Thursday, January 31, 2008

Smá kvikmyndaumfjöllun

Ætla aðeins að tjá mig um Inland Empire sem ég sá í gær. Ég veit ekki einu sinni hvort maður geti kallað þetta "kvikmynd" í hinum hefðbundna skilningi því hún passar engann veginn inn í þá formúlu. Mér fannst allan tíman að ég væri á Aros listasafninu að horfa á svokallað vídeóverk því þetta var svo mikil "tjáning" sem oft var erfitt að skilja almennilega. Eitt er þó víst að það voru margar sterkar tilfinningar í þessu "verki" og þær komust alveg til skila. Það eru mörg lög sem hægt væri að kryfja en ég held ég ætli mér ekki að fara út í það hér, en ef einhverjum langar að spjalla við mig seinna þá væri ég sko til í að heyra annara túlkun. Mér fannst áhugavert hvernig David Lynch blandar tíma, rúmi og persónum saman, það getur verið erfitt að fylgjast með hver er hvað og hvenær. Allavegana segi ég eins og Sóley að þessi mynd er algjörlega þess virði að sjá og það er must að sjá hana alla, því ef maður sér ekki endirinn er hún ónýt. Endirinn er í raun ótrúlega happy happy Hollywood endir hehe.
Það voru samt alveg þrjár manneskjur (af tíu) sem létu sig hverfa úr bíósalnum áður en myndin var á enda. Þetta er ekkert léttmeti og tekur alveg þrjá tíma. Mæli samt með því að fólk sem hefur áhuga á að sjá eitthvað öðruvísi sjái þessa mynd því þetta er listaverk.

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með að hafa klárað Inland Empire, ég er algjörlega samála endirinn er stórkostlegur, það er samt best að gera ekki ráð fyrir söguþræði ef maður ætlar að hafa sig í gegn um hana.

Ef þú ætlar að henda í seríu og taka fleiri David Lynch myndir myndi ég mæla með "The Straight story" næst það er ótrúlega krúttuleg mynd og algjör andstæða við Inland Empire ;)

Anonymous said...

okei þá veit ég það ;)
Hrönn