Friday, May 19, 2006

Home Alone

haha já þetta er algjör klisja en ég er ein heima og Home alone er í sjónvarpinu í kvöld!!
Mér líður eins og unglingi sem er einn heima því Frank eldar alltaf góðan og hollan mat handa mér en núna kem ég heim og það er barasta enginn matur á borðinu!? Sit núna á brókinni með magann fullan af falafel og Coke lime light, sem er hrikalega góður drykkur, og bíð eftir að The ring, japanska útgáfan, byrji.
Ég er algjör sjónvarpsfíkill þannig að ég vil bara segja nokkur orð um hvað ég sá áðan í sjónvarpinu. Mér finnst japanir algjörir snillingar og vildi óska að ég gæti farið til japan og lært aðeins meira um þeirra menningu, sá áðan þátt með japönskum leikskólabörnum og þau voru svooo sæt! Strákarnir voru í bláðum treyjum en stelpurnar bleikum. Þau borða mat með prjónum og í lok dags eru þau keyrð heim í bleikum Hello kitty strætó!! haha !
Noriko vinkona mín er líka alveg yndisleg stelpa og ég fíla hana mjög vel, er að hugsa um að biðja hana um að kenna mér að búa til Sushi. Við spurðum hana í dag hvernig kökur þau borðuðu í japan og hún sagði að þau borðuðu kökur sem eru búnar til úr baunum, og svo eru hrísgrjón sem hafa verið stöppuð sett utan um baunirnar sem eru í kúlu. Hljómar rosalega hollt en svo hafa þau auðvitað líka allskonar evrópskar kökur. Annars er Noriko mjög sætt nafn sem þýðir hamingjusamt stúlkubarn en öll japönsk nöfn sem enda á ko þýða barn, t.d Yoko.

Spurningin hér í færslunni á unda er frá munnlegu prófi í dönsku en þá á maður að rökræða á dönsku við annan nemenda hvað manni finnst og af hverju. Nema hvað að þetta er mjög vestræn spurning og það eru margir sem þekkja ekki þetta fólk, til dæmis þekkti stelpa sem er frá Póllandi í bekknum mínum ekki Picasso, Mandela né Bill Gates, en að sjálfsögðu þekkti hún Lenin. Mér finnst Bill Gates og Nelson Mandela stand upp úr!

Arigato

2 comments:

Frankrún said...

Gleymdi að segja ykkur að fara á www.rosa.org og þá getið þið lesið um tónlistarháðina sem Frank er á í Brighton.

Anonymous said...

Oh ég væri til í að vera með þér þarna á brókinni (eða brókalaus) og éta skyndibita eins og í gamla daga, ætli ég væri ekki með kebab með extra chilli í hendinni.

Annars verð ég að reyna að svara spurningunni góðu, vildi að ég gæti sagt Mandela en því miður held ég hann hafi bara alls ekki haft nógu mikil áhrif. Það tók hann alla vega ansi langan tíma blessaðan að komast til virkilegra áhrifa. Lenin hafði nú þónokkur áhrif en staðbundin, er það ekki bara Billi og Bítlarnir sem höfðu, í það minnsta, víðtækust áhrif, eða hvað??