Vá segi ég bara en ég sá "Efter Brylluppet" í gær með Frank en það er dönsk mynd tilnefnd til Óskarsverðlaunanna...og goðið hennar Ásdísar og kvennagullið Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið. Þetta er rosalega góð en mjög dramatísk mynd og maður situr alveg negldur við sófann allan tímann. Mads leikur afbragðsvel eins og svo margir aðrirð í þessari mynd. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur á leiguna og leigjið þessa!!
Við sáum líka aðra góða ,en ekki eins góða, mynd um daginn en það er myndin "Lucky number Sleven" sem er mjög spennandi og skemmtileg afþreyging með fallegum og frægum leikurum.
Annars er ekki mikið af frétta af okkur...var reyndar boðið skúringajobb í dag sem við erum að hugsa um að taka þangað til annað bíðst. Þetta eru bara 4 tímar á viku og þetta er á gamla vinnustaðnum hans Franks.
Heyrðu jú við áttum alveg rosa fín helgi en okkur var boðið í mat á föstudaginn og svo fórum við á tónleika og við skemmtum okkur hrikalega vel. Á laugardaginn komu svo Eydís, Óli og börnin þeirra sætu og við borðuðum pizzu saman en greyin voru dauðþreytt eftir laangan dag í IKEA og öðrum búðum. Ég er svo bara búin að vera að lesa vinnusálfræðina en hún er ekkert sérstaklega skemmtileg finnst mér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég þarf þokkalega að sjá hana en núna er ég búin með Adams Æpler og De Gronne Slagtere en ég mæli með því að fólk kíki á þessar ræmur. Ég er eimitt búin að sjá líka Sleven myndina fannst hún bara fín. Er ekki bara fínt að fá smá skúringardjobb, að hafa eitthvað að gera þangað til annað kemur í ljós:)
kiss og knús
Ég er búinn að rippa alla tónlistina sem ég fékk fyrir jólin, á bara eftir að skrifa þetta á diska og senda. Ætti að vera búinn að senda þetta fyrir vikulok.
Meiriháttar!! :)
Hmm lucky number.. var nú ekki alveg minn tebolli, er svolítil morðmanneskja eitthvað get samt séð hvað fólk myndi fíla við hana. Ég var í frakklandi á dögunum og nýtti tækifærið og fór í bíó aldrei þessu vant. Sá bæði Bobby og the pursuit of happyness. Átti ekki endilega von á miklu en mæli með báðum, sérstaklega Bobby sem inniheldur annan hvern hollywoodleikara held ég, bæði góða og slæma.
Ætli ég geti nálgast danskar myndir hér í London???
það er er eitthvað sem þú ættir að athuga finnst mér því danskar myndir er með þeim allra bestu að mínu mati!
Post a Comment