Wednesday, May 16, 2007

Hetjan mín















Kate Moss nakin á...Verner Panton stól! Ekki bara einhver stóll ó nei heldur einn frægasti stóll heimsins OG hannaður af dönskum hönnuði. Þetta er semsagt fyrsti stóll í sögu hönnunar sem er gerður úr aðeins einu stykki og það plast stykki. Í mínum augum er hann aðal hippa hönnuðurinn, hann hannaði til dæmis húsgagnalandslag þar sem átti að vera auðvelt að "njóta ásta" hvar og hvernig sem var. Nú á dögum Retróins þá er hann orðinn ansi heitur. Ég og Frank erum aðdáendur, kannski aðallega ég, því við eigum sjálf tvo stóla og eitt ljós eftir hann. En áhuginn kviknaði aðallega eftir að hafa verið á Stereobar þar sem öll húsgögnin eru hönnuð af honum. Allavega ! ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þetta blogg um þenna svala hönnuð, sem er því miður látinn, er að ég horfði á Ugly Betty í kvöld og vá hvað skrifstofan í þeim þætti er ógeðslega flott!! Ein ástæðan er að það er mjög mikið retró look í gangi þar með mikið af gleri og plast húsgögnum. Í fundarherberginu eru til dæmis allair stólarnir Panton stólar eins og á myndunum hér! Sýnist svo að það séu svo einstaka lampar eftir hann. Allaveg svaka flott að mínu mati! Það eru líka svona details eins og hvítir vasar (ég er með vasa dellu') í upplýstum hillum sem mér finnst svo ótrúlega flott.




Svo er hann bara svo krúttlegur!! Algjör jólasveinn. Mottóið hans var að leika sér svo lengi hann lifði og hafa gaman að lífinu :) Blessuð sé hans minning og takið mottóið hans ykkur til fyrirmyndar!





1 comment:

Anonymous said...

Geggjað flottir stólarnir hans og hann gerði líka geggjuð ljós og lampa hér er líka slóð á sniðuga síðu http://www.r20thcentury.com/pantonenvironments.html ef fólk vill sjá meira. Mottóið er líka eitthvað sem maður á alveg að lifa eftir. Ætla taka hann mér til fyrirmyndar. Knús og kossar