Tuesday, February 27, 2007

Quality stuff

Akkúrat núna er Baywatch á einni stöðinni, Beverly Hills á annari og Turtles á þriðju!! Vá!!Og by they way þá er ég að tala um byrjunina á Baywatch þar sem gellurnar eru ennþá bara með "lítil" brjóst. Þetta kallar maður gæði, eins gott að hægt sé að ná sér í þætti og myndir á netinu.

já hlutirnir ganga fínt hérna hjá okkur í rusl og snjó borginni (ruslakarlarnir hafa ekki verið á stjái í um fjórar eða fimm vikur). Í dag braust sólin fram sem var yndislegt en í gær sá maður ekki á milli húsa fyrir grárri þoku. Helgin var mjög skemmtileg en við fórum á Mikael Simspon tónleikana sem voru mjög góðir þrátt fyrir að við þurftum að standa nokkuð langt frá sviðinu vegna fólksfjölda. Á laugardagsköldið elduðum við svo Fashanana sem heppnaði að mínu mati mjög vel en Frank fannst þeir eitthvað "lifurlegir", hvað sem það nú þýðir. Sem meðlæti borðuðum við Waldorfsalat og bakaðar kartöflur. Við borðuðum svo íslenskar vatnsdeigsbollur í eftirrétt (takk Eydís) og svo var að sjálfsögðu harðfiskur, íslenskt nammi, mexíko og piparostur á boðstóðlunum mmm. Danirnir voru mjög hrifinir af namminu og ostinum en gáfu ekki mikið fyrir fiskinn sem var ágætt fyrir Frank þar sem hann vill helst bara borða hann einn hehe.

Ég var svo í skólanum í dag að læra með bekkjarvinkonunni sem ég sagði ykkur frá í seinasta pistli. Hún talaði MJÖG mikið og ég fékk nú ekki að koma miklu að enda var hún "aðeins" betri í að ræða málin en ég hehe. Held ég hafi samt grætt helling af þessu, við ætlum svo víst að hittast aftur seinna.

Gaman að vera byrjuð að gera eitthvað :)

No comments: