilegt "næstum" nýtt ár!!! Farið vel með ykkur á árinu og passið hvert annað
Knús