Monday, May 15, 2006

Sex on the beach...Sleep on the beach

Þá er ein stór og góð helgi á enda. Helgin byrjaði á föstudaginn en það var frídagur, Den store bededag. Ég og Frank skruppum á Moesgaard ströndina sem er mjög falleg strönd, lágum og sóluðum okkur meiripart dags. Þegar við vorum á leiðinni heim í strætó ákváðum við svo að kíkja á sæt dýr en við ströndina er opinn garður með fullt af dýrum sem kallast víst rádýr (rådyr) sem eru svona litlir og sætir bambar sem ganga lausir og maður getur gefið þeim gulrætur, epli eða brauð. Þessi dýr eru mjög gæf og maður getur klappað þeim á meðan maður gefur þeim. Veðrið var by the way alveg frábært og dagurinn var svo fullkomnaður með uppáhaldsmatnum mínum og svo kíktum við á Kaffi Viggo og ég fékk mér Sex on the beach og Frank fékk sér bjór, bara næs :)
Laugardagurinn var alveg frábær, við fórum í 16 ára afmælisboð til frænda franks og þar hittum við alla familíuna. Ég og Frank flýttum okkur svo heim því við vildum fara á elektronika tónleika á Musik caféen sem við gerðum og það var alveg geðveikt cool tónlist og allir á dansgólfinu. Við sáum einn gaur sem var flottasti dansari sem ég hef séð, hann var án gríns bara cool. Við hittum svo Silviu og Mariu sem eru norskar og mjög skemmtilegar stelpur, önnur vinnur á Musik caféen en hin með Frank á Rosa. Ég komst að því að ég skil norsku!! ég talaði dönsku og þær norsku og við skildum hvor aðra! Eftir tónleikana byrjuðum við að spjalla við einn af dj unum og hann og nokkrir aðrir ætluðu að fara á svona "leynilega" tónleika á ströndinni sem við vorum á, á föstudeginum. Við fórum fyrst í flotta íbúð sem var innréttuð sem tvö stúdío þar sem tveir gaurar búa til elektró tónlist, vil ekki skilgreina það mikið frekar. Síðan fórum við með leigubíl á ströndina og þurftum svo að labba geggjað langt til að komast að tónleikunum og ég var mjög þreytt og grumpy og vildi í rauninni bara fara heim að sofa. Þessir tónleikar voru samt eitt það svalast sem ég hef orðið vitni að. Hörð og sveitt elektró tónlist inni í skógi við strönd og allir í svona hippafíling sitjandi við bál eða bara að missa sig í dansi. ég var hrikalega þreytt og sofnaði í fanginu á Frank og vaknaði þegar sólin kom upp um fimm leytið. Þá löbbuðum við til baka og gátum séða sólina hækka og hækka sem Frank fannst falleg og rómantískt en ég var bara grumpy og hann mátti ekki einu sinni halda utan um mig hehe. Okkur var svo skítkalt þegar við komum heim og sváfum í fötum.

Ég setti svo inn myndir frá Íslands ferðinni, það vantar reyndar ca helminginn en ég set það inn seinna í öðrum link. Ég setti svo inn link með uppáhalds second hand búiðinni minni, KK Special, heimasíðan þeirra er líka svo flott!

bless í bili

6 comments:

Anonymous said...

um leið og maður skilur eitt norðurlandamál þá skilur maður hin líka ;)danskan er samt erfiðust hehe...

Anonymous said...

Helló kæra systir - gaman að geta lesið um lífið í danaveldi....
Verð að reyna að ná á þér á morgun, það er búið að vera crazy að gera í dag í húsamálum - segja þér frá danmerkurplani og svona
Allavegana kyss og knús til ykkar í Danmörkinni:)
Katrín litla systir

Anonymous said...

Hæ hæ vá hvað þetta hlómar vel að labba á ströndinni til að fara á tónleika og sofna svo í fanginu á sínum heittelskaða og rölta svo heim í sólarupprásinni. Svo er dateið okkar á morgun kl 11. Ætla ekki að drekka hvítvín í kvöld ;) hahahahaha.

Anonymous said...

Hæ hæ, gaman að geta fylgst með ykkur skötuhjúum. Maður ætti kannski að spreyta sig á að skrifa dönskuna svo Frank geti lesið líka, prófa það kannski seinna hahahah. En allavega takk kærlega fyrir að koma í skólann til mín Kristrún, þú bjargaðir mér alveg. Hittumst vonandi fljótlega aftur
Hilsen Anna Rósa

Anonymous said...

Þú virðist lifa ótrúlega spennandi lífi þarna í dk! Alltaf að lenda í einhverjum ævintýrum...og þú og Frank virðist vera ótrúlega dugleg að leita þau uppi!

Gaman að skoða myndirnar :-)

Anonymous said...

Stuð á ströndinni bara! ég væri nú alveg til í eina svona strandhelgi a.s.a.p. fínar myndir :)