Wednesday, February 28, 2007

Things can only get better

Já nú er Matlock kominn á dagskrá!! Nú er árið officiallay 1992 !! Hér er sko Dawsons Creek, Beverly hills, Baywatch, Columbo (sem er allra elsti þátturinn), Friends, Darma og Greg, Martin Lawrence, Fresh Prince of Belair og Mad about you. Þetta eru allt mjög gamlir þættir og misgóðir.

Sá annars í gær í fréttunum að nú er komið nýtt próf fyrir þá útlendinga sem sækja um danskan ríkisborgararétt og það er víst svo erfitt að talað er um að mjög margir muni falla á því og að "gamlir" Danir geti ekki einu sinni svarað þessum spurningum. Dæmi um spurningar er til dæmis, sem mér fannst áhugavert, : Hvenær slitu Íslendingar sig frá Danmörku og urðu sjálfstæðir? Hver leikstýrði "Olsen Banden" myndunum? Einn ónefndur Dani á heimilinu gat til dæmis ekki svarað fyrstu spurningunni rétt hehe, nefni engin nöfn! Hvað hefur svona páfagauksþekking nokkuð með að vera Dani að gera?? Mér finnst þetta skítt og finnst ekki skrítið að það var Dansk Folkeparti sem kom þessu próf en það er "rasista" flokkurinn hérna.

4 comments:

Anonymous said...

Já nú eru Danir greinilega að reyna að loka landinu! Sá gert grín að þessu í einhverjum þætti í síðustu viku sem var eitthvað á þennan veg: spurning til útlendings: "Hver var Haralds blátannar föðursystur afabróðir?" Greyið útlendingurinn gat ekki svarað því þó hann talaði ljómandi dönsku og hafði þulið upp vitneskju um H.C. Andersen rétt áður. Var aumingja manneskjan send aftur til síns heima. Þetta var auðvitað grín en samt......kveðja frá Áló

Anonymous said...

Hahaha það hlýtur að vera smá fortíðar fiðringur sem fer um þig þegar þú ert að horfa á imbann hehe. Mér finnst þetta soltið skrítnar spurningar sem er verið að spyrja hvað koma þær málinu við. Ég fer að telja niður dagana þangað til ég hitti þig :D.

Anonymous said...

haha já Eydís ég sá þáttinn og þetta er þátturinn sem ég og Frank vorum að tala um að væri svo góður, Normaler Weiser, maður getur líka séð hann á netinu!! Bara fyndið! Þú ert annars greinilega orðin nokkuð sleip í að skilja dönskuna ;)

já Ásdís ég hlakka geggjað til líka :) Gaman Gaman !! :)

Anonymous said...

Herregud ekki öfunda ég fólkið sem að þarf að taka þetta próf. Ég fæ einmitt að njóta þess að horfa á suma af þáttunum sem að þú ert búin að nefna. Ég er með DR1 og TV2 og svo þrjár sænskar stöðvar. Ég kann vel að meta að slappa af og horfa á gamlan Beverly eða Dawson þátt ;) En Columbo er ég ekki alveg að nenna að horfa á frekar kýs ég Hercuil Poirout eða hvernig sem að það nafn er nú skrifað.