Thursday, March 01, 2007

Góðar fréttir

Það var hringt í mig í morgun og ég beðin um að koma og vinna á morgun!! Þeir sem lesa bloggið mitt muna kannski eftir því að ég sótti um afleysingar á leikskóla í Gellerup sem er gettóið hérna í Aarhus, þar sem öll börnin eru tvítyngd. Það er mjög líklegt að ég fái að vinna eitthvað meira í mars en við ætlum að ræða það betur á morgun...Spennandi!! Ég hef reyndar enga reynslu af tvítyngdum börnum en vonast til að læra heilan helling. Ég er spennt og hlakka til, verð samt örugglega drullustressuð á leiðinni þangað á morgun en vonandi endist það ekki lengi.

Ég læt ykkur svo vita hvernig gengur!!

4 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra Kristrún gaman fyrir þig að takast á við eitthvað nýtt og spennandi. Til hamingju skvísa

Anonymous said...

Þetta er glæsilegt, það verður mjög gaman og góð reynsla fyrir þig að kynnast heimi tvítyngdra barna hihi ;)

Anna Þorbjörg said...

Til lukku með þetta, eflaust áttu eftir að fíla þetta betur en gamla fóplkið, þó það geti nú verið ágætt líka.
Pæli áfram í Hróarskeldu, langar núna miklu meira að fara eftir að ég heyrði að þú ætlaðir líka.

Anonymous said...

TIl hamingju eskan ;) frábært að heyra. Þú getur eflaust vel relatað til barnanna verandi tvítyngd sjálf.

PS Öfunda þig geðveikt af Matlock. Ég er alltaf að vonast til þeir fari að sýna þá aftur hér, en þangað til verð ég að láta Murder she wrote nægja...