Álaborgarferðin var yndisleg og við slöppuðum vel af og höfðum það virkilega gott saman. Börnin tvö Iðunn og Óliver voru svo þæg og góð að maður varð alveg barnasjúkur hehe. Það var svo frábært að geta talað íslensku og geta verið maður "sjálfur" í nokkra daga ef þið fattið hvað ég meina, það er nefnilega svo erfitt að vera eins og maður er vanur að vera þegar maður þarf alltaf að tjá sig á öðrum tungumálum en sínu eigin móðurmáli. Allavega er ég mun bjartsýnari og hressari en ég var áður en ég skrapp til Álaborgarinn. Það er samt pínu leiðinlegt að Eydís og co ætla að flytja aftur heim til Íslands í júní, þá verðum við bara að hitta þau þar. Ætla svo að passa Hildi Líf litlu frænku mína en foreldrar hennar ætla að skella sér á Þorrablótið hérna í Aarhus næstu helgi þannig að ég er greinilega Þorrablótsbarnapíjan :) Gaman að því!!
Paul McCarthy er listamaður sem ég varð nokkuð hrifin af í dag en við fórum og sáum sýningu eftir hann á ARos, sem er geggjað flott listasafn hérna í Aarhus og mæli með að allir sem eiga leið í gegnum borgina kíki þar inn. Þessi sýning er samt ekki fyrir viðkvæma en þar er mikið um perraskap, ofbeldi og nekt. Hann er frá LA og gerir grín að og hæðir amerískan popp kúltúr og notar til dæmis mjög mikið mæjónes og tómatsósu (þá yfirleitt sem blóð eða líkamsvessar). Hann gerir grín að Michael Jackson, Disney, Pirates of the Caribbean, Barbie, jólasveininum, Mad og fleiri sem allir þekkja úr popp kúlturnum. Mörg verkin voru mjög gróf og margir gátu ekki horft á, til dæmis er eitt videoverk þar sem hann stígur berfættur á brotinni majóneskrukku og annað þar sem hann situr nakinn og hrækir á typpið á sér. Mér fannst þetta cool, fyndin og skemmtileg sýning sem ég mæli með. http://www.aros.dk/
4 comments:
Halló systir - var að spá í að fara á þorrablót.....hvaða helgi hentar þér best að koma og passa???
já mikið hlakka ég nú til að koma og tjútta með þér skvís :). Flott að þú skulir vera komin á afleysingarlista það er byrjun.
Hljómar áhugaverð þessi sýning. Þessi kom víst til Íslands fyrir einhverjum árum og var með styttu af Michael Jackson í fullri stærð úr gulli en það vakti mikla ath á sínum tíma.
Þú hefur sem sé ákveðið að láta ekki sjá þig á þorrablóti sjálf í Danaveldi? Fór á mitt eina alvöru þorrablót í Kaupmannahöfn á sínum tíma og var svo uppfull af þjóðerniskennd að ég gúffaði í mig hákarl af miklum móð og skolaði því niður með brennivíni. Hvorutveggja finnst mér viðbjóður en þegar þjóðrembingurinn er mikill er allt hægt! Sama kvöld byrjaði Hekla að gjósa sem var tilkynnt yfir salinn og við það jókst þjóðerniskenndin til muna og enn var brennivínsdrykkjan aukin. Eftir ballinu man ég því lítið en man að það var einhver íslensk sveitaballahljómsveit að spila, held það hafi verið Sóldögg eða eitthvað álíka glatað, en bandið var þó mun betra svona á erlendri grundu eftir öll brennivínsstaupin
Þetta þorrablótabarnapíustarf byrjaði í raun með því að Eydís og óli vildu að við kæmum með þeim á þorrablótið í Álaborg en þar sem Frank skilur ekki það mikið í íslensku og ég hata svona þorramat og þetta var virkilega dýrt dæmi þá ákváðum við að fara ekki en svo fékk Eydís þessa góðu hugmynd að borga undir okkur til Álaborgar og láta okkur passa fyrir þau. Svo sagði ég Önnu Rósu frænku minni frá þessum plönum og þá fékk hún hugmyndina af því að biðja mig um að passa hehe. lítill heimur hérna í Danmörku. By the way þá HATA ég sveitaballahljómsveitir sem nær að yfirgnæfa þjóðernisstolltið mitt.
Post a Comment