Monday, January 21, 2008

Helgin okkar

Skilaði af mér ritgerðinni á föstudaginn og er fegin en samt er stress í mallanum því ég er ekki viss um að þetta hafi verið nógu góð ritgerð, vonandi samt. Helgin var róleg og góð, ég og Frank höfðum það svakalega huggulegt og borðuðum góðan mat, fórum í göngutúr niður í bæ til að sjá flott listaverk, horfðum á tvær góðar bíómyndir á nýju tölvunni okkar og svo í gær fórum við í afmæli til vinkonu okkar Brynhildar. Hún er íslensk/ensk stelpa sem ég kynntist í dönskunáminu og svo komu líka grísk stelpa úr dönskunáminu sem er gift Dana og barnið þeirra og þýskur strákur og danska konan hans. Brynhildur er líka gift Dana þannig að við erum öll í sömu sporunum hehe. Við fengum alveg frábæran mat og svo voru náttúrulega allir dáleiddir yfir litlu Irina sem er bara níu mánaða krútt. Það var mikið hlegið og mörg málefni rædd niður í kjölin, t.d hver munurinn er á mold og sandi sem er mjög mikilvægt að hafa bakvið eyrað. Svo var okkur boðið í afmæli aftur næstu helgi með sama fólkinu þannig að það verður frábært :)

Á föstudaginn eftir að ég var búin að skila prófinu skellti ég mér niður í bæ á útsölurnar!! Missti mig þokkalega því það var allt svo fáránleg ódýrt. Keypti mér til dæmis frekar dýr nærföt sem kostu barasta ekkert og afgreiðslukonan hló að meira að segja smá þegar hún sagði mér hvað ég ætti að borga henni fyrir fjórar brækur og brjóstahaldara, 126 DKK.
Við erum annars bara rosalega ánægð með litlu tölvuna okkar og Frank reif sig eldsnemma á fætur um helgina til að leika sér í henni hehe. Í gömlu tölvunni okkar koma til dæmis media player upp svona ca 15 sinnum á mínútu og "spólaði" til baka á þeim heimasíðum sem maður var á, geggjað pirrandi en núna er maður bara rólegur. Reyndar er nett erfitt að vera rólegur í dag því það er verið að bora í vegginn okkar en það byrjaði einmitt klukkan átta í morgun! jeij.

Svo er ég í smá pásu núna en skólinn byrjar ekki fyrr en í febrúar, er búin að vera að kíkja á kúrsana sem ég er að fara í og fæ alveg geggjað stress, vá! Ætla því bara að fara að redda mér bókunum bráðlega og byrja að lesa! Kvíðir líka fyrir hópavinnunni þegar maður þarf að virka gáfulegur á dönsku shit! jæja bíðum og sjáum !

6 comments:

Anonymous said...

Alltaf gott ad finna hlaegilega odyr naerfot og fara i gott afmaeli, til hamingju med ad vera buin ad skila! Er ekki ljuft ad vera i sma pasu? Thu att thokkalega eftir ad syna donunum hvernig a ad gera thetta i feb!

Anonymous said...

já blogging behind omy back!!! Tað ma svo SANNARLEGA segja það ;) hehe... eg var farin að halda ad tu vaerir i rauninni bara alveg tynd ;)

gaman ad rekast svona alveg ovart a tig... datt inna siduna hja palla og soley bara svona til ad forvitanst of var ta ekki bara kristrun hin tynda med bloggsidu i allan tennan tima ;)

össsss.... I'll be back!

kvedja af klakanum :oP

Anonymous said...

Sóla!! Var einmitt alveg búin að týna þér mín kæra !! :) Gaman að þú skulir hafa fundið mig. Ertu með hotmail, Facebook prófíl eða blogg?? Let me know!! hlakkar til að heyra hvað Sóla spóla er að bralla þessa dagana!

Anonymous said...

Gaman að þú sért að fara að byrja á fullu í skólanum aftur, eða er það ekki annars? Veit ekki hvort mér finndist það gaman, er enn bara sátt við að vera laus úr samviskubitslífinu endalausa sem fylgir skólagöngu.
Gangi þér vel sæta

Anonymous said...

hehe... júbbs ég er með allt þetta ;) www.skott.blog.is
solbjorgb hjá gmail.com og er að fara núna í málið að finna þig á facebook ;) hehe... það er sko nóg að gerast á klakanum mín kæra!!

Hilsen til Danmark

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold t3l6m7hj