Wednesday, May 31, 2006

Testosterón

Er full af karlhórmun núna, sit hérna og horfi á fótbolta með bjór í annari og hnetur í hinni!! Þarf ekki á neinni kynskiptiaðgerð að halda, er samasem komin með það sem þarf til að kallast karlmaður! hehe. Já annars eru Danmörk og Frakkland að keppa um leðurtuðruna, vá hversu leiðinlegt getur þetta samt verið? Núna skil ég af hverju maður þarf á bjór að halda þegar maður horfi á slíkt sjónvarpsefni, verð þó að segja að það eru margir nokkuð myndarlegir svartir karlmenn í franska liðinu hehe eitthvað fyrir suma hehe.

Tónlist

Er að fara að upplifa svooo mikið af tónlist næstu dagana! Er að fara á Spot festivalið hérna í Aarhus en það stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags með um 200 böndum. Ég ætla til dæmis að sjá snillingana í Jomi Massage og Anna Ternheim sem Frank er algjörlega ástfanginn af þessa dagan, er við það að verða afbrýðisöm! Já og Anna hún er frá Svíþjóð ;) Tjékkit át.
Svo á þriðjudaginn þann 7.maí förum við á Depeche Mode!!!!!!!!! Vá hvað mig hlakkar til :) Við erum búin að eiga miðana í mjög mjög langan tíma og vorum næstum búin að gleyma þeim haha þetta er næstum eins og að finna jólagjöf í júní eða að finna peninga á gömlum bankareikningi sem þú varst búin að gleyma.

Lífið
Er annars að hætta á föstudaginn í skúringunum, sem er vonandi lok skúringaferilsins míns, ever. Er annars búin að fara á námskeið í hvernig maður þvær sér um hendurnar og hvernig maður þvær gömul typpi og gamlar buddur. Var annars eini útlendingurinn á svæðinu og fannst ég eitthvað öðruvísi og var því hrikalega lítil í mér og feimin. Reyndar kíkti strákur inn í stofuna í svona fimm mínútur og var hann mjög svartur, svo heyrði ég tvær konur tala mjög fallega um hann en þá hafði hann víst heillað alla upp úr skónum með afrískum söng og dansi en hann er víst frá Ghana. Vonandi eru einhverjir útlendingar í mínum hópi en við munum koma til með að vinna í hópum og ég er í hópi númer fjögur. Held reyndar að það sé einn strákur í mínum hópi sem er sjaldséð í þessum geira þannig að það verða fleiri minnihlutahópa mennesker þarna.

jæja það nennir örugglega enginn nema Anna að lesa allt þetta blogg, Frank er að skamma mig fyrir að skrifa of langar færslur. Hvað finnst ykkur? ætti ég að stytta þetta og skrifa oftar?

love y'all

9 comments:

Anonymous said...

Ég les sko allar færslurnar þínar sama hversu langar eða stuttar þær eru. Maður á bara að skrifa það sem manni langar hvort sem það er mikið eða lítið. En Kristrún mín ég verða að hryggja þig með því að þú ert búin að missa af tónleikunum það er að koma Júní;) er nú líklegast smá villa hjá þér skvís hehe, smá að stríða. Ég segji bara gangi þér vel á námskeiðunum og rock on. Vildi að þú værir líka að koma norður um helgina þá væru bara nánast allir hér;)

Anonymous said...

Ég les sko allar færslurnar þínar sama hversu langar eða stuttar þær eru. Maður á bara að skrifa það sem manni langar hvort sem það er mikið eða lítið. En Kristrún mín ég verða að hryggja þig með því að þú ert búin að missa af tónleikunum það er að koma Júní;) er nú líklegast smá villa hjá þér skvís hehe, smá að stríða. Ég segji bara gangi þér vel á námskeiðunum og rock on. Vildi að þú værir líka að koma norður um helgina þá væru bara nánast allir hér;)

Anna Þorbjörg said...

Gaman að heyra að þú hefur bara trú á mér að lesa þessar löngu færslur þínar!!Eða ég held annars að þú hafir átt við mig, erfitt að heita svona leiðinlega algengu nafni! Vona innilega að ég geti heimsótt þig í sumar!!! Kramar från Sverige

Anonymous said...

langar by all means.. bara gaman að því.. segðu frank að það er ekki hægt að stoppa creative skrifin þegar maður kemst á skrið..
kveðja frá AK.

Frankrún said...

hehe já þegar maður skrifar með bjór í annari og pistasíur í hinni koma oft stafsetningavillur, hehe. Auðvitað er þetta 7.júní :) Takk Ásdís ;)

Anonymous said...

Naha...ekkert of langar! Ég les líka allt sem þú skrifar og finnst alveg frábært hvað þú ert dugleg að skrifa...skemmtilegar færslur hjá þér og alveg nausynlegt finnst mér að heyra aðeins hvað þú ert að gera og svona...! Só keep on the good work og endilega segðu Frank að vera duglegri...væri til í að heyra hvernig honum fannst Brighton.

Anonymous said...

hæ hæ
kíkiji auðvitað reglulega
bara latur að skrifa inn
lofa að vera duglegri
í framtíðinni.
þú stendur þig betur í blogginu en ég :)

Anonymous said...

hahaha smellið á Njál og þá komist þið á "síðuna hans" !

Anonymous said...

Ég er eiginlega orðið fastagestur inná blogginu þínu, alltaf eitthvað að hnýsast þannig að þú hlýtur að vera að skrifa eitthvað mjög áhugavert (: