Tuesday, January 23, 2007

Háskóli háskóli

Ég skrapp í skólann í dag...byrja samt ekki fyrr en 15. febrúar!!! Komst að því í gær að ég byrja svona seint og svo komst ég líka að því að ég er bara á fimmtudögum frá 13 til 16 sem er ekki mikið... EN svo sá ég að ég þarf að lesa allt upp í 170 blaðsíður fyrir hvern tíma sem er ansi mikið ef það er á dönsku, jú auðvitað er sumt á ensku en alveg slatti á dönsku líka.

Mitt vandamál er semsagt núna að fá mér vinnu sem passar við námið?? Finnst þetta mjög erfitt og er farin að láta mér leiðast alveg gríðarlega hérna heima á daginn og langar að byrja að gera eitthvað. Ég fékk svo hugmyndina í dag að tala við gamla yfirmanninn minn og segja að ef þeim vanti einhvern til að hlaupa í skarðið megi hringja í mig, þannig að ég væri einhversskonar afleysing. Þá get ég unnið eitthvað þangað til skólinn byrjar og jafnvel eitthvað með skólanum. Langar samt í rauninni ekkert rosalega til að fara aftur í þessa skítavinnu en það væri bara auðvelt því þetta er svo nálægt mér og ég þekki þetta út og inn. Æi ég veit ekki?? Svo verður maður bara svo latur og aðgerðalaus að hanga svona heima sem gerir alla ákvörðunartöku erfiða. sjáum aðeins til ...þið megið senda inn ráðleggingar ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir handa mér!! ;)

Knús

5 comments:

Anonymous said...

Nei Kristrún! Ekki fara í afleysingar þarna, í guðanna bænum kona! Sæktu frekar um vikar á leikskóla eða eitthvað svoleiðis. Þá geturðu játað og neitað að vild og starfið er skemmtilegt! Er þaggi?
Hittumst annars endilega sem fyrst :)
Knús og kossar,
Eva

Anonymous said...

Hmm it is a tricky one. Ég held að þú eigir að geta fundið eitthvað annað en gömlu vinnuna. En hvað með að vinna á veitinastað að fara í eitthvað svoleiðis eða eins og Eva sagði tékka á leikskólunum. Það gæti verið gaman fyrir þig að prufa eitthvað alveg nýtt. Sækja bara um á öllum stöðum og sjá svo hvað býðst. Gangi þér vel skvísa með þetta.
Kiss kiss

Anna Þorbjörg said...

Skil vel ad thad se freistandi ad fara i gömlu vinnuna og sleppa vid ad saekja um fullt af vinnum, sleppa vid ad vera su nyja a vinnustad og kunna ekki neitt og thekkja ekki neinn. Hins vegar held eg svona til lengri tima litid ad thad vaeri betra fyrir thina gedheilsu ad reyna ad finna e-d annad. En thad er svo audvelt ad gefa rad en fara svo ekki eftir theim sjalfur. Er nuna alveg a nippinu yfir öllu saman, hvad i andskotanum eg a ad fara ad vinna vid a Akureyri. Aetli eg endi ekki bara a FSA eina ferdina en, thvi thad er ju audvelda leidin en jafnframt audvitad su leidinlegasta til langframa

Anonymous said...

já af hverju þarf auðveldasta leiðin alltaf að vera sú leiðinlegasta?? Það er kannski bara "karma" hehe maður getur notað það um ALLT haha!! En samt af hverju þarf lífið alltaf að vera svona flókið?? Við skiljum greinilega hvor aðra Anna og takk fyrir ráðin stelpur :)

Anonymous said...

Alltaf gott að vega og meta kosti og galla og taka svo ákvörðun út frá því sem skiptir þig mestu máli.
Mikið til í því sem Anna sagði.... en þú varst búin að fá nóg í gömlu vinnunni.
En hvað fannst þér leiðinlegast við þá vinnu? Var það hvað þú varst að gera eða var það kannski aðallega þetta FÁRÁNLEGA mikla álag það versta? Það myndi líklega breytast ef að starfshlutfallið þitt væri miklu minna...en kannski myndir þú samt sem áður finna fyrir sektarkennd af því að þú myndir vilja gera meira því að vöntunin er svo mikil....veit ekki hvað skal segja nema bara...
GANGI ÞÉR VEL :)
Stórt knús