Monday, May 08, 2006

Komin með vinnu!!

Þá er gellan búin að næla sér í starf í Danmörku :) Þetta er heimahlynning hjá gömlu fólki í Trøjborg sem er gamla hverfið mitt og hverfið sem ég elska mest. Ég fór í atvinnuviðtal á föstudaginn og fannst það ganga ágætlega og mér fannst yfirmennirnir mínir mjög yndælir og jákvæðir. Þeim fannst ég tala góða dönsku og voru mjög ánægðar með að ég væri með ba í sálfræði. Það hjálpði mikið að ég þekki hverfið mjög vel og að ég get byrjað bráðlega. Ég fæ að fara á námskeið þannig að þrátt fyrir litla reynslu fæ ég tækifæri á að læra allt það mikilvægasta áður en ég byrja að vinna. Ég er samt pínu stressuð að byrja í nýrri vinnu og þurfa að segja hinni upp og allt það en það er bara ég !

Danmörk er bara yndisleg þessa dagana og sólin skín stanslaust og það er alltaf um 20 stiga hiti og maður verður bara glaður og hamingjusamur.
Endilega kommenta á færslurnar hans Frank, honum langaði svo að fá smá umræður í gang en nú heldur hann að enginn vilji taka þátt og er pínu svekktur.

Í dag mun ég svo leika sjúkling fyrir frænku mína sem er að læra tandteknik þannig að ég fæ að leggjast í stólinn og gapa í næstum tvo tíma, jeijj hehe.

seeja leiter alitgeiters

9 comments:

Anonymous said...

Glæsilegt til hamingju skvísa ég vissi að þú myndir detta á eitthvað skemmtilegt. Þetta hlýtur líka að vera pínu gefandi vinna. Það verður gaman að heyra hvernig þér líkar, bíð spennt.

Anonymous said...

Congrats my friend.. frábært að gera eitthvað nútt og skemmtilegt.. örugglega mjög gefandi.. :)

Anna Þorbjörg said...

Til lukku með það, við erum sem sé báðar að fara að einbeita okkur að gamalmennabransanum, gaman að því! Held það sé samt alveg fullkomið starf þegar mann langar til að komast inn í nýtt tungumál; gömlu fólki finnst gaman að tala svo mikið er víst!

Anonymous said...

hei hei og til hamingju með vinnuna ;) ég er kanski einmitt að fara vinna á elliheimili í sumar við getum skipst á sögum.

Anonymous said...

cool:) ég, Anna og Hrönn getum þokkalega stofnað gamalmenna sérfræðinga klúbb þar sem við gerum ekkert annað en að tala um gamalt fólk ;) hehe hlakkar til !! ...annars hlakkar mig til að vinna við þetta og ég fæ að meira að segja að fara á námskeið áður en ég byrja því ég er reynslulaus í þessum bransa.

Anonymous said...

Til hamingju med nyja starfid saeta min:) segi eins og asdis ad eg hlakka til ad heyra hvernig ter likar:) Kossar og knus ur solinni i Sviss...heida

Anonymous said...

Til hamingju með vinnuna :-)
Ég er alveg sammála þér...það er svo stressandi að segja upp vinnu! En þegar það er búið þá fattar maður að þetta er eins og að rífa plástur af...það er vont en fljótt af lokið :-) Gangi þér allt í haginn með nýju vinnuna.

Anonymous said...

Til hamningju með vinnuna!! Hef heyrt að maður fari að líta allt öðruvísi á lífið eftir að hafa unnið með öldruðum...m.ö.o. mjög þroskandi starf :)
Ég er á leiðinni að senda þér mail...heyrumst

Anonymous said...

Hæ hæ frænka... Við sáum á síðunni hjá Magnúsi að þið væruð með heimasíðu;) Til hamingju með nýju vinnuna;) Biðjum að heilsa í bili kv Þórunn, Natalía Nótt og Aldís