Var svo í búðinni að kaupa eitthvað að borða og konan fyrir framan mig í röðinni hafði bara einn hlut en það var stór Martini flaska, sem er ekki frásögu færandi nema... að þegar ég kom út úr búðinni sé ég hana í bílnum sínum á bílastæðinu fyrir utan að taka stóran slurk af flöskunni!
Var í vinnunni á leiðinni til gamallar konu þegar ég sé mjög venjulegan ungan mann, sem var kannski nett búttaður, á gangi, sem er ekki frásögu færandi nema... allt í einu hleypur hann eins hratt og hann getur. Alveg furðulega hratt og eins og hann væri að missa af seinasta strætónum. Svo allt í einu sé ég að hann stoppar og byrjar að kasta jakkanum sínum í gangstéttina, aftur og aftur eins og hann væri alveg brjálaður. Svo einni sek seinna er hann bara á rólegu lalli.
Furðulegt en skondið, það margborgar sig að fylgjast grant með smáatriðum hversdagsleikans sem eru svo sjarmerandi og gera þetta allt worth the while.
Svo ein pínleg saga af sjálfri mér :
Á svona móðins buxur sem eru þröngar á kálfunum, held maður hafi kallað þær innvíðar buxur í gamla daga sem er kannski pínu fáránlegt orð. Einn morguninn þurfti ég að fara á fætur klukkan fimm því ég átti að byrja að vinna hálf sjö (langur strætótúr) þannig að ég var líklega frekar þreytt. Allavega þegar ég hafði verið í vinnunni í ca hálftíma sé ég að önnur buxnaskálmin er eitthvað stærri en hin og mér finnst líka eins og hún sé eitthvað þrengri, svo þegar ég fer að rannsaka þetta nánar sé ég að ég er með g- streng hangandi út úr skálminni!! Þá hafði ég semsagt klætt mig eitthvað fáránlega úr kvöldið áður þegar ég fór í sturtuna og g-strengurinn hefur bara fests þarna ! Ég stökk inn á klósett og fjarlægði hann og enginn tók eftir þessu...eða enginn sagði neitt!
Vonandi náði ég að valda einhverjum aulabrosum þarna úti :)
7 comments:
Ég er svo ótrúlega sammála þér, það er svo ótrúlega margt skondið og broslegt að gerast í kringum mann á hverjum degi. Sérstaklega á stað eins og London þar sem allt er að gerast á götum borgarinnar. Ég hef oft pælt í því hvað svona smáatriði eru skemmtileg, en oftast er maður náttlega bara djúpt sokkinn í eigin hugsanir alltof seinn í túbuna og missir af öllu saman!
Hahaha stórkostlegur raunveruleiki! Ætla að reyna að skoða mannlífið betur.
Haha! Hef lent í svona að hafa sokk lafandi í buxnaskálminni í góðan tíma áður en ég fattaði, en g-strengur þó betra eða þ.e.a.s. vandræðalegra
hahahaha þú ert nú meiri snillingurinn stelpa;) gaman að öllu þessu skrýtna fólki þarna í kringum þig....kryddar aðeins hversdagsleikann:D kysskyss af Króknum;)
Ég skoðaði mannlífið betur og hér kemur ein: Var nýbúin að versla í Suber Best gettóbúðinni og var að setja vörurnar í skottið á bílnum. Par með lítið barn keyrir inn á bílastæðið og leggur bílnum við hliðina á mínum. Það er nú ekki í frásögur færandi nema....litla ungbarnið var í fangi móðurinnar sem var að keyra bílinn!!!!
Ertu viss um að hinar sögurnar séu ekki af þér??? Haha:)
kv Þórunn
haha takk fyrir commentin og jú kannski eru allar þessar sögur um mig!!
Post a Comment