Friday, May 19, 2006

Hinn vesæli heimur

Var að enda við að horfa á heimildarþátt um klósetthreinsara í Indlandi, þeir "ósnertanlegu" kallast þeir því það er fólk sem fæðist "óhreint" því það gerði eitthvað slæmt af sér í fyrra lífi og skal því taka út "refsingu" í þessu lífi. Hef refsingu í gæsalöppum því þetta er í raun ekki sama skilgreining og í sálfræði því í sálfræði er refsing eitthvað sem fær mann til að hætta að gera eitthvað en þetta fólk veit náttúrulega aldrei hvað það gerði af sér í fyrra lífi og á því pínu erfitt með að hætta því. Þessi klósett eru í raun bara afmarkað svæði þar sem fólk kúkar og pissar á jörðina, síðan þarf þetta fólk að hreinsa skítinn og koma honum á ruslahaugana. Þar sem ríka fólkið býr er klóak en þá er samt fólk sem vinnur við að hreinsa skítinn upp úr klóakrörunum því það er ódýrara en að kaupa einfaldar vélar til þess. Að sjálfsögðu hafa þau ekki hanska eða grímur eða neitt þannig og margir þjást af niðurgangi og ógleði vegna vinnunar. Ímyndið ykkur að hreinsa skít með berum höndum allan daginn!!
Það er samt ekki versti parturinn af vinnunni því þetta fólk er ekkert í samfélaginu og enginn ber virðingu fyrir þeim og margir banna þeim að koma nálægt sér. Þetta veldur því svo að margir karlmenn verða þunglyndir og byrja að drekka og lemja konurnar sínar sem gerir fjölskylduna enn verr setta.
Það er bara ótrúlegt að sjá svona þegar við erum að drepast úr einstaklingshyggju hérna og ég kvarta og kveina yfir því að skúra gólf og finnst það frekar lágkúrulegt en sé núna að það er bara háklassa vinna miðað við hvað margir þurfa lifa við.

Frank fór til Brighton í gær á tónlistarhátíð, hann fær þetta alveg frítt í boði vinnunnar og fær að tala viðtöl við frægar danskar hljómsveitir sem spila þarna. Ég er því ein heima og finnst það nokkuð huggulegt bara.
Fékk gesti í gær en Brynhildur, íslensk stelpa úr bekknum, og kærastinn hennar Jens sem er dani og Noriku sem er japönsk stelpa líka úr bekknum komu til mín að horfa á Eurovison. Það var rosalega gaman og við hlógum allan tímann og gátum alveg misst okkur yfir hári og búningum og fleiru og Brynhildur bjó til allskonar kenningar um hvað þyrfti til að vinna. Til dæmis ef söngvarinn lítur ekki út, er til dæmis aðeins of feitur, þá þarf að hafa dansara sem eru nánast naktir og líta mjög vel út. Allavega mikið svekkelsi að Silvía sæta var púuð!! þvílíkir dónar!! held þau séu bara abbó og reið út í hana. Hvað haldið þið? Mér fannst þau bara hrikalega flott og Silvía mjög barbie -leg, meira en venjulega og þetta var alveg nett Aqua, vissuð þið að Aqua er dönsk hljómsveit??
Er að fara til Eydísar og Óla í Álaborg á morgun og hlakkar rosalega til :) Held það verði mjög gaman þrátt fyrir að við höfum kannski ekki verið í miklu sambandi seinustu árin. Það spillir svo ekki að hún á tvö mjög mjög sæt börn sem verður gaman að fá að knúsa aðeins ;)

Ætlaði nú samt ekki að drepa ykkur úr leiðindum með mjög löngum pistli ...þið getið líka bara valið úr það sem þið nennið að lesa!!

Love to all!!

Ein spurning :
Hver er af eftirtöldum hefur haft mestu áhrif á 20.öldina að ykkar mati? :
Vladimir Lenin, Bill Gates,Nelson Mandela, Pablo Picasso eða Bítlarnir?

6 comments:

Anonymous said...

já ég var með smá get to gether og það voru stelpur úr bekknum mínum svíar og finnar. Þeim fannst atriðið hjá silvíu ógeðslega fyndið en við vorum allar í sjokki hvurslags dónar væru þarna í salnum. En það var gleði hér þrátt fyrir að ísland komst ekki áfram ;)

Anonymous said...

Já maður hefur það nú ansi gott og maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður sér hvernig aðrir hafa það.
Við horfðum spenntar á Silvíu Nótt og fannst þetta bara ágætt hjá henni held hún hafi verið búin að keyra sig út hún var svo andstutt stelpan og var það víst lílka á æfingunni um daginn. En mér fannst hún standa sig ágætlega vakti athygli allavega.
Ég get ekki valið á milli Nelson Mandela og Bill Gates segji að báðir hafi haft mikil áhrif á 20. öldia.

Anonymous said...

All you need is love....
:)
Bítlarnir ekki spurning!!

Sá líka þennan þátt...alveg hræðilegt hvað fólk þarf að þola!

Anna Þorbjörg said...

Sem kommúnista finnst mér ég verða að segja félagi Lenín...

Anonymous said...

Oooo lucky bastard your boyfriend...I love Brighton...good memories!

Það var mjög nice "semi finals" eurovision kvöld hérna heima, Tinna mætti í "partýið" og við fengum hið fræga kúskús salat hennar Ásdísar.
Silvía Nótt var náttúrulega flottust, mesta glamour showið...en það er pínu kanski skiljanlegt að fólk hafi púað miðað við að hún hefur víst verið að hrækja á blaðamenn etc...svolítið langt gengið, hegðun hennar kanski pínu erfið að gleypa sérstaklega ef maður þekkir ekki einu sinni söguna á bak við karakterinn Silvíu Nótt ???

P.S Ég segi Nelson Mandela.

Anonymous said...

Bill Gates, nördið mikla!