Miðvikudagurinn var góður dagur en við Frank fórum til Horsens að sjá litla frænda hans sem fæddist þann 14. janúar (systursonur Franks) en það skrítnasta er að á sama tíma og við vorum að skoða litla krúttið og dást af honum, hann er hrikalega sætur, þá var Soffía að eiga sitt fyrsta barn heima á Íslandi :) Skemmtileg tilviljun !! Ég vil hérmeð óska Soffíu og Jóhanni aftur innilega til hamingju með strákinn sinn og óska þeim góðs gengis með hann. Mig grunaði að þetta væri strákur og svo þegar ég heimsótti þau áður en ég fór aftur til Danmerkur styrktist grunur minn þar sem þau töluðu alltaf um "hann" hehe. Ætli ég fái ekki að sjá eitthvað meira af danska krúttinu en Jóhannssyninum en ég vona samt að ég fái að sjá hann sem allra allra fyrst, var reyndar að hugsa um að taka barnaferð heim til íslands þegar Vera er búin að eiga stelpuna sína hehe, held að hún sé með stelpu.
Svo átti ég "stelpudag" í gær með tengdó og konu frænda Franks. Það var mígandi rigning allan daginn sem var ekki gaman en við höfðum það rosalega gott en fyrst fórum við út að borða á mjög næs stað sem heitir Essence og þar töluðum við um hin ýmsu málefni sem Frank myndi aldrei nenna að ræða og mér fannst líka rosalega gott að fá eitthvað af mínum áhyggjum og pirringi út. Ég er nefnilega búin að sitja hérna nánast ein í heila viku sem gerir það að verkum að maður fer að hugsu um hvað maður er langt frá þeim sem eru manni kærir og hvað þetta land hefur gert lítið fyrir mig. Það er mjög erfitt að vera í svona "blönduðu"sambandi þrátt fyrir að Ísland og Danmörk séu frekar lík lönd, það eru bara svo mörg vandamál sem koma upp sem erfitt er að fá lausnir á. Allavega fékk ég mjög góð ráð og svo skiptir líka bara svo miklu máli að einhver nenni að hlusta á mann og að einhver reyni að skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Vil samt benda á að það gengur allt mjög vel á milli mín og Frank en það eru viss vandamál um búsetu sem eru að pirra mig.
Ég er semsagt ekki ennþá byrjuð í skólanum en hann byrjar ekki fyrr en annan febrúar og endar víst þann 31. ágúst!! halló þetta er bara einn áfangi, skil ekki alveg?? Ég er að hugsa um að bíða aðeins með að sækja um vinnu þar til ég hef meiri upplýsingar í höndunum um hvenær ég er í skólanum og hversu mikið námsefni ég þarf að lesa og hvort það er á ensku eða dönsku og þá hversu stór hluti er á ensku og hversu stór á dönsku. Þangað til ætla ég að lifa unglingalífinu þar sem maður vakir lengi og sefur út!! Ég ætla að sjálfsögðu að fylgjast með atvinnumarkaðnum og reyna að finna eitthvað sem mig langar að gera og passar við skólann.
Jæja er búin að segja alltof mikið í bili
Stórt knús K
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Æj gaman að heyra frá þér skvís:) Váaa hvað ég skil þig samt með það hvað er gott að fá sinn pirring út og allt það...ég get alveg orðið brjáluð hérna að hafa "bara" Gumma minn til að tala við....alveg komin í "stelpu-blaðurs" þörf:-/ Vona að allt gangi upp hjá þér...fylgist alltaf með;) kyss kyss frá sviss
Ég vona að þú finnir eitthvað að gera og þetta gangi allt upp með skóla og jafnvel vinnu. Þú getur alltaf haft samband við mig og við getum fundið tíma saman til að blaðra, en ég veit að það er ekki eins og að sitja fyrir framan einhvern og spjalla.
Gangi þér vel sæta
Gott að heyra að þú áttir góða stelpustund. Það er fátt sem jafnast á við það. Langar að nota þennan vettvang og óska Soffíu og Jóhanni líka til hamingju ;) gaman að heyra af þessari fjölgun. Heyrumst brátt
Komdu endilega til mín kæra vinkona, við skulum sko taka góða kjaftatörn saman :)Þú veist að þú(þið)eruð alltaf velkomin!
Knús
Takk stelpur :) Það er mikils virði að vita af ykkur með opna arma ;)
Post a Comment