Tuesday, May 02, 2006

Framtíðin

Nú hef ég hugsað mikið um framtíðina og mér finnst mjög erfitt allt í einu að ákveða hvað ég á að gera. Ég er búin að vera að velt fyrir mér að fara í háskólann hérna og taka lokaárin í sálfræðinni og verða svo "alvöru" sálfræðingur.
Ég hef samt verið mjög tvístígandi í þeim málum og hringdi til dæmis í ungan íslenskan sálfræðing sem býr og vinnur hér á Jótlandi og lærði í háskólanum hérna í Árósum til að fá meiri innsýn inn í þetta mál. Hann var mjög hjálpsamur og það var gaman að tala við hann. Hann segir að námið sé í raun mjög frábrugðið því heima og maður þarf að læra að hugsa á annan hátt og læra "nýtt tungumál" ofan á það danska. Í BA náminu heima lærir maður að vera hlutlægur í einu og öllu og er refsað harkalega ef maður notar "ég" eða orð sem gætu gefið eitthvað í skyn eða ýkt þær niðurstöður sem þú kynnir í textanum. Hérna þarf maður að hafa sína ályktun eða álit á viðfanginu sem er eitthvað rosalega nýtt en það útskýrist af því að þegar maður er sálfræðingur þá þarf maður að byggja greiningu sína á sínu faglega áliti og þá þarf að byrja að nota " hvað manni finnst". Hann sagði líka að þegar maður er svo loksins orðinn sálfræðingur þarf maður að fara út á land að vinna því það eru nánast engir möguleikar hérna í Árósum fyrr en maður hefur almennilega reynslu. Hann gaf mér líka ráðleggingar um hvernig best er að sækja um vinnu og það er að fara á staðinn og tala við fólk, sem er eitthvað sem ég hef heyrt áður. Það er bara erfitt að safna kjarki til að gera það þar sem maður talar "5ára" dönsku og er feiminn og allt það. Maður er líka orðinn vist hlédrægur eftir BA námið og ekki vanur að þurf að "selja sig".
Allavega þá hef ég verið að reyna að finna út hvenær fresturinn rennur út fyrir næstu önn í háskólanum því það stóð um daginn að það væri í byrjun júní en svo fór ég upp í skóla í gær og það gat enginn sagt mér neitt og þau áttu ekki einu sinni umsókanreyðublöð. Svo hringdi Frank í dag og komst að því að fresturinn rann út 15 .mars en vanalega er það júní en þau breyttu reglunum en gátu ekki svarað hvenær þau breyttu þeim!??? Þetta er náttúrulega bara stórfurðulegt!!

Allavega þá má halda áfram að reyna að finna einhverja vinnu í þessum ómögulega bæ!!

Þetta blogg er tileinkað móður minni ef henni tekst að opna þessa síður og lesa hana hehe ;)

10 comments:

Anonymous said...

Rosalega er þetta sérstakt að geta ekki svarað hvenær umsóknarfresturinn rennur út. Ég hef samt fulla trú á þér, mér finnst að þú ættir að sækja um bara á næsta ári verður búin að læra dönskuna betur og verður betur í stakk búin að læra. En ég skil þig alveg með þessar framtíðarpælingar ég er alveg í hnút veit ekki hvað ég á að gera í haust.
En allavega gangi þér vel stelpa.

Anonymous said...

Hæhæ Kristrún, Begga hérna vinkona Hrannar. Hehe gaman að lesa blogg annara, rock on!

Kv.
Begga

Anonymous said...

Takk Ásdís og ég skil vel að þú sért í svipuðum sporum en ég held samt að það verði minna mál fyrir þig að fá eitthvað spennandi að gera en fyrir mig hérna.
Frábært að fá skilaboð frá þér Begga:) hef ekki hitt þig í svo langan tíma!! Til hamingju með strákinn:)

Anonymous said...

Til hamingju með bloggið! Snilldarnafn Frankrún :) hehe...Það er alveg agalega gott að vera á Íslandi og ég er búin að éta yfir mig síðan ég kom..efast um að þú munir þekkja mig þegar ég kem aftur til Århus! Muahahaha... :)
Bestu kveðjur til ykkar beggja :)
Eva

Anonymous said...

Já ég er sammála Ásdísi, ekki samt kanski gefast alveg strax upp á hugmyndinni að komast inn í haust, það er nú oft þegar er nýbúið að breyta einhverjum reglum (eins og með umsóknarfrestinn sem var áður Júní) að það séu gerðar undantekningar...helduru að það sé einhver séns? En það virðist amk hafa verið góð hugmynd að heyra í þessum sálfræðingi sem hefur gefið þér betri innsýn í málið....Sendi þér baráttukveðjur...ekki gleyma að þér eru ætlaðir "stórir" hlutir í lífinu, but like all great things in life...they take time...

Anonymous said...

Já ég er sammála Ásdísi, ekki samt kanski gefast alveg strax upp á hugmyndinni að komast inn í haust, það er nú oft þegar er nýbúið að breyta einhverjum reglum (eins og með umsóknarfrestinn sem var áður Júní) að það séu gerðar undantekningar...helduru að það sé einhver séns? En það virðist amk hafa verið góð hugmynd að heyra í þessum sálfræðingi sem hefur gefið þér betri innsýn í málið....Sendi þér baráttukveðjur...ekki gleyma að þér eru ætlaðir "stórir" hlutir í lífinu, but like all great things in life...they take time...

Anonymous said...

Já ég er sammála Ásdísi, ekki samt kanski gefast alveg strax upp á hugmyndinni að komast inn í haust, það er nú oft þegar er nýbúið að breyta einhverjum reglum (eins og með umsóknarfrestinn sem var áður Júní) að það séu gerðar undantekningar...helduru að það sé einhver séns? En það virðist amk hafa verið góð hugmynd að heyra í þessum sálfræðingi sem hefur gefið þér betri innsýn í málið....Sendi þér baráttukveðjur...ekki gleyma að þér eru ætlaðir "stórir" hlutir í lífinu, but like all great things in life...they take time...

Anonymous said...

WOW! sorry...þú ert ekki sú eina sem getur verið sauður í tölvumálum!!! Mér fannst eins og mér væri ekki að takast að setja commentið mitt inn en jújú...og er núna komið inn 3x!!! I sincerely apologies!!!

Anonymous said...

haha gott að vita að "við" erum fleiri ;) Takk stelpur það er gott að vita af ykkar stuðningi, þið eruð svo góðar vinkonur! veit ekki hvernig mér datt í hug að flytja svona langt frá ykkur!! Er annars að fara í atvinnuviðtal á föstudaginn, ekkert brjálað spennandi starf en samt, segi frekar frá því seinna. kyss kyss

Anonymous said...

Gangi þér vel á föstudaginn.. i'm keeping my fingers crossed...