Wednesday, January 24, 2007

Atvinnuleytin

Takk kærlega fyrir góðu ráðin stelpur!! Ég hef hérmeð tekið þá ákvörðun að láta gömlu vinnuna alveg vera því jú það er rétt að ég var búin að fá nóg af því að hjóla úti í kuldanum, ná litlu sem engu sambandi við samstarfsmenn mína, hlusta á kvart og kvein gamals fólks, lélegu skipulagi, miklu andlegu álagi vegna dauðvona og lamaðs fólks og svo margt margt fleira!! Ég ætla bara að reyna að trúa og treysta pínulítið á mig og sækja um á hinum ýmsu leikskólum sem afleysing, ég hef nú þegar séð að það er auglýst eftir afleysingu á nokkrum mismunandi leikskólum og vöggustofum. Ég er reyndar lélegri að leika við minnstu börnin því ég hef svo mikla reynslu af stærri börnunum en kannski ætti ég samt að sækja um á vöggustofunum. Ég komst að því að mín reynsla liggur á mjög takmörkuðu svæði sem er ekki gott því hérna þarf maður alltaf að vera með reynslu eða menntun til að fá vinnu og svo vill það svo "skemmtilega" til að það litla sem ég hef mikla reynslu í er nánast ómögulegt að fá þar sem það virðist vera vinsælasta starf í heimi að vinna með börnum!! Hvers á maður að gjalda? Finnst ég bara hafa verið endalaust óheppin hérna í Danmörku en hvað getur maður gert í því nema bar að halda áfram að reyna.

Ég er svo búin að redda mér fyrstu bókinni og er farin að lesa pínu, ekki mikið! Hún er á dönsku og heitir ,,Det Psykosociale arbejdsmiljø" og ég á pínu erfitt með að innstilla mig á að lesa á dönsku og svo er þetta líka dálítið frábrugðið því sem ég var vön að lesa heima á Íslandi.

Get ekki hætt að skoða myndirnar af "litla manninum" hennar Soffíu ... Guð hvað hann er mikið krútt!!

7 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta! Er soldið sein til en langaði bara segja þér að í mína tíð í köben var ómögulegt að fá auglýsta vinnu á leikskólum. Alveg vita vonlaust fyrir mállausan íslending EN..... þegar ég labbaði milli leikskólana sem voru næst mér og spurði hvort þá vantaði vikar fékk ég vinnu á 2 leikskólum og einu skóladagheimili allt á einum eftirmiðdegi. Samt var ég nánast ótalandi á dönsku. Ég byrjaði að vinna strax og var ekki án vinnu í einn dag. Það var barist um mig!! Mjög skrýtið allt saman en mig minnir að Habbýjar reynsla hafi verið svipuð. Svo ég mæli þokkalega með að þú skellir þér í göngutúr um hverfið og freistir gæfunnar hvar sem þú heyrir læti í litlum krakkarassgötum!!! Það gæti borið betri árangur en að eltast við sömu stöður. Gangi þér vel ;)

Anonymous said...

Þarna átti að standa: að eltast við sömu stöður... og allir hinir. Afsakið mig

Anonymous said...

Flott hjá þér að hætta við vinnuna og gott að hafa svona reynslubolta eins og Sólrúnu til að segja manni til hehe, þá er bara fara í göngutúr Kristrún mín um hverfið.

Já ég er sammála maður er alltaf að skoða myndirnar af litla snúð hennar Soffíu.

Anna Þorbjörg said...

Heppin i ástum, óheppin ....med vinnu
Ég er bara óheppin í bádu, thó theim mun heppnari med vinnu en hitt.
Viltu skipta?

Anonymous said...

Af hverju getur maður ekki bara verið heppin í ástum OG vinnu?? hehe

Anonymous said...

Gaman að rekast á þig á föstudaginn.. Þetta er greinilega staðurinn! :) Missti reyndar af þér eftir dansgólfið, sjáumst kannski aftur..
Laufey

Anonymous said...

Gangi þér vel í atvinnuleytinni sæta mín :o)

En svo er það líka pælingin... verður maður ekki að hafa ójafnvægi á einum stað í lífi sínu til að geta haft jafnvægi á öðrum?? Held að það sé mjög erfitt að hafa jafnvægi á öllum hliðum lífsins... mér hefur allavega aldrei tekist það... en maður reynir nú samt alltaf ;o)