Friday, January 11, 2008

Er komið nýtt ár??

Þá er að verða ansi langt síðan ég bloggaði. Hef frá ótrúlega mörgu að segja en það er eins og þá komi minnst á bloggið hjá manni! Ég átti virkilega yndislegan tíma á Íslandinu mínu. Vá hvað ég sakna landsins míns sem er svo fallegt en á sama tíma svo erfitt. Það var besta var án efa fjölskyldan mín sem ég átti mjög margar góðar stundir með. Það er svo frábært að vera partur af fjölskyldu og ég sakna þess. Maður getur alltaf bara hangið með þeim og talað um allt án þess að þurfa að vera formlegur á einn eða annan hátt sem mér finnst vera "frelsandi". Ég á að sjálfsögðu mín dönsku fjölskyldu en það verður aldrei eins og mín eigin.
Ég á fullt af frábærum og duglegum vinkonum sem eru barasta eins og útungunarvélar sumar hverjar hehe. Þær náði ég að hitta aðeins en alls ekki eins mikið og ég hefði viljað. Takk fyrir frábærar stundir elskurnar mínar!
Kaffi Karólína var minn samastaður þegar haldið var í bæinn í leit að bjór og öðru áfengu. Það var nett Cheers stemning þegar ég mætti á svæðið því það virtust ALLIR þekkja mig sem var eitthvað svo kósy, þangað til "litlu" vinir "litla" bróður míns byrjuðu að koma upp að mér og spurðu : hey ertu ekki systir hans stebba? Sætt í byrjun en varð ansi þreytt fyrir gömlu konuna.
Nú er ég hinsvegar í Danmörku og sit bara hérna heima allan daginn og ríf í hárið á mér! Ég er semsagt að reyna að setja saman ritgerð sem ég á að skila eftir akkúrat viku, gúlp. Virðist sitja og svitna allan daginn en næ einhvern veginn ekki að skrifa neitt af viti þó ég virðist vita hvað ég vilji segja. Enda svo bara í ræktinni í staðinn fyrir að gera eitthvað af viti því jólaspikið er ekki krúttlegt og það er gott að fá útrás á hlaupabrettinu.

Er ekkert að deyja úr gleði þessa dagana en hlakkar til að vera búin með þetta próf og geta farið að spá í einhverju allt öðru. Vonandi næ ég því smat því ef ekki kemst ég ekki inn í masterinn í febrúar.

Gleðilegt "næstum" nýtt ár!!! Farið vel með ykkur á árinu og passið hvert annað
Knús

5 comments:

Anonymous said...

Frábært að þú áttir góðar stundir á Íslandinu góða. Ég er svo í sömu sporum og þú núna bara svitna af stressi þar sem að ég er að fara í erfitt próf þann 17. jan. Það verður ekkert skemmtilegt fyrr en eftir þann dag hehe...

Anonymous said...

já þetta er Hrönn by the way ;)

Anonymous said...

Gangi ther vel vinan :)

Anonymous said...

Courage my dear... gangi þér vel með ritgerðina.
Vona að það verði nú ekki neitt svakalega langtí þú komir næst, reynum amk að standa okkur...skype hittingur amk einu sinni í mánuði!
Kiss kiss darling...

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófatörninni þinni sæta mín. Takk enn og aftur fyrir samveruna í des það var ekkert smá gaman að sjá þig aftur og ná að spjalla og svona taka smá rúnt ;).