Við áttum alveg frábært föstudagskvöld. Við fórum á Mexíkóskan veitingastað og pöntuðum okkur guacamole og nachos í forrétt og burritos og rauðvín í aðalrétt. Mér fannst ég vera komin til útlanda því þetta var eitthvað svo original staður og svo var alveg sjóðandi heitt þarna inni sem bætti ennþá við stemninguna. En ég veit þetta er klisja en mexikóskur matur er allur eins fyrir utan "skelina" sem maturinn er borinn fram í. Maður verðu alveg rínglaður að velja á milli, enchiladas, burritos og tortillia, úff. Ég var samt hrikalega ánægð með matinn og þjónustan var alveg eins og gerist best. Eftir að við höfðum borðað kíktum við á barinn við hliðina á sem heitir Fatter Eskil en þar er oft lifandi tónlist og við fórum næstum því á tónleika hehe já það var semsagt eitthvað band að spila, frekar melankolíska tónlist, og við gátum ekki ákveðið hvort við ættum að borga okkur inn eða bara standa fyrir utan hehe. Ákváðum í staðinn að taka smá næstum því pöbbarölt og kíktum á nokkra staði en settumst ekki niður né pöntuðum drykki. Ódýr og góð leið til að skemmta sér vel og passa budduna á sama tíma og rúsínan í pølseendanum er svo að maður verður ekkert timbraður og getur átt góðan laugardag án samviskubits tjing tjing.
Þegar við komum heim, by the way þá tók um það bil tvær mínútur að labba á veitingastaðinn og ca 15 mín að rölta á milli bara, var Terminator 2 í sjónvarpinu og að sjálfsögðu horfðum við á hana. Þetta er alveg ótrúlega vel gerð mynd og maður er í raun hissa hversu langt tæknin var komin á þessum tíma, þetta var jú hvað 1992 eða eitthvað þannig. Söguþráðurinn er líka frekar cool og boðskapurinn nokkuð góður en aumingja Arnold nær að gera myndina hlægilega því hann er svo hlægilegur. Partýtrickið hans Frank er til dæmis ein lína úr myndinni sem er alveg ótrúlega fyndin, ég ætla ekki að hafa það eftir og skemma fyrir honum en næst þegar þið hittið hann biðjið hann um Arnold eftirhermuna hehe.
Nú þurfum við að skella okkur í bæinn og kaupa afmælisgjöf handa systur Frank en við erum að fara í sunnudagsafmælisboð til hennar á morgun í Horsens (já orðið er komið frá enska orðinu horses því það voru hestasamkomur í þessum bæ í gamla daga).
Lifið heil og sæl
Góða helgi !!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þú stendur aldeilis undir væntingum mínum í bloggdugnaði! Keep up the good work :)
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt...ekki vissi ég þetta með hestana í Horsens ;)
Post a Comment