Thursday, January 24, 2008

Óréttlæti!!

Er búin að vera hérna í Danmörku í tvö og hálft ár og er búin að vera að vinna mest allan tímann. Var því að vonast til að ég ætti rétt á að fá SU þar sem ég neyðist til að fara í framhaldsnám þar sem það er ÓMÖGULEGT að fá vinnu þar sem ég er BARA með Ba gráðu. Fékk svo að vita í dag að ég má ekki fá SU því vinnan mín var ekki beint tengd náminu sem ég er að fara í!!!! Auðvitað sótti ég um og reyndi allt hvað ég gat til að fá vinnu sem tengdist sálfræði náminu mínu, en ekki hvað, en svo er mér refsað fyrir þetta heimska kerfi með því að neita mér um bætur :(

Skítaland!!!

Ætla þokkalega að flýgja héðan þegar ég er búin með námið mitt eftir ca tvö ár.

5 comments:

Anonymous said...

Ae ae, leitt ad heyra! Reyndu ad hugga thig vid thad ad thu hefdir ekki fengid kronu i styrk a islandi heldur, ne i flestum odrum rikjum. Fult samt, fyrst their eru a annad bord ad ausa ut pening ad hafa svona fjandans reglu, thu att samud mina alla.

Anonymous said...

já geri mér alveg grein fyrir að ég er nokkuð frek en miðað við reglurnar er þetta þvílikt svindl þar sem það var ég sem vildi fá vinnu innan sálfræðigeirans en það voru ÞEIR sem vildu ekki hjálpa mér við það.

Anonymous said...

Ömurlegt það er alltaf eins og það sé gert allt til að gera þetta erfiðara fyrir mann eða ómögulegt.
Sakna þín annars
kiss kiss þurfum nú að fara spjalla hef frá nægu að segja ;)

Anonymous said...

Ég skil ekki hvað það kemur það málinu við hvaða vinna það var, ertu ekki búinn að vera að borga skatta? Ég skil vel að þetta hafi verið vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að þér langaði að komast í vinnu í sálfræðigeiranum. Ekki taka þetta of nærri þér, þét verður bætt þetta upp, einhverstaðar einhverntíman síðar.

Anonymous said...

þú hlýtur nú að fá "styrk" frá LÍN er það ekki?? það er nú voða gott... sérstaklega þegar kemur að greiðslum ....

Knús á þig sæta mín,
Vera.