Tuesday, November 14, 2006

Þýskt þema

Ég er að fara í bíó í kvöld með báðum þýsku vinkonunum mínum en við ætlum að sjá þýska mynd sem heitir Das Leben der Anderen eða á dönsku De andres liv http://www.deandresliv.dk/deandresliv/. Myndin gerist í Austur Berlín árið 1984 og meira veit ég ekki því ég elska að láta koma mér á óvart. Sinikka frænka hans Frank er búin að sjá hana tvisvar sinnum í bíó sem þýðir að hún hlýtur að vera góð því það er ógeðslega dýrt að fara í bíó hérna í Danmörku. Tine önnur stelpanna sem ég ætla að hitta er nýflutt í hverfið mitt og bíóið er akkúrat mitt á milli okkar, það tekur 3 mín að labba, þannig að það var tilvalið að skella okkur í bíó.

Er í fríi í dag og er að taka íbúðina í gegn eins og svo oft áður á frídegi. Sólin skín en það er alltaf gott veður þegar ég á frí og svo hrikalega ömurlegt veður þegar ég er að vinna.

Ef ég held áfram með rasisma umræðuna þá vil ég svara kommentinu hennar Sólrúnar um að jú að múslimarnir verða fyrir miklu áreiti hérna í Danmörku. Ég sé í sjónvarpinu næstum því á hverjum degi fréttir af því að fótboltabullur ráðist á útlendinga eða kalli þá niðrandi nöfnum eins og "perker" sem er mjög neikvætt. Sá svo þátt um einn mjög sætan strák sem á litla kjörbúð í litlum bæ en fær ekki að hafa hana í friði því það er alltaf verið að henda brjóta rúðurnar og fleira í þeim dúr þannig að hann neyðist til að búa í kjörbúðinni. Lögreglan hefur ekki gert neitt til að hjálpa honum og hann var við að gefast upp á búðinni en þá tóku bæjarbúar sig til og söfnuðust saman fyrir framan búðina hans til að mótmæla kynþáttahatri. Mér fannst það frekar cool.

Málið hérna í Aarhus er að það er því miður búið að myndast "gettó" hérna þar sem er búið að koma öllum "útlendingum" fyrir í einni kös sem er ekki svo gott og þar eru mörg vandamál. Þar er til dæmis grunnskóli með 100% börn af etnískum bakgrunni. Þannig myndast svo ólíkir hópar og þá myndast togstreita, hef sko lesið um þetta í sálfræðinni. Ef hóparnir gætu unnið saman og sameinast myndi ferlið verða auðveldara en það er erfitt þegar þetta er svona aðskilið. Fréttir um æresdrab eru svo ekki að hjálpa ímyndinni þeirra. Fyrir þá ryðguðu í dönskunni þá er æresdrab þegar fjölskyldan vinnur saman í að drepa konur því þær giftust röngum manni og lögðu skömm á fjölskylduna.

4 comments:

Anonymous said...

Ja tad er alveg merkilegt, alltaf tegar folk ur minnihluta hopum gerir eitthvad oskemmtilegt eru allir ur hopnum daemdir ut fra thvi (sbr aerumord) en tegar einhverjir ur meirihlutannum eins og t.d. hvitir kristnir fundamentalistar gera eitthvad (mord a laeknum sem fremja fostureydingar sem ljott og ofgafult daemi) tha sja allir ad thad eru bara einangrud atvik!

Anonymous said...

ærudrap! hver er ordinn rydgadur í íslenskunni hmmm! já það er ekki gaman að vera í minnihlutahópi.

Anonymous said...

Hvernig var svo myndin Kristrún ég er forvitin. Það er náttúrulega umræða um þetta hég að koma í veg fyrir að það myndist "gettó" að fólk hópist allt á sama stað.

Anonymous said...

Nu er eg ordin alveg eld heit yfir tessari umraedu minni um kristnu fundametalistana. Einmit eftir ad eg skrifadi kommentid til thin i gaer heyrdi eg fra ameriskri stelpu her ad pabbi vinkonu hennar sem er laeknir i amerikunni hafi fengid margar mordhotanir vegna fostureydinga og onnur stelpa her i skolanum vann i pro choice movement i thvi sama draumalandi en gafst upp thvi hun vard fyrir svo miklu areiti! Paelid i tessu, og tetta er folkid sem telur sig svo gott og heilagt. Heyrdi einu sinni ad i ameriku vaeru fleiri hrydjuverk framin af kristnum (sprengjur a fostureydingarstodvum t.d.) en muslimum. En aldrei frettir madur af teim! Svo eru allir muslimar uthropadir terroristar! Sorry gott folk nu skal eg haetta, er bara alveg komin i ham yfir orettlaeti heimsins.