Sunday, January 21, 2007

Helgin

já þá er það helgarpistillinn! Við fórum á tónleika með þremur dönskum böndum á föstudagskvöldið: 1 2 3 4, Decorate, decorate og Port Largo. Okkur fannnst báðum fyrsta hljómsveitin best en söngvarinn var pínu búttaður og hafði alveg rosalega fönkí hreyfingar og var einhvern veginn mjög skondinn og skemmtilegur. Þeir spiluðu líka rosalega vel saman og voru hressir. Hinir voru ekki mjög frumlegir eða fyndnir þannig að þeir voru ekki jafn skemmtilegir en tónlistin var hinsvegar ekki alslæm. Við hittum vini okkar Peter og Louise en þau fóru svo heim strax eftir tónleikana en ég heimtaði að við fyndum einhvern skemmtilegan stað en það var eins og fyrri daginn ekki mikið um að velja hérna í borg hnakkanna!

Í gær fórum við svo í afmælisboð til Brynhildar og Jens en ég var með Brynhildi í dönskunáminu. Ég var búin að undirbúa mig undir "party" hjá henni en kíkti svo aftur á emailinn frá henni kortér í þrjú og sá þá að "partýið" var kökuveisla kl þrjú og ég leit út eins og dregin uppúr forarpytti!! Eftir MIKIÐ spasl og sprey þá tókst mér að vera komin til hennar um hálf fjögur en við vorum sko á undan flestum gestunum þannig að þetta var hið besta mál. Þetta var mjög skemmtileg veisla með mikið af allskonar fólki og vandamálið var í raun hvaða tungumál við ættum að tala því við vorum tvær íslenskar, fjórir danir, tveir þjóðverjar og svo einn grikki. Það endaði svo með að við töluðum ensku sem var pínu asnalegt því við tölum jú öll dönsku en gríska stelpan talar alltaf ensku og því færðist umræðan alltaf yfir á ensku.

Í dag tókum við svo langan göngutúr í skóginum eins og mjög margir aðrir en veðrið var mjög gott framan af degi en breyttist svo í rigningu. Á morgun á svo að snjóa þannig að það verður fínt.

annars...
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ PABBI MINN!!! :)

No comments: