Friday, February 23, 2007

Hvítur heimur

Já nú er loksins kominn vetur og snjór um nánast allt land, sumsstaðar mjög mikið af honum að meira að segja. Þetta er voðalega kósý og næs og það er fyndið að sjá hvernig fólk bregst við þessu. Í gær sá ég í fréttunum skemmtilega "sögu" um fólk sem hafði verið veðurteppt á hraðbrautinni og neyðst til að sofa í bílunum sínum eða, eins og margir gerðu, eyða nóttinni á bensínstöð. Þetta fannst okkur Frank hljóma pínu spennandi og kósy en það var talað um að um nóttina hefði verið um 35 manns inni á lítilli bensínstöð. Það væri nú ágætis söguþráður fyrir skemmtilega bíómynd, eða hvað?? hehe.

Skóladagur númer tvö í gær og óvenjulega margir mættu á svæðið miðað við að veðrið var frekar slæmt. Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og núna kynntist ég stelpu sem heitir Karen Marie. Hún er mjög fín en pínu frek þannig að ég þarf kannski að passa mig á að láta hana ekki vaða yfir mig á skítugum skónum hehe. Við (eða hún) ákváðum að hittast í næstu viku og læra saman sem er rosalega gott fyrir mig, þá neyðist ég til að lesa efnið þannig að ég geti líka rætt það af viti á dönsku!! Ég er reyndar miklu betri en ég gerði ráð fyrir og ég fæ að meira að segja hrós frá þessum nýju "vinkonum".

Námsefnið er misskemmtilegt og núna er námsefnið mjög skemmtilegt þar sem ég er að læra eitthvað alveg nýtt, finnst þetta samt varla vera sálfræði. Ég er til dæmis búin að læra allt um Fordism, Toyotaism og Mcdonaldization. Ég fékk reyndar pínu áfall í gær þegar kennarinn talaði um Freud og persónleikakenningarnar eins og það væri heilagur sannleikur !! Ég var nefnilega í heilum áfanga heima á Íslandi sem fjallaði bara um hvað þessar kenningar væru lélega byggðar og þá sérstaklega Freuds kenningar sem eru náttúrulega út í hött. Þetta dróg alveg heilmikið úr áreiðanleika kennararns ! Hann er reyndar kannski örfáum árum eldri en ég eða jafngamall þannig að hann er svosem engin hetja í mínum augum þó hann virðist voða fínn gaur.

Við vorum að fá ókeypis miða á geggjaða tónleika með Mikael Simpson !! :) Jeijj gaman!! hlakkar til!! Á morgun ætlum við svo að bjóða Peter og Louise í mat en við eigum 3 fasana í ísskápnum, held að þessir fugla séu eitthvað tengdir rjúpum en er alls ekki viss.

Góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Ohhhhh fashani er ótrúlega góður. Ég segi bara verði ykkur að góðu og góða helgi.

Anonymous said...

Sáum einmitt Mikael Simpson í þeim flotta sjónvarpsþætti "11 tíminn" í gærkvöldi. Heppin að hafa fengið miða á tónleika með honum!!

Anonymous said...

jeee kenndi maðurinn freud sjálfan eins og heilagan sannleik???
Alveg síðan ég bjó með sálfræðinema back in the days hefur mér verið tíðrætt um hve freud var steiktur. En hefði náttlega ekki átt að þurfa sálfræðinema til að segja mér það. Kenningin um ödipusarduldina hefði kannski átt að geta sagt mér það.....