Wednesday, January 03, 2007

Skeletons in the closet

Þá er maður ennþá að njóta sín í jólafríinu :) Mitt er frekar langt þetta árið hehe. Ég var svo sett í það verkefni að henda út úr fataskápnum mínum því mamma og pabbi ætla að rífa hann bráðum því það er svo lítið pláss inni í herberginu. Ég komst að því að ég þjáist af einhverri söfnunaráráttu því ég fann ÖLL jólakort sem ég hef fengið frá ykkur stelpunum frá árinu 1996 !! Svo fann að ég þónokkur afmæliskort og eitt þeirra fannst mér sérstaklega fyndið því það var handgert og fínt kort sem ég fékk frá henni Tinnu minni þegar ég varð 14 ára!! haha. Einnig fann ég fullt af póstkortum og bréfum frá vinkonum og gömlum kærustum hehe. Svo hef ég til dæmis safnað ansi mörgum Dynheima inngangsmiðum og árshátíðarmiðum...maður er soldið skrítinn. Þetta vakti samt allt saman svo mikið af góðum og skemmtilegum minningum að mér finnst ég vera heppin að eiga svo mikið af skemmtilegum og góðum vinkonum :) Takk fyrir öll jóla, afmælis og póstkortin og svo öll skemmtilegu bréfin sem ég hef fengið frá ykkur í gegnum tíðina!! Það leiðinlegasta var reyndar að finna gamalt gervileður pils sem ég passaði einu sinni í en myndi ekki einu sinni reyna að troða mér í núna !!

Ætla svo að hitta Veru sætu á morgun í hádeginu og gæða mér á kræsingum með henni. Á föstudaginn er það svo hittingum með Sólrúnu fyrrverandi sambýlingi og svo vonandi afmælis partý hjá Ásdísi á laugardaginn!! Gaman þegar maður hefur nóg að gera við að eiga skemmtilegar vinkonur (já ég viðurkenni að ég var komin í nokkuð mikinn vinkonusvelti þarna úti).

seeja later girlís

6 comments:

Anonymous said...

haha haldiði að ég hafi svo ekki fundið kort frá 1992!!! hvað er málið? en ég tek það fram að þetta er mestallt komið í ruslið núna

Anonymous said...

Það er alltaf gaman að finna svona gamla fjársjóði. Það rifjast svo margar minningar upp.

Anonymous said...

Elskan, ég á kort frá Gunnu síðan við vorum fimm ára! Dettur ekki í hug að henda þessu. Á samt engan Dynheimamiða, þvílík synd!

Anonymous said...

Ég segi nú bara:HENTIRÐU ÞESSU??? ég á einmitt síðan ég veit ekki hvenær og á síðasta ári setti ég allt svona í einn kassa.. kanksi er þetta eitthvað vogareinkenni.. ég á miða síðan ég fór á ball með hjónabandinu til dæmis (hjón með skemmtara og söng, frekar fyndið á dúandi dansgólfi samkomuhússins í Súðavík)
sjáumst á laugardaginn..

Anonymous said...

Sko föt frá dynheimatímanum á maður náttlega ekkert að passa í hehe... djöfull öfunda ég þig annars að vera heima ;)

Anonymous said...

stelpur þið eruð náttúrulega klikkaðar;) jólakort og dynheimamiðar síðan 19hundruð og eitthvað...tíhí..ég er svo dugleg að henda og skipuleggja...of dugleg reyndar finnst sumum hehe;) Guðmundur alveg búinn að fá að kenna á því...mamma og pabbi eflaust fegin að vera laus við mig;) hlakka til að heyra frá þér beib eftir að þú ert komin út!! kyss kyss, Heiða H