Friday, May 26, 2006

Friends

Þá er ég aldeilis búin að vera umvafin yndisslegu fólki sem ég kalla vini mína :) Held það sé betra en allar sálfræðimeðferðir og lýtaaðgerðir hehe.
Um seinustu helgi skrapp ég til Álaborgar í heimsókn til Eydísar og Óla og barnanna þeirra Ólivers og Iðunnar. Þetta var innilega næs helgi og ég vil bara þakka þeim kærlega fyrir það ! Við borðuðum steik með Bernaissósu, mikið af bakaraíis brauði, drukkum rauðvín og borðuðum osta, horfðum á Eurovision og fórum í smá verslunarleiðangur í bænum og tókum langan göngutúr í hverfinu þeirra, hehe það er alveg nett freakshow að ganga um hverfið þeirra, allt fullt öryrkjum og skrítnu fólki. Þau eru definately of sæt fyrir þetta hverfi hehe.

Núna er ég komin í langt helgarfrí!! Í gær var helgidagur hérna og í dag er vuggestuen lokuð því það eru margir sem vilja bara vera í fríi lengur þannig að ég fæ auka frídag :) Gunni og Nína komu til okkar í miðvikudagskvöldið og fóru svo núna rétt áðan. Við vorum með rauðvín og ostapartý fyrir þau þegar þau komu og svo skelltum við okkur á djammið. Það var reyndar lokað á bestu stöðunum en við fórum á sleecy bar í kjallara og hittum aðra vini okkar og dönsuðum og drukkum geggjað ódýran bjór! Gaman gaman! Í gær var svo bara sofið lengi og horft á sjónvarpið og um kvöldið fórum við á pool stað sem heitir Sharks og spiluðum nokkra leiki. Ég er by the way geggjað léleg í pool en er núna aðeins minna léleg. Ég og Nína spiluðum svo þythokkí sem var helvíti skemmtilegt bara og ég var ansi góð hehe. Nína er annars mjög góður pool spilari og vann mig og er virkilega góður sigurvegari því ég er svo tapsár, en það er allt í lagi að tapa gegn henni! Eftir poolið var svo horft á Family Guy the movie og mikið hlegið og spjallað. Frank þurfti svo að fara að vinna í dag og ég og Gunni og Nína kíktum aðeins í bæinn en svo tóku þau lestina til Horsens en foreldrar Nínu búa þar. Ég og Frank förum svo til Horsens í dag en afi hans Frank lést á miðvikudaginn þannig að við förum á jarðarför á morgun.

Elska Ally McBeal!!

5 comments:

Anonymous said...

oh tetta hljomar allt svo aedislega hja ter saeta:) tid ogisslega dugleg ad fa ykkur vin og drekka...hehehe svona eitthvad annad en eg tihi;) haltu afram ad vera svona dugleg ad skrifa herna...kyss kyss fra sviss...Heida h

Anonymous said...

Leiðinlegt að heyra með afa hans Franks sendi honum mínar samúðarkveðjur.

Hvenær byrjaru annars í nýju vinnunni?

Já það það er mjög gaman að lesa þessa pistla hjá ykkur...keep on the good work...verðum svo að fara heyrast í skype, ég er í fríi aðra hvora helgi (er í fríi næstu helgi en skelli mér líklega norður) og svo er ég nú að fara byrja vaktarvinnuna þannig þá viku sem ég er að vinna um helgi er ég í fríi miðvikud. og fimmtud.

Ciao bella.

Anonymous said...

hey soffia....las eg rett ad tu sert jafnvel ad koma nordur um naestu helgi??? a ta ekki ad kikja adeins i stelpufagnad hvar/hvenaer sem hann verdur??? Tad er eiginlega skyldumaeting fyrir ta sem eru a svaedinu sko tihi;) heida h

Anonymous said...

Ég sendi Frank mínar samúðarkveðjur.

Já Kristrún mín það er sko gott að eiga góða vini ég hef séð það margoft og ekki er verra að fá sé gott að borða og smá í glas og svona með þeim. ;)

Anna Þorbjörg said...

Er nú bara öfundsjúk að þú hafir farið og hitt sæt börn og gott fólk til Álaborgar. Litla hálfdanska frænka mín á einmitt heima í Álaborg + fleiri ættingjar og svo eru enn fleiri ættingjar í heimsókn þar þessa dagana. Langar mjög mikið að vera þar núna en það er víst ekki boðið upp á slík ferðalög þessa dagana á mínu heimili.