Wednesday, January 30, 2008

Iðjuleysinginn

Ég er svo vel uppalin að iðjuleysið sem mig hrjáir er farið að breyst í risastórt samviskubit sem er farið að naga mig inn að beini. Ég hef alveg nóg að gera svosem en það er bara af því að ég er hérna heima allan daginn að mér finnst eins og ég sé ekki að gera neitt. Úff það er erfitt að vera þessi týpa! Skólinn byrjar í næstu viku og þá verður sko alveg meira en nóg að gera hjá mér og stressið á örugglega eftir að ná tökum á manni nokkrum sinnum yfir önnina svo það er kærkomið að hafa rólega stund núna til að undirbúa sig vel og byrja að lesa. Held þetta blogg sé meira ætlað mér en ykkur hehe.

Ég og Frank erum að fara í bíó í kvöld með "international vinahópnum" okkar sem er alveg frábært fólk :) Við ætum að sjá Inland Empire eftir David Lynch sem verður örugglega lífsreynsla útaf fyrir sig. Skrifa kannski um myndina á morgun en einhvern annan dag.








Seinasta helgi var líka mjög skemmtileg en ég hélt partý fyrir íslensku sálfræðipæjurnar og svo fór ég í afmæli til danskrar stelpu á sunnudagskvöldinu, en hún er hluti af "international hópnum" en ég þekkti hana ekkert sérstaklega vel þannig að það hentaði vel að ég var sú eina sem mætti á réttum tíma þannig að við áttum mjög djúp og skemmtilegar samræður. Hún er 37 ára og ekkert lík neinum sem ég þekki amk. Gaman að kynnast öðruvísi fólki.

Sólrún mín : Til hamingju með afmælið stelpa :)

ANNAÐ : sá svo skemmtilega frétt á netinu um Danskar konur sem voru að mótmæla því að þær mættu ekki vera berar að ofan í sundi. Má það heima á Íslandi?
Er það bara ok þegar það er sumar og sól?

3 comments:

Anonymous said...

Já það var líka verið að berjast fyrir berum brjóstum hérna í Sverige :) Ég nenni ekki að horfa á inland empire þú verður að segja mér ef að hún er góð.
kv. Hrönns

Anonymous said...

tere tere

Ég mig minnir að það havi verið eitthvað upnám yfir þessu brjóstamáli í Nauthólsvík, ég held það hafi samt verið leyft. Man ekki alveg hvernig þetta var.
En ég fór einmitt á Inland Empire í bíó og hugsaði allan tímann um það hvað ég hafði verið að pæla að fara ekki á rómantíska gamanmynd með Hugh Grant eða eitthvað. Stórkostleg mynd engu að síður og vel þess virði að hafa sig í gegnum hana á endanum.

Sóley

Anonymous said...

TAKK TAKK TAKK elskan!!!!

Af einhverjum astaedum gat eg ekki lesid thann hluta faerslunnar sem greinilega fjalladi um brjost. Thvi midur, ber brjost er nu eitthvad sem eg hefdi eflaust getad tjad mig um.