Friday, February 16, 2007

Fyrsti skóladagurinn og kerfishatur

Fyrsti skóladagurinn

Í gær var fyrsti dagurinn minn í háskólanum! Ég mætti tímanlega að sjálfsögðu, þegar maður gengur inn í skólann er maður strax kominn inn í kaffiteríuna og þar var allt fullt af fólki sem ég þekkti ekki og fannst það kannski pínu scary en svo kom stelpa til mín og fór að spyrja mig hvar stofan okkar væri og svona og við fórum að spjalla og þá kemur í ljós að við vorum í sömu sporum en hún tók sína ba gráðu í London og þarf því að taka þessi tvö skítafög eins og ég. Við vorum líka þær einu sem vorum mættar tímanlega og sátum aleinar í risastórri stofu. Svo fór ég að litast um í kringum mig , eftir að fólkið loksins mætti, og sá strák sem heitir Haukur sem var með mér í sálfræðinni á Íslandi (ekki á sama ári og ég samt) og svo sá ég líka danska stelpu sem var með mér í bekk en ég man að hún var alltaf frekar skrítin þannig að ég þekki hana ekkert. Ég og nýja vinkonan Kamilla sátum svo bara og töluðum illa um skólann og þennan kúrs og fífluðumst allan tímann sem var gaman! Ég og Haukur töluðum svo saman og ákváðum að vera í sambandi og jafnvel að læra saman. Ég komst svo að því að fólk nennir ekkert að kaupa bækurnar hérna því það er svo auðvelt og ódýrt að ljósrita heila klabbið þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu kolólöglegt! Ég fór í dag að ljósrita og þar hitti ég svo rosa næs stelpu sem kenndi mér þvílíkt góða tækni við að ljósrita þannig að ég get ljósritað fjórar síður á eitt blað, nokkuð gott! Ég keypti samt eina bók þar sem mér finnst pínu gróft að stela heilu bókunum!
Kerfishatur
Svo langar mig smá að koma út pirringi gagnvart "kerfinu" hérna!! Þannig er að maður þarf alveg sjálfur að hugsa um skattinn sinn hérna í DK, ekkert dekur eins og heima þar sem þetta er bara automatískt. Ég hef semsagt lent í því þrisvar sinnum hérna að það eru dregin af mér 60% í skatt sem er ekkert smá! Svo hefur verið þvílíkt vesen að fá peningana til baka og maður er sakaður um að hafa ekki skilað skattkorti og ég veit ekki hvað þrátt fyrir að þetta pakk hefur týnt amk tveimur skattkortum og nú síðast þá sagði gellan bara að það væri ekki nauðsynlegt því að þau væru búin að fá upplýsingarnar sendar. Nema hvað að í síðustu viku fer ég að tala við pakkið á skrifstofunni þar sem ég vann og þar hringir hún svo í aðra skrifstofu sem sér um þessi mál og hún segir að ég fái peningana tilbaka. Ég bíð og bíð en ekkert gerist og hringi svo í kellinguna á þessari launaskrifstofu en hún segir þá bara að hún muni ekkert eftir því hvað hún hafi átt að gera fyrir mig og sitji svo bara með skattkortið mitt fyrir framan sig og viti ekki neitt!! halló!! svo sagði hún að þýddi ekkert að senda henni skattkortið án þess að hafa miða á því eða eitthvað því hún borgaði sko um 600 manns laun og gæti sko ekki munað svona!! vó ok þetta var semsagt allt mér að kenna!Hún reyndi svo að sannfæra mig um að ef hún myndi senda mér peningana tilbaka myndi ég lenda í miklum vandræðum hjá skattinum og eitthvað svona rugl en það var augljóst að hún nennti bara ekkert að gera þetta fyrir mig. Pirringur!! hálfvitar!! Svo átti ég að vera löngu búin að fá orlofið mitt en hún hafði að sjálfsögðu gleymt því helv kellingin. Sá í sjónvarpinu að annar hver starfsmaður hjá ríkinu fái vitlaust borgað því þau eru svo léleg þarna á þessum blessuðu skrifstofum. Sumir áttu um miljón ísl kr inni hjá þeim! vó!
Til hamingju ef þú nenntir að lesa þennan pistil :)

1 comment:

Anonymous said...

Takk takk ég nennti auðvitað að lesa Kristrún mín. En hvað er að þessu pakki þarna djísús. En gaman að heyra að þú ert komin með lærufélaga og jafnvel búin að eignast vinkonu. Heyrðu þetta með árshátíðina að þá verður þetta ekki dregið af mér fyrr en í apríl eða maí þannig að þegar það hentar hjá þér þá geturu millifært eða eitthvað eða bara græjað það þegar við hittumst.
Kossar og knús