Thursday, February 07, 2008

Skólalíf

Er byrjuð í skólanum!! Er samt ekki komin inn í námið??? Já er byrjuð í skólanum en er ekki búin að fá einkunnina sem ég þarf að hafa til að geta komist inn í námið. Er líka búin að kaupa mér bækur og aðeins byrjuð að læra. Mér líst annars frekar vel á þetta allt saman fyrir utan að áherslurnar í skólanum eru mjög subjectívar og byggaðr á sálgreiningu sem ég er frekar mikið á móti. Þetta hefur til dæmis áhrif á hvernig maður er metinn og hvaða einkunnir maður fær því prófin hérna eru alltaf ritgerðir. Til dæmis hefði ég verið felld í sálfræðinni heima ef ég hefði skrifað "ég" en núna er maður felldur ef maður skrifa ekki "ég"!
Ég var hrifin af tíma sem ég fór í á mánudaginn þar sem ungur taugasálfræðingur sagði okkur frá vinnu sinni. Hún vinnur við að mæla "cognitive function" hjá fólki sem þýðir bara hvernig heilinn virkar hjá fólki. Oft er hún til dæmis að skoða hvort fólk hafi heilaskemmdir og þess háttar. Þetta er þvílíkt "detective" starf því það þarf að setja marga smá búta saman til að fá svar við þeim spurningum sem settar eru upp. Oft er til dæmis ruglað saman þunglyndi og heilahrörnun en hún er mjög góð í að finna hvað er hvað. Ég er ekki að segja að mig langi að vera eins og hún en mér fannst hún samt geggjað töff.

Var að klára jólabókina í ár en það var Rokland eftir Hallgrím Helgason. Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir alla þá sem elska svartan húmor og þjóðfélagsgagnrýni. Ég ræddi þessa bók við Aðalheiði Steingrímsdóttur sem ég mér finnst hafa verið besti kennarinn minn í VMA og eini kennarinn sem felldi mig á prófi hehe (hitti hana í flugvélinni frá Akureyri til Reykjavíkur). Henni fannst þetta hræðileg bók og gat ekki einu sinni klárað að lesa hana. Mig grunar að hún sé kannski aðeins of gömul því þetta er mjög "neikvæð" bók en í því felst húmorinn. Mér fannst alveg frábært hvernig hann lýsir hlutunum og gerir grín að íslensku menningunni. Maður fer nett hjá sér þegar maður sér sjálfan sig fyrir sér í nokkrum aðstæðum í bókinni sem er mjög hressandi haha! Langar núna að lesa Höfund Íslands.
Byrjaði á "Drage löberen" eða Flugdrekahlauparann á íslensku. Ég fékk þessa bók lánaða hjá vinkonu minni og er þess vegna pínu neydd til að lesa hana. Eftir bara fyrstu blaðsíðurnar líst mér strax vel á hana. Hef heyrt að myndin sé mjög kliskjukennd og léleg og ætla því ekki að sjá hana. Ég er annars mjög lengi að lesa þannig að ég verð ekkert með neina bókagagnrýni hérna á næstunni hehe.

Knús til ykkar allra

5 comments:

Anonymous said...

Skólalífið hljómar mjög spennandi, ég kannast einmitt sjálf við að stranga uppeldið sem maður fékk í BA heima er bara ekki málið allstaðar;) knúsi knús
Sóley

Anonymous said...

Helló sys
Gott að heyra að þú sért komin í skólann, samviskubitið getur þá hætt að naga þig að innan...hehehe
Ef þig vantar fleiri bækur þá mæli ég eindregið með því að þú lesir(ef þú hefur ekki lesið hana) furðulegt háttalag hunds um nótt - ég var að klára að lesa hana á enskunni og fannst hún alveg frábær - hún heitir á ensku the curious incident of the dog in the night time.....rosalegur titill en alveg þess virði:)
rauðhausarnir litlu biðja að heilsa - Birta segir: "skrifaðu bara Kris þú ert besta" Bjarmi segir: "McQueen"
Hafðu það gott sæta
Knús og kossar frá eyri kennd við akur

Anonymous said...

Eg er sammala fyrri raedumanni, furdulegt hattalag hunds um nott er storgod bok.Og eitthvad fyrir thig held eg. Madur er settur svo vel inn i einhverfan huga. Flugdrekahlauparinn er lika rosa god, maeli mjog vel med henni en hun tekur a tarakirtlana. Njottu lestursins

Anonymous said...

Þú ert svo menningarleg og dugleg að lesa fyrir "þig", ef ég hef tíma til að lesa fyrir mig þá er ég bara að lesa uppeldisbækur og dr.phil hehe... annars er ég nú að lesa anski merkilegar skáldsögur í frönskum bókmenntum 19. aldar...

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold o3i6h7ce